Morgunblaðið - 17.03.1966, Síða 2
3
MORGU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. marz 1966
Einar Oigeirs-
son til Noregs
„Vins3r£sósíalSstðr“ á IVorður-
Börsdum halda ráðstefnu
vegna de Gaulle
Osló, 16. marz — NTB
STJÓRNMÁLAVIÐIIORF þau,
sem skapazt hafa í Evrópu eftir
síðustu aðgerðir de Gaulie Frakk
landsforseta, eru aðalástæðan til
fundar norrænna vistrisósíalista
í Osló um næstu helgi. Það er
Sósíaiíski þjóðarflokkurinn (SF)
í Noregi, sem boðar til fundar
þessa, en hann munu sækja full-
trúar frá danska SF-fiokknum,
Kommúnistaflokki Svíþjóðar,
„Alþýðubandalaginu" á íslandi
og „Lýðræðislegu samtaka
finnsku þjóðarinnar.“
Meðal þátttakenda er formað-
ur danska SF-flokksins, Aksel
Larsen, formaður íslenzka flokks
ins, Olgeirsson, formaður sænska
kommúnistaflokksins, C. H. Her-
mannsson og aðalritari lýðræðis
samtakanna, dr. Ele Alenius.
(Hér er um misskilning að ræða.
Einar Olgeirsson er formaður
Sósíalistaflokksins en ekki Al-
þýðubandalagsins — innskot
Mbl.). Fulltrúar stjómarand-
stöðu sósíaldemókrata, „Simon-
ittene“, voru einnig boðnir til
fundarins, en kosningarnar í
Finnlandi n.k. sunnudag komu i
veg fyrir að þeir gætu mætt.
Leggja fundarboðendur áherzlu
á, að lýðræðissamtökin geti séð
af aðalritara sínum nú.
Til viðbótar ðryggismáluna
mun ráðítefna þessi fjalla um
Fríverzlunarsvæði Evrópu
(EFTA), Efnahagsbandalagið
(EEC) og Norðurlönd. C. H. Her
mannsson á að hafa forsögu um
efnið „Samræmd stefna verka-
lýðshreyfingarinnar á Norður-
löndum", og Alenius og Olgeirs-
son eiga að ræða um skoðanir
sínar og stöðu Finnlands og ís-
iands varðandi norræna sam-
vinnu.
Mbl. sneri sér til Einars Ol-
geirssonar í gær og spurðist fyr-
ir um ráðstefnu þessa. Hann
kvað litlu við frétt NTB að
bæta. Hér væri um að ræða
tveggja daga ráðstefnu, þar sem
fram myndu fara almennar um-
ræður um fyrrgreind mál. Hins
vegar myndi ráðstefnan engar
ályktanir gera. Einar kvaðst
halda utan á föstudag og koma
heim eftir helgi.
Ratsjárspegillinn kem
ur í góðar þarfir
RATSJÁRSPEGILLINN, sem
festur var á eina lögreglubif-
reiðina fyrir nokkru, eins og
Mbl. liefur skýrt frá, hefur
komið í góðar þarfir við að
hafa uppi á bílstjórum, sem
aka á óleyfilegum hraða. Síð
astliðnar fimm vikur hafa 230
ökumenn verið teknir með að
stoð ratsjárspegilsins fyrir að
aka of hratt í Reykjavík, og
50 menn hafa verið teknir á
Suðurnesjavegi a sama tima.
Hér er mynd af bílnum og
speglinum, sem sést til hægri
á myndinni. 'Skæringur
Hauksson, lögregluþjónn,
stendur við bílhurðina til
vinstri, Pétur Sveinbjarnar-
son, fulltrúi umferðarmála-
deildar gatnamálastjóra
Reykjavíkurborgar, situr í aft
ursæti bifreiðarinnar, og við
stýrið er Snjólfur Pálmason,
lögregluþjónn.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
Baznr hjd
Vorboðanum
í kvöld
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ Vorboðinn í Hafnarfirði
heldur bazar í kvöld kl. 8,30 í
Sjálfstæðishúsinu. Verður mjög
til hans vandað og á boðstólum
allfjölbreytilegur varningur.
Þá verður spilakvöld hjá Vor-
böðanum næstkomandi mánu-
dagskvöld, 21. þ.m., á sama stað.
Spiluð verður félagsvist og verð
laun veitt. — Eru konur beðnar
að fjölmenna og taka með sér
gesti.
Ráðsfeína ungra Sjálf-
stœðismanna í Keflavík
Guðundur Daníelsson rithöf-
undur.
HEIMIR félag ungra Sjálfstæðismanna í Keflavík efnir til ráð-
stefnu um atvinnu- og verkalýðsmál um næstu helgi. Ráðstefnan
verður haldin í Félagsheimilinu Stapa (litla salnum) og hefst kl.
2 á sunnudag.
Á ráðstefnunni verður fjallað I skipulagsmál verkalýðssamtak-
um ýmis mál, er sérstaklega anna. Einnig verður rætt um
varða hagsmunamál launþega og ' stjórnmálaviðhorfið og þau mál,
Ráðstelna Varðbercgs
um EFTR í dag
RÁÐSTEFNA Varðbergs um
EFTA, Fríverzlunarsvæði Ev-
rópu, hefst í Sigtúni í dag kl. 18.
Viðskiptamálaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gíslason, flytur ávarp
við setningu ráðstefnunnar, en
stjórnandi hennar er Jón Abra-
ham Ólafsson, formaður Varð-
bergs. Erindi flytja Þórhallur
Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, um
ísland og EFTA, og Björgvin
Guðmundsson, deildarstjóri, um
þróun EFTA og framtíðarhorfur.
Að því búnu verður snæddur
kvöldverður. Síðan munu verða
flutt stutt erindi um hagsmuni
sjávarútvegs, iðnaðar og verzl-
unar af þeim Guðmundi H. Garð
arssyni, viðskiptafræðingi, Gunn
ari J. Friðrikssyni, form. Fél.
ísl. iðnrekenda, og Hilmari Feng-
er, form. Fél. ísl. stórkaup-
manna. Að lokum verða fyrir-
spurnir og frjálsar umræður.
Mikill áhugi hefur komið
fram á ráðstefnu þessari, og
síðdegis í gær voru þátttakend-
ur orðnir eins niargir og rúm var
fyrir.
sem efst eru á baugi á sviði þjóð
mála í dag. Meðal þeirra mála,
sem sérstaklega verða tekin til
umræðu má nefna: Framleiðni
og hagræðingu í atvinnurekstrL
Starf og stefna verkalýðssam-
takanna, skipulagsmál o.fl.
Eftirtaldir menn munu flytja
erindi á ráðstefnunni: Kristján
Guðlaugsson, verzlunarm., Matt-
hías A. Mathiesen, alþm., pétur
Sigurðsson, alþm. og Gunnar
Helgason, form. Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins. Jón Sæ-
mundsson, form. F.U.S. Heimis
setur ráðstefnuna og stýrir um-
ræðum.
Auk fyrirlestranna verða
frjálsar umræður og gefst þá
fundarmönnum kostur á að bera
fram fyrirspurnir og ræða þau
mál, sem fyrirlestrarnir fjalla
/6. 3. 1966, K\ //*{'"
Skóldsaga Guðmundar Daníels-
sonar „Húsið“ í danska útvorpinu
Um þessar mundir er verið
að lesa skáldsöguna „Húsið“ eft-
ir Guðmund Daníelsson rithöf-
und, í danska útvarpið. Upples-
ari er hinn kunni danski leik-
ari Helge Kierulff Schmidt.
Skáldsagán var send í bók-
menntasamkeppni Norðurlanda-
ráðs árið 1965, og lét þá Mennta-
málaráðuneytið þýða hana. Þýð-
inguna annaðist Erik Sönder-
holm, sem var lektor við Há-
skóla íslands um nokkurra ára
skeið. Effir samkeppnina var
bókin send danska útvarpinu til
athugunar, og var ákveðið að
taka hana til flutnings. Hófst
lesturinn 7. marz sl. og verða í
allt 14 lestrar. „Húsið kom út á
íslandi árið 1963, og fjallar sem
kunnugt er um danskan kaup-
mann á íslandi sem er kvæntur
íslenzkri konu. Efni bókarinnar
er um líf þessarar fjölskyldu,
sem býr í litlu þorpi, á árunum
milli heimsstyrjaldanna .
Útgáfufyrirtækið „Fremad for
laget“ hefur nú keypt útgáfu-
réttinn í Danmörjiu, og mún hún
koma á markaðinn snemma
næsta haust.
liifem
VEÐITR var gott um land allt Veðurhorfur í dag:
í gær, mjög víða sólskin og SV-land til Vestfjarða og
hiti víðast 1 — 4 stig um há- SV-mið til Breiðafjarðarmiða.
daginn. Vestanlands voru að SVT eða S-kaldi fyrst, léttir
skúrir eða krapaél á svo til og gengur í vaxandi
visu
stöku stað, en bjart á milli.
Útlit er fyrir suðlæga átt
og gott veður í dag, en á
morgun mun sennilega verða
komin landsynnings-rigning
af lægðinni, sem er við Ný-
fúndrtaland á kortinu hér að
ofan.
SA-átt í kvöld.
Vestfj.mið: NA-kaldi. Snjó-
koma.
N-land til SA-lands og mið-
in: V- eða SV-gola. Víðast
léttskýjað,
Austurdjúp: NA-kaldi fyrst,
en lægir og léttir til i dag.
um og önnur þau efni sem þeir
vilja koma fram með. Öllum
Sjálfstæðismönnum er heimil
aðgangur að ráðstefnunni en nán
ari upplýsingar um tilhögun
hennar gefur stjórn F.U.S. Heim
is í Keflavík.
Akranes
Umræður um stór-
iðjumál og iðnþróun
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Akra-
ness efnir í kvöld til almeims
fundar i félagsheimili karlakórs-
ins og hefst hann kl. 8.30.
Fundarefni er um stóriðjumál
og iðnaðarþróunina næstu árin.
Jóhann Hafstein, iðnaðarmála-
ráðherra, talar. Öllum er heimill
aðgangur.
FÉLACSHEIMILI
Fimmtudagur
Skólakvöld.
Föstudagur
Opið hús.
HEIMDALLAR