Morgunblaðið - 17.03.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1966 Ludvig G. Braathen, skipaeigandi 75 ára LUDVIG G. BRAATHEN ElNlí af fremstu athafnamönn- um Noregs, Ludvig G. Braathen, er 75 ára í dag. Vinir hans átta sig varla á þessu, því að hann er enn svo ungur í anda og röskur til gangs að undrun sætir. L. G. Braathen er fæddur í Drammen hinn 17. marz 1891. Ættmenn hans voru duglegt og athafnasamt fólk, sumt af því komið af hinni merku Kongs- haug-ætt. Að lokinni skólagöngu hóf Braathen starf sitt hjá þekkt- um skipaeiganda í Drammen 1? ára að aldri. Þaðan fór hann 4 árum'síðar til Cardiff í Englandi til að afla sér frekari fræðslu í skiparekstri, en Cardiff var þá mesti siglingabær og útgerðar- bær heims. Á heimsstyrjaldarár- unum fyrri hvarf hann aftur til Noregs og gekk í þjónustu út- gerðarfélags í Ósló. Varð hann meðstjórnandi þessa félags eftir skamman tíma sakir dugnaðar síns. Á þessum árum valt á ýmsu fyrir norskum útgerðarmönnum. Sumir urðu stórríkir á skömm- um tíma og töpuðu svo aleig- unni á enn skemmri tíma. Hin- um, er sáu fótum sínum forráð og treystu ekki á lukkuna, vegn- aði vel. Braathen og skipin Árið 1926 stofnaði Braathen eigið skipafélag. Þó smátt væri byrjað óx félagið jafnt og þétt fyrir útsjónarsemi eigandans. Skip hans sigldu einkum á Kyrrahafinu og voru ráðin til flutninga um nokkur ár í senn. Eitt skip var leigt íslendingum um nokkurt skeið, en það strand- aði suður af Borgarnesi einhvern tíma um eða eftir 1930, og ligg- ur flakið af því þar enn. Það var skip, sem malaði gull, sagði Braathen við mig þegar við sigldum fram hjá Miðfjarðar- skeri fyrir mörgum árum. Árið 1929 var fyrsta olíuflutn- ingaskipið smíðað fyrir Braat- hen, og var það 12000 tonn að stærð. Skömmu síðar kom það næsta nokkru stærra, og síðan hefur verið haldið áfram við skipasmíðar með jöfnu millibili nema á stríðsárunum. Braathen hefur verið mjög útsjónarsamur með að taka upp þær nýjungar í skipasmíðum, sem að haldi máttu koma. Hann var einn hinna fyrstu, sem lét rafsjóða skipin saman í stað þess að hnoða þau saman með nöglum. Margar aðrar nýjungar hefur hann verið fyrstur manna til að nota, og honum tókst að auka flota sinn með hagnaði á kreppu- árunum eftir 1930, sem reyndust mörgum útgerðarmönnum þung í skauti. Á stríðsárunum stýrði Braat- hen flota sínum frá Svíþjóð. Galt floti hans mikil afhroð á þeim árum. Missti hann hélming skipastólsins, en hafist var handa um skipabyggingar strax og kostur var. Samanlagt eru skipin nú 250000 tonn að burðarmagni, en tvö þau stærstu eru yfir 50000 tonn hvort um sig. Skipin eru flest í olíuflutningum á Kyrrahafi, og leigð til margra ára í senn. Með þeim hætti er leigan lægri en ella, en rekstur skipanna er tryggður. Braathen og flugið Fyrir styrjöldina var Braathen farinn að hugsa um flugvélar sem flutningatæki framtíðarinn- ar. Hafði hann hinn fræga landa sinn Bernt Balchen í ráðum með sér, en ýmissa atvika vegna kom hann ekki hugmynd sinni í fram kvæmd fyrir stríðið. Árið 1946 stofnaði hann sitt eigið flugfé- lag, Braathens S. A. F. E. (sem er skammstöfun fyrir South American Far East) og 1947 hóf hann svo rekstur lengstu flug- leiðar í heimi, allar götur frá Suður-Ameriku til Hong Kong. Þessa flugleið rak hann í 8 ár samfleytt með ágætum árangri og sívaxandi umferð. Því hefði mátt ætla, að þetta ætti mikla framtíð fyrir sér. Sú varð samt ekki raunin á. Þegar SAS var stofnað hefst ijót- ur kafli í sögu loftferða á Norð- urlöndum. Ríkisstjórnir Svíþjóð- ar, Danmerkur og Noregs tóku þá höndum saman um að veita því félagi einkaleyfi á flestum hugsanlegum leiðum bæði innan- lands og utan. Stórþing Noregs samþykkti þá að taka flugleyfið til Hong Kong af Braathen og af- henda það SAS. Með þessu virt- ist sem fótunum væri kippt und- an flugfélagi Braathens, og sann- arlega var útlitið ekki gott. Áður en lengra er haldið má skjóta því inn, að Bretar neituðu að af- henda SAS leyfið til að fljúga til Hong Kong, en afhentu það brezku félagi, svo að allir sátu eftir með sárt ennið. Braathen varð nú að fækka flugvélum sínum um tíma, en tekur hinsvegar upp samvinnu við Loftleiðir, sem reyndist báð- um aðilum hið mesta happ. Sak- ir þessa gat Braathen hafið leigu- flug frá Noregi til hinna fjar- lægari Austurlanda, og hefur það vaxið á þann veg að flugfélag hans sinnir nú meiru leiguflugi en nokkru sinni fyrr til margra staða. Jafnframt utanlandsfluginu hóf Braathen innanlandsflug í Noregi, en þar rak hann sig á hið sama. SAS þóttist rétt borið til alls flugs innan lands sem ut- an, og reyndi SAS æ ofan í æ að ■hefta framgang Bratthens S. A. F. E. En með framsýni sinni gat Braathen haldið velli á mörgum flugleiðum og jafnvel aukið við þær með því að hjálpa til við byggingu flugvalla á nokkrum stöðum. Hefur hann nú leyfi á 7 innanlandsleiðum í Noregi. Til þessa notar hann 8 Fokker Friend ship-vélar. Að auki á hann 6 DC- 6B og eina DC-6C auk einnar DC-4. Nýlega hefur Braathen fest kaup á tveim þotum. Miðstöð flugsins í Noregi er á Sola-flugvellinum, og þar hefur Braathen byggt eitt stærsta við- gerðarverkstæði á Norðurlönd- um, þar sem nærri 500 manns hafa stöðuga atvinnu. En alls eru um 900 manns, sem vinna við flugfélagið Braathens S. A. F. E. Af því má ráða, að hér er ekki um neitt smáfyrirtæki að ræða. Og bæta má við, að þetta félag hefur skilað góðum arði flest árin, en hið sama hefur ekki verið hægt að segja um SAS, þrátt fyrir öll einkaleyfin. Braathen og skógurinn Ætla mætti að menn, sem hafa komið jafn miklu í verk og Lud- vig G. Braathen, hefðu lítt tíma til að sinna öðrum málum. En skógurinn hefur ávallt staðið nærri hjarta hans, og þegar hann átti þess kost keypti hann mikil skóglendi í Austurdal í Noregi, þar sem hann dvelur þegar tími hans leyfir. Þegar Braathen tók við þessum skógum voru þeir viða illa farnir, og óhemju mikl- ar mýrar- lágu á milli skóganna, sem voru engum til nytja. Braat- hen hefur varið öllum tekjum sínum af skógunum til þess að rækta upp nýjan skóg, leggja vegi um löndin og ræsa fram mýrarnar. Þess má geta, að tekj- urnar af skógunum hafa oft ver- ið miklar, og því. hefur landið batnað til stórra muna. Fyrir allmörgum árum var ég með norska skógstjóranum Lang- sæter og Braathen á göngu um þessa skóga í heilan dag. Minn- ist ég þess, hve Langsæter varð hrifinn af framtaki Braathens er við gengum hvern kílómeterinn á fætur öðrum um ungskóga þá, sem Braathen hafði ýmist látið sá til eða planta. Ég minnist lika annars atviks frá þessari ferð. Þegar við kom- um niður úr skógarhlíðunum og settumst við árbakka til að mat- ast innti ég Braathen eftir því, hve mörg og stór skip hann ætti. Sagði hann þá, að hann gæti ekki talist í hópi stórútgerðarmann- anna norsku, því að hann legði ekki kapp á að auka flotann um- fram það, sem hann þyrfti til að koma fluginu áleiðis. Eins og þú veizt, sagði hann, þá hafa Norð- menn siglt um veraldarhöfin um hundruð ára og verið meðal þeirra fremstu. Nú stefnir allt að því, að umferðin færist æ meir upp í loftið, ekki aðeins til mann flutninga heldur og til margs- konar vöruflutninga. Eins og nú horfir virðist svo sem flestir aðr- ir fari fram úr okkur Norðmönn- um á þessu sviði. Hlutur okkar í SAS er svo lítill, að við berum skarðan hlut frá borði miðað við Svía og Dani. Þess vegna vil ég nota alla mína krafta og allt mitt fé til þess, að við Norðmenn getum náð svipaðri stöðu í loft- inu og við höfum haft á sjónum. Þetta svar lýsir góðum syni þjóð- ar sinnar. Braathen og ísland Ég átti því láni að fagna fyrir röskum 10 árum að kynnast manninum Ludvig G. Braathen. Hann hafði þá fyrir nokkru haf- ið samvinnu við Loftleiðir, sem áður er getið. Ég held mér sé ó- hætt að fullyrða, að Loftleiðir væru ekki það stórveldi í dag, sem raun ber vitni um, ef Braat- hen hefði ekki drengilega stutt við bakið á þeim á erfiðustu ár- unum. Þessi samvinna varð til þess, að Braathen kom hingað til lands og hraus honum þá auðvitað hug ur við þeim ægilega berangri, sem blasir við sjónum sérhvers vegfaranda. Sigurður Magnús- son, fulltrúi Loftleiða, kynnti okkur einn kaldan dag á útmán- uðum niðri í Hljómskálagarði. Spurði þá Braathenrmig strax að því, hvort ekki væri til neinn staður ekki langt frá bænum, þar sem reyna mætti að koma upp skógi. Sagðist hann mundu vilja láta nokkuð fé af hendi rakna til að gera þetta. Svo vildi til, að Stálpastaðir í Skorradal voru þá nærtækasta landið, og sendi hann mér stuttu síðar 20 þúsund krónur norskar til þess að hefja þar plöntun. Síðan hefur hann sent okkur árlega drjúgar gjafir til framhaldandi starfs, og er nú upprisinn á Stálpastöð- um álitlegur skógur á 30 hektara landi. Þegar ekki var meira land til á Stálpastöðum til að planta í fyrir gjafir Braathens, var haf- izt handa um gróðursetningu á sérstöku svæði í Haukadal, og eru þar nú þegar margir hekt- arar, sem plantað hefur verið í á sama hátt og á Stálpastöðum. Frá því að fundum okkar Lud- vigs G. Braathens bar fyrst sam- an hófum við hitzt einu sinni á ári og stundum tvisvar. Hef ég notið gestrisni hans í ríkum mæli bæði á hinu fallega heimili hans í Ósló og á ýmsum öðrum stöð- um þar í landi. Hann hefur og oft ferðast með mér hér um skóg- arreitina sína í Skorradal og Haukadal. Á þessum ferðum hef ég kynnzt manninum Ludvig Braathen, traustum ,öruggum og vinföstum. Hann er sannkallað mikilmenni. Er ég nú sendi honum og hinni ágætu konu hans, frú Marju, hinar innilegustu hamingjuóskir í tilefni afmælisins, á ég enga ósk betri honum til handa en að honum megi enn auðnast heilsa og fjör um mörg ár til að lyfta því Grettistaki á stall, sem hugur hans hefur staðið til: En það er að Noregur megi ná þeim hlut á sviði loftferða er standi í sam- ræmi við þann, sem þeir nú hafa á höfum heimsins. Hákon Bjarnason. NORÐMENN hafa um langan aldur átt því láni að fagna að hafa á að skipa athafnamönnum, sem skarað hafa fram úr á heims mælikvarða. Slíkir menn hafa byggt upp siglingaflota Noregs, iðnað og verzlun og blómlegt at- vinnulíf í landinu. Framarlega í þeim hópi er Ludvig G. Braathen, skipaeig- andi. Hann fæddist í Drammen 17. marz, 1891. Er hann af norsk- um bændum kominn, en getur rakið ætt sína til stórhöfðingja í Kungshaugætt, sem komin er af Ynglingum og fylkiskonungum norskum. Hann ólst upp við venjulegan kost norskra bænda og stundaði lafidbúnaðarstörf framan af og enn kann hann að beita plóg og berfi vilji hann það við hafa. Sveitin var of þröng fyrir Braathen og réðist hann því 18 ára að aldri til E/B. Aaby, skips- eiganda í Drammen, og telur sig hafa mest af honum lært, sem að haldi hefur komið á lífsleiðinni. Til Cardiff fór hann síðar, en þar var miðstöð siglinga og vann hann þar um skeið hjá skipafé- lagi. Um þetta leyti hugðist Braathen leita gæfunnar í Suð- ur-Ameríku, en fyrri heims- styrjöldin leiddi til þess, að hann hvarf heim til Noregs, gegndi þar herskyldu en hófst svo handa um framkvæmdir og settist þá að í Ósló. Braathen byrjaði smátt og af litlnm efnum, enda studdist hann við lánsfé framan af. Fljótlega tókst honum að greiða skuldir sínar og efla sjálfstæðan rekstur sinn, en engir skyldu ætla að það hafi verið átakalaust. Minnist ég þess að um skeið átti baráttu- maðurinn Braathen við mikla erfiðleika að stríða vegna óbil- girni lánastofnana. Lét hann þá þau orð falla að margur ungur maðurinn myndi hafa „bylt sér andvaka það árið, en ég svaf“, sagði Braathen og hló við. Braathen á nú skipaflota, sem mun nema um 300 þúsund tonn- um og eykur hann stöðugt við það magn með nýbyggingum. Hann er aðaleigandi flugfélags- ins Braathen’s S.A.F.E., sem mun vera stærsta flugfélag í einka- eign innan Evrópu og á nú um 20 flugvélar af ýmsum gerðum, en hefur nýlega samið um kaup á þotum. Vegna flugrekstrarins hefur Braathen byggt mikla og fullkomna viðhaldsstöð í Sola við Stavanger og annast þar m.a. viðhald DC-6B flugvéla Loftleiða hf. Búgarð á Braathen og skóg- lendi mikið, en sjálfur býr hann í Ósló í höll sinni og stjórnar enn starfseminni allri. Hestamaður er Braathen og elur veðhlaupa- hesta með góðum árangri. Lista- safn á Braathen mikið og gott, en sjálfur er hann listhneigður og listfróður, enda skáldmæltur vel, ef hann vill það við hafa og söngmaður góður. Við fyrstu kynni okkar Braat- hens lét hann þau orð falla, að samvinna ætti því aðeins rétt á sér að báðir aðilar högnuðust á henni. Vona ég að sú hafi orðið raunin og eigi enn eftir að verða. Samvinna getur“leitt til velfarn- aðar eða ófarnaðar, eftir því hvernig á er haldið og skoðana- munar getur ávallt gætt. Hafi sú orðið raunin á hefur Braathen ávallt tekið af skarið og gert það á þá lund að allir hafa mátt vel við una, enda hefur hann aldrei skotið sér undan skyldunum. Talað orð hans er jafngott og skriflegur samningur. Braathen er vinur íslands og hefur sýnt það á marga lund. Hefur enginn erlendur maður styrkt skógrækt hérlendis höfð- inglegar en hann. Kvæntur er Braathen sænskri konu, Marju — sem var óðals- eigandi á Skáni. Er hún fögur kona, listelsk og margfróð, ekki sízt í sagnfræði. Mætti nefna að hún átti vopnasafn mikið á óðali sínu, sem hún sá um sjálf. Vissi hún þar deili á hverjum hlut og þekkti alla sögu í því sambandi. Hefur hún sízt latt mann sinn til stórræðanna. Ludvig G. Braathen er maður höfðinglegur í framgöngu og ber árin furðulega vel, enda karl- menni að burðum og vel íþrótt- um búinn. Stundar hann ennþá veiðar og gengur þá daginn allan á við unga menn um skóglendi sitt. Vel kann að vera að þeir, sem lítt eru kunnugir Braathen kunni ekki að meta hann svo sem skyldi við fyrstu sýn. Hinir, sem þekkja hann, virða hann og meta sem höfuðkempu, fullhuga og baráttumann, sem sér verkefni blasa við, hvert sem er litið og ræðst ótrauður gegn hverjum vanda, sem hann telur að leysa beri. Með virðingu og þakklæti ósk- um við vinir hans að hann megi lengi lifa. Kristján Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.