Morgunblaðið - 17.03.1966, Side 14

Morgunblaðið - 17.03.1966, Side 14
14 MOHCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. STOREFLING IÐNLÁNASJÓÐS Díkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp, sem mun bæta stórlega að- stöðu Iðnlánasjóðs til þess að styrkja iðnfyrirtæki og iðn- væðingu í landinu. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir, að framlag ríkis- sjóðs til Iðnlánasjóðs verði fimmfaldað, verði tíu milljón ir í stað tveggja milljóna nú. í>á er Iðnlánasjóði heimilað að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar að taka lán allt að 150 milljónir króna, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, ef árlegt ráð- stöfunarfé sjóðsins nægir ekki til þess, að hann geti á viðunandi hátt gegnt hlut- verki sínu. Þessi lántöku- heimild Iðnlánasjóðs hefur verið bundin við 100 milljón- ir króna hingað til. Loks er sú nýjung í frumvarpinu, að Iðnlánasjóði verður heimilað að taka lán að upphæð 100 milljónir króna til þess að veita sérstök hagræðingarlán, auk almennra lána, sem nauð synleg teljast til þess að auka framleiðni og bæta aðstöðu iðnfyrirtækja og gera þeim kleift að aðlaga sig nýjum viðhorfum vegna breyttra við skiptahátta, svo sem tolla- breytinga og frjálsari verzlun ar. Þessi hagræðingarlán mega vera með betri kjörum en önnur lán Iðnlánasjóðs, með lægri vöxtum, lengri lánstíma, og e.t.v. afborgunar laus fyrst í stað. Á fundi í Félagi ísl. iðnrek- enda þann 5. febrúar sl. gerði Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, ítarlega grein fyrir stefnu núverandi ríkis- stjórnar í málefnum iðnaðar- ins, rakti það, sem gert hefur verið til eflingar iðnaðinum í landinu í tíð núverandi ríkis- stjórnar og hrakti barlómstal og fullyrðingar stjórnarand- stöðunnar um erfiðleika iðn- aðarins. í lok ræðu sinnar flutti Jóhann Hafstein stefnu lyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar í iðnaðarmálum. Það frum- =varp, sem nú er komið fram <um stóreflingu Iðnlánasjóðs <er liður í því að hrinda þeirri (stefnu í framkvæmd. — í stefnuyfirlýsingu þessari (sagði Jóhann Hafstein m.a.: ' „Séð verður til þess að iðn- (aðurinn njóti í þessu sam- bandi eðlilegs aðlögunartíma 'og ráðstafanir gerðar í lána- "málum og á annan hátt til 'þess að gera honum auðveld- ■ara að tileinka sér ýmsa tækni og aukna hagræðingu og framleiðni til eflingar þess ari atvinnugrein í frjálsari að iðnaðinum skapist viðun- andi stofnlánaaðstaða, jafn- framt því sem gert er ráð fyr- ir, að aðstaða hans í banka- kerfinu haldist til jafns við aðrar atvinnugreinar“. Af þessu má ljóst vera, að ríkisstjórnin og iðnaðarmála- ráðherra hafa brugðið skjótt við að hrinda yfirlýstri stefnu sinni í iðnaðarmálum í fram- kvæmd. Þessi mikla efling Iðnlánasjóðs mun verða inn- lendum iðnaði mikil lyfti- stöng, og sérstaklega ber að fagna þeim hagræðingarlán- um, sem nú er ætlunin að veita til þess að gera iðnaðin- um mögulegt að mæta nýj- um markaðsaðstæðum vegna tollalækkana og frjálsari við- skiptahátta. Þessar aðgerðir sýna glögglega, að ríkisstjórn in lætur ekki sitja við orðin tóm í málefnum iðnaðarins, heldur hefur hún þegar haf- izt handa um framkvæmdyfir lýstrar stefnu sinnar í mál- efnum hans. ÞRÖTTMIKILL OG ÖFLUGUR ATVINNUVEGUR /^reinilegt er, að stjórnar- ^ andstæðingar hafa algjör lega gefizt upp við að telja fólki trú um, að innlendur iðn aður sé að leggjast í rúst. Hin kröftuga ræða iðnaðarmála- ráðherra á fundi iðnrekenda 5. febrúar sl. og fjöldi ann- arra staðreynda, sem fram hafa komið síðan, hafa gert mönnum það fullkomlega ljóst, að þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika ákveðinna iðngreina vegna breyttra við- skiptahátta, er innlendur iðn- aður þróttmikill og vaxandi atvinnuvegur. Sjaldan hefur þetta verið jafn áberandi og einmitt á síðustu vikum, þegar hverj- um bátnum á fætur öðrum hefur verið hleypt af stokk- unum hjá íslenzkum skipa- smíðastöðvum. Er engum blöðum um það að fletta, að sú stefna ríkisstjórnarinnar að stuðla að stækkun og end- urbyggingu dráttarbrauta og byggingu skipasmíðastöðva í landinu hefur þegar borið ríkulegan ávöxt, og'á eftir að gera það í vaxandi mæli á komandi árum. ' Athafnalíf á íslandi er nú svo gróskumikið og blómlegt, að með einsdæmum er. Þrátt fyrir það hafa stjórnarand- stæðingar með neikvæðu nöldri reynt að telja fólki trú Viðskiptum. Haldið verði á- fram að efla Iðnlánasjóð, svo um, að hér sé allt á niðurleið, Hefur vikulegar flugferðir til IMarssarssuðq og Thule 1. júní DONSKU blöðin greindu frá þvi fyrir nokkru í sambandi við hina nýútkomnu sumar- flugáætlun SAS, að það sem helzt teldist til nýjunga varð- andi hana væri að féiagið öyggðist færa út kvíarnar varðandi Grænlandsflug sitt. SAS hefur til þessa aðeins flogið til Syðri Straumfjarðar á flugleiðinni Kaupmanna- höfn—Los Angeles, og hafa það verið einu föstu flugsam- göngurnar milli Kaupmanna- hafnar og Grænlands. En í sumar ráðgerir SAS að hefja vikulegt áætlunarflug til Thule á NV-Grænlandi og Narssarssuaq (Eiríksfjarðar) á SV-Grænlandi. Til þessa hefur aðeins verið haldið uppi leiguflugum til þessara staða frá Kaupmannahöfn, annars vegar með starfsmenn til fyr- irtækja í Thule ellegar með ferðamenn til hinna veiðisælu slóða umhverfis Narssars^uaq. Flugið til SV-Grænlands mun hefjast þannig að SAS mun flytja farþegana til Straumfjarðar með DC-7C flugvélum, en þar mun flug- félagið A/S Grönlandsfly taka við farþegunum, og flytja þá til Narssarssuaq með DC- vél- um. Reiknað er með því, að hinar föstu áætlunarferðir milli Kaupmannahafnar og Narssarssuaq muni hefjast 1: júní í sumar. Dönsku blöðin segja, að flugleiðin muni hafa mikla þýðingu fyrir íbúana á SV- Grænlandi, t.d. í Juliane- haab, Ivigtut og Grönnedal. Þá telja blöðin þetta til mik- illa hagsbóta fyrir ferðamenn, þar sem áður hafi aðeins ver- ið flogið leigluflug eftir þörf- um til Narssarssuaq. (Við þetta má bæta, að Flugfélag íslands hefur undanfarin sum ur flogið með svokallaða „4 daga hópa“ til Narssarssuaq, og hafa þessar ferðir verið mjög eftirsóttar bæði af er- lendum og íslenzkum ferða- mönnum). Þá hafa dönksu blöðin það eftir frú Nínu Holm, Aero ar og Narssarssuaq, því bæði hafi orðið að taka tillit til „Norðurpólsleiðarinnar“ og skyldu þeirrar, sem hvíli á flugfélögunum um ískönnun- arflug. Segja blöðin að til þessa hafi A/S Grönlandsfly og Flugfélag íslands verið fengin til þess flugs. S ísinn við Grænland er tignarlegur ásýndum, en hefur reynzt mörgu kaupfarinu skæður. Á næstu árum er talið að hann, og margt það annað, sem í Grænlandi er að finina, muni laða til sín mjölda ferðamanna. flytja um 1000 ferðamenn til og frá SV-Grænlandi. Aero Lloyd sér og um fyrirgreiðslu ferðamanna í Narssarssuaq (Hotel Artic). Dönsku blöðin segja, að vandasamt hafi verið fyrir SAS að skipuleggja flugáætl- unina milli Kaupmannahafn- skipa þremur þotuþyrlum og DC-4 flugvélum. A/S Grön- landsfly er sameign SAS, Krý ólitfélagsins Eyrarsunds, græn lenzka Landsráðsins og Kon- unglégu Grænlandsverzlunar- innar. SAS FÆRIR IÍT KVÍ- ARNAR í GRÆNLANDI endanlega verið hraktar, og og allir höfuðatvinnuvegir landsmanna eigi í miklum erfiðleikum. Slíkar fullyrðing ar varðandi iðnaðinn hafa ^lmenningur mun einnig sann færast um, að barlómstal stjórnarandstæðinga gagn- vart öðrum atvinnuvegum á sér ekki frekari stoð í veru- leikanum. Mesta afrek núver- andi ríkisstjórnar hefur ver- ið að veita mönnum frelsi til athafna á ný, og það hefur þegar borið ríkulegan ávöxt. Óeirðir í Kal- kútta — 15 biða bana Kalkútta, 10. marz, NTB. FIMMTÁN manns biðu bana, er lögreglan greip til skotvopna gegn mannfjölda sem lagði eld í járnbrautarlestir og stöðvar í héraðinu umhverfis Kalkútta í Vestur-Bengal í dag. Óeirðir þessar urðu meðan stóð 25 klukkustunda verkfall sem vimstriflokkar í fylkinu stóðu að. Krefjast flokkarnir rannsókna á aðgérðum lögreglunnar í sam- bandi við mótmælafundi þá og uppþot sem urðu vegna matar- skortsins undanfarið og einnig er mótmælt stefnu fylkisstjórnar- innar í V-Bengal í málum þess- um. Stórblöð someinost New York, 16. marz — NTB. BANDARÍSKU stórblöðin „Journ al American" og „World-Tele- gram“ í New York munu samein ast í eitt blað hið fyrsta, að því er haldið var fram í New Yorlc í dag. Upplag blaðanna er sam- anlagt um 900,000 eintölc dag- lega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.