Morgunblaðið - 01.03.1966, Side 12
12
MORGU N BLAÐÍÐ
Þriðjudagur 1. marz 1966
Helgi Tryggvason bók-
bindari — sjötugur
ÉG hefi verið lítill bókasafnari
um æfina, þó hið nána samband
mitt við vin minn Helga Tryggva
son hafi verkað mjög hvetjandi
á mig, í þá átt. En ég hefi safn-
að mannamyndum, ekki áþreifan
legum en aðeins huglægum.
íæssar myndir eru af fólki sem
hafa verkað mest á líf mitt í
blíðu og stríðu allir ættingjar, vin
ir og velgerðamenn. Myndir þess
ar koma oft í hug mér á kyrr-
látum næturstundum, þegar
svefninn er víðsfjarri. Þá raðast
þær upp og renna í gegn eins
og filma á hvítu tjaldi. Sumar
eru skírar en aðrar daufari.
Myndin af Helga Tryggvasyni er
ákaflega skír, enda höfum við
nú síðastliðin 30 ár fundist á
hverju ári og blandað geði sam-
an. Þegar hann var hér hjá mér
aíðastliðið sumar þá fannst mér
óhugsandi að hann væri í þann
veginn að fylla sjöunda tuginn.
En afmælisdagabókin mín segir
mér að hann sé fæddur 1. marz
1896 og ég verð víst að trúa
því.
Við kynntumst fyrst fyrir 50
árum það var síðsumars 1915.
Ég hafði þá verið kaupamaður
í Möðrudal í 3 sumur og verið
þar samvistum með mjög góðu
fól'ki, körlum og konum. Svo
stuttu fyrir göngurnar þá birt-
ist þessi ungi piltur, einmitt
þegar kaupafólkið var annað-
hvort farið, eða að fara. Enniþá
eru mér ógleymanlegir fyrstu
dagarnir sem við unnum saman
þarna í Möðrudal. Mér er minn-
isstætt hvað Helgi var ætíð jafn
glaður og reifur hvað hann var
fundvis á skoplegu hlutina í
daglegri umgengni. öll verk
urðu svo létt við nálægð hans
og oft kom hann okkur til að
hlæja. Það var ekki annað hægt
en fá strax mætur á þessurn
unga manni, hann var fullur af
fjöri skifti aldrei skapi. Svo var
hann hörkuduglegur og verklag-
inn. Eftir 5 vikur urðum við að
skilja og það liðu 13 ár þar til
við sáumst aftur. Þá vorum við
báðir giftir og orðnir fjölskyldu-
' irenn.
| Ég hefi ekki hugsað mér að
rekja hér uppruna og ætterni
Helga, bæði er það, að við hann
hafa birst blaðaviðtöl, og svo er
hann orðinn landsþekktur maður
í fyrir sína bóka- og blaðasöfnun.
Strax eftir að Helgi hafði lokið
bókbandsnámi sínu úti í Kaup-
I manna'höfn þá byrjaði hann að
vinna að iðn sinni hjá tengda-
föður sínum séra Einari Jóns-
syni prófasti á Hofi í Vopna-
■ firði, og vann hann mest að því
| eftir venjulegan vinnudag, því
| jafnframt gerðist hann ráðsmað-
I ur hjá séra Einari og var það
nóg verksvið fyrir einn mann á
svo fjölmennu heimili. En bæði
er að Helgi hefur þurft lítið að
sofa og svo hefur honum unn-
izt best þegar hann hefur haft
algert næði. Það mun ekki of-
sagt að vinnudagur Helga muni
oftast hafa verið þriðjungi lengri
en flestra annarra.
Þegar Helgi byrjaði sína bóka-
og blaðasöfnun þá safnaði hann
mest í Reykjavík og nágrenni,
(eftir hans eigin sögn) en ekki
leið á löngu áður en hann leit-
aði á fjarlægari mið, og nú um
30 ára skeið hefur hann svo til
á hverju ári notað sumarfrí sitt
til að ferðast um Norður- og
Austurland: í öll þessi ár hefur
hann farið hér um Akureyri og
þá gist hjá okkur hjónunum. Ég
hefi því orðið fyrstur manna að
sjá aflaföngin, þegar hann hef-
ur gert að aflanum sem stundum
var ótrúlega mikill, enda minn-
ist ég þess eitt sinn að við flutt-
um milli 20 og 30 pakka úr kjall-
aranum hjá mér um borð í Esj-
una. (Á gamlan mælikvarða
munu það hafa verið 10 hest-
burðir). Mikið hafði ég gaman
af að fylgjast með honum í heim
sókn til bókasafnara. Ég gat þá
Fyrirhuguð bygging stórkaup manna við Miklubraut.
Stórkaupmenn byggja
„heildsölumiöstöö"
— ocj senda ríkisstjórn áskortin
um afnám ríkis-ein.sölufyrirtækja
Aðalfundur Félags slenzkra stór-
kaupmanna var haldnn í Leik-
húskjallarnum laugardaginn 26.
febrúar sl.
Formaður félagsins, Hilmar
Fenger, setti fundinn og minnt-
ist látinna félaga, þeirra Ás-
mundar Einarssonar, Þorvalds
Jónssonar, John Lindsay og
Gísla J. Johnsen.
Fundarstjóri var kjörinn Eg-
ill Guttormsson, stórkaupmaður.
í skýrsiu stjórnarinnar um
starfsemi félagsins á hinu liðna
starfsári var skýrt frá hinum
fjölmörgu verkefnum, sem
stjórn félagsins og skrifstofa
hafa haft með að gera á sl. starfs
ári.
Var m.a rætt um fyrirhugaða
stórbyggingu stórkaupmanna við
Miklubraut, sem verður um
27.000 rúmmetrar að stærð, en
arkitektarnir Jósef Reynis og
Gíslí Halldórsson eru nú að gera
frumuppdrætti að. Mun bygging
þessi hýsa um 30 heildsölufyrir-
tæki, og mun skapast eins kon-
ar heildsölumiðstöð í þessari
væntanlegu byggingu. Sam-
kvæmt þegar gerðum útlitsteikn
ingum mun þetta verða ein feg-
ursta stórbygging borgarinnar,
sem setja mun svip á hinn nýja
miðbæ.
Ennfremur var rætt um nauð-
syn þess að gera útflutnings-
verzlun landsmanna frjálsa, og
flutti Friðrik Jörgensen, stór-
kaupmaður, ítarlega ræðu um
gang þeirra mála á undanförn-
um árum.
Þá var rætt um verðlagshöml-
ur á innflutningsverzluninni, og
kom fram í umræðum um málið,
að mi'kið ó'hagræði væri að höml
um þessum fyrir almenning, þar
sem ekki væri hægt að tryggja
honum hagkvæmasta verð og
vörugæði vegna þessarar hamla.
Auk þess var ræddur fjöldi
annarra mála.
Áfundinum flutti Bergur G.
Gílason, ræðismaður, enndi um
viðskiptin við Austur-Þýzkaland,
og Guðmundur Árnason stór-
kaupmaður, gerði grein fyrir
starfsemi lífeyrissjóðs verzlunar-
manna.
stjórn Félags ísl. stórkaup-
manna eiga nú sæti: Hilmar
Fenger stórkaupm. formaður, en
meðstjórnendur stórkaupmenn-
irnir Einar Farestveit, Ólafur
Guðnason, Gunnar Ingimarsson,
Þórhallur Þorláksson, Hannes
Þorsteinsson og Friðrik Jörgen-
sen.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Hafsteinn Sigurðsson, hrl.
Aðalfundurinn, sem var fjöl-
mennur, samþykkti samhljóða á-
lyktun:
Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkaupmanna 1966 skorar á
ríkisstjórnina að framkvæma nú
þegar eftirtalin atriði:
a. Afnema einkasölu ríkisins
á eftirtöldum víörum: Tóbaki, við
tækjum, eldspýtum, bökunar-
dropum, ilm- og hárvötnum og
grænmeti,
b. afnema gildandi verðlags-
ákvæði með öllu,
c. lækka tolla enn frekar en
gert hefir verið,
d. rýmka heimild einkafyrir-
tækja til að flytja út framleiðslu
vörur þjóðarinnar,
e. stuðla að því, að Verzlun-
arbanki íslands hf. fái aðstoð til
að koma á fót verzlunarlánasjóði
til eflingar frjálsri verzlun.
Aðalfundurinn vísar til fyrri
röksemda, varðandi ofangreind
mál, sem hann telur, að eigi
þurfi að ítreka.
Aðalfundurinn vill færa ríkis-
stjórninni þakkir sínar fyrir það
mikla átak, sem gert hefir verið
í því að gera innflutningsverzlun
ina svo til alfrjálsa .landsmönn-
um öllum til hagsbóta.
best fundið hvað Helgi hafði
lagt mikla alúð við að verða
bókasafnari, hvernig hann hafði
tileinkað sér alla hluti því til-
heyrandi. Minni hans er alveg
frábært, það er sérgáfa sem fá-
um hlotnast í svo ríkum mæli.
Við hina löngu og nánu kynn-
ingu mina af Helga, þá tel ég
hann muni vita um útgáfu allra
blaða og tímarita sem út hafa
komið á íslandi, hvenær þau
byrjuðu að koma út, og hvenær
þau hættu, hvaða númer voru
skakt prentuð hvenær ekki
komu heilir árgangar o.s.frv.
Helgi kvæntist 1921 Ingigerði
Einarsdóttur og mun það vera
hans mesta gæfuspor á lífsleið-
inni. Gestrisni þeirra hefu* ver-
ið frábær og má segja að þar
hafi æfinlega staðið opið hús
jafnt vandamönnum og vanda-
lausum. Svo þegar söfnunin var
komin í algleyming og allir
safnarar vildu njóta góðs af fróð
leik hans og hjálpsemi, þá má
segja að um árabil hafi hvorugt
hjónanna haft hvíldarsund í
sínu heimili, annaðhvort símtöl
eða gestir og hvorttveggja. Allir
fá sama hlýja viðmótið og fyrir
greiðslu, ef hægt er að veita
hana. Eftir að Helgi fluttist til
Reykjavíkur bjó hann í. mörg
ár með fjölskyldu sinni í Lóu-
götu 2. Þetta var húsasamstæða
á einni hæð með mörgum vistar
verum en minni þægindum fyrir
húsmóðurina. Þangað kom ég
nokkrum sinnum og þar sá ég
gleggst að þar sem er hjarta-
rúm þar er húsrúm. En þá sá ég
bezt hvað var langur vinnudag-
ur hjá Helga. Strax og hann kom
úr sinni föstu vinnu byrjaði
straumur af gestum sem komu
til aS skoða hvað hann hefði
getað náð í nýlega þarna varð
Helgi að hanga yfir þessum
mönnum fram um miðnætti.
Faðir Helga Tryggvi Helgason
var allan síðari hluta æfi sinnar
hjá dóttur sinni austur í Axar-
firði, hann andaðist fyrir 2 árum
nokkuð á tíræðisaldri. Á hverju
sumri um. 30 ára skeið fór Helgi
að finna föður sinn og dvaldi þá
jafnan þar um vikutíma. Þá van-n
hann að heyskap sem ungur væri,
og var mest glaður ef hann gat
séð og hjálpað til að hirða allt
sem til var af heyi. Þetta var
sæluvika fyrir gamla manninn,
sem hann hlakkaði til allt árið.
Á þessum árum þróaðist vin-
átta okkar Helga og fjölskyldna
okkar.
Enginn getur vitað hve miklum
verðmætum Helgi hefur bjargað
frá glötun með söfnun sinni á
öllu prentuðu máli, frá öllum
tímum síðan fyrsta prentaða bók-
in var gefin út á íslandi. En þeir
eru margir safnararnir sem notið
hafa aðstoðar hans, til að fylla
ýms fágæt verk og ennþá er
hann að liðsinna þeim sem hann
getur. Sjálfur hefi ég marga verð
mæta bók eignast frá hans hendi,
en mér kemur það vel að okkar
viðskipti verða ekki gerð upp í
þessu lífi.
Þegar Helgi varð sextugur þá
fór það alveg framhjá mér, svo
kemur hann til okkar um sum-
arið að van-da. Hann hafði þann
sið að bjóða mér neftóbak. Um
leið og ég tók við dósunum þá
segi ég. „Ertu nú búin-n að fá
þér kopardósir"? „Já, en það er
betri sortin af koparnum“ svar-
aði Helgi. Þá fór ég að skoða
dósirnar og sá að þær voru af-
mælisgjöf til Helga á 60 ára
afmæli hans. Einnig sá ég að
þær voru úr skíra gulli gefnar
af nokkrum vi-num hans, sem
kunnu að meta alla hans hj-ál-p-
semi við þá, hún var að þeirra
dómi gulls ígildi.
Lesbók morgunblaðsins, litla.
brotið, hefur verið mikið eftir-
sótt af bóka og blaðasöfnurum,
en flestum hefur gengið mjög
illa m-eð fy-rsta árganginn eink-
um fyrstu 11 blöðin frá 1925.
Eg spurði Helga þegar hann var
hér síðast hvað hann hefði náð
saman mörgum heilum eintök-
um af Lesbók Morguniblaðsins.
„Þau mu-nu vera um 40, og
fyrsta eintakið seldi ég á 120
krón-ur“, svaraði Iíelgi.
„Sumri hallar hausta fer. .
Það er í byrjun september 1960?
sem Helgi er að koma úr Axar-
firði og er nú aleinn í bifreið
sinni. Mig grípur mjög sterk
löngun að fylgja honum úr
hlaði. En við förum ekki fyrr
en um hádegi og hann keyrir
fjarska rólega, báði-r vilja treina
tímann sem lengst áður en við
þurfum að skilja. Gaman að fara
um Blönduhlíðina í glansandi
sól. Við höfum áður verið hér á
ferð saman og þá heímsótt hús-
freyjuna á Víðivöllum og prest-
inn á Miklabæ (vin Helga). En
nú hallar degi og Helgi á eftir
að keyra tii Reykjavíkur. Við
förum heim að Varmahlíð og
fáum okkur kaffi. Fátt er þar
manna og við getum rabbað sam
an í næði. Svo kemur skilnaðar-
stundin. Ég fylgi ijfonum í bíl-
inn og þar er sezt og skrafað
saman áfram. En sólin lækkar
á lofti, og nú verður þessu ekki
slegið lengur á frest. Við kveðj-
umst og ég horfi eftir honum
meðan til sést. Ennþá er löng
stund til sunnan-Rútan kemur
á leið til Akureyrar. Ég rölti upp
fyrir bæinn leita mér þar að
gróðursælli laut og nýt einver-
unnar í kyrrð sveitarinnar. Svo
sofnaði ég Hvað lengi ég svaf
veit ég ekki, en ég hrökk upp
við það að vinur minn Helgi
kallar á mig: „Ætlar þú ekki að
verða með?“ Ég lít í kringum mig
og átta mig fljótt hvar ég er
staddur. Þá minnist ég Rútunn-
ar sem ég ætlaði með til Akur-
eyrar. Á sama augnabliki er ég
sprottinn upp og hleyp sem fljót
ast niður að húsinu. Þegar ég
kem fyrir hornið er bílstjórinn
búinn að setja í gang og er að
beygja brekkuna. Mér tókst að
ná í hurðarhandfangið og fékk
að sm-eygja mér inn í bílinn.
Kæri vinur Helgi! Nú á þess-
um tímamótum æfi þinnar er
hugur minn hjá ykkur. Ég vona
að á þér verði engin snögg um-
skipti þó þú byrjir að prika þig
upp eftir áttunda tugnum. En
mín síðu-stu orð til þín nú eru
að óska þér og fjölskyldu þinni
farsældar á komandi árum. Und-
ir það taka þau kona mín og
Gísli, og við þökkum þér öll góð
kynni vináttu og höfðingskap.
Bjarni Halldórsson.
Róso Benónýs-
dóttir — Minning
SÚ harmafregn barst mér í gær,
að frú Rósa Benónýsdóttir Suð-
urgötu 26, Akranesi sé farin frá
oss.
Ég átti því láni að fagna, að
kynnast þessari indælu konu,
sem allt gott vildi fyrir aðra
gjöra.
Ég kynntist henni vel, er við
vorum samtímis í sjúkrahúsi
Akraness til lækninga.
Að mínum dómi, var Rósa
sérstæður persónuleiki, greind
vel, vinföst, trygglynd og svo
fórnfús.
Hún virtist alltaf hafa í huga
ummæli frelsara vors að sýna
eiga hina ráunverulegu afstöðu
sannkristins manns til samfé-
lagsins.
Ég votta manni hennar, börn-
um og öllum skyldmennum
dýpstu samúð.
Einnig vil ég, að lokum, færa
Rósu hjartans þakkir fyrir allt
það góða er hún gaf mér. Það
veit ég að það sem hún valdi
sér að leiðarljósi í þessu lífi,
mun einnig lýsa henni í þvl
næsta. Vertu sæl.
Er ég fer um fjalla fjallageims
fjarri byggðum — er ég heima
minningarnar mætar sveima
mig í kring, á ferðum þeim.
Mosagrónar grýttar leiðir
gráir hólar, melar breiðir.
Hvítra jökla sýn mig seiðir,
sólar leið um bláan geim.
Þig geymi guð.
Ármann Heiðar.