Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 31. marz 1966 1 Frá Sjálfstœðiskonum Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna. Ritstj.: Anna Bjarnason og Anna Borg. Til Sjálfstæðiskvenna í RÖÐUM Sjálfstæðiskvenna hafa stundum heyrzt raddir um, að samtök okkar ættu að hafa sitt eigið málgagn. Stjórn Landssambands Sjáffstæðiskvenna hefur nú ákveðið að gera tilraun til þess og fengið tvær ungar Sjáifstæðiskonur til að annast ritstjórnina. Ætlunin er, að birta öðru hverju í Morgunblaðinu síðu, sem eingöngu flytur efni frá Sjálfstæðiskonum eða efni, sem ætla má, að Sjálfstæðiskonur láti sig varða. Er því fyrir- hugað, að síðan flytji ýmis konar efni — og ekki allt póli- tiskt í strangasta skilningi — greinar og viðtöl úr félagslífi, menningarlífi og öðru mannlífi. En fyrst og fremst verður síðan vettvangur Sjálfstæðis- kvenna um land allt. Eru þær hvattar til að senda síðunni efni og ábendingar, eftir því sem tilefni gefst til. Að sjálf- sögðu birtast að jafnaði fréttir af hinum einstöku félögum, sem eru aðilar sambandsins og þá ekki sízt þeim, sem fjarri eru mannmergðinni í Reykjavík. Æskilegt væri, að síðunni bærist líka efni frá Sjálfstæðiskonum á stöðum, þar sem þær starfa ekki í sérstökum kvennafélögum á vegum flokksins. Það er von okkar, að síðunni verði vei tekið og að það efni, sem hún flytur, megi efla samstarf þeirra þúsunda kvenna, sem aðhyllast sjónarmið Sjálfstæðisflokksins og vilja vinna honum fylgi. Á þann hátt gæti þessi liður í starfi okkar orðið til að styrkja flokk okkar og stuðla að fram- gangi hugsjóna hans. RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Fulltrúaráðsiundur Vogaskóli eins og hann verður er 4. áfanga, sem nú hefur verið ákveðið að reisa, er Iokið. — Skólahúsin þrjú eru þegar í notkun. Fjórði áfanginn er byggingin, sem tengir húsin þrjú saman. 90% unglinga er Ijúka skyldunámi nema meira Sjálistæðiskvennia FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Landssambands Sjálfstæðis- kvenna verður haldinn laug- ardaginn 2. apríl 1966 í Val- höll við Suðurgötu (niðri í fé- lagsheimili Heimdallar) og hefst klukkan 10 árdegis. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Kl. 10—12: Skipulagsmál Kl. 12,15: Hádegisverður. sambandsins og starfshættir. Kl. 2 e.h.: Erindi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um stjórn- málaviðhorfið. Erindi forseta borgarstjórn- ar Reykjavíkur, Auðar Auð- uns, um sveitarstjórnarmálin og kosningarnar. Kl. 4: Sameiginleg kaffi- drykkja. Kl. 4.30: Ályktun fundarins og skipulagsmál og starfs- hætti. Um kl. 5.30: Fundarslit. Fræðsluyfirvöld Rvíkur notfæra sér reynslu annarra og reyroa nýjungar — EFTIRTEKTARVERT er að um 90% unglinga, sem ljúka skyldu- námi í 2. bekk gagnfræðastigsins, halda námi áfram, sagði frú Auð- ur Auðuns, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, er við hitt- um frúna nýlega að máli og inntum hana eftir fréttum af starfsemi Fræðsluráðs og umbótum á sviði þess á undanförnum árum. — Þessi mikli áhugi unglinganna á að halda áfram námi er mjög gleðilegur og sýnir að halda verður áfram að búa unga fólk- inu sem bezt menntunarskilyrði. ------—----------------- AUKNINGIN Takmarkið að fá konur í bœjarstjórn Akraness Frá Sjálfstæðiskvennafélaginu „Bárunni" NÝLEGA hittum við að máli frú Ragnheiði Þórðardóttur, sem er formaður Sjálfstæðiskvennafé- lagsins „Bárunnar“ á Akranesi. Yfir þingtímann er frú Ragn- heiður búsett hér í borginni, en hún er gift Jóni Ámasyni, al- þingismanni. — Við ræddum nokkuð við frúna og spurðumst frétta af starfsemi „Bárunnar“. — Sjálfstæðiskvennafél. „Bár- an“ var stofnað í október árið 1962 og var frú Sigríður Auðuns aðalhvatakona að stofnun fé- iagsins og formaður. þess þar til nú í október sl. að ég tók við. Félagskonur eru um 120 talsins og má segja að þar séu konur á öllum aldri. Við holdum um 4 fundi á vetri og fáum þá oft bæj- arfulltrúa til þess að koma og segja okkur eitthvað frá gangi bæjarmála, Sömuleiðis höfum við fengið konur úr höfuðborg- inni til þess að heimsækja okkur og flytja erindi. Má þar nefna frú Auði Auðuns, Guðrúnu Helga dóttur og Ragnhildi Helgadóttur. Hefur verið gerður sérlega góður rómur að máli þeirra. Ragnheiður Þórðardóttir BETRI GÖTUR — Hverjar eru nú helztu um- bætur sem gerzt hafa hjá ykkur á Akranesi á þessu kjörtímabili? — Þáð má segja að síðan Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn tóku við stjórn bæjarmála hafi orðið gagngerar breytingar á öllum bæjarbrag á Akranesi. Hafa fjölmargar götur bæjarins verið steyptar og gerir maður sér naumast grein fyrir því, hvernig hægt var að búa við allar götur ósteyptar eins og áður var. Að sjálfsögðu ér ekki lokið við að steypa allar götur, en vonandi næst það takmark sem fyrst. Þá hefur bæjarfélagið nýlega opnað barnaheimili til mikillar gleði fyrir börn og mæður staðarins og sömuleiðis er einn gæzluvöllur starfandi í bænum. AFLALEYSI FRAMAN AF VETRI — Hefur ekki verið talsvert vatnsleysi hjá ykkur í vetur? — Jú, við höfum átt við mik- inn vatnsskort að búa. Stendur til að borað verði eftir vatni og ráðin bót á þeim vanda. Borað hefur verið eftir ’heitu vatni og heitar lindir fundizt, eins og komið hefur fram í fréttum. — Hefur verið mikið um bygg Framhald á bls. 27 — Er ekki gífurleg aukning nemenda í barna- og gagnfræða- skólum borgarinnar?........... — Á þessu kjörtimabili sem nú er að ljúka er fjölgun í barna- og gagnfræðaskólunum 9,3%, eða úr 12602 í 13768. Það er sífellt taláð um skort á skól- um, en skólabyggingar hafa ver- ið mjög miklar á kjörtímabilinu, þannig að skólastofum hefur fjölgað tiltölulega miklu meir en nemendum, eða um 26,6%. Enn sem komið er hefur þó ekki ver- ið náð þeim árangri sem æski- legastur er að hafa ekki nema ein- og tvísett í skólunum. Þetta er talsvert erfitt viðureignar, m.a. af því að í sumum eldri hverfum fækkar börnum, en fjölgar aftur á móti mjög mikið í nýjum hverfum þar sem unga fólkið sezt að. Hefur verið reynt að haga byggingarframkvæmd- um þannig að byggja skólana í áföngum, þannig að sem fyrst verði hægt að bæta úr brýnustu þörfinni í hverju hverfi...... NÝIR SKÓLAR — Hvaða skólar hafa verið teknir í notkun á kjörtímabil- inu? — Alls hafa á þessu kjörtíma- bili verið teknir í notkun 4 nýir skólar: Álftamýrarskóli, Gagn- fræðaskóli verknáms v/Ármúla, Hvassaleitisskóli og Árbæjar- skóli. Þá hafa verið byggðir nýir áfangar við: Réttarholtsskóla, Langholtsskóla, Hagaskóla, Voga skóla, Breiðagerðisskóla, Laugar- lækjarskóla og Hlíðarskóla. — Á Auður Auðuns sl. 5 árum hafa verið byggðir 14.000 teningsmetrar á ári og svarar það til skóla með um það bil 20 kennslustofum. — Byggingarkostnaðurinn er okkur mikið áhyggjuefni, en byggingarframkvæmdir allar eru boðnar út. Gerð var tilraun á sl, ári með samkeppni um teikning- ar skóla af einfaldari og ódýrri gerð, en það bar ekki þann ár- angur sem vonast var eftir. REKSTRARKOSTNAÐUR HÁR — Hvernig er varið kostnaði í sambandi við barrfa- og unglinga- fræðslu borgarinnar? — Allar nýbyggingar og við- hald skóla greiða ríki og bæjar- og sveitarfélög til helminga. Rík- ið greiðir föst kennaralaun að mestu, en annar kostnaður skipt- ist eftir mjög flóknum reglum. Rekstrarkostnaður borgarinnar fyrir yfirstandandi skólaár er t.d. áætlaður 39 milljónir kr. fyrir barnaskólana og nær 18 millj. kr. fyrir gagnfræðastigið. Auk þess er fjárveiting til skólabygginga 25 millj. kr. á móti öðru eins frá rikinu. Þar fyrir utan greiðir borgarsjóður til ýmissa annarra skóla í borginni. NÝJUNGAR OG TILRAUNIR — Hverjar eru helztu nýjungar í skólamálum á kjörtímabilinu? Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.