Morgunblaðið - 17.03.1966, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.03.1966, Qupperneq 24
MORCUNBLAÐIÐ Fimmfudagur 17. marz 1966 24 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Húrra! I>egar við vorum komin á þurrt, strauk hann lauslega al fótunum á sér með vasaklút, reimaði að sé rskóna og við stikuðum hratt eftir rakri jörð- inni. Svo sem mílufjórðung í burtu endaði graslendið og við komum að litlu húsi, sem var hálffalið bak við lágan vegg. Við heyrð- um eitthvert lágt en reglulegt skrölt úr húsinu, og Rod sagði: — Þetta gæti verið benzínvél. — Hversvegna ekki hráolíu- eða steinolíuvél? — Af því að ég ætla að verða heppinnn. Við skulum atlhuga það betur. Hann brosti sjaldan til mín, og ekki nú. I>ar eð ég hafði gert honum greiða með því að koma með honum, fyrtist ég dálítið við þetta, og ég elti hann að hús- dyrunum og var að hugsa út, hvernig ég ætti að láta þessa vaniþóknun mina í ljós. Húsið var draslaralegt og skítugt og yfirleitt leit allt held- ur ræfilslega út. Þegar ég að- gætti betur, sá ég að slegið var fyrir einn gluggann. En einmitt úr því herbergi heyrðist þetta stöðuga skrölt. Rod barði að dyrum. Ekkert svar. Hann barði aftur. En svo gegn um skröltið, heyrðist annar einkennilegur há- vaði, rétt eins og sög væri að hamast en stanza svo á milli. En þegar Rod barði í seinna skiptið, hætti sá hávaði. Og svo var löng þögn. Við hlustuðum eftir fótataki. En ekkert heyrðfst. Þögnin hékk eins og ábreiða yfir öllu húsinu. Ég fór að hafa það undarlega á tilfinningunni, að haft væri auga með mér og ég leit á gluggann, sem slegið var fyrir, til að vita, hvort rifur væru milli fjalanna. Jú, það var. — Hver andskotinn er þetta! sagði Rod gremjulega. — Hvers- vegna geta ekki þessar skepnur opnað dyrnar? Ég veit alveg, að það er einlhver þarna inni. Hann barði og nú fastar en áð- ur, svo að glamraði í gömlu hurðinni. Þá opnaðist hurðin hægt og hægt. Maður stóð í dyragættinni. Ég hafði búizt við einhverjum sveitamanni, en ég hrökk við, þegar ég sá manninn í dyrunum, því að hann var íklæddur gam- aldags borgarfötum, svörtum, en gráu vesti með skítablettum á og með óhreint hálsbindi. Hann reykti vindling úr munnstykki. — Mmm, sagði hann án þess að opna munninn. Andlitið var fölt og hárið slikjulegt, og ég gat sép, að önug framkoma hans fór strax í taugarnar á Rod. — Ég var að hugsa hvort þér munduð geta hjálpað okkur. Bát- urinn okkar er orðinn benzín- laus og það er býsna langt til Bosham. — Því miður, kunningi. Hef ekki nema handa sjálfum mér. — En........ — Það er fyrir ljósavélina hjá mér. Og eins og til að sanna mál sitt, kveikti hann og slökkti ijós- ið á víxl. Rod var farinn að vera virki- lega bálvondur, því að þegar ég leit á hann, þá fölnaði hann upp, enda þótt hann talaði enn lágt og sýndi ekki af sér neinn óróa. — Þér gætuð þó alltaf látið okkur hafa eins og tvo lítra, rétt til að komast inn í höfnina .... — Því miður, kunningi. Viltu ekki heldur hlaupa yfir til Bos- ham með henni vinkonu þinni og bjarga þér sjálfur? Rödd og framkoma mannsins var svo hroðalega ruddaleg og nú þaut Rod loksins upp. Ég er enginn „kunningi" þinn, and- styggilega skepnan þdn...... Hurðin skall aftur, beint fyrir framan nefið á Rod. — Æ, komdu nú! sagði ég og greip í handlegginn á honum og dró hann niður á stíginn. — Það þýðir ekkert að vera að stökkva upp á nef sér. Hánn opnar aldrei aftur. Við skulum fara. Ég hata allt rifrildi. Ég hálfdró hann út að hliðinu. Til þess að hafa hann góðan — því að hann var náfölur af reiði — sagði ég: — Viltu sjá, þarna er eitt enn af þessum flugritum, eins og það sem fauk é framnúð- una hjá mér í gær. Ég tók upp blaðið, sem lá þarna í blómabeð- inu. — Það virðist vera mikið um þau hér um slóðir. Ég reyndi að tala sem mest á leiðinni til Bosham, en það var ekki fyrr en við höfðum náð í benzínið, að Rod fór svolítið að jafna sig. Þegar við fórum aftur framhjá kofanum, sagði hann: — Þessi bölvaður hlunkur .... fyrirgefðu, Virginia .... en mig langar mest til að snúa hann úr hálsliðunum. Hvað getur hann □---------------------------□ 4 □—■— -----------------------□ verið að gera í þessu afskekkta hreysi? Mér þykir fyrir því að fara að tala meira um þetta, en mikið var hann eitthvað and- styggilegur! — Þar er ég á sama máli. Tókstu eftir, hvað hann var skít ugur um hendurnar? Við géngum spölkorn eftir mýrinni. Allt í einu sagði hann: — Já, þessar hendur, þær voru einkennilegar. Smurolía? Nei, það var miklu líkara prent- svertu. Við stönzuðum bæði og horfð- um hvort á annað, og sögðum eins og einum rómi: — Það var prentsverta! — Þá skil ég betur flugritið í er hentugasta stærðin fyrir venjuleg sveitaheimili. Verðið er um kr. 60.000,00. — Raforkusjóðslán fyrir þessum stöðvum er kr. 52.000,00 til tíu ára, og afborgunarlaust fyrstu 2 árin, en siðan jafnar árlegar afborganir. — Getum afgreitt þessar stöðvar úr sendingum, sem koma í júní og júlí, ef pantað er strax. Einnig eru fyrirliggjandi aðrar rafstöðva stærðir, eða útvegaðar með stuttum fyrirvara. — Einnig eru fyrirliggjandi 12 og 22 hestafla LISTER dieselvélar, hentugar fyrir SÚGÞURRKUN. S. Stefánsson & Co hf Garðastræti 6. — Sími 15579. — Pósthólf 1006. HEIMILISRAFSTÖÐVAR fister) 6 kw rafstöðvarnar garðinum. Hann hlýtur að prenta þau, gagði ég. — Já, þessi hávaði var í prent- vél. — Hversvegna sagði hann þá, að það væri Ijósavél? - — Þetta er eftirtektarvert, sagði Rod og nú litum við í fyrsta sinn hvort á annað og rák- um upp hlátur, sem kom raun- verulega frá hjartanu. Steve var að gefa okkur ein- bverjar uppörvandi bendingar, þegar Rod tók mig upp og bar mig yfir leðjuna og í áttina að bátnum. — Það er gaman að sjá ykkur aftur, þó seint sé, sagði Steve og tók að opna benzínbrúsann. Ég hef látið mér hundleiðast við að horfa á sefið þarna. Maður verður eitthvað svo kjánalegur í vélbát, sem vill ekki í gang. Einn kunningi minn sigldi em- mitt framhjá mér í snarpri golu og kastaði að mér hæðnislegum orðum. — En okkur hefur þá ekki leiðzt, sagði ég og settist á hækj- ur til að opna kaffibrúsann. — Segðu honum ferðasöguna, Rod. Ef Steve hefði af nokkru gam- an, var það helzt eitthvað, sem gat æst upp forvitni hans. Hann er forvitnasti maður, sem til er. Hann hafði áhuga á öllu hugsan- legu og þegar ég var að segja honum af einhverjum ósköp hversdagslegum viðburðum, spurði hann mig í þaula, og sagði: — Við verðum að fá þetta á hreint. Rétt eins og hann væri lögregluspæjari. Hapn hlustaði nú og bláu aug- un ljómuðu, meðan Rod sagði sögu sína og báturinn vaggaði hægt fyrir golunni, sem gerði of- urlitla gára á vatnið. — Hefurðu þetta flugrit með þér, Ginny? sagði hann er Rod hafði lokið sögu sinni. Ég fékk honum bréfkúluna, sem ég hafði troðið í vasa minn. — Eftirtektarvert .... tautaði Steve. Hversvegna reynum við ekki að komast fyrir þetta? Ég sting upp á, að við byrjum á krá staðarins. Ég hafði komið í þessa krá hans Steve nokkrum sinnum áð- ur, og -mér fannst hún alltaf full af fólki í grímubúningum. Það var eitthvað í sambandi við sigl- ingar og báta, sem kom fólki til að klœða sig skrítilega. í þessum hádegisverðartíma bar ég sam- an piltana í þessari krá og veður barða fólkið, sem ég hafði séð og flutningsbátunum á skipa- skurðunum. f dag var kráin full og menn háværir, þegar við tróðum okk- ur í sæti okkar við gluggann. Steve fór að tala við barþjóninn, sem var mikill kunningi hans, en við Rod settumst. — Þessu hefur Steve gaman af, sagði ég, þegar þögnin hiá okkur tók að gerast vandræða- leg. — Hann er afskapiega æstur í allt dularfullt. Og sæmilega forvitinn. — Það er gott að vera forvit- inn. — Heldurðu, að eitthvað liggl bak við þetta. Þessi leyndarmál reynast. svo oft vera hégóminn einber. — En hugsum okkur, að þetta sé nú engin hégómi. Hvað, ef það er eitthvað alvarlegt. Hvað mundir þú gera, Virginia? Léreftstuskur Óskum eftir hreinum léreftstuskum Prentsmiðjjan Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Kjartansgata SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.