Morgunblaðið - 17.03.1966, Page 26
26
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. marz 1966
Niðurstöður tœkna:
Fímm vikna aðlcg
unar er þörf
fyrir þá er keppa eiga í erfiðum greinum
í Afex/co
■
„JAFNVEL með beztu aefingu og
lengstu aðlögun munu margir
íþróttamenn ekki ná sínu bezta
í Mexico“ eru lokaorð í skýrslu
sænska læknisins sem stjórnaði
læknisíræðilegum tilraunum
Norðurlandalækna á prufuleik-
um í Mexico í fyrrahaust.
f læknaskýrslunni er þeirra
niðurstaða rannsókna getið að
ef vænta eigi árangurs keppenda
og ekki stofna þeim í sjúkdóms-
hættu, þá þurfi að haga undir-
búningi þeirra á sérstakan hátt
og ekki allra eins.
Varðandi keppendur í teknisk-
um greinum frjálsíþrótta (köst
og stökk), spretthlaupara og
ýmsar aðrar greinar, þá geti þeir
haldið að heiman u. þ. b. viku
fyrir keppni, en megi ekki halda
beint til Mexico, heldur ættu að
fá aðlögun loftslags í vikutíma
á „heppilegum" stað í Bandaríkj
unum.
Varðandi keppendur í 800 m
hlaupum og þar yfir svo og í
göngu, róðri, sundi o. fl. grein-
um, þá þurfi eftirfarandi varúð-
arreglur: fimm vikna dvöl á ein-
hverjum stað í 2250 m hæð.
West Ham vann
WEST Ham sigurvegari í Evrópu
keppni bikarmeistara á fyrra ári
hafa nú tryggt sér rétt til undan-
úrslita í sömu keppni í ár. Léku
þeir gegn Magdeburg F.C. í
Magdeburg í gær og varð jafn-
tefli 1—1.
West Ham vann heimaleik
sinn 1—0 og kemst því áfram
með samtals 2—1 markatölu.
Þrjár-fjórar fyrstu vikurnar er
hægt að dvelja í Evrópu t. d. í
Ölpunum og síðan eftir stutta
dvöl í heimalandi þá sé flogið
til Bandaríkjanna og þar dvalið
á „heppilegum" stöðum“ þar til
daginn áður en keppa á.
Þetta þýðir að sjálfsögðu stór-
aukin útgjöld Olympíunefnda til
að senda keppendur til leikanna
— og sennilega á sama hátt, að
alls ekki allir keppendur eiga
slíkar aðstæður að geta leyft sér
þetta, þó þeir séu valdir til
keppni á leikunum.
Plaststökkbraut rísi á Siglufirði
þar sem stökkva má á sumrin
Rætt vib Aage Schiöth form. IBS
FYRIR skömmu var staddur
hér í höfuðborginni Aage
Schiöth fyrrum lyfsali á Siglu
firði. Hann var nýlega kjör-
inn formaður lþróttabanda-
lags Siglufjarðar og gripum
við tækifærið og ræddum við
hann nokkra stund um íþrótta
mál Siglfirðinga og helztu
fréttir þaðan að norðan. Við
byrjuðum á að ræða skíða-
íþróttina, en sem kunnugt er
stóð vagga hennar hér á landi
á Siglufirði.
— Hvað álítur þú um þá
100 unglingar keppa
d sundmóti í kvöld
Fyrsta aldursflokkakeppnin
t)M 104 unglingar á öllum aldri
en elztir þó 16 ára, mæta til sund
móts í Sundhöllinni í kvöld. Er
það fyrsta aldursflokkakeppnin
i sundi, samkvæmt reglugerð er
síðasta ársþing sundsambandsins
samþykkti. Það eru Ármann og
Ægir sem standa að þessu móti.
Á þinginu var stofnuð sérstök
unglinganefnd, sem hefur um-
sjón með þessu móti.
Keppnisgreinar í kvöld eru
þessar:
100 metra skriðsund drengja,
15 ára og 16 ára.
100 metra fjórsumd telpna, 13
og 14 ára.
50 m. skiriðsund sveiona, 12 ára
og yngri.
50 m. bringusundi telpna 12
ára og yhgri.
200 metra bringusundi stúlkna
15 og 16 ára.
Ársþing’ ÍBH
í kvölcf
ÁRSÞING fþróttabandalags
Hafnarfjarðar verður haldið i
kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu
í Hafnarfirði.
200 metna fjórsundi drengja,
15 og 16 ára.
100 metra bringusundi sveina
13 og 14 ára.
100 metra skriðsund.i telpna,
13 og 14 ára.
50 metra baksundi sveina,
12 ára og yngri.
50 metra flugsundi stúlkna, 15
ára og 16 ára.
100 metra baksundi drengja,
15 og 16 ára.
50 metra baksundi telpna, 13
og 14 ára.
50 metra flugsundi sveina 13
og 14 ára.
50 metra flugsundi telpna, 12
ára og yngri.
Keppendur á móti þessu eru
um 100, sem koma frá Selfossi,
Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi,
auk fjölda frá Reykjavík, svo
eflaust verður um spennandi
keppnj að ræða.
Nú er aðeins keppt í helmingi
þeirra greina sem á skrá eru, sam
kvæmt reglugerð, en annað mót
er fyrirhugað í næsta mánuði.
Verður óskandi að þessi keppni
verði til að sundíþróttinni aukist
enn kraftar við þessa tilraun. —
Mótið hefst kl. 20,30.
(Frá unglinganefnd S.S.Í.)
ráðstöfun að gera Akureyri
að miðstöð vetraríþrótta hér
á landi?
— Ég vil nota tækifærið til
að óska stjórn íþróttasam-
bands íslands, Akureyringum
öllum og þá sér í lagi þeim
Hermanni Stefánssyni og for-
manni íþróttabandalags Akur
eyrar til hamingju með þessa
ráðstöfun. Ég tel að þetta sé
ekki einasta mjög þýðingar-
mikið fyrir Akureyri heldur
og engu síður fyrir öll íþrótta-
félög landsins. Svo sem kunn-
ugt er stóð vagga skíðaíþrótt-
arinnar á Siglufirði og eigum
við Siglfirðingar á að skipa
mörgum framúrskarandi
íþróftamönnum í þessari
grein. Mér er kunnugt um
að margir eldri þátttakendur
í þessari göfugu iþrótt hafa
öðlast mikla þekkingu á að
skipuleggja skíðamót svo vel
fari. Vil ég í því efni nefna
þá Guðlaug Gottskálksson,
Braga Magnússon, Helga
Sveinsson, Guðmund Árnason,
Jónas Ásgeirsson, Jón Þor-
steinsson, Baldur Ólafsson og
fleiri ,sem of langt yrði upp
að telja. Ég efast ekki um að
þessir menn muni framvegis,
sem hingað til, verða Alrur-
eyringum til aðstoðar í þessu
starfi og stuðla þannig að vel
skipulögðum skíðamótum í
menningar- og athafnabœnum
Akureyri.
Mér finnst engin ástæða til
að upp komi kritur út af því
hvaða staður sé valinn sem
miðstöð vetraríþrótta í land-
inu. Aðalatriðið er að á þeim
stað sé góð aðstaða til þess
að iðka þessar íþróttir. Nú
eru samgöngur hér á landi
orðnar svo góðar að enginn
ætti að vera útilokaður frá
því að sækja þessa miðstöð
iþróttanna. Svo er hins að
geta að Akureyrarbær hefir
ýmislegt gert til að byggja
staðinn upp sem ferðamanna-
bæ og hefir lagt sérstaka rækt
við skíðaíþróttina.
— En hvað er svo að segja
um íþróttamálin á Siglufirði?
— Það er lögmál, sem ekki
verður umflúið að íþrótta-
starfið er jafnan nátengt at-
vinnuástandinu eins og það er
á hverjum tíma. Ég verð því
miður að viðurkenna að
íþróttastarfsemi okkar Sigl-
firðinga hefir verið í afturför
á undanförnum árum, en þess
ber þó að geta sem gert hefir
verið. Það er fyrst og fremst
vegna fyrirgreiðslu og vel-
vilja menntamálaráðherra,,
Gylfa Þ. Gíslasonar, að tekizt
hefir að fullgera sundlaug
með heitu vatni til notkunar
fyrir æskulýð Siglufjarðar og
alla bæjarbúa. Nú er ennfrem
ur ákveðið að ganga frá
íþróttasal yfir sundlaugina.
Verður það tilvalinn salur til
að stunda allar inniiþróttir
svo og tennis og badmington.
Á næsta ári verður byrjað að
byggja nýjan knattspyrnuvöll
á svonefndri Langeyri, sunn-
an við bæinn, en með því að
fyrirsjáanlegt er að ekki verð
ur hægt að taka hann í notk-
un fyrr en að nokkrum árum
liðnum, er það mjög aðkall-
andi að bæta þann knatt-
spyrnuvöll, sem fyrir er, og
notast hefir verið við. Þessi
völlur hefir ekki fulla stærð
samkvæmt lögum Í.S.Í. og
mun það verða eitt fyrsta
verk Í.B.S. eftir heimkomu
mína til Siglufjarðar, að bæta
úr þessu, þannig að útilokað
sé að þessir gallar geti valdið
óþarfa deilum um þá leiki,
sem þar fara fram.
Við lifum í þeirri von, að
hægt verði að koma upp plast
stökkbraut, þar sem ungiing-
Það er Peter Bonettl, mark-
vörður Chelsea. sem hér tek-
ur dýfu og bjargar hörku-
skoti frá John Conelly (sézt
ekki) v. úth. Manch. Utd.
Myndin er tekin á Stamford
Bridge leikvanginum í Lon-
don. Dennis Law fyrirliði
Manch. Utd. (hvítar huxur)
horfir á eftir knettinum fram
hjá stöng. Chelsea vann leik-
inn 2—0.
um gefst kostur að æfa sig i
skíðastökki á sumrum áður
en haldið er til stökkæfinga
í skíða'brekkunum, er vetur
er genginn í garð. Þetta er
framtíðardraumur, en eins og
kunnugt er, hafa Siglfirðing-
ar ávallt haldið hvað mest
upp á skíðastökkið.
HG Donmerkur-
meistari
í handknuttleik
KAUPMANNAHAFNARLIÐIÐ
HG varð Danmerkurmeistari i
handknattleik karla. Var loka-
leikur meistarakeppninnar á
sunnudaginn og mættust þá tvö
efstu liðin, HG og Aarhus
KFUM. Var leikurinn vel leikinn
og góður og lauk með verðskuld
uðum sigri HG 15—12.
HG hefur hlotið 32 stig í 18
leikjum, skorað 350 mörk gegn
286. Aarhus KFUM hlaut 28 stig,
skoraði 380 mörk gegn 286 og í
3. sæti er Ajax með 22 stig (381
mark gegn 321). Síðan koma
Helsingör með 18 stig, þá Tarup
og Skovbakken með 17 stig,, MK
31 með 14, AGF 12, Vilby 10 og
Gullfoss 9.
Efnt til annarra prufu-
leika í Mexico í haust
AÐ ósk fjölmargra Olympíu-
nefnda hefur framkvæmdanefnd
Olympíuleikanna í Mexico City
1968 ákveðið að efna til annarra
„prufuleika" næsta haust, eða
nánar til tekið 10.—15. okt.
Verða nú níu keppnisgreinar
á dagskránni, eða tveimur fleiri
en voru á dagskrá prufuleik-
anna í fyrrahaust. Verður keppt
í frjálsum íþróttum, hnefaleik-
um, róðri, hjólreiðum, skylming
um, fimleikum, sundi og blaki.
Hugsanlegt er og að einnig verði
keppt í siglingum, glímu og
judo.