Morgunblaðið - 17.03.1966, Page 4

Morgunblaðið - 17.03.1966, Page 4
4 MORGU NBLADIÐ Firmmtudagur 17. marz 1966 Volkswag'en 1965 og ’66. RAUÐARARSTÍG 51 S í M l 220 22 bílaleigan FERD Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bíloleigun Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 KEFLAVÍK Leigi Volkswagen í Reykja- víkurferðir. Verð kr. 500,- miðað við 5 klst. Söluskattur innifalinn. Bílaleiga Hariíar Skólaveg 16. —: Sími 1426. Bíll til sölu Skoda Station, árg. ’56, í mjög góðu ástandi til sölu. Bifreiðin er með nýupptekn- um mótor og nýrri klæðningu. Ilpplýsingar í síma 50784. Stefnuljósablikkarar í úrvali. Varahlutaverzlun * Jóh. Olafsson 8 Co. Brantarholti 2 Sími 1-19-84. Skálholt Hér kemur bréf frá hús- móður í Kópavogi: „Kæri Velvakandi. Mig iangar til að leggja orð í belg um Skálholtskirkju. Mér finnst krossinn þar svo fallegur, að alveg sé sjálfsagt að láta hann vera kyrran. >að má vera mikið fögur altaris- tafla, sem kemur í staðinn svo að hún taki honum fram. Ég varð alveg undrandi þegar ég heyrði að hann ætti ekki að vera þarna til frambúðar — eins og hann er fallegur“. ★ Reykingar „Svo voru það reykingarnar. Ég reyki ekki og enginn hér á heimilinu og okkur líður illa í tóbaksreyk. Mér finnst alveg frámunalegur dónaskapur, þeg- ar fólk kemur í heimsókn, sezt inn í stofu og fyllir hana með tóbaksreyk þangað til manni liður stórilla — og hvarflar varla að nokkurri manneskju að spyrja, hvort það megi reykja. Svo var það annað. Ég býð aldrei gestum sígarettur. Fyrir skömmu var ég í húsi, þar sem það mál var til umræðu. Ekki var annað að heyra en öllum fyndist það skortur á gestrisni að hafa ekki a.m.k. 2-3 vinsæl- ustu tegundir af sigarettum á boðstólum fyrir gesti. Mér hef- ur verið núið því um nasir, að ég byði ekki gestum sígarettur, svo ég þykist geta ímyndað mér, hvað sagt er á bak. Mér finnst að geti fólk ekki verið án þess að reykja í húsum, þar sem það veit að enginn reykir, geti það sjálft séð sér fyrir þessum óþverra. Hvað finnst Velvakanda um þetta? — Finnst þér ekki líka, að kenn- arar og skólastjórar gætu látið sér nægja að reykja i kennara- stofu, en gerðu það ekki inn i kennslustofum? Svo finnst mér, að undan- tekningarlaust ætti að banna reykingar í áætlunarbílum‘‘. -yhr Pósturinn Að lokum langar mig að segja nokkur orð um póstþjón- ustuna hér í Kópavogi. Sú er nú ekki dónaleg frekar en sumsstaðar annars staðar. Um jólin komu t.d. hingað 4 kort frá einu Norðurlandanna. Öll voru þau frá sama sendanda og stimpluð sama dag í höfuð- borg þess lands. Fyrst komu 2 kortin, 2-3 dögum seinna kom það þriðja og svo það fjórða 2-3 dögum þar á eftir. Þannig liðu a.m.k. 5 dagar milli fyrsta og síðasta kortsins. Stundum hefur komið hingað bréf sem eiga að fara annað. Slíkt getur skiljanlega alltaf gerzt, en aldrei hafa þau verið sótt, þótt margbeðið hafi verið um það. Við höfum sjálf orðið að koma þeim til skila. Ef rigning er, fær maður póstinn oftast rennandi blautan og þvældan og ef kvartað er, er manni sagt, að póstinn verði að bera út, og ekki geti póst- þjónustan gert að því hvernig veðrið sé. Húsmóðir í Kópavogi“. iz Skaðlegir bókatitlar „Gestur" skrifar okkur eftirfarandi bréf: „Inn á flest svið okkar dag- lega lífs teygir sig tízkan, ill og góð. Bókaheiti eru sannar- lega ekki undanskilin. >að gæti verið nógu fróðlegt að gera yfir þau flokkað yfirlit, við skulum segja síðasta aldar- fjórðunginn, en til þess þyrfti langtum meira rúm en hugsan- legt sé gð Velvakandi geti misst. Um eitt skeið var það t.d. fáránlega almennt að taka eina braglínu úr einhverju al- kunnu kvæði og láta það vera heiti bókarinnar, þráfaldlega án þess að sjá mætti hvers vegna. Til allrar hamingju mun slíkt nú sjaldséð. Forleggjarinn er jafnan talinn eiga rétt á síð- asta orðinu um heiti bókar, en oftast mun hann fús að teygja sig langt til þess að þóknast höf undinum. Hinir fremstu for- leggjarar erlendir gera tvær kröfur að meginreglu: 1) að titillinn sé sem styztur, og 2) að hann eftir því sem verða má segi til um efni eða hlutverk bókarinnar. Að hann sé heil setning leyfa þeir alls ekki, og ógjama að hann sé setningar- liður. Víðar en hér er leitast við að finna heppilegan sölutitil, eins og það er kallað. Þetta er rétt- mætt svo lengi sem það felur ekki í sér skrum eða blekkingu. En hvorugt má eiga sér stað.“ ★ Ógagn „Blekking hefir venju- lega það takmark, að veiða kaupendur. Að slíku skal hér ekki frekara orðum eytt. En ég hefi fyrir mér, þótt ótrúlegt megi heita, tvö nýleg dæmi um hið gagnstæða: að ágætum bók- um séu valin heiti, sem hljóta að fæla kaupendur. Þetta vil ég leyfa mér að víta, þvi með þessu er þjóðinni unnið ógagn. Ég á við tvær bækur Helga Hálfdánarsonar, sem hann hefir valið nöfnin Slejtireka (isafold arprentsmiðja 1954) og Mad- daman með kýrhausinn (Leift- ur, ártalslaus, sem skömm er að). Fyrri- bókin inniheldur skýringar á fornum kveðskap, ritaðar af bæði lærdómi og skarpleik. Hin er gagnmerk út- gáfa Völuspár, sem þar er gerð skipulegri og skiljanlegri en áður hefir verið gert. Er furða að höfundurinn skuli gefa þessu verki sínu svo marklaust og fráfælandi heiti. Væri ómaksins vert að Velvakandi kynnti sér ‘hvort hér er rétt með farið, því sé svo, er þetta ekki hégómamál. Völuspá er frægast kvæði ort á íslenzka tungu. Nafntogaður málfræðingur og rithöfundur í Vesturheimi gat þess nýlega í bréfi hingað, að umrædd útgáfa Völuspár hefði reynst sér gagnlegri en fimm eða sex aðrar, sem hann telur upp. En hann getur þess, að útgáfu Sigurðar Nordals hafi hann því miður aldrei séð. — Gestur." Minkafrumvarpið „Einhversstaðar sá ég þessa setningu „gefa leyfi til 2 ára til reynslu". Er það raun- verulega þannig, að menn telji sig geta fengið reynslu á 2 ár- um, þegar höfð er í huga sú reynsla, sem fékkst á þeim 22 árum ,sem minnkaeldi var leyft hér á landi. Eða er það kannski sálfræðin, sem á ný skýtur upp kollinum. Ég vil lýsa þeirri bjargföstu skoðun minni, að minkaeldi í vönduðum búrum mun ekki hafa nein áhrif á villiminka- stofninn í landinu. Það eru önnur atriði sem ráða því, að ég er mótfallinn því, að minka eldi verði leyft að nýju hér. Mörg fögur orð hafa fallið um hagnýtingu fiskúrgangsins til minkaeldisins. Satt bezt að segja er það dálítið broslegt að heyra þetta á sama tíma sem við flytjum inn fóður til fisk- eldis á laxi og silungi á um 30 krónur hvert kíló. En þetta fóð ur er unnið úr fiskúrgangi, sem e.t.v. er fluttur héðan!!“ ÍC Matvælafram- leiðsla „Að undanförnu hefur mikið verið vitnað til reynslu Dana og Norðmanna af minka- eldi og skýrt frá gjaldeyristekj um þeirra af ræktuninni. Hins vegar hefur láðst að geta pess, hvernig háttað er málum fisk- ræktar t.d. í Danmörku. Danir hafa hundruð milljónir króna í tekjur af sölu fisks til ann- arra landa, sem ræktaður hefur verið í tjörnum og eldistöðvum. Einmitt á þessu sviði eigum við að hasla okkur völl af alefli bæði með tilliti til hinna ágætu skilyrða, sem hér eru fyrir hendi, hvað staðsetningu slíkra stöðva snertir og hagnýtingu á fiskúrgangi frá útgerðarstöðv- unum. Sé höfð í huga sam- keppni og framtíðarmöguleikar atvinnugreina, hlýtur matvæla framleiðslan að verða trvgg- ari en framleiðsla lúxusvöru eins og minkaskinna. Leiðin að hagkvæmustu nýtingu fiskúr- gangsins hér liggur því að mín um dómi til fiskeldis á laxi og silungi frekar en minkaeldis hér á landi. Sú spurning er áleitin. Hvem ig verður framkvæmt eftirlit með væntanlegum minkabúum og hver á að borga kostnað, sem samfara er eftirliti. Reynsl an af 22 ára minkaeldi sýnir, að ýmislegt getur gerzt. Talað hefur verið um „sjálfdauða minka“ og fleira. Hvernig á að koma í veg fyrir, að dauðir „aliminkar" verði leystir út I verðlaun sem villiminkar?“ it Minkaskott „Eins og lesendur blaðs- ins minnast sjálfsagt, skeði það fyrir nokkrum árum að upp komst um svindl með gervi- minkaskott. Hvað þá um ekta skinn? Væri fróðlegt að heyra skýringu á því, hvernig þessi vandi yrði leystur. Nú mun sumum sjálfsagt ég þykja nokk uð ósvífinn að minnast á þetta „skottamál“ í sambandi við göf ugt atvinnufyrirtæki. A sínum tíma, þegar minka- skottsmálið var á dagskrá og áður en dómur féll í málinu, gengu Gróusögur um hver hinn seki væri. Fór ég, sem þessar línur rita, ekki varhluta af þes3 um sögum, því ýmsir fullyrtu að ég væri höfuðpaurinn í svindlinu. Og það langt gekk þessi slefburður, að maður einn kom því á framfæri erlendis sem eins konar jólagjöf til aldr aðrar móður minnar í Dan- mörku, að ég aæti í fang•*!si vegna þessa minkaskotts- svindls. En að því kom, að blaðrán sprakk, þegar dagb.öð- in greindu frá nafni og fæðing arstað hins seka. Og úr þvi að ég er farinn að ræða Gróusögumálefni, mætti minna á svokallað laxa- þjófnaðarmál í Brynjudalsá hér um árið. Að vísu var það mál aldrei, illu heilli, tekið til rannsóknar hjá dómsmálastjórn inni. En „almannarómur“ lét sitt ekki eftir liggja í að gera málinu góð skil. Kann ég marg ar skemmtilegar sögur frá þetm einhver áhugasamur? Reykjavík, 14. marz 1966. Carl A. Carlsen, minkabani.** Lokað Atvinna Nýkdtnin sending af eftir hádegi, föstudaginn 18. þ. m. vegna rafhlöðum fyrir Transistor útvarpstækin. jarðarfarar Auðar Pálsdóttur. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Lágmúla 9. — Sími 38820 Trésmiðjan hf Viljum ráða nokkra menn í vel borgaða vinnu við stálhúsgagnasmíði o.. fl. Stáliðjan Súðavogi 26. — Sími 36780.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.