Morgunblaðið - 31.03.1966, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.03.1966, Qupperneq 4
X 4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1966 SÍMI3-11-60 mm/Ð/fí Volkswagen 1965 og ’66. bílaleigan FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍAff 34406 SENDUM LITLA bilnleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 MAGNÚSAR SK«PHOLT«21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 KEFLAVÍK Leigi Volkswagen í Reykja- víkurferðir. Verð kr. 500,- miðað við 5 klst. Söluskattur innifalinn. Bílaleiga Harðar Skólaveg 16. — Sími 1426. Hópferðabllar allar stærðir (SSgjsmrr:--------- e iNfiirvin Simi 37400 og 34307. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. B O SC H ÞOKULUKTIR * BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9, — Sími 38820. Kolakranavinir Nú á kolakraninn að hverfa. Hann tekur ekki leg- ur vinnu frá neinum, hann er til einskis nýtur og fer senni lega i brotajárn, eins og margt annað mannvirkið, sem hættir að vera til gagns — og byrjar að flækjast fyrir. „Kolakraninn hefur sett svip á borgina, ekki aðeins höfnina — alla borgína", sagði maður nokkur, sem hringdi til Vel- vakanda í gær. „Ég er á móti því að þeir rífi kolakranann. Þeir verða a.m.k. að setja hann upp við Árbæ, ef þeir fjarlæga hann af hafnarsvæðinu. Við nokkrir áhugamenn um veiferð lands og þjóðar, erum búnir að stofna „Kolakranavinafélag- ið“ til þess að vernda okkar gamla krána, sem nú má flokka undir þjóðleg verðmæti", sagði maðurinn — og bætti svo við: „Kolakranavinafélagið mun beita sér fyrir undirskrifta- söfnun og senda áskorun um að standa vörð um kolakran- ann“. Ekki lét maðurinn þess getið hvort „kolakranavinir" ætluðu sér að safna 60, eða 600 — eða jafnvel fimmtán þúsund undir- skriftum. Ekki ætti að vera vandi að finna nokkrar þús- undir, sem eru orðnir þjálfað- ar í að skrifa nafnið sitt undir ýmsar áskoranir — og sú spurn ing hlýtur að vakna, hvort „kolakranavinir“ ættu ekki að bjóða fram við næstu kosning- ar. Annað eins hefur gerzt. Frímerkjauppboð Sigurður Benediktsson auglýsir nú, að hann ætli að efna til uppboðs á frímerkjum, ef nægilega mikið efni berzt honum. Slík uppboð hafa ekki verið haldin hér en eru ekki talin ómerkari en önnur úti í hinum stóra heimi. Verð á fá- gætum frímerkjum íslenzkum er orðið mjög hátt — og heyrði ég einhvem nefna yfir hundr- að þúsund krónur fyrir eitt Balboumslag. Mér finnst þetta satt að segja óhugnanlega hátt verð, en þessum frímerkjasér- fræðingum bregður víst ekki í brún. Vafasamt er, að uppboð á íslenzkum frímerkjum gæti orð ið mjög fjölskrúðugt hér á landi. Mikið af hinum Verð- mestu íslenzkra merkja munu vera í eigu útlendinga — og til- tölulega fáir íslenzkir frímerkja safnarar eru það loðnir um lóf- ana að þeir gætu boðið í mikið af verðmætum íslenzkum merkjum — hvað þá útlendum. Ef hægt yrði hins vegar að þróa frímerkjauppboð hér í þá átt, að það yrði alþjóðlegur viðburður: Að útlendingar kæmu hingað til þess að láta bjóða upp merki sín — og til þess að kaupa merki — gæti þetta orðið kemmtilegur árleg- ur viðburður. En slíkt er senni- lega fjarlægt. Trjágróður Maður nokkur, sem und- anfarin ár hefur hlúð að trjá- gróðri í garði sínum hér í borg, vaknaði upp við það einn morg unmn, að unglingar höfðu traðk að niður megnið af gróðrinu- um. í»ví miður er slíkt víst ekkert einsdæmi. Hvort sem skemmdarfýsn eða hirðuleysi veldur þessum athöfnum ungl inga er átæða til þess að hvetja foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum að spilla ekki gróðri, þar sem þau eru að leik. I>að er grundvallaratriði. Að vaða óboðinn inn í garða er út af fyrir sig vítavert, jafnvel þótt ekkert sé skemmt. -^- Aulalegir slánar „Ef þú sérð ljóta stelpu á götunni — þá geturðu verið viss um að það er strákur“, heyrði ég mann nokkurn segja á dögunum. Mér kom þetta í hug, þegar ég mætti prúðbún- um Verzlunarskólanemendum hér niðri í Vesturveri fyrir nokkru, en þá var hinn árlegi peysufatadagur stúlknanna — og „kjólfatadagur“ piltanna. Þetta var myndarfólk, sem bar sig vel, snyrtilegt og hreinlegt. Álengdar stóð aulalegur slárii og góndi á skólafólkið. Bak- svipurinn á slánanum var þann ig, að ég sagði við sjálfan mig: „Ósköp er að sjá þennan vesa- ling. JÞetta er sennilega einhver fábjáni". Ég var ekki alveg viss um að mannveran væri karlkyns, þótti hún hvorki karlmannleg né kvenleg — enda var saman- burðurinn við hið prúðbúna skólafólk fremur óhagstæður. En svo snéri sláninn sér við og ég á, að hann var eins og Ijót stelpa — og hlaut því að vera „Bítill“ — og það leyndi sér heldur ekki, þegar hann fór að tala við félaga sinn, sem var þarna með honum — en ekki jafnaumingjalegur. Þessir óhreinu, síðhærðu stráklingar eru að verða hvim- leitt fyrirbrigði. Þeir minna mig á vasaklút, sem velkist í vasanum og alltaf gleymist að láta í þvott. Hvert á unga fólkið að leita? Eftirfarandi bréf er frá 17 ára stúlku að því er virðist. Hún kallar það „Opið bréf til foreldra og forráðamanna æsku lýðsins": „Lídó lokað: Skyldi ekki mörgu ungmenninu hafa orðið illa við þegar fréttin sú kom í blöðunum. Þegar svo er komið á æskan víst ekki marga góða staði að venda. Ef Lídó fær vínveitingarleyfi verður það sennilega 11. eða 12. húsið sem fær slíkt leyfi. I barnaskólum borgarinnar læra börnin að dansa og væri það góðra gjalda vert ef þeim væri jafnframt gert mögulegt að iðka þá íþrótt og skemmtu sér við dans í góðum samkomu- húsum. En því er nú ekki að heilsa. — Aðaláherzlan er lögð á það að þjóna „drykkju menn- ingunni". Það er talin nauð- syn að foreldrarnir og afarnir og ömmurnar geti farið í drykkjusamkvæmi í flottu sam komuhúsi þegar þeim sýnist svo. En hvað um unga fólkið milli 14 og 18 og 21„ það er vist meiningin að það bjargi sér eins og bezt gengur. Það getur farið í bíó, það getur slæpst á götum úti, íarið í partý hjá kunningjunum. Sleg- ið sér saman um bíl og rúntað eða farið á böll suður með sjó eða úti í sveit. Engin vand- kvæði eru á að ná í áfengi og þar sem foreldramir stunda drykkjusamkomur því skyldu unglingarnir þá ekki gera slíkt hið sama, þar sem enginn lítur eftir og ekki möguleikar til heilbrigðs skemmtanalífs fyrir ungt fólk. Nei og aftur nei kæru for- eldrar og aðrir uppalendur og forsjármenn æskulýðsins sem efalaust hver og einn álítur sjálfan sig ágætismanneskju, það er ekki æskulýðnum að kenna ef illa fer. Það er ékki draumur heilbrigðar æsku að ganga veg drykkjuskaparlaus- lætis eða óráðvendni. Það eru þið fullorðna fólkið sem beinið æskunni á þessa brautir með framferði ykkar og afskipta- leysi. Það er ekki hitilokað að heimurinn fari versnandi. Því, hvað er sennilegra en lélegir foreldrar fæði af sér ennþá lélegri afkvæmi. Veit nokkur tölu þeirra barna sem eru orðin eiturlyfjaneytendur þegar 2 móðurlífi. Það byrjar snemma spilling æskunnar og ekki von á góðu ef svo fer fram. Kær kveðja, Dísa 17 ára.“ ,,Pressu-ball“ „Forkólfur" sendir okkur eftirfarandi línur: „Mikið var og er talað um hið svokallaða „pressuball" þó ekki vegna þess að það hafi ekki farið vel fram og orðið hlutaðeigendum til ánægju og sóma, heldur finnst mönnura nafnið óþjóðlegt og óþarft. Hér eru blaðamenn og ritstjórarar að halda árshátíð sína. ,Betur á við að kalla þetta BLAÐA- MANNA-BALL, a.m.k. á meðan enginn „pressumaður“ er við- staddur, heldur aðeins B.LAÐA MENN og gestir þeirra. Forkólfur." Starf borgarbókavarðar í Reykjavík er laust til umsóknar. Laun samkvæmt 25. flokki kjarasamnings starfsmanna Reykjavíkur borgar. Umsóknum ásamt upplýsingum skal skilað í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, eigi síðar en 25 .apríl n.k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 30. marz 1966. Tvær stúlkur eða kona og télpa óskast til húsnæðisstarfa í for- föllum húsmóður, frá kl. 10—1 eða 1 Vá—8. Aðeins þrennt í heímili. Hátt tímakaup eða fast kaup eftir samkomulagi. Tilvalið fyrir mæðgur. Upplýsingar í síma 22732 frá kl. 8—10 á kvöldin. Pípur — Pípur Galvaniseraðar og svartar pípur hálf tommu til tveggja tommu. Einnig geislahitunarpípur hálf tommu. Hagstætt verð. Burstafell Byggingarvöruverzlun Réttarholtsvegi 3 — Sími 38840. Byggingartæknifræðingur sem nýlokið hefur námi í Danmörku óskar eftir vinnu. Tilboð óskast send blaðinu fyrir hádegi 3. apríl merkt: „Vinna — 9006“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.