Morgunblaðið - 17.03.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. marz 1966
MORGU NBLAÐIÐ
17
Hafa skal það, sem
sannara reynist
SAUÐFJÁRRÆKTIN byggist á
því, að bændur fái sem mestan
arð af sauðfénu. Þá þarf að
finna og rækta þá stofna, sem
gefa mestan arð. Til þess eru
sauðfjárræktarfélögin. Þar sem
báðir stofnar, sá þingeyski og sá
vestfirzki, eru í sama sauðfjár-
ræktarfélagi, er bezt um sam-
anburð. En um þessa stofna er
talsvert deilt.
Meðal kjöt-
þungi
Eyjafj.sýsla kg.
Sauðfjárræktar- Eftir hverj
félag á
yíkingur, Dalvík
Þing. st. 21.1
Vestf. st. 22.2
Vestri Svarfaðardal
Þing. st. 22.1
Vestf. st. 23.1
Árskógshrepps
Þing. st. 23.0
Vestf. st. 22.6
Vísir, Árneshr.
Þing. st. 25.2
Vestf. st. 25.7
Neisti, Öxnadalshr.
Þing. st. 23.2
Vestf. st. 24.3
í fjórum af þessum 5 félögum
hafði þingeyski stofninn fleiri
tvílembur eða fleirlembur en sá
vestfirzki, en samt varð útkom-
an ekki betri en þetta. svo sýnir
skýrslan að fleiri prósent til
þingeysku lömbunum en þeim
vestfirzku fara í III. fl. í 9 sauð-
fjárræktarfélögum voru ærnar
frjósamastar og meira en 70%
þeirra tvílembdar eða fleirlembd
ar. Þingeyskur stofn er í fjórum
af þessum 9 félögum, vestfirzkar
í þremur félögum, en báðir stofn
arnir eru í tveimur félögunum.
Efst er Sf Vísir Arnarneshr.
Eyjafjarðarsýslu, vestfirzki stofn
inn 85% sá þingeyski 71%.
33 félagsmenn sauðfjárræktar
félaganna framleiddu meira en
80 kg. af dilkakjöti eftir hverja
á sína í sauðfjárræktarfélagi ár-
ið 1958-1959.
Hér verða talin nokkur atriði
úr Búnaðarriti 1961, en það er
það seinasta, sem ég hef fengið.
Enda breytist þetta ekki svo á
fáum árum.
í þessu búnaðarriti eru skýrsl
ur frá 128 sauðfjárræktarfélög-
um. Hér er þá birt ágrip af
skýrslu frá 5 félögum, sem hafa
báða stofnana.
Efstur er Benedikt Sæmunds-
son, Hólmavík með 10 ær í fjár-
ræktarfélagi, er skila 21 lambi
að hausti er gera 39.67 kg eftir
hverja á. Er þetta þriðja árið í
röð, sem Benedikt heldur þessu
meti. 1958 stóð Ólafur Magnús-
son Hólmavík honum jafnfæt-
is. Næstur er Steingrímur Jó-
hannesson, Grímsstöðum, Sf.
Austri Mývatnssveit, með 8 ær,
er skila 16 lömbum, er gera að
meðaltali 36.02 kg eftir hverja á.
Þarna munar 3.65 kg, hvað úr-
valið úr vestfirzku ánum gefur
meiri kjötþunga, en úrvalið úr
þingeysku ánum. Þar við bætist,
hvað vestfirzku lömbin flokkast
betur en þingeysku lömbin.
Lömb Hólmavíkurmanna fóru
99.4% í I. fl„ 0.6% í II. fl„ en
ekkert í III. fl.
Frjósömustu ærnar, hjá þess-
um 33 félagsmönnum, átti Guð-
mundur R. Árnason, Drangsnesi
Sf. Kaldraneshr., Strandasýslu,
16 talsins, er skila 34 lömbum
að hausti.
Hólmavíkurhr. og Kaldranes-
hr. sýndu 1960 62 hrúta, er hlutu
1. verðl. Af þessum hrútum voru
aðeins 3 hyrndir. Það lítur því
út fyrir, að þær séu kollóttar
beztu ærnar á íslandi. Fyrir utan
það, að þingelska féð hefur
minni afurðagetu en það bezta úr
vestfirzka fénu, hefur það ýmsa
ókosti. Það er lingert og hættir
til að fara afvelta. Það er ekki
mannúð að rækta þannig sauð-
fé. Það er hornastórt og ánum
gengur ver að fæða en vest-
firzku ánum. Þetta er mjög mik-
ill ókostur, og ótækt, þar sem
ekki er hægt að líta að fullu
eftir ám um sauðburð, vegna víð
áttu lands eða af öðrum ástæð-
um. Það i hlýtur að vera leiðin-
Gæðamat
falla. %
I II III
68.2 27.1 4.7
73.7 23.7 2.6
66.2 26.8 7.0
86.7 13.3 —
68.9 25.7 5.4
90.0 10.0 —
64.3 33.3 2.4
57.5 . 37.5 5.0
67.1 28.8 4.1
73.3 24.5 2.2
legt að finna dauða á með lamb-
ið í burðarliðnum og geta sjálf-
um sér um kennt. Þingeysku
ærnar eru verri mæður en þær
vestfirzku. Sumt af þingeyska
fénu er mjög fínullað jafnvel
toglaust á bakinu það getur geng
ið í Þingeyjarsýslum, en í sunn-
lenzkri veðráttu alls ekki. Þing-
eyska féð er margt of lágfætt.
Það er ókostur, þó auðvitað sé
sjálfsagt að reka fé sem hægast
svo að það hitni ekki. Smala-
mennskur eru víða svo miklar
fyrir utan afréttarsamalanir. Sum
ar jarðir hafa stór lönd til vetrar
beitar, og ennþá kemur snjór
á íslandi. Þetta útheimtir það,
að kindin okkar hafi ek£i mjög
stuttar fætur.
Sauðkindin okkar hefur haldið
lífinu í okkur í þúsund ár. Hún
hefur gefið okkur mjólkina og
kjötið til að borða, ullina í fatn-
að til að klæðast í og skinnið í
skóna til að ganga á, og í skinn-
klæðin handa sjómönnunum.
Þegar hún dó úr hor og hungri,
þá dó fólkið líka. En það var
hirt um hana eins og hægt var.
Nú má það ekki koma fyrir leng-
ur, að hún sé vanfóðruð, þegar
allir hafa nóg að bíta og brenna.
Og þótt lífi okkar sé ekki hætta
búin, þó að nokkrar kindur deyi
af einhverjum ástæðum, þá verð-
ur að krefjast þess, að enginn
hafi fleira sauðfé undir höndum
en hann getur hirt um sóma-
samlega. Ærin okkar er slík af-
urðaskepna, að hún gefur eitt
tvö eða þrjú lömb, allt eftir því,
hvernig er farið með hana. Bara
að velja þá stofna, sem beztir
eru og fóðra þá rétt.
Fjármaðurinn hefur þvi oft
önnur sjónarmið en ráðunaut-
urinn, sem ekki stundar sauð-
fjárrækt 1 raunveruleikanum.
Jón Konráðsson,
Selfossi.
Brauðstofan
S'imi 16012
Vesturgötu 25
Smurt brauð, snittur, öl, gos
og sælgæti. — Opið frá
kl. 9—23,30.
Hákon H. Kristjónsson
lögfræðingur
Þingholtsstræti 3.
Simi 13806 kl. 4,30—6.
Jónína
dóttir frá
í DAG fer fram á ísafirði útför .
Jónínu Guðmundsdóttur er lengi
átti heima þar í bæ, en lézt ’að |
heimili sonar síns, Andrésar
Bjarnasonar verzlunarmanns, að
Hlégerði 27, Kópavogi, 9. marz.
Jónína Ósk var fædd að Kúlu
í Bjarnarfirði, Strandasýslu 28.
sept. 1886 og var því á áttugasta
aldursári er hún kvaddi þennan
heim.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðmundur Jónsson er lengi bjó
að Skarði í Bjarnarfirði en síðar
á Gautshamri á Selströnd, og
kona hans hin síðari, Halldóra
Sigríður Halldórsdóttir frá Mið-
húsum í Reykhólasveit, Jónsson-
ar. Faðir Guðmundar bónda á
Skarði var Jón Pálsson bóndi á
Kleifum, Skarði og Svanshóli
en síðast Goðdal, Jónssonar
bónda í Stóru-Ávík, Pálssonar í
Reykjarfirði Grunnavíkurhreppi
Björnssonar. Eru þessar ættir
Jónínu auðraktar í Stranda-
mannabók síra Jóns Guðnasonar
skjalavarðar. Og skal þeim er
vildu frekar kynna sér ættir og
skyldfólk Jónínu bent á þessa
fróðlegu bók. Jónína giftist árið
1911 þá að Gautshamri, Bjama
Andréssyni frá Kleifum í Kald-
baksvík og voru þau bræðra-
börn. Bjarni var fæddur 15. apríl
(14. apríl í kirkjubók) 1886 og
voru þau því jafn gömul. Bræð-
ur Bjarna voru þeir Jón Andrés-
son verkstjóri ísafirði og Árni
Andrésson verkstjóri og bóndi á
Gautshamri, báðir viðurkenndir
hálfbræður hans, Magnús Andrés
son á Kleifum og Rósant Andrés
son á Gíslabala.
Þau Bjarni og Jónína hófu bú-
skap að Bæ á Selströnd árið
1912 og bjuggu þar til 1921, og
þar eru öll börn þeirra fædd
nema Guðmundína, sem er fædd
að Gautshamri. 1921 fluttu þau
að Klúku í Bjarnarfirði og voru
þar tvö ár en fluttu þá að
Drangsnesi, þaðan fóru þau til
ísafjarðar 1925 því Bjarni var þá
farinn að stunda þar vinnu.
Lengi fyrst leigðu þau hjá öðr-
um en keyptu svo hús að Fjarð-
arstræti 21. Árið 1947 12. jan.
andaðist Bjarni maður Jónínu
eftir nokkurra mánaða legu. Án
síðar flutti hún til Reykjavíkur
og keypti þá lítið hús í Klepps-
holti, en því fylgdu engin lóðar-
réttindi og varð hún því að fara
þaðan fljótlega. Nokkur ár leigði
hún og Sigríður dóttir hennar,
sem lengi hélt heimili með
móður sinni, hjá okkur hjónun-
um og var ávallt nátengd heimili
mínu og góðar minningar við
hana bundnar. Hún kom sér alls-
staðar vel enda afbragðskona og
er mér sem þessar Iínur rita,
mæta vel kunnugt um það, því
unglingur að aldri kynntist ég
heimili hennar á Isafirði, því við
Guðmundur sonur hennar vor-
um mjög samrýmdir og hjálpaði
hann mér við nám mitt þegar ég
illa undirbúinn var að lesa ensku
í kvöldskóla iðnaðarmanna þar
í bæ. Það leið því ekki á löngu
þar til ég var þar sem einn af
fjölskyldunni og alltaf man ég
hvað þetta heimili var vingjarn-
legt og gaman að vera þar.
Löngu síðar eða haustið 1939
dvaldi ég um tíma á heimili
þeirra hjóna og kynntist þá enn
betur hversu mikið ástríki var
með þeim hjónum og börn þeirra
vel upp alin og að ekki varð á
betra kosið í einni fjölskyldu.
Ég er þeim hjónum innilega
þakklátur fyrir alla þá velvild
og umhyggju sem þau sýndu mér
alla þá stund, sem ég átti þess
kost að vera í návist þeirra.
Síðustu ár ævi sinnar átti
Jónína við mikla vanheilsu að
stríða, en hún naut þess að hún
átti góð börn sem aldrei slepptu
af henni hendi, og jafnvel þegar
hún varð að liggja á sjúkrahúsi
heimsóttu þau hana og vöktu til
skiptis yfir henni þegar henni
leið sem verst.
Þau eignuðust þessi börn:
Ósk Guðmunds-
ísafirði — Minning
Guðmundínu er lengi bjó á ísa-
firði og átti Ágúst Jörundsson,
Guðmund er átti Ingunni Gunn-
laugsdóttur, voru þau fyrst á
ísafirði en eru nú búsett í Kópa-
vogi og þar eru öll börn hennar
sem á lífi eru nú búsett. Þriðja
barn þeirra var Indriði, hann dó
á ísafirði 1950, lausamaður,
fjórða barn þeirra var Sigríður
ógift í Kópavogi, fimmta Andrés
verzlunarmaður, einnig búsett-
ur í Kópavogi, kvæntur Lauf-
eyju Jónsdóttur, og hjá þeim
hjónum dvaldi Jónína síðustu
ævidaga sína og dó þar 9. mai-z
síðastliðinn. En lengi var Jón-
ína hjá þeim hjónum síðustu ár-
in. Eitt barn þeirra, Guðmund-
ína, var alin upp hjá afa sínum
á Gautshamri en síðan hjá Önnu
móðursystur sinni og manni
hennar, Jóni Atla Guðmunds-
syni á Gautshamri, en tvö börn
ólu þau hjón Bjarni og Jónína
upp, Hörð Hjartarson bróðurson
Jónínu, hann er símritari á Seyð-
isfirði og Kolbrúnu Sigurðar-
dóttur Bentssonar frá Svarfhóli
í Álftafirði, hún er nú húsfrú í
Reykjavík. Báðum þessum fóstur
börnum sínum unni Jónína hug-
ástum. Það má um Jónínu segja,
að bún var allt í senn, ástrík
eiginkona, móðir, fóstra og
amma. Og enginn held ég hafi
nokkurn tíma lagt henni hnjóðs-
yrði en elskað hana og virt sem
afbragðs góða konu og veitula
húsmóður. Ég vil svo að enduð-
um þessum fátæklegu orðum,
færa hinni látnu alúðar þakkir
fyrir alla þá góðvild og hjarta-
gæzku sem hún sýndi mér bæði
fyrr og síðar. Og nú þegar hún er
lögð til hinstu hvíldar við hlið
manns síns í ísafjarðarkirkju-
garði bið ég góðan guð að blessa
þessi látnu heiðurshjón og alla
afkomendur' þeirra. Ekki tel ég
ástæðu til að telja hér upp öll
hin mörgu systkini Jónínu, en
vísa aftur til Strandamannabók-
ar síra Jóns Guðnasonar skjala-
varðar. En að síðustu þetta:
Líð þú frjáls um Ijóssins heima
leiði Bjarni þig við hönd
eins og þig væri enn að dreyma
æsku þinnar vonalönd.
Færi hann þér ást og yndi
eilífð langa hvar sem er
lífs á engi blóm þér bindi
betri og fegri en gróa hér.
Blindu af augum burtu strjúki
blasi við þér sól á ný
mjúkum armi um þig ljúki
ástvinurinn meina frí.
Guðmundur Guðni Guðmundsson.
Stúlkur
vantar til frystihúsavinnu í Grindavík. —
Faeði og húsnæði á staðnum. —
Upplýsingar í símum 92-8035 og 92-8144 og eftir
kl. 7 í sima 92-8099.
Hafnarfjörður
Okkur vantar nokkra verkamenn strax. —
Mikil vinna framundan. — Hafið samband við
verkstjórann, símar 50107 og á kvöldin 50678.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Skrifstofuhúsnæði
um 150 ferm. að stærð, óskast á leigu hið fyrsta.
Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „8425“.
Vermir sf
Ráðgj afaverkf ræðingar.
Kópavogur — Vinna
Nokkrar stúlkur óskast í vinnu strax.
IMiðursuðuverksmiðjan Ora hf
Símar 41995 og 41996.