Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 15
f Þriðjudagur T. mar* 1986
MORGUNBLADIÐ
15
Að gera fólk
hamingjusamt
— Stutt samtal við Ellu
Fitzgerald
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
I.
„Ætlarðu að fara að spyrja
mig um, ihivaðan ég sé? Hve-
nær ég 'hafi byrjað að ayngja
— hivers vegna? >eir spyrja
þessara spurninga um all-
ar trissur. Ég trúi ekki að ég
þurfi líka að fara að svara
þessu hér á íslandi.
Þetta sténdur allt í pésum“,
bætti hún við.
Við vorum ekki velkomnir,
það var auðfundið. Sátum
samt sem fastast. Reyndum
að fitja upp á nýju umræðu-
efni. Heimsókn til íslands —
jú það var ný reynsla.
Svo kom sólbráð á andlit
hennar og hún fór að brosa,
ekki af uppgerð heldur óvart.
„Eigum við ekki að tala um
músík?“ sagði hún.
„Jú, ágætt“.
„Mig langar að gera fólk
hamingjusamt með söng mín-
um. Og ég vil að það geti
notið þess að vera hamingju-
samt; slappað af, komizt í
þægilegt hugarástand“.
„Varst þú hamingjusöm í
æsky?“
„Já, auðvitað“, sagði hún
heldur óvingjarnlega.
Ég sá mitt óvænna. Ég var
kominn inn á bannsvæði.
Ég minntist á Louis Arm-
strong, þá komst hún aftur í
sæmilegt skap. Ég sagði henni
að ég hefði spurt Louis hvort
hann teldi að djassmúsík
væri orðin klassísk.
Hún sagði að fólk hefði
mismunandi skoðanir á því,
hver væri raunveruleg merk-
ing orðsins djass. Sjálif væri
hún_ ékki alveg viss.
„Ég iheld að bezta skilgrein-
ingin á orðinu sé — að djass
er Ihluti að bandarískum arfi.
Þeir eru farnir að kenna hann
í skólum eins og hverja aðra
tónlist. Djasshljómleikar og
ódrepandi áhugi á djassinum
sýnir að hann er eins mikil-
vægur þáttur af tónlistinni og
hver önnur músík“.
Við sátum í svítunni í Hótel
Sögu. Blómailmurinn var
sterkur og minnti einna helzt
á jarðariför. Það var sam-
bandslaust á milli okkar. Og
Elia Fitzgerald gerði lítið til
að bæta úr því.
„Þú hefur ekki komið til
fslands áður?“ sagði ég eins
og það skipti einhverju máli.
„Nei“, sagði hún eins og
það skipti engu máli.
„Þú ert að koma úr Evrópu-
ferð?“
„Já. Við höfum farið um
mörg Evrópulönd.
„En Afríku?“
Hún gretti sig.
„Nei“, sagði hún og varð
enn tortryggnari. „Af hverju
spyrðu?“
Hún heldur líklega að þetta
sé gildra, hugsaði ég — og til
að bæta úr skák sagði ég
henni að Louis Armstrong
hefði frætt mig á því, að þeir
hefðu hætt að berjast fjóra
daga í Kongó, þegar hann
kom þangað. Og ég mundi
eftir því að ég hafði þá sagt
við hann: Þú ættir að fara til
Vietnam.
Þegar ég minntist á Louis
varð Ella eins og blóm se«n
opnar blöðin og fyllir krón-
una heitu sólskini gamalla
kynna.
„Louis“, sagði hún, „hann er
stórkostlegur. Hann er eins
og ambassadorar eiga að vera.
Annars hef ég ferðazt um
Evrópu með Duke Ellington
undan farið — ég er viss um
að hann mundi vilja koma
hingað. Það er æsandi upp-
lifun að ferðast með Duke,
ógleymanlegt ævintýr“.
Við vorum komin á strik.
„Hvað með bítlana?", spurði
ég.
„Bítlana", endurtók hún,
„þeir eru fyrir unglinga og
margt gott um þá. Hver erum
við, að við getum sagt að þeir
séu á villigötum? Eftir tíu ár
eru flestir bítlar giftir og
hafa við að glíma sömu
vandamál og áhyggjur út af
framtíð barna sinna og við.
En bítlarnir komu einhverju
nýju af stað, einlhverjum
straumi sem hefur farið eins
og landskjálfti um allan
heiminn. Þeir urðu til þess að
fólk fór aftur að kaupa plöt-
ur. Og þegar bítlarnir „slógu
í gegn“, stórjókst einnig sala
á plötum með Louis Arm-
strong. Mér finnst þeir ágætir
strákar, bítlarnir. Mér líkar
sumt af því sem þeir spila og
syngja. Það eru ekki bítlarnir
sem eru endilega svo slæmir,
heldur sumt sem ihefur komið
í kjölfar þeirra. En auðvitað
hafa ekki allir áhuga á að
hlusta á bítlamúsik, alveg
eins og sumir vilja ekki
hlusta á mig. Fólk finnur stöð-
ugt upp á einihverju nýju.
En það verða alltaf til count-
baisiar, benny-goodmanar og
duke-ellingtonar .... Duke
er snillingur!“
„Heldurðu að djassinn eigi
eftir að úrkynjast — gleym-
ast?“
„Nei, því trúi ég ekki. Hann
hefur aldrei átt eins miklum
vinsældum að fagna og ein-
mitt nú. En hví er alltaf verið
að tala um djass eins og hann
sé einlhver óæðri tónlist. Við
höfum líka áhuga á klassískri
músík. Duke Ellington léikur
t.d. í kirkjum. Og ég hef
sungið í kirkjum. Ekki mikið
að vísu. Er Gershwin
djasstónskáld eða klassískt
tónskáld? Þú verður að
spyrja einlhvern annan en mig.
Það eru til margar tegundir
af djassi. Ég treysti mér ekki
í fljótu bragði að segja hvað
djass er. — Djass — það er
bara orð“.
Og Ella Fitzgerald var orð-
in sallaróleg og farin að leika
á ais oddi.
„Tónlistin á sitt 1®“, sagði
hún, „— já auðvitað. Það er
ekkert dásamlegra en kynn-
ast fólki með aðstoð tónlist-
ar. Ég las í tímariti að Sophia
Loren hefði sagt, að hún hefði
Ella Fitzgerald
lært að tala fyrstu orðin í
ensku af að hlusta á mínar
söngplötur. Þá varð ég upp
með mér“.
Ég spurði hvort hún yrði
ekki stundum einmana á
ferðalögum.
„Jú“, svaraði hún hiklaust.
„Þú átt fjöiskyldu í New
York“.
„í Los Angeles. Nú hetf ég
verið nærri sex vikur í
burtu“.
Og nú þóttist ég vita að
hægt væri að tefla á tæpara
vað, án stóráhættu.
„Hefurðu tekið þátt í kyn-
þáttabaráttunni?“ spurði ég.
Hún hrökk við.
„Ég hef verið á siífelldum
þönum“ — hún hikaði, svo
sagði hún tortryggnislega:
„Hvernig stendur annars á
því að þið eruð alltaf að
spyrja þessarar spurningar,
— og það í öðrum löndum?
Það væri kannski skiljanlegt,
ef þið væruð í Bandaríkjun-
um og þyrftuð sjálifir að
glíma við þetta vandamál.
En hingað og þangað úti í
heimi — til hvers er það?
Þetta getur varla legið á ykk-
ur eins og mara. Það hlýtur
að liggja þyngra á ýmsum
öðrum — þeim sem þurfa að
búa við það — þeim sem
þurfa að leysa það. En fólk í
öðrum löndum — nei, ég á
ómögulegt með að skilja
þennan áhuga. Mér sýnist að
aðrar þjóðir hafi nóg með sín
vandamál“.
Og það var eins og hún
væri sannfærð um að áhugi
útlendinga á kymþáttavanda-
máli Bandaríkjanna væri af
illum rótum sprottinn.
Hún varð hugsi.
„Ég segi aðeins — ég geri
það sem ég get. Annars hetf
ég lítinn tíma til að taka þátt
í neinu nema músík, auk þess
er ég ekki heima nema þrjá
til fjóra mánuði á hverju ári.
Ég ferðast út um allt, reyni
að gera fólk hamingjusaimt.
Ég verð samt að viðurkenna
að það er mitt brauðstrit. En
það er yndislegt að fá að
syngja — og hafa ofan af
fyrir sér með því að gera fólk
hamingjusamt“.
Og nú bauð hún kaffi.
II.
„Sonur minn sem er 16 ára
er ólmur að læra á trommur.
En trumibusláttur skemmir
fyrir skólanum og menntun-
inni. Ég verð að fara varlega
í sakirnar og reyna að draga
athygli hans frá trommunum
hægt og bítandi, án þess það
veki með honum óbeit eða
mótþróa. Kennarinn segir, að
hann sé efni í ágætis Jþrótta-
mann. Ég læt mér það lynda,
einungis af hann lærir eitt-
hvað. Ungu fólki í dag er
nauðsynlegt að kunna skil á
mörgum hlutum. Menntun er
mikils virði. Ég fór að mestu
á mis við hana. Ég hafði ekki
tök á að ljúka skólanámi.
Hann ætlar sér víst að verða
heimsfrægur trommuleikari“.
„Og heldurðu að hann geti
orðið það?“
Hver veit? Þetta 'er ann-
ars eins og þú spurðir áðan:
hvað er djass — eða spurð-
irðu ekki að því? Ef hann
verður ekki trommuleikari,
er honum nauðsynlegt að
hafa góða menntun til að
styðjast við í lífsbaráttunni.
Hann er sem sagt á sama
bekk og aðrir unglirigar
nú á dögum. „Þetta eyðilegg-
ur fyrir þér námið“, segi ég
við hann. Og það er rétt hjé
mér, því hvað ætti hann að
gera, ef hann yrði aldrei góð-
ur trumlbuslagari og menntun
hans væri i molum? Þú sérð
af þessu að ég er eins og hver
önnur móðir. Ég hef við sömu
vandamál að glíma og aðrar
mæður“.
Það var augljóst mál að
menntun var Ellu Fitzgerald
ofarlega í huga. Hún vár mjög
ánægð með afstöðu Roberts
Kennedys, þegar hann barð-
ist fyrir því að börn ættu þess
kost að sækja skóla, þó for-
eldrarnir hefðu ekki efni á
því.
„Ég geri mér grein fyrir,
hvað það er mikilvægt ungu
fólki að læra eitthvað. Sá sem
lærir ekkert, skilur ekkert.
Það verður að kenna fólki að
kjósa, það verður bókstaflega
að kenna því alla skapaða
hluti. Og við verðum að ná
unga fólkinu af götunni,
koma í veg fyrir að það lendi
á refilstigum.
Ég hef lært margt síðan ég
fór að ferðast um heiminn.
Það er skemmtilegt og eftir-
sóknarvert að kynnast nýju
fólki. Ég veit að það eru til
góð epli og vond epli. Mennt-
un eykur skilning milli fólks,
já, settu þarna skilning. Það
er eitthvert mikilvægasta orð
tungunnar. Skilningur. Við
erum farin að skilja hvert
annað betur. Þess ve’gna er-
um við ekki lengur eins bitur
hvert út í annað. Ég og þú
— við höfum ekki með öllu
ólíkar tilfinningar. Mig lang-
ar að vera hamingjusöm, þig
langar einnig til að vera
hamingjusamur. Fyrst hélztu
að ég væri ekki 'húsum hæf.
Nú sérðu að við erum ekki
svo ólík. Og eigum að minnsta
kosti sömu vonina.
Annars er ég afskaplega
þurr á manninn, fyrst þegar
ég hitti blaðamenn. Það er
sagt að ég tali lítið, það er
ekki rétt. En ég tala aðeins,
þegar mig langar til. Þú ætl-
aðir áðan að spyrja hvaðan
ég væri komin, hvenær ég
hefði byrjað að syngja — og
af hverju? Þetta stendur allj;
í pésum. Af hverju spyrja all-
ir þessara sömu spurninga?
Þú hlýtur að_ skilja að það
fauk í mig. Ég vil tala við
þig um eitthvað nýtt, eitt-
hvað sem skiptir máli í dag.
Um tónlistina. Um Duke Ell-
ington. Og nú sérðu að Ella
gamla er ekki sem verst. Hún
getur brosað. Hún getur hleg-
ið og talað. Hún er glöð,
ánægð og hamingjusöm.
— Að vera fræg — þar
fylgir böggull skammrifi.
Einhvern tíma var ég á hóteli,
þar sem ég borðaði sneið atf
svínakjöti. Mér þótti það gott.
Ég hélt blaðamannafund og
sagði við blaðamennina, til
að segja eittlhvað: Mér þykir
svínakjött gott. Næsta dag
kom stór mynd atf mér í einu
blaðinu, — hræðileg mynd —
og stóð yfir herini: Mér þykir
svínakjöt gott! Það var hræði-
leg stund. Ég grét. Og mér
datt í hug að fara í mál við
manninn. En ég lét það
liggja. Það gerðist víst hvort
eð var ekki annað en —
skilninginn vantaði. Skiln-
inginn milli tveggja ólíkra
persóna. Kannski var það
ekki síður mér að kenna en
blaðamanninum. Ég er feim-
in, mér þykir gott að vera
ein.
En ég skil einnig ykkur
blaðamennina. Ykkar starf er
erfitt, þið hljótið oft að
skjálfa á beinunum.
„Já“, sagði ég, „ég skalf
áðan“.
„Mér datt það í hug“ sagði
hún og brosti glaðlega. „Þér
þótti vont að tala við mig?“
„Afleitt fyrsta kortérið".
„Já, ég sá það á þér“.
„Ég hélt raunar að þú
mundir fleygja okkur út“.
Hiún hugsaði sig um.
„Einu sinni ætlaði ég að
verða blaðakona við tónlist-
artímarit. Ég átti að hitta á-
kveðinn mann og eiga við
hann samtal. Fyrsta daginn
svaf hann, annan daginn vap
hann víst alltaf að borða —
og þriðja daginn hitti ég
hann ekki. Þá hætti ég blaða-
mennsku.
III.
„Þú segist ekki hafa átt
erfiða æsku“.
„Nei. Ég fór í skóla eins og
önnur börn og unglingar —
og ég reyndi að syngja. Ég
fékk fyrstu verðlaun fyrir
söng, þannig byrjaði mitt líf“.
„Söng móðir þín?“
Framhald á bls. 17.