Morgunblaðið - 31.03.1966, Side 1
28 siður
ÞESSI mynd var tekin upp
við Skíðaskálann í Hveradöl-
um sl. sunnudag en þá íóru
þúsundir Reykvíkinga á skíði
og undu hið bezta í góðu
vgðri og afbragsgóðu skíða-
færi, enda var vel fært öllum
bílum upp í Hveradalina.
Mvndin er tekin austan til í
dölunum upp af skíðaskála
Hafnfirðinga.
(Ljósm. Albert Jónasson).
Flokksþingib í Moskvu:
Kosið
í dag
Wílson enn spáð
yflrburðaslgri
London, 30. marz (AP-NTB)
ÞINGKOSNINGAR fara
fram í Bretlandi á morgun,
fimmtudag, og verða þá
kjörnir allir 630 þingmenn
Neðri málstofunnar. Ber öll-
um sérfræðingum saman um
að Verkamannaflokkurinn,
undir forustu Harolds Wil-
sons forsætisráðherra, muni
fara með sigur af hólmi og
hljóta nægan meirihluta á
þingi til að tryggja stjórninni
völdin næstu fimm árin.
Wilson hefur verið forsætis-
ráðherra frá því Verkamanna-
flokkurinn sigraði við siðustu
kosningar í október 1964, eða
samtals í 17 mánuði. í kosninga-
baráttunni befur hann mikið
lagt upp úr verkum stiórnar
sinnar og gjörðum þessa mán-
uði, og samkvæmt skoðanakönn-
unum að undanförnu hefur ráð-
Framhald á bls. 27.
Saga Stalínstímans endurskoðuð
— Evi aðferðir Stalíns aldrei
teknar upp að nýfu
Moskvu, 30. marz (AP-NTB)
TUTTGGASTA og þriðja
flokksþingi sovézka kommún
istaflokksins var haldið áfram
í Kreml i dag. Fyrsti ræðu-
maður í dag var Nikolai G.
Yegorychev, leiðtogi flokks-
deildarinnar í Moskvu, og
sagði hann meðal annars að
ekki yrði aftur tekin upp
stefna Stalíns í Sovétríkjun-
um, en hins vegar bæri að
endurskoða sögu Stalínstím-
ans. —
Er talið að með þessari end-
tnrskoðun eigi að draga úr
gagnrýninni á Stalín, en um
leið að firra kommúnista-
flokkinn ábyrgð á glæpum
Stalíns.
Þá var upplýst á fundinum í
dag að fyrirhugað væri að
flokksleiðtoginn tæki að nýju
nafnbótina „aðalritari flokksins"
í stað fyrsti ritari, eins og nú er,
en aðalritaranafnbótin dó með
Stalín. Einnig breytir nú forsæt-
isnefnd (presidium) miðstjórn-
arinnar um nafn, og nefnist hér
eftir framkvæmdaráð (polit-
byro). Yegorychev tók skýrt
fram að ekki væri tilgangurinn
að hverfa á ný aftur í Stalíns-
tímann. „Við munum aldrei
Nýja st jórnin tekin
við í Indónesiu
Sendiherrann i Peking kallaður heim
Jakarta, 30. marz (AP—NTB).
NÝJA ríkisstjórnin í Indónesiu
sór í dag Sukarnó forseta
cmbættiseiða. í ræðu, sem for-
setinn hélt við það tækifæri,
sagði hann að hann færi áfram
með vödin í landinu, en væri
enginn leppur fyrir einn eða
neinn. Vildi hann taka þetta
fram til að leiðrétta misskilning,
er sumsstaðar virtist rikja.
Suharto hershöfðingi, sá er
stóð að því að steypa ríkisstjórn
Indónesiu hinn 24. febrúar s.l.,
flutti einnig ávarp og sagði að
i*ramhald á bls. 3
taka upp aðferðir fortiðarinnar," nefndi „hernaðarsinnaða hefni-
sagði hann. „Við munum aldrei
aftur brjóta niður hinn lýðræðis-
lega grundvöll fyrir lífi flokks-
ins.“ í sama streng tók Pjotr
Shelest, leiðtogi flokksins í
Ukrainu. Sagði hann flokkinn
standa einhuga um samþykkt-
irnar frá 20. og 22. flokksþing-
unum um af-Staliniseringu.
Walter Uubricht, leiðtogi
austur þýzka kommúnista, sagð-
ist í ræðu sinni í dag vilja þakka
miðstjórn sovézka kommúnista-
flokksins fyrir að vinna af þolin-
mæði að því að efla samvinnu
kommúnistaríkjanna allra. For-
dæmdi hann það sem hann
girnd“ Vestur Þjóðverja, og hélt
því fram að Austur Þjóðverjar
vildu allt gera til að koma á
friðsamlegri þróun á sambúðina
við verkalýðsstéttina, framfara-
sinnaða menntamenn og öll önn-
ur friðeiskandi öfl í Vestur-
Þýzkaiandi.
í gær varð sendinefnd Alsir á
flokksþinginu fyrst allra sendi
nefnda í sögunni til að fara af
fundi flokksþingsins. Hélt sendi-
nefndin heimleiðis í dag frá
Moskvu. Sagði talsmaður hennar
við brottförina að ástæðan væri
sú að flokksþingið sætu full
trúar alsírska kommúnista
Framhald á bls. 27
Fóta-
þvottur
Páfaríkinu, 30. marz (AP)
Páll páfi VI. mun þvo og
kyss'a fætur tólf rómversk
kaþólskra manna við bátið-
lega athöfn í Róm á skír-
da,g, 7. apríl n.k. Ekki hef-
ur verið tilkynnt hverjir
verði fyrir valinu, en við
samskonar athöfn í fyrra
þvoði og kyssti páfi fætur
12 bæklaðra unglinga. Voru
unglingarnir ýmist biindir,
heyrnarlausir, mállausir eða
lamaðir. Á athöfn þessi að
minna á siðustu kvöldmáltið
Krists með lærisveinum sín-
um„
Vantraust á de Gaulle
vegna afstöðu til NAT0
Paris, 30. marz (AP)
JAFNAÐARMANNAFLOKK
URINN franski hefur lagt fyr
ir þingmenn sína að bera
fram vantraust á frönsku
stjórnina fyrir afstöðu de
Gaulles forseta til Atlantshafs
bandalagsins. Tók miðstjórn
flokksins þessa ákvörðun á
fundi sínum í dag, og birti að
fundinum loknum harðorða
gagnrýni á de Gaulle fyrir að
ætla að segja Frakkland úr
NATO og hrekja starfsemi
bandalagsins frá Frakklandi.
Franska þingið kemur sam-
an snemma í næsta mánuði,
og verður vantrauststillagan
væntanlega lögð fram þá. Eng
ar líkur eru taldar fyrir því
að hún fáist samþykkt, því
fyigismenn de Gaulles hafa
öruggan meirihluta á þingi.
Tiigangur jafnaðarmanna
með vantraustinu, s©m búizt
er við að aðrir stjórnarand-
stöðuflokkar styðji, mun að-
eins vera að skjóta málinu
fyrir almenningssjónir og
stofna til nýrrar andstöðu
gegn de Gaulle með hliðsjón
af þvi að þingkosningar verða
í Frakklandi á næsta ári.' At-
hygli er beint að því að de
Gaulle krefst þess að NATO
hverfi á brott frá Frakklandi
fyrir 1. apríl* n.k., eða rétt
fyrir þingkosningarnar.
Saka jafnaðarmenn de
Gaulle um að svíkja loforð
sín, veikja sameiginlega varn-
araðstöðu, og eyða öllum von-
um um að samningar náist um
allsherjar afvopnun. Segja
þeir að með þessum aðgerðum
sinum vinni de Gaulile að end
urhervæðingu Þýzkalands og
fyrirbyggi einingu Evrópu.