Morgunblaðið - 01.03.1966, Síða 27
Þriðjudagur 1. marz T988
MORGUNBLAÐID
27
Þessi mynd er tekin við landamæri Sýrlands s.l. fimmtudag, d aginn eftir að bylting hafði verið
gerð í landinu og landamærunum lokað. Þústir þær sem greina má á veginum eru þreyttir öku-
þórar sem lagzt hafa til svefns þarna í göturykinu hjá bílum sínum, ,að bíða þess að lan.da-
mærin væru opnuð aftur.
— Nkrumah
Framhald af bls. 1.
mjög á annan veg en við komu
hans þangað í fyrri viku. Þó
fylgdu honum á flugvöllinn bæði
forseti Kína og forsætisráðherra
og kvöddu hann með virktum,
en Nkrumah þakkaði móttökurn-
ar og kvaðst myndu halda rak-
leitt heim til Ghana. „Ég verð
að brjóta uppreisnina á bak aft-
ur og má engan tíma missa“,
sagði hann.
í utanríkisráðuneytinu í
Moskvu kváðust menn ekkert
þekkja til ferðaáætlana Kwame
Nkrumah og í sendiráði Ghana í
Moskvu var sagt að þar vissu
xnenn ekki hvert Nkruman hyggð
ist halda „en komi hann hingað,
viljum við ekkert með hann
hafa“!
Um svipað leyti komu 12 menn
úr fylgdarliði Nkrumah (sera
hafði sex tugi manna með sér
austur til Peking) til Mos'kvu með
venjulegri áætlunarflugvél frá
Peking. Einn þessara manna,
sem ekki vildi láta nafn síns get-
ið, sagði sig og félaga sína myndu
hafa stutta viðkomu í Moskvu.
Ekki sagði hann þó hvert förinni
væri heitið þaðan. Aðspurður
hvað Nkrumah sjálfur hyggðist
fyrir svaraði þessi landi hans:
„Það veit ég ekki.“
Síðdegis í dag átti áætlunar-
vél að leggja af stað frá Moskvu
til Accra en fluginu var frestað.
Engin ástæða var gefin fyrir
þessu í Moskvu, en í Accra var
sagt að Aeroflot hefði verið bann
að að fljúga til Ghana um sinn,
þar sem Nkrumah hefði farið frá
Peking snemma í dag með einni
af vélum félagsins.
„Kwame Nkrumah verður
sóttur til saka fyrir dómstólun-
um komi hann hingað aftur“,
sagði leiðtogi hinnar nýju stjórn
ar í Ghana, Joseph Ankrah hers-
höfðingi í dag. „Við munum
biðja hvert það land sém
Nkrumah fer til að framselja
hann“.
Þessi ummæli Ankrah eru höfð
eftir honum á fundi er hann
hélt með fréttamönnum í Accra
í dag, hinum fyrsta eftir að
Nkrumah og stjórn hans var
steypt af stóli í fyrri viku.
Eitt helzta tilefni blaðamanna-
fundarins var að kynna Daniel
Amihyia, Ghanamanninn sem
skýrði frá því í London skömmu
eftir að uppreisnin var gerð að
hann hefði verið upphafsmaður
hennar og helzti stjórnandi. An-
krah hershöfðingi kvað Ámihyia
íneð öllu óþekktan í hópi þeirra
er staðið hefðu að uppreisninni.
„Hann er glæpamaður, sem lýst
er eftir hér í Ghana“, sagði An-
krah og lét vopnaða varðmenn
gæta Ami'hyia meðan á fundin-
um stóð. Sjálfur sagði Amihyia,
sem er maður fertugur, að hann
hefði haldið uppreisnina sem
hófst í fyrri viku vera þá hina
sömu er hann og nokkrir félagar
hans hefðu lagt á ráðin um í
London áður.
Er Anrah var að því spurður
hvað verða myndi ef fyrirrenn-
eri hans sneri aftur heim, svar-
aði hann því til að hinir nýju
Jeiðtogar Ghana vildu forðast
blóðsúthellingar. „Við munum
Játa hann svara til saka fyrir
rétti“, sagði Ankra'h. „Eiginkonu
hans og barn þeirra höfum við
sent á brott."
Þá sagði Ankrah að ekkert
væri hæft í því að hin nýja stjórn
í Ghana hygðist rjúfa stjórnmála
samband við Sovétríkin og Kína.
„Við munum reyna að halda
uppi góðum samskiptum við
alla“, sagði Ankrah.
Nkrumah forseti vék Ankrah
hershöfðingja í fyrra úr embætti
því er hann hafði á hendi sem
næstæðsti maður í landvarnar-
ráði Ghana.
Aðspurður um undirbúning
að uppreisninni sagði Ankrah að
hann hefði einkum farið fram í
Kumasi, næststærstu borg Ghana
og höfuðborg Ashanti-fylkisins,
fyrir þremur vikum. „En sjálf
hugmyndin um að steypa
Nkrumah er miklu eldri“, sagði
Ankrah.
Erlendum fréttamönnum var
um helgina boðið að skoða leyni-
lega þjálfunarstöð fyrir hermd-
arverkamenn inni i frumskógum
Ghana þar sem Nkrumah hafði
fengið til kínverska sérfræðinga
að kenna fólki frá ýmsum lönd-
um til hermdarverka. Um það
bil 20 menn voru í þjálfunar-
búðum þessum er blaðamenn-
irnir komu þangað, flestir frá
Kamerún og portúgölsku eyjunni
Fernando Poo, en einnig er sagt
að þarna hafi dvalizt fólk frá
Rhódesíu, Suður-Afríku og portú
gölsku Guíneu. Þarna voru áð-
ur 13 Kínverjar og kenndu
vopnaburð og hugmyndafræði
kínverska kommúnistaflokksins.
Þeir hurfu á brott í október í
fyrra. Þjálfunarbúðir þessar
voru í gamalli gullnámu um 210
km. utan höfuðborgarinnar,
Accra.
— Mirming
en mannkostirnir gerðu hana
fallega. Hún var geðprúð, svo að
af bar, en þó sá ég hana skipta
skápi. Það var þegar hún heyrði
einhverjum hallmælt. Það þoldi
hún ekki. Allir dómar hennar
voru fyrirgefning. Mér tókst
aldrei að finna nokkurt gróm eða
sjálfselsku í fari hennar, og er
ég þó harla fundvís. Ég held, að
þessi hógværa kona og af hjarta
lítilláta hafi verið bezt allra
sinna ættmenna, og þá er ekki
lítið sagt.
Ingibjörg var af prestum kom-
in í báðar ættir. Það stóðu að
henni langar raðir vígðra manna.
Hún var þessum áum sínum til
mikils sóma. Hún var trúuð kona
og kirkjurækin, og nú verður
hún lögð í þá mold, sem henni
þótti vænzt um. Hún mun hvíla
í nánd ástvina á sinni blessuðu
Tjörn.
Ef nokkrir öðlast sælu á himn-
um uppi, þá eru það konur, slík-
ar sem Ingibjörg Eldjárn. Ég
trúi þvi, að nú uni hún glöð
hjá guði sínum, þeim hinum
góða, sem gefa mun systur henn-
ar styrk.
Örn Snorrason.
— Óeirðir
Framhald af bls. 1.
setinn gerði á stjórn sinni ný-
verið er Nasution varnarmála-
ráðiherra, harðskeyttum and-
kommúnista, var vikið úr em-
bætti. Segja stúdentarnir að með
al hinna nýskipuðu ráðherra séu
margir hlynntir kommúnistum.
— Mál Lárusar
ingarlaganna frá 1940 tók gildi
eða 40 þúsund krónum hærra,
en áður hefur verið mest dæmt
í einu máli.
Loks var Einar Bragi dæmd-
ur tii að greiða Lárusi kr. 20.000
í málskostnað.
Ærumeiðandi ummæli um
Lárus voru daemd dauð og ó-
merk.
Stjórn hlutafélagsins Hugins
var dæmd til að þola að fjárnám
yrði gert hjá stjórnendunum
fyrir framangreindum upphæð-
um, ef greiðslugeta Einars
Braga hrykki ekki til.
Dómari var Guðmundur Jóns-
son, borgardómari.
— Auka k>arf
Framh. á bls. 3
stærðar yrði fyrir veiðafæri ís-
lendinga önnur en botnvöpu.
— Nefndin sem slík leggur
ekki til neinar ákveðnar friðunar
aðgerðir, heldur er það verkefni
hinna einstöku ríkisstjórna, sem
hér eiga hlut að máli. Enda mun
þessi skýrsla verða notuð sem
grundvölur fyrir þau mál á
næsta ársfundi North East Atlant
ic Fisheries Commission, sem
verður í Edinborg í maí.
—: í samningnum um vernd
fiskistofna í Norðaustanverðu At
lantshafi sem gekk í gildi 1963,
eru taldar upp ýmsar friðurnar-
aðgerðir sem rgípa má til:
a) Möskvastærð í netum.
b) Lágmarksstærð á fiski, sem
landa má.
c) Ákveðin tímabil, sem veið-
ar eru bannaðar.
d) Lokun veiðisvæða.
e) Takmarkanir á gerð veiðar
færa, aðrar en takmarkanir
á möskvastærð.
f) Klak eða tilfærsla ungviðis
á betri uppeldissvæði.
Auk þess er hægt að bæta við
þetta takmörkunum á sókn fáist
til þess nauðsynlegur stuðningur
milli samningsaðila og samþykki
viðkomandi ríkistsjórna.
Vernd smáfisks er nauðsyn
— Hvað teljið þér að gera
þurfi, Jón?
— Persónulega tel ég, að við
eigum að stækka möskvann á
íslandsmiðum upp í 130 mm,
sérstaklega til að hlífa smáfiski
í veiði útlendinga. En ég tel vafa
mál, að þessi aukning á möskva-
stærð hafi í för með sér nægi-
lega friðun á smáfiskinum.
— Þess vegna hlýtur að koma
til álita að reyna að fá fram
frekari takmarkanir á veiði smá
fisks, annaðhvort með tíma-
bundinni lokun ákveðinna veiði
svæða, þar sem smáfiskurinn
heldur sig, eða takmarkanir á
heildarafla smáfisks.
— Hvað um lokun hrygning-
arsvæða?
— Það er staðreynd, að um
75% af heildarþorskafla íslend-
inga fæst á vetrarvertíð og það
þurfa því að vera mjög veiga-
mikil rök fyrir hendi til að við
förum sjálfviljugir að skammta
þann afla.
— Sé viðkomu stofnsins stefnt
í voða með of mikilli veiði tel
ég eðlilegast að veiðunum sé
þannig háttað, að ákveðinn hluti
stofnsins geti náð kynþroska-
aldri. - ,
Næsta mál, sem er beint að
sömu aðilum, mun verða flutt
bráðlega.
Sex síðari málunum er aðal-
lega beint að Bergi Sigurbjörns-
syni viðskiptafræðing, sem gerð
ist ábyrgðarmaður blaðsins um
áramót 1963/1964.
— Við vitum, að vetrarvertíð
undanfarin ár hefur um 70% af-
fiskinum verið að hrygna í
fyrsta skipti, en hinn hlutinn
hefur hrygnt einu sinni eða
oítar.
— Við getum því reiknað með
því, að af þeim fiski, sem nú
er að hrygna í fyrsta skipti,
komi a. m. k. 30% til hrygningar
aftur næsta ár.
— Það er erfitt að segja
ákveðið um, hvort veiði okkar
á hrygningarstöðvunum hafi
nokkur áhrif á viðkomu stofns-
ins. Svo ég' tel að friðun hrygn-
ingarstofnsins sé atriði, sem
verði að koma á eftir takmörkun
á möskvastærð og friðun smá-
fisks, en hann veiðist aðallega
djúpt út af Norð-austurlandi og
vestanverðu Norðurlandi.
Ýsan ljósi punkturinn.
— Þótt illa líti ut með þorsk-
inn má segja, að ljósi punktur-
inn sé ástand ýsustofnsins.
— Á árunum fyrir síðustu
heimsstyrjöld var ýsustofninn
við Island talinn sígilt dæmi um
ofveiddan fiskstofn, ásamt skar-
kola- og lúðustofninum.
— Eins og sést á mynd nr. 3
þá féll heildarýsuaflinn á árunum
fyrir stríð úr 60 þúsund tonn-
um í 28 þúsund tonn, þ. e. árin
1928 til 1937.
— Enn greinilegri er hrörnun
stofnsins sé athugaður aflinn á
sóknareiningu, því á þessu tíma-
bili féll afli Breta úr 414 tonn-
um í 131 tonn á einingu.
— Miðað við þetta ástand
stofnsins fyrir stríð eru viðbrögð
hans gagnvart veiðunum eftir
stríð mjög athyglisverð. Veiðin
jókst óðfluga strax eftir stríð,
náði svo hámarki 1949, eða 76
þúsund tonnum, en næstu þrjú
árin hrakaði veiðinni mjög og
var aflinn kominn niður í 46
þúsund tonn árið 1952,-
Ýsan í öðru sæti bolfiska.
— Þetta ár lokuðu íslending-
ar Faxaflóa og öðrum þýðingar-
miklum uppeldisstöðvum fyrir
ýsu. Þá bregður svo við, að bæði
afli íslendinga og heildaraflinn
eykst jafnt og þétt upp frá því
og var kominn árið 1964 upp
í 100 þúsund tonn. Var ýsan þá
orðin í öðru sæti bolfiska á ís-
landsmiðum.
— í skýrslu nefndarinnar
segir berum orðum, að þessa
aukningu veiðanna megi þakka
lokun Faxaflóa og annara upp-
eldisstöðva, svo og þeirri aukn-
ingu á möskvastærð, sem orðið
hefur frá þeim tíma.
—Alþingi
Framhald af bls. 8.
að með samþykkt frumvarpsins
mundi nýr skattur á síldveiðina
nema 40 millj. króna á ári, en
það mundi lækka í verði livert
síldarmál um 10 krónur. Þannig
mundu útflutningsgjöld á síldar-
mjöli og síldarlýsi verða um 40
krónur á hvert síldarmál og
þekktist hvergi slíkur útflutn-
ingsskattur. Þá kæmi þetta einn-
ig út sem átta þúsund króna
skattur á hvern síldarsjómann.
Slík skatlagning væri óeðlileg
og ósanngjörn og mjög væri
hættulegt að fara inn á þá braut
að skattleggja eina grein útgerð-
ar til framdráttar hinni.
Jón Skaftason (F) mælti fyrir
áliti 2. minnihluta sjávarútvegs
nefndar sem hann stendur að,
ásamt Gísla Guðmundssyni.
Sagði hann m.a. að frumvarp
þetta sýni bezt hvernig komið
væri hag annarar veigamestu út-
vegsgreinarinnar, bolfiskveiðun-
um. Framsóknarmenn hefðu
itrekað bent á þá hættu sem vax-
andi verðbólga skapaði undir-
stöðugreinum atvinnuveganna,
og bent á að nást yrði samstaða
allra flokka um að leysa þau
mál. Þær tilraunir þeirra hefðu
hinsvegar engan árangur borið.
Staðreynd væri að það væri
fyrst og fremst verðbólgan sem
væri völd af þeim vandkvæðum
sem við væri að etja og nú ætti
að leysa vandann á kostnað síld
veiðanna. Slíkt væri aðeins
bráðabirgðalausn. Reka yrði
stefnu sem tryggði undirstöðu
atvinnuvegunum sómasamlega
afkomu og stjórnarstefna sem
ekki miðaði að þessu væri röng.
Einar Guðfinnsson (S) sagði
m.a., að sá háttur sem hafður
hefði verið á um álagningu út-
flutningsskatts hefði verið mjög
ósanngjarn og beinlínis refsað
þeim er vildu vinna vöruna og
pakka henni í góðar pakkningar.
Allir gætu verið sgmmála um
að sú aðferð er frumvarpið gerði
ráð fyrir væri þjóðlhagslega
betri. Hérlendis hefði fiskgæð-
um farið hrakandi vegna veiði-
aðferða og gætum við ekki stát-
að af því að íslenzkur fiskur
væri betri en fiskur keppinaut-
anna á utanlandsmörkuðum.
Slæmt mætti hinsvegar teljast
að ekki skyldi vera hægU að
finna aðrar leiðir, en að bæta
við álögum á síldarframleiðsl-
una.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra, sagði, að
reynt yrði að ná samkomulagi
um að sjómannasamtökin fengju
hluta af útflutningsgjaldinu, í
samræmi við óskir þær er komið
hefðu fram í erindum þeirra um
þetta mál.
Urðu síðan nokkrar umræður
um hvernig skipta ætti fénu ef
til kæmi og tóku þátt í þeim um
ræðum Pétur Sigurðsson, Lúðvík
Jósepsson, Eggert G. Þorsteins-
son oð Eðvarð Sigurðsson. Var
málinu síðan vísað til þriðju um
ræðu og tekið fyrir á öðrum
fundi. Mælti þá Gísli Guðmunda
son (F) fyrr breytingartillögu
er hann flytur við frumvarpið,
og var síðan gengið til atkvæða.
Var breytingartillaga Gisla felld,
en frumvarpið sarmþykkt að við-
höfðu nafnakali með 21 atkvæði
gegn 9. Já sögðu: Einar Guð-
finnson, Axel Jónsson, Benedikt
Gröndal, Birgir Finnson, Bjarni
Benediktsson, Davíð Ólafsson,
Emil Jónsson, Guðlaugur Gtsla-
son, Gunnar Gíslason Gylfi >.
Gíslason, Jóhann Hafstein, Jónas
Pétursson, Jónas G. Rafnar,
Ragnar Jónsson, Matthías Á.
Mattiesen, óskar Levý, Pétur
Sigurðsson, Sigurður Ágústsson,
Sigurður Ingimundarson, Sigur-
vin Einarsson og Sverrir Júlíus-
son.
Nei sögðu: Eðvard Sigurðsson,
Einar Ágústsson, Einar Olgeirs-
son, Geir Gunnarsson, Halldór
Ásgrímsson, Ingvar Gíslason,
Lúðvík Jósefsson, Ragnar Arn-
alds og Þórarinn Þórarinsson.
Ágúst Þorvaldsson, Björn Fr.
Björnsson, Halldór E. Sigurðs-
son, Jón Skaftason og Skúli Guð
mundsson greiddu ekki atkivæði
og fjarstaddir voru þeir Bjöm
Pálsson, Hannibal Valdimarsson
og Ingólfur Jónsson