Morgunblaðið - 31.03.1966, Page 3
Fimmtudagur 31. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
„HIÐ íslenzka bókmennta-
félag, skipað til að við-
og frama bókmenntir á ís-
landi“ er 150 ára um þessar
mundir. í tilefni af því hef-
ur stjórn félagsins efnt til
sýningar á útgáfuritum fé-
lagsins í Þjóðminjasafninu
og eru til sýnis allar bæk-
ur sem félagið hefur gefið
út í hálfa aðra öld. Er safn
þetta hið eftirtektarverð-
asta og margt merkra bóka
á meðal útgáfurita félags-
ins.
Fréttamaður Morgunblaðs-
in.s skoðaði sýninguna í gær
undir leiðsögn dr. Einars Ód.
Sveinssonar, forseta félagsins,
og skýrði hann frá nokkrum
helztu ritverkum félagsins
frá upphafi og til okkar daga,
fundargerðir, þ.á.m. fyrsta
Einar Ól. Sveinsson við myndir
islenzka bókmenntafélags.
öðrum forsetum Hins
og útgáfustarfsemi. Hann varð
forseti Hafnardeildarinnar
1851 og gegndi því embætti til
dauðadags, en lengst mun hafa
gegnt þessu embætti í Reykja
víkurdeildinni Árni Helgason
frá stofnun allt til 1848. Ó-
gerningur er að telja upp þá,
sem unnið hafa Bókmennta-
félaginu mikið gagn, en neína
má Björn M. Ólsen prófessor,
sem tvívegis var forseti fé-
lagsins, m.a. 1912, þegar á-
kveðið var að sameina báðar
deildirnar, sem framvegis
skyldu hafa aðsetur í Reykja-
vík.
Útgáfustarf Bókmennta-
félagsins gegnum árin hefur
verið geysimikíð að vöxtum
og haft ómetanlegt gi'ldi fyrir
íslenzka menningu. Meðal stór
verka, sem félagið hefur stað-
iðið að er safn til sögu Is-
lands, Árbækur Espólíns,
Biskupa sögur, Skýrslur um
stjórnarmálafni Islands og
skýrslur um landshagi, ís-
lenzkt fornibráfasafn, Þjóðsög
ur Jóns Árnasonar, Ný jarða-
bók fyrir ísland, Sýslumanna-
æfir Boga Benediktssonar,
Landifræðisaga íslands og Lýs
ing íslands etftir Þorvald Thor
oddsen, Ljóðmæli Jónasar,
kvæði Bjarna, bréf Jóns Sig-
urðssonar, íslenzkar gátur,
skemmtanir, vikivakar og
Hið íslenzka bókmenntaf él. 150 ára
Stofnað til varðveizlu íslenzkrar
tungu og bókmennta
fundargerðin skrifuð af Rask
ofl.
Fyrstu forsetar félagsins og
aðalhvatamenn að stotfnun
eru Rasmus, Rask, sem var
forseti Kaupmannahafnar-
deildarinnar, og Árni biskup
Helgason í Grörðum, sem stóð
fyrir íslenzku deildinni.
Þá eru þarna einnig til sýn-
is nokkur skjöl úr sögu fé-
lagsins og er m.a. skemmti-
legt að skoða inntökuheiðni
Jóns Sigurðssonar, eða öllu
heldur stud. philol. Jóns Sig-
urðssonar eins og hann er
nefndur. Er plaggið undirritað
27. nóv. 1835 a.f Þorgeiri Guð-
mundssyni, þeim er Jónas
Hal'lgrímsson orti til „Nú er
vetur úr bæ“ og B. Péturs-
syni. Þarna er komizt svo að
orði að Jón Sigurðsson sé
skipaður „til orðuligs :Pélaga“
og mun það merkja. að hann
sé ekki ævifélagi. Svo mjög
hefur íslenzku máli farið
fram frá þeim dögum þegar
bókmenntafélagið var stotfn-
að, að nú mundi engum koma
til hugar, að nota svo út-
lenzkt orðbragð — allra sízt
í inntökuskjali félags „til að
viðhalda hinni íslenzku
tungu“. Ekki hefur verið van-
þörf á því.
Stofnendur Hins íslenzka
bókmenntafélags hatfa verið
viðbragðsfljótir, því á árinu
eftir stofnun félagsins kemur
út fyrsta rit á vegum félags-
ins, Sturlunga, 1817. Síðan
rekur hvert ritið annað, og
meðal merkra bóka sem fé-
lagið hefur gefið út á þess-
Ljóðmæli Jónasar Hallgríms-
sonar í útgáfu B. Péturssonar
og K. Gíslasonar og Kvæði
Bjarna Thorarensens, amt-
manns, báðar á árinu 1847;
ennfremur Paradísarmissir
J. Miltons á íslenzku snúin
af þjóðskáldi íslendinga Jóni
Þorlákssyni, Hómers þýðingar
Sveinbjarnar Egi'lssonar, fs-
lands árbækur í sögu-tformi atf
Jóni Espólin, 1825—1855, að
ógleymdum Skírni, sem er
elzta tímarit, sem enn kemur
út á Norðurlöndum, en hann
hótf göngu sína 1827.
Hér á eftir er birt frétta-
tilkynning sem Morgunblað-
inu barst í gær frá stjórn Hins
íslenzka bókmenntatfélags í til
efni atf afmælinu:
Hið íslenzka bókmenntafélag
150 ára.
í dag, 30. marz 1966, eru
liðin 150 ár síðan fyrsti stofn-
fundur Hins íslenzka bók-
menntatfélags var haldinn. Það
krefst kannski nokkurrar skýr
ingar, að talað er um fyrsta
stofnfund, en forsaga félags-
stofnunarinnar er þessi:
Haustið 1813 kom danski
máltfræðingurinn Rasmus Rask
til íslands og dvaldist hér tvö
ár við íslenzkunám. Meðal á-
hugamála hans hér var að
koma á fót tfélagsstotfnun,
sem léti sig varða bókmennt-
ir, „tungumáli voru og fróð-
leik til vðhalds og etflingar",
eins og Árni biskup Helgason
í Görðum, einn helzti eggjun-
armaður Rasks í þessu máli
komst að orði í boðsbrétfi.
Þegar Rask fór atf landi
brott héðan haustið 1915,
hafði þeim Árna tekizt að
vekja svo mikinn áhuga fyrir
málinu, að sýnt þótti, að atf
félagsstofnun yrði. Hann hótfst
nú handa í Kaupmannahötfn.
Var Rask kjörinn forseti,
Finnur Magnússon prótfessor
ritari og Grímur Jónsson, síð-
ar amtmaður, féhirðir.
Þegar svo þessi tíðndi bár-
ust til Reykjavíkur, hótfust
þar handa Árni Helgason og
fleiri áhugamenn og hinn 1.
ágúst er svo Reykjavíkur-
deildin stofnuð og í stjórn
hennar kosnir: Árni helga-
son forseti, Siguður landfó-
geti Torgrímsen féhirðir og
Halldór Thorgrímsen sýslu-
maður skritfari. Hinn 15. ágúst
mynduðu svo félagsheildirnar
eina heild, sem síðan hetfur
verið nefnd Hið íslenzka bók-
menntafélag.
Starf félagsins hetfur otft
verið með miklum blóma og
meðal þeirra, sem gegnt hatfa
forsetastarfi í félaginu er
Jón Sigurðsson, sem manna
mest vann að eflingu þess
þulur, sem Ólafur Davíðsson
sá um, íslenzkar ártíðaskrár,
Flóra Islands eftir Stetfán Stetf
ánsson, íslendinga saga Boga
Melsteðs, íslenzkir annálar,
Islenzkar æviskrár, og svo
mætt lengi telja.
Tímarit félagsins Skímir,
hetfur komið út óslitið síðan
1827, en áður gaf félagið út
„íslenzk sagnablöð", tíu
fyrstu árin. Skirnir er elzta
tímarit á Noruðrlöndum. Rit-
stjóri er nú Halldór Halldórs
son.
Stjórn Bókmenntafélagsins
skipa nú Einar Ól. Sveinsson,
prófessor, forseti, Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður, vara
forseti, Halldór Halldórsson,
prófessor, skritfari, og Einar
Bjarnason rikisendurskoðandi,
gjaldkeri. í fulltrúaráði eru
Steingrímur J. Þorsteinsson,
prófessor, Broddi Jóhannes-
son, skólastjóri og Njörður P.
Njarvík, cand mag.
Innan fárra daga eru vænt
anleg rit Bókmennttfélagsins
í ár Ritunartími íslendinga-
sagna eftir dr. Einar Ól.
Sveinsson og Skírnir fyiir
árið 1965. í haust er væntan-
legur Skírnir fyrir árið 1966
og er þar m.a. grein um sögu
félagsins. Þá er og væntan-
legt rit, sem er Skrá yfir
greinar í tímaritum félagsins,
svo og yfir bækur félagsins,
eftir Einar Sigurðsson.
Útsala og afgreiðsla á ritum
félagsins er í Bókaverzlun
Sigtfúsar Eymundssonar í
Reykjavík.
Indónesía
Framhald af bls 1
nýja stjórnin ætti við mörg erfið
verkefni að glíma, og bað lands-
menn að sýna henni þolinmæði
fyrst í stað.
Kínverjar virðast nú hafa gert
sér það Ijóst að kommúnistar
eigi ekki afturkvæmt í indó-
nesísku stjórnina, og birtu kín-
versk blöð í dag harðorðar
árásir á yfirvöldin nýju.
Nýja stjórnin í Indónesíu var
mynduð s.l. sunnudag. Véku þá
38 ráðherrar úr sætum sínum og
16 ráðherrar voru handteknir,
þeirra á meðal Subandrio utan-
ríkisráðherra. Segir blaðið
Ampera í Jakarta að Subandrio
hafi tekizt að viða að sér 200
milljón dollara inneign í bönk-
um erlendis. Einnig segir blaðið
að Chaerul Saleh, sem var þriðji
aðstoðarforsætisráðherra, hafi
eignazt 84 milljónir dollara, sem
hann hafi komið fyrir erlendis.
Ampera heldpr því fram að
Subandrio hafi auðgazt á því að
smygla gúmmíi til Malaysíu,
Singapore og Hong Kong.
Sukarno sagði í ræðu sinni að
hann vildi að allir vissu og gerðu
sér grein fyrir að hann færi
áfram með völdin, svo enginn
misskilningur ríkti um það mál,
hvorki innan lands né utan.
Kvaðst hann sjálfur hafa alla
ábyrgð af tilnefningum í ráð-
herraembætti. Hann kvaðst vita
að ekki yrðu allir ánægðir með
skipan hinnar nýju ríkisstjórnar,
og ætti það ekki sízt við um
Múhameðstrúarmenn. Skoraði
hann á þá að koma með tillögur
um hverja þeir vildu fá til að
taka sæti í stjórninni. „Ég hefi
gert allt til þess að verða við
óskum meirihlutans," sagði for-
setinn. „Ef nýja ríkisstjórnin
reyndist ekki starfi sínu vaxin,
verða gerðar á henni nauðsyn-
legar breytingar.“
Adam Malik, utanríkisráð-
herra Indónesíu, skýrði frá því
í dag að sendiherra landsins í
Peking, Djawoto, yrði kvaddur
heim til viðræðna. Hann sagði þó
að ekki væri um neina breytingu
á utanríkisstefnunni að ræða, en
hinsvegar vildi hann halda dyr
unum opnum fyrir bættri sam
búð við vestræn ríki.
Árásir blaðanna í Kína á
stjórnina í Indónesíu, eru þær
hörðustu síðan misheppnuð bylt-
ingartilraun var gerð þar í landi
í október í fyrra. Segir Dagblað
þjóðarinnar, sem er helzta mál-
gagn kommúnistaflokksins, að
stjórn Indónesíu vinni bersýni-
lega að því að spilla samvinnu
landanna.
STAKSIMMR
FYrirspuin
f Suðurlandi, stm út kom
hinn 26. marz s.l., er ítrekuð
fyrirspurn, sem hér fer á eftir:
„í siðasta tölublaði Suður-
lands birtLst á 8. síðu feitletruð
og innrömmuð fyrirspum til
stjórnarformanns Sjúkrahúss
Suðurlands og stjórnarformanns *
Kaupfélags Ámesinga. Þar var
skorað á þessa menn, að svara
á fullnægjandi hátt þeirri spum
ingu, hvort Kaupfélag Ámes-
inga hefði gefið sjúkrahúsinu
byggingarlóð þá, sem sjúkrahús-
inu hetfur verið valin. Ekkert
svar hefur blaðinu enn borizt,
og virðast fyrmefndir formenn
helzt kjósa að humma þetta fram
af sér. Sjúkrahússtjórnin sagði í
greinargerð sinni í Suðurlandi
13. tbl. 1965: „Aðalbyggingarlóð-
in, rúmir tveir hektarar, var í
eigu Kaupfélags Árnesinga og af-
salaði það henni endurgjalds-
laust“. Allt þar til þessi greinar
gerð var birt vissi almenaiingur
ekki betur en Selfosshreppur
hefði gefið um það fyrirheit að
bæta Kaupfélagi Áraesinga að «
fullu sjúkrahúslóðina með öðr-
um byggingalóðum eða sambæri
legum verðmætum. Skömmu
fyrir jól 1964 barst sjúkrahúsinu
frá Jóni PálsSyni og fleiram
gjafabréf fyrir ágætri byggingar
lóð ásamt gnægð af heitu vatni.
Landið og heita vatnið var gefið
að því tilskildu, að sjúkrahúsáð
yrði reist á þeim stað og byrjað
yrði á framkvæmdum fyrir 1970.
Sjúkrahússtjóm hafnaði þessari
gjöf. Það þótti því tíðindi, þegar
sú hin sama stjóm tilkynnti, að
Kaupfélag Árnesinga hefði nú
gefið sjúkrahúsinu sambærileg
verðmæti og afþökkuð hefðu
verið úr hendi Arbæjareiganda.
En hvar er gjafabréfið frá Kaup
félagi Árnesinga? Ef það verður
ekki birt né heldur gerð önnur
fullnægjandi grein fyrir þeseu
máli af þeim aðilum, sem bezt
mega þekkja það, verður ekki
hjá því komizt að líta svo á, að
stjóm sjúkrahússins hafi sagt
ósatt, þar sem hún segir, að Kaup ,
féiag Árnesiniga hafi „afsalað
henni (lóðinni) endurgjalds-
laust“. Er það Kaupfélag Árnes-
inga eða er það Selfosshreppur,
sem ætlar að gefa sjúkrahúsi
Suðurlands byggingarlóðina?
Gjaldþegnar Selfosshrepps eiga
heimtingu á afdráttarlausu
svari“.
Undirritun
álsamninganna
Alþýðublaðið gerir að umtals-
efni í forustugrein í gær árásir
Þjóðviljans á rikisstjómina fyrir
að undirrita samninga við sviss-
neska álfyrirtækið með fyrir-
vara um samþykki Alþingis.
Segir Alþýðublaðið um þetta:
„Þessi málflutningur er furðu-
legur. Samkvæmt 21. gr. stjórnar
skrárinnar á forseti lýðveldisins
að gera samminga við erlend
ríki, en það þýðir í reynd að
ríkisstjórn á að gera slíka samn-
inga. Ef þeir hafa í sér fólgið
afsal eða kvaðir á landi eða land-
helgi eða breytingu á stjórnar-
högum ríkisins, skal samþykki
Álþingis koma til. Framkvæmd
þessara mála hefur ávallt orðið
sú, að framkvæmdavaldið sér
um samninga við erlenda aðila.
Fjölda þeirra samninga þarf ekki
að leggja fyrir Alþingi, en marg
ir hafa þó verið lagðir þar fyrir
tií staðfestingar. Um þetta hafa
ekki verið deilur, enda er þessi
sami háttur fyrirskipaður í stjóm 4
arskrám flestra ríkja og fram-
kvæmd eins og hér hefur verið.
í sannleika sagt hefur ríkisstjórn
in leyft nefnd þingmanna úr öll-
um flokkum að fylgjast með
gerð samningannia og hafa áhrif
á það undanfarin ár. Þetta er
meira en gert hefur verið áður,
og meira en ríkisstjórn ber
skylda til. Þess vegna er frá-
leitt að kalla meðferð þessa máls
„fyrirlitningu“ á Alþingi.