Morgunblaðið - 01.03.1966, Qupperneq 3
■f>riSiu<3agur 1. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
— Auka þarf
Framhald al bls. 1
jþjóðir eiga í þessum. efnum. Einn
var frá Færeyjum, einn frá Dan
mörku, tveir frá Vestur-Þýzka-
landi, einn frá Noregi, tveir frá
Englandi og einn frá Skotlandi.
— Á fundinum í desember
voru hinar einstöku niðurstöður
samræmdar í eina heild og skrif
uð greinargerð um málið. Skýrsl-
una varð svo að leggja fyrir sér-
fund innan Alþjóðahafrcinnsókn-
arráðsins, en hann sátu formenn
allra helztu nefnda ráðsins. For-
mannanefndin hefur nú sam-
þykkt skýrsluna, svo segja má að
hún sé opinber afstaða Alþjóða-
hafrannsóknarráðsins. Skýrslan
hefur verið send til North East
Fisheries Commission og ríkis-
stjórna aðaldarríkja þess.
Minnkandi heildarafli vegna
aukinmr sóknar.
— Á mynd nr. 1, sem birt er
með viðtalinu í dag, er sýnd
árleg þorskveiði á íslandsmiðum
og hlutur íslendinga í henni.
Auk þess sýnir myndin sóknina,
sem mæld er í sérstökum eining-
um.
— Á árunum fyrir stríð og allt
fram til ársins 1958 má segja, að
gott samrsemi hafi verið milli
sóknar og heildarafla. Eftir 1958
gerist það, að sóknin eykst hröð-
um skrefum, en heildaraflinn
minnkar að sama skapi. Reyndar
varð dálítil aukning á afla 1963
og 1964, sem má að nokkru
þakka auknum göngum frá Græn
landi.
— >að er því greinilegt, að
kring um 1959—1960 verða þátta-
skil í viðbrögðum stofnsins gagn-
vart sókn. Rannsóknir okkar á
dánartölunni allt frá 1930 geta
skýrt þttta atriði, því það hefur
komið í ljós, að mjög náið sam-
band er milli sóknar og heildar-
dánartölu í hinum kynþroska
hluta stofnsins.
— Ég hef löngum haldið því
fram, að óæskilegt væri að heild-
ardánartalan færi yfir 65% á ári
hjá hinum kynþroska hluta
etofnsins eða yfir rauða strikið,
sem ég hef nefnt svo.
— i»ví er nú þannig varið, að
talsverðar árlegar sveiflur eru í
dánartölunni og erfitt að meta
það sem er að gerast nema með
meðaltali nokkurra ára.
— Árið 1960, síðast þegar við
gerðum alþjóðlega úttekt á þess-
um málum, kom í ljós, að heildar
dánartalan fimm árin þar á und-
*n, 1955—1959 var tæp 60%.
— En meðaldánartalan 1960—
1964 reyndist vera tæp 70%. Við
höfum því farið yfir rauða strik-
ið á þessum tíma og raunveru-
lega fyrr en nokkurn gat grun-
að. Má segja, að það stafi af
hinni stórauknu sókn á þessu
tímabili.
Meira tekiff úr þorskstofninum
en hann virðist þola.
— Þessar staðreyndir, sem hér
hefur verið bent á, gefa ótvírætt
til kynna, að meira sé tekið úr
íslenzka þorskstofninum en hann
virðist þola. Það er ekki hægt
að gera ráð fyrir að unnt sé að
B0TNVARRA (England 0.(1.) 253,7 milj. stk. 44,1%
— LÍNA, NET, NÓT (fel. bátor & vetrorvertid) 155,9 - - 27,1-
a LÍNA, NET (ísl. bátor utan vertidar) 60,4 - - 10,5-
/ \ BOTNVARPA (býzkir togaror og ísl. utan vertídar) 56,6 - - -9,8-
/ \ LÍNA, HANDF. (Fœréyingar) 20,8 - - 3,6-
/ \ ——B0TNVARPA (ísl. togarar á vertíd) 19,1 - - 3,3-
/ \ DRAGNÓT (Isl. bótor) 8,9 - - 1,5-
co
~~6
2 )
50- 60- 70- 80- 90- 100- 110- 120" 130- 140
Lengdardreifing þorsks í eins tökum veiðarfærum á íslands- miffum árin 1960 — 1964. Fjö
ldi í 5 sm flokkum.
auka heildarþorskaflann að
nokkru ráði frá því sem nú er.
>að geta að vísu komið nýir,
sterkir árgangar eða sterkar göng
ur frá Grænlandi, sem geta auk-
ið veiðina um tíma. En sé litið
á þetta til langs tíma virðist úti-
lokað, að stofninn geti skilað
meiru aflamagni eins og veiðun-
um er háttað í dag.
— Verði sóknin enn aukin má
búast við minnkandi afla á bát
og svo minnkandi heildarafla.
Hins vegar er hugsanlegt, að
smá minn'kun í sókn geti leitt
af sér aukningu á heildarafla og
aflinn á sóknareiningu myndi
hækka nokkurn veginn í hlut-
falli við minnkun á sókn.
74% af afla Breta
ókynþroska fiskur.
— Ef við lítum á heildarþorsk
aflann á árunum 1960—1964 þá
athugaði nefndin öll gögn sem til
eru um landað magn á þessu
tímabili hjá hinum einstöku
þjóðum, sem stunda veiðar á ís-
landsmiðum og hafa gert rann-
sóknir á þesum atriðum.
— Eftir heildarveiðinni í
magni eða kílóum var hægt að
umreikna stykkjafjöldann 1960
—1964. Hefur verið reiknaður út
fjöldi fiska í þúsundum í hverj-
um 5 sentimetra lengdarflokki.
— Kom í Ijós, að á þessu tíma
bili var landað af íslandsmiðum
samtals 575,4 milljónum þorska.
Af þeirri tölu hafa útlendingar
tekið 314,5 milljónir og Islending
ar 260,9 milljónir.
— Eins og sjá má af mynd 2
má skipta þorskveiðum við ís-
land í tvo meignþætti, þ.e. veiði
Breta, sem byggist á fiski, sem
100
ÍSLAN0
1925 30
35
40
45
50
55
60
300
200
• 100
65
Þorskveiffin viff ísland og sóknin í þorskstofninn á árun-
um 1924 — 1964.
er að meðalstærð 40—70 sm. að
lengd og 3—5 ára að aldri, en
74% af veiði Breta er fiskur und-
ir 70 sm. að lengd, eða ókyn-
þroska. Hins vegar er vetrarver-
tíðarveiði Islendinga, sem bygg-
ist á um 95% á kynþroska fiski,
aðallega af stærðinni 70—110 sm.
að lengd og 7—12 ára að aldri.
>að má segja, að örugglega 30%
af þessum fiski hafi hrygnt
einu sinni eða oftar. Hjá íslend-
.120 •
þorska, eða 18,4%. Af veiði út'
lendinga hafa Bretar tekið megin
hlutann, eða 188,8 millj. þorska.
— Veiði Islendinga á ókyn-
þroska fiski skiptist þannig:
Á línu, net og nót á vetrar-
vertíð 9 milljónir þorska.
Á sömu veiðarfæri utan vertíð-
ar 25,4 milljónir þorska.
í botnvörpu á vetrarvertíð 2,2
milljónir þorska.
í botnvörpu utan vertíðar 7
ito
100
1925 30 35 40 45 50 55 60 65 70
Ýsuveiðin viff Island á á runum 1924 — 1964.
ingum er 5,8% aflans á vetrar-
vertíð ókynþroska fiskur.
— Mynd 2 sýnir auk þess veiði
annarra þjóða við ísland og er
þar helzt að geta >jóðverja.
Lengdardreifing þeirra á fiskin-
um nær yfir báða þessa fyrr-
greindu flokka, kynþroska og ó-
kynþroska. Hjá þeim eru 42%
af aflanum ókynþroska. >að er
mjög svipað og hjá íslenzkum
veiðibátum utan vetrarvertíðar.
— I dragnót hafa 72% af fis'k-
inum verið ókyniþroska. Heildar
veiði í dragnót er 8,9 milljónir
þorska, eða 1,5% af heildarmagn
inu.
47% af lönduffu heildarmagni
ókynþroska fiskur.
— Ef litið er á heildarmagn
ókynþroska fisks af íslandsmið-
um þá er það 271 milljón þorsk-
ar, eða 47% af því heildarmagni,
sem landað var. >etta skiptist
niður þannig að útlendingar hafa
tekið 221 milljón þorska, eða
81,6%, en íslendingar 50 milljón
miljónir þorska.
I diagnót 6,4 milljónir þorska
Allir myndu hagnast á stækkun
möskva i 130 mm.
— Eitt meginverkefni þessarar
alþjóðlegu nefndar var að at-
huga, hvaða áhrif aukning á
möskvastærð botnvörpu á ís
landsmiðum geti haft til aukning
ar heildaraflans.
•— Nefndin komst að þeirri nið
urstöðu hvað þorskinum viðkem-
ur, að allar þjóðir myndu hagn-
ast á stækkun möskvans upp í
130 millimetra og bæði íslenzkir
og þýzkir togarar myndu hagn
ast á möskvastærð upp í 160 mm
— Hér er þó ekki um háar
tölur að ræða, t.d. myndu íslenzk
ir togarar hagnast um 5%
stækkun upp í 130 mm, en milli
8 og 12% yrði möskvinn stækkað
ur upp í 160 mm. Hagnaður
brezkra togara myndi minnka
miðað við sérhverja möskva
stærð yfir 130 mm. Mestur ávinn
ingur fyrir stækkun möskva-
Framhald á bls. 27
STAKSTHAH
V innuaílsþör í in
TÍMINN birtir nú dag eftir dag
slik endemis skrif um alúmín-
máliff, aff ætla mætti aff full-
orðnir menn héldu þar ekki um
pennann. í forustugrein Tímans
sl. sunnudag, er vitnaff til greinar
sem Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra skrifaffi í afmælis-
rit Varffar um Stórvirkjun og
stóriffju, en þar ræddi hann m.a.
væntanlega vinnuaflsþörf alúm-
inverksmiffju og segir:
„Samkvæmt þessu ætti 500
manna vinnuafl alúmínverk-
smiðju áriff 1975 aff nema 2% af
vinnuafli iffnaðarins, en 6,5% af
aukningunni í iffnaði frá 1960 til
1975, þaff er yfir 15 ára tímabil.
Lauslega áætlað mundi vinnuafl
verksmiffjunnar nema 9 til 10%
aukningar mannafla í iffnaði, aff
mefftöldum fiskiffnaffi yfir ára-
tuginn 1965 til 1975. Ég vil biffja
menn nú aff gera sér fordóma-
laust grein fyrir þessum efnis-
atriðum ©g tölulegu upplýsing-
um. Viff höfum sjálfir í hendi
okkar, aff full afköst 60 þúsund
tonna álbræffslu komi ekki til
fyrr en 1975. >á muni vinnu-
aflsþörfin vera 0,5%, og um alda
mótin, þegar líffur aff lokum
samningstíma, eins og ráffgert
hefur veriff viff svissneska félag-
iff um 0,3% alls atvinnufólks í
landinu".
„Röksemdafærsla"
F ramsóknarf lokksins
Sem svar viff þessum upplýs-
ingum Jóhanns Hafsteins sem
fram komu í Varffargrein hans,
vitnar Timinn í grein Gísla Guff-
mundssonar og segir:
Vakin er athygli á þvi <1
skýrslum norsku stjóraarinnar),
aff 100 þúsund tonna alúmin-
▼erksmiðja sé atvinnuleg undir-
staffa 8—10 þúsund manna
byggffar, a.m.k.“. Eins og allir
▼ita hlyti a.m.k. þriffjungur
þessara átta til táu þúsund
manna aff vera fólk sem ynni
beinlinis í þágu álframleiffslunn
ar, effa svo sem 3000 manns. Og
þótt hér yrffi ekki nema 64 þús-
und tonna álver, getur sú tala
varla farið niður úr 2000 effa
fjórföld tala Jóhanns. Þetta er
enn eitt dæmiff um blekkingar
Jóhanns og reyk þann sem mað-
urinn veffur“.
Skemmdarstarf semi ?
Fyrsta hugsun þeirra, sem
lesa slika roksemdafærslu í einu
dagblaða þjóðarinnar er, aff þar
haldi um pennann maður, sem
raunverulega er hlyntur bygg-
ingu alúminverksmiffju hér á
landi, en hefur veriff kúgaður
tii þess aff vera á móti henni,
og launar þá kúgun meff svo frá-
leitum málflutningi, aff hann
geti ekki orffiff til annars eo
skaffa því blaði, sem þaff birtist
í og flokki hans. Bæði innlendir
og erlendir sérfræffingar hafa í
mörg ár unniff aff athugunum og
rannsóknum á hugsanlegri
byggingu alúmínverksmiðju á
Islandi, í sambandi viff stórvirkj
un, og ennfremur hefur Efna-
hagstofnunin reiknað út væntan
iega vinnuaflsþörf til slíkrar
verksmiffju, á grundvelli staff-
reynda, gem stofnunin hefur í
höndum um mannaflsþörf til
slíks rekstrar. En Timinn
fálmar bara eitthvaff út í loftiff,
og kemst aff þeirri niðurstöffu,
aff vinnuaflsþörf fyrir 60 þúsund
tonna alúmínverksmiffju geti
ekki veriff minni en tvö þúsund
manns, þótt staffreyndirnar segi
aff vinnuaflsþörfin sé 500 manns.
Auffvitaff er gersamlega útilokaff
aff rökræða við menn, sem hirða
ekkert um raunverulegar staff-
reyndir, en gefa sér tölur sem
henta málflutningi þeirra.