Morgunblaðið - 01.03.1966, Síða 2
2
MORGUNBLAÐID
Þriðjudagur 1. marz 1966
Engar efnahreytingar í án
um undan Mýrdalsjökli
3ENGIR jarðskjálftar svo teljandi
ssé höfðu mælzt á mælum veður-
stofunnar í tvo sólarhringa, er
iblaðið hafði samband við Eirik
Sigurðsson í gær, Um helgina
var framkallað af mælunum á
Akureyri og borið saman við
Heykjavíkurmælinn þann dag
sem jarðskjálftarnir voru. Reynd
ust kippir vera þar á svipuðum
tíma. Og voru upptakasvæðin
ákvörðuð tvö, annað í norðan-
verðum Mýrdalsjökli, hitt rétt
uorðvestan við Torfajökul.
Dr. Guðmundur Sigvaldason,
jarðefnafræðingur, tók sýnishorn
af vatni Jökulsár á Sólheima-
sandi, Múlakvíslar og Skálmar,
er renna undan Mýrdalsjökli.
Efnagreindi hann sýnishornin í
gær. Og reyndist efnasamsetning
vatnsins alveg eðlileg miðað við
Þennan árstíma. En Guðmundur
tekur reglulega slík sýnishorn úr
ánum.
Þetta bendir til þess að ekkert
óvenjulegt sé á seiði undir jökl-
inum. Þó er engin reynsla feng-
in fyrir því hvort efnabreyting
á sér stað fyrir Kötlugos. Aftur
á móti hefur það reynzt þannig
fyrir eldgos sums staðar erlend-
is og slík efnabreyting hefur orð-
ið fyrir Skeiðarárhlaup.
Greinilegir jarðskjálftakippir.
EINS og kunnngt er varð fólk
á nokkrum bæjum sunnanlands
vart við jarðskjálftakippina sl.
miðvikudag. Mbl. hafði samband
við bændurna á bæjunum Heið-
arseli á Síðu og Hrífunesi í Skaft
ártungum.
Rafn Valgarðsson bóndi á
Heiðarseli, kvaðst hafa orðið
greinilega var við tvo kippi á
miðvikudagskvöldið, er klukkan
var um 11.15. Sagði Rafn að
vart hefðu liðið nema tvær til
þrjár mínútur á milli þeirra.
Hann sagði ennfremur, að hann
væri ekki frá því að hafa fundið
þriðja kippinn, en þó vildi hann
ekki staðhæfa það.
Árni Jónsson bóndi að Hrífu-
nesi sagðist ekki hafa orðið sjálf
ur var við kippinn, en einn
heimamanna hefði fundið greini-
lega vægan jarðskjálftakipp
þetta kvöld um kl. 11.30. Hefði
eins fundizt þessi eini kippur,
og ekki orðið vart við neina
jarðskjálftakippi síðan.
*
SKRIFSTOFA skemmtikrafta
gengst fyrir fjölbreyttri mið-
næturskemmtun n.k. fimmtu-
dag í Austurbæjarbíói, þar
sem fram koma 50 innlendir
skemmtikraftar.
Meðal þeirra er ungur sigl-
Ásmundur að biia sig undir að brenna hundrað kr. seðilinn.
Verð landbúnað-
arvara hœkkar
FRÁ og með deginum í dag
hækkar verð landbúnaðarvara í
samræmi við hækkun þá á kaup
gjaldsvísitölu, sem i|i gengur í
gildi. Þannig verður smásölu-
verð á súpuk ( ti um kr. 67.20,
en var áður 66.00 kr. Smásölu-
verð á hryggjum verða 80.50 kr.
en var 79.15 kr., smásöluverð á
lærum 78,00 kr. en var 76.75 kr.,
og aðrar kjöttegundir hækka
hlutfallslega.
Þá hækkar verð á mjólk þann
ig að mjólk í heilhyrnum kostar
nú 7.75 kr. eða hækkar um tíu
aura. Rjóminn í kvarthyrnum
hækkar um 20 aura hver hyrna
og verður 21.80 kr. Útsöluverð
á 45% osti hækkar í 24.50 kr. en
verður núna 125.75. Verð á
smjöri breytist ekkert.
Góður fundur Norræna
félagsins á ísafirði
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld
var haldinn almennur félagsfund
ur í Norræna félaginu á ísafirði.
Var hann haldin að Mánakaffi.
Formaður félagsins, Aðalbjörn
Tryggvason, kennari, setti fund-
Kvöldvaka
fyrir aldrað fólk
í Háteigssókn
KVENFÉLAG Háteigssóknar
efnir til kvöldvöku fyrir aldrað
fólk í sókninni, konur og karla
í samkomuhúsinu Lido fimmtu-
daginn 3. marz, og hefst hún
kl. 8.
Hefir kvenfélagið að undan-
förnu boðið til öldruðum konum
einu sinni á ári, og hafa þær
samkomur hingað til verið í Sjó-
mannaskólanum og jafnan fjöl-
sóttar. Hafa félagskonur með
þessu viljað veita gestum sínum
ánægjustund og jafnframt auka
kynni.
Að þessu sinni býður kven-
félagið bæði öldruðum konum
og körlum. En þá þurfti stærra
húsnæði en áður, og þessvegna
var samkomuhúsið Lido fengið
til hinnar fyrirhuguðu kvöld-
vöku.
Verður vel til hennar vandað.
Sýnd verður kvikmynd og
þekktur upplesari les upp. Þá
mun karlakvartett syngja. Enn-
fremur verður almennur söngur
og kaffidrykkja.
Væntir kvenfélagið góðrar
þátttöku hins aldraða safnaðar-
fólks.
inn og stjórnaði honum. Sigurður
Bjarnason, ritstjóri, formaður
Norræna félagsins á íslandi,
flutti síðan ræðu um þróun og
árangur norrænnar samvinnu.
Var máli hans ágætlega tekið.
Þá voru sýndar skuggamyndir af
starfi Norðurlandaráðs. Ennfrem
ur sýndi Alfreð B&rregárd tann-
læknir, skuggamyndir, aðallega
frá Vestfjörðum. Loks fóru fram
almennar umræður um félags-.
mál. Til máls tóku Aðalbjörn
Tryggvason. Jónas Tómasson, tón
skáld, Jón Jóhannsson skattstjóri,
og Sigurður Bjarnason, sem þakk
aði Norræna félaginu á ísafirði
fyrir þennan ágæta fund, sem
sýndi mikinn áhuga félagsmanna.
Fundinum lauk með almennum
söng undir stjórn Samúels Jóns-
sonar, forstjóra.
Norræna félagið á ísafirði er
ein fjölmennasta deild félagsins
utan Reykjavíkur. Hefur það
starfað vel á undanförnum árum.
Fundur þess á laugardagskvöldið
var ágætlega sóttur og fór í öilu
hið bezta fram.
Myndlistarsýn-
ingu Heimdallar
lýkur í kvöld
M YN DLIST ARSÝNIN GUNNI í
Félagsheimili Heimdallar lýkur
í kvöld. Sýningin hefur verið op-
in daglega frá s.l. miðvikudegi
og verið vel sótt. Nokkrir ungir
listamenn, sem fæstir hafa sýnt
verk sín opinberlega áður sýna
á sýningu þessari.
Öllum er heimill aðgangur en
ýningin er opin í síðasta sinn
frá kl. 20,30 í kvöld.
Siglfirskur
töframaður
firzkur töframaður Ásmund-
ur Pálsson, sem leikur hinar
furðulegustu listir. M.a.
brenndi hann 100 kr. seðil,
sem ljósmyndari Mbl. hætti
til í þeim tilgangi, og er ekk-
ert var eftir nema askan tóm,
og ljósm. farinn að örvænta,
þá allt í einu gaidraði Ás-
mundur fram seðilinn á ótrú-
legan hátt, en 15 manns
stóðu í kringum hann meðan
seðillinn, sem var í umslagi,
var að brenna, og enginn tók
eftir að hann aðhefðizt neitt
blekkjandi. Við ræddum stutt
lega við Ásmund á eftir, og
spurðum hann hvenær hann
— Kosningar
Framh. af bls. 1.
degis í dag og var ekki lang-
orð. Þar sagði:
— Forsætisráðherrann hefur
farið þess á leit við hennar há-
tign drottninguna að hún til-
kynni þingrof. Drottningin hef-
ur sent boð um að hún muni
verða við þessum tilmælum.
— Þing verður rofið fimmtu-
daginn 10. marz. Kosningar
munu fara fram 31. marz.
— Nýtt þing verður kvatt
saman mánudaginn 18. apríl og
fer þá fram eiðtaka þingmanna
og kjör þingforseta. Þing verður
sett fimmtudaginn 21. apríl.
I kosningabaráttunni sem fram
undan er og hefst í kvöld
með því að leiðtogar flokkanna
flytja fyrsta kosningaávarp sitt í
sjónvarp, mun Wilson leggja á-
herzlu á að kjósendur veiti sér
atfylgi til þess að efla og auka
áform þau um endurbætur á sviði
efnahagsmála og félagsmála sem
mörg eru komin til framkvæmda
að einhverju leyti þennan tíma
sem liðinn er síðan Verkamanna
flokkurinn batt enda á 13 ára
stjórnarferil íhaldsmanna í októ
ber 1964 og tók við stjórnar-
taumunum með nauman meiri-
hluta, fimm þingsæta.
Síðan hefur meirihluti Verka
mannaflokksins enn skerzt og er
nú ekki nema þrjú þingsæti og
verður það líklega ein helzta
röksemd Wilsons fyrir því að
láta efna til kosninga nú að
hann þurfi sterkari aðstöðu á
þingi til þess að umbótaáform
hans um að koma á öflugu að-
aðhaldi stjórnarinnar um verð-
hækkanir og auknar launakröf-
ur nái fram að ganga.
Verkamannaflokkurinn gerir
sér vonir um að kjósendur telji
honum það til tekna, hversu hó
laun eru nú almennt greidd í
Bretlandi og hversu fátt manna
er þar atvinnulaust. Einnig hef-
ur það komið í ljós við auka-
hefði byrjað að fást við töfra
brögð.
— Það var fyrir 18 árum,
því ég lærði minn fyrsta spila
galdur 4ra ára gamall.
— Hefurðu komið fram
áður?
— Já, um mest allt landið
og einnig í Reykjavík, bæði
í Háskólabíó og Austurbæjar-
bíó.
— Hefurðu lært eitthvað
erlendis?
— Nei, ég hef fundið flest
brögðin upp sjálfur. Hins veg
ar hef ég sýnt bæði í Þýzka-
landi og Englandi, er ég var
skipverji á b.v. Elliða frá
Siglufirði.
— Fékkstu greiðslu fyrir
það?
— Já, eitthvað um 500 kr.
fyrir kvöldið.
— Hvað starfar þú?
— Ég er að fara á vertíð til
Eyja, þar sem ég verð kokkur
á bát í vetur.
— Ertu jafnmikili töframað
ur í matargerðarlist eins og í
sjónhverfingum?
— Ekki vil ég sverja fyrir
það.
— Viltu segja okkur frá
nokkrum brögðum, sem þú
kannt?
— Ég lét t.d. skjóta mig
í Vestmannaeyjum, reka mig
í gegn með sverði, læsa mig
niður í kassa, sem var gegnum
stunginn 180 eða 190 sinnum,
og ég er heill á húfi, eins og
þú sérð. Svo hef ég sagað sund
ur kvenmann, verpt eggjum,
og sitthvað fleira, en ekki
borgar sig að ljóstra upp öll-
um leyndarmálunum.
kosningar og í skoðanakönnun-
um að menn eru alménnt hlynnt
ari stjórninni er talið var áður
og loks er svo það, að Ródesíu-
málið hefur valdið miklum klofn
ingi innan íhaldsfiokksins, sem
að vísu hefur ekki hugsað sér
að gera hvorki það mál né önn-
ur er snerta lönd Breta hand-
an hafsins að baráttumálum fyrir
kosningarnar heldur einbeita sér
að innanríkismálum á borð við
síau'knar verðhækkanir og önnur
áþekk mál, sem oftast nær ráða
úrslitum í þingkosningum í Bret-
landi.
Enda þótt Verkamannaflokkn-
um sé almennt spáð sigri í kosn-
ingunum sem nú eru framundan
eru skoðanir mjög skiptar um
það hversu mikill sá sigur verði.
Mjög mikið er undir því komið,
hverjum falla í skaut atkvæði
þeirra 10% kjósenda sem enn
eru óvissir í sinni sök og eins
getur töluvert oltið á atkvæðum
þeirra áhangenda frjálslyndra
sem líkur benda til að muni
þessu sinni heldur kjósa annan
hvorn hinna flokkanna.
Hin 630 þingsæti í Neðri mál-
stofunni skipast nú þannig milli
flo’kkanna að Verkamannaflokk-
urinn hefur 314 þingsæti, íhalds-
flokkurinn 302 og Frjálslyndir
9 þingsæti. Þingforseti og tveir
varaforsetar hafa ekki atkvæðis
rétt og tvö þingsæti eru auð nú
vegna fráfalls þeirra er þau
sátu.
— Á isjaka
Framhald af bls. 28.
hafa orðið um kl. 2.30.
Ekki sást strax til þeirra
frá Skjaldarvík, því að hæð
er á milli, en strax og vart
var við háskann, sem þeir
voru staddir í, um kl. 3.45,
hringdi Jón Þorvaldsson, for-
stjóri Elliheimilisins til lög-
reglunnar á Akureyri og bað
um aðstoð, þar sem engin
fleyta var tiltæk á staðnum.
Lögreglan fór þegar niður
að smábátakvínni, og vildi þá
svo vel til að þeir Karl Krist-
jánsson, Eyrarvegi 15, og
Indriði Hannesson, Bárufelli,
Glerárhverfi, voru að koma
að á trillu. Brugðu þeir þegar
við og fóru drengjunum til
hjálpar.
Jafnframt því sem Jón
Þorvaldsson hringdi til lög-
reglunnar hljóp matsveinn
Elliheimilsins, Benni Sören-
sen, danskur maður, snögg-
klæddur og kvefaður inn með
ströndinni til þess að leita
hjálpar, og óð snjóinn og
ófærðina inn að Pétursborg.
Þar hitti hann bóndann,
Jakob Jónsson, og fóru þeir
þegar og grófu árabát frá
Blómsturvöllum upp úr fönn
inni og hrundu honum á
flot, með snjónum í og öllu
saman.
Var það nokkuð jafn-
snemma, eða um kl. 4.15, sem
bátarnir tveir komu að jak-
anura, sem þá var kominn
200—300 faðma út á fjörðinn.
Þeir Karl og Indriði lögðu nú
að jakanum, en urðu að fara
afar gætilega, svo að hann
sporðreistist ekki vegna þess,
hve lítill hann var.
Drengirnir báru sig furðu-
vel, voru ekki mjög blautir,
en Inga var orðin afar kalt.
Gekk vel að ná þeim um i
trilluna, sem hélt síðan með
þá og skíðin innanborðs, en
árabátinn í eftirdragi heim
að Skjaldarvík. Voru dreng-
irnir þá búnir að vera í bráð
um lífsháska á hinum örsmáa
jaka nærri tvær stundir, enda
þóttu þeir úr helju heimtir,
þegar margar hendur kipptu
þeim upp á þurrt land.