Morgunblaðið - 31.03.1966, Side 12

Morgunblaðið - 31.03.1966, Side 12
12 MORCU NBLADIÐ Fimmtudagur 31. marz 1966 Búrfellsvirkjun og virkjun Dettifoss Ræða Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra í útvarpsumræðunum álbræösla syöra flýtir fyrir ÞAÐ er auðskilið mál, að stjórnarandstöðuflokkar vilji koma ríkisstjórn frá völdum, en til þess þarf meira en ósk- í hyggju. Núverandi stjórnarsam starf hefir staðið óslitið lengur en áður hefir þekkzt um sam- vinnu flokka hér á landi. Or- sökn er sú, að saman hafa far- ið full heilindi í samstarfi og fastmótuð stjórnarstefna, sem hlotið hefir staðfestingu þjóð- arinnar í almennum kosningum. Ekkert gefur stjórnarandstöð- | unni ástæðu til að halda, að sú ! samstaða hafi bilað og verður því vantrauststillaga þessi naumast skilin á annan veg, en stjórnarandstöðuflokkanir séu að kanna eigið lið, og fá það staðfest, sem er ríkisstj. sízt til óþæginda, að allir þing- menn stjórnarandstöðunnar séu andvígir efna'hagsmálastefnu ríkisstj. og sér í lagi því stór- átaki, sem nú er verið að gera tíl að stuðla að atvinnuöryggi hinnar uppvaxandi kynslóðar í landinu. Núverandi stjórnarand stöðuflokkar vita gerla, hvernig fer, þegar flokkar efna til stjómarsamstarfs á þeim einum grundvelli að vera í stjórn. All- ur valdaferill vinstri stjórnar- innar mótaðist af sundurlyndi og þar af leiðandi fálmkennd- um aðgerðum. Öll stjórnarand- staða Framsóknar og Aiþýðu- bandalags undanfarin sex ár hefir markazt af ótrúlegu- stefnuleyti og á/byrgðar- lausum málflutningi innan þings og utan, og hafa Fram- sóknarmenn þar oft verið sýnu verri. í byrjun var því haldið fram að stjórnin stefndi markvisst að atvinnuleysi og lengi opnuðu foringjar Framsóknar ekki svo sinn munn, að þeir ekki for- dæmdu „samdráttarstefnu" rík- isstjórnarinnar. Nú hins vegar er það talin ein veigamesta röksemdin fyrir því, að ríkis- stjórnin eigi að,fara frá, að hún hafi misst alla stjóm á fram- kvæmdum og fjárfestingu í landinu, og nú sé Framsóknar- mönnum og Alþýðubandalags- mönnum einum treystandi til þess að taka upp nógu kröftuga samdráttarstefnu. Aðeins að einu leyti hafa stjórnarandstæð ingar fylgt ákveðinni línu, sem þeir aldrei hafa farið út af, og ! það er að taka í hverju máli þá afstöðu, er þeir töldu vinsæl- asta hjá þeim, er hlut áttu að máli. Það má því á vissan hátt segja, að þeir hafi verið reglu- samir í óreg'lunni. Það hefir jafnvel gengið svo langt, að Framsóknarmenn hafa í kjara- deilum vissra hálaunastétta for dæmt harðlega gerðardóms- lausn, þótt þeir hafi staðið að flestum gerðardómsákvörðun- um síðustu áratugina, og um lág launafólk hafi verið að ræða. Bíkisstjórnin hefir óspart verið fordæmt fyrir vaxandi dýrtíð, en aldrei hafa launþegar borið fram svo háar kaupkröfur, að andstöðuflokkarnir hafi ekki sameinazt um að telja þær sjálf sagðar, og að dómi Fragnsóknar manna hefir hlutur bænda yfir- leitt verið fyrir borð borinn við ákvörðun búvöruverðs. Varðandi fjármálastefnuna hafa raekilega verið kistulagðar allar fyrri kenningar formanns Framsóknarflokksins, og eng- inn gengið vasklegar fram í að moka yfir þær en hann sjálfur. Vissuilega hafa fjárlög hækkað mikið ár frá ári af ýmsum á- stæðum, sem ekki er tími til að ræða nú. Þetta hafa stjórnar andstæðingar fordæmt en sam- hliða ásökunum um ihækkandi ríkisútgjöld hafa þeir árlega borið fram tillögur um stórkost leg ný útgjöld, sem stundum hafa naumið hundruðum millj óna, en svo greitt atkvæði sem einn maður gegn allri tekju- öflun. Lengi vel var rökstuðn- ingur fyrir þessari afstöðu sá, að ríkissjóður hefði svo miklar umframtekjur, að út úr flæddi. Þegar svo hallarekst ur verður hjá ríkissjóði á árinu 1964, er í bili blaðinu snúið við, Framsóknarflokkurinn flytur aðeins eina hækkunartillögu við fjárlagafrumvarpið fyrir ár ið 1966, en raunar mjög myndar lega, greiðir þó jafnframt at- kvæðl og andstöðufilokkarnir báðir gegn öllum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til að jafna hallann á ríkisbúskapnum. Þeg ar spurt er, hvað viljið þið þá gera góðu herrar, þá er svar- að: Það er ekki okkar skylda að benda á það, okkar réttur er sá að berjast fyrir meira fé til góðra mála og gegn allri skatta áþján. Eyðsla og bruffl stjórnarand- stöffunnar. Og nú hafa Framsóknar- menn aftur náð sér á strik eftir hjásetuna við fjárlögin, því að fyrir fáum dögum lögðu þeir fram frumvarp um að taka af ríkissjóði 120 millj. kr. tekjur og leggja til vegasjóðs, af því að þar er um gott og vinsælt mál að ræða, og í sama dúr leggja Framsóknarmenn í N.d. ti-1 að samþykkt verði frumvarp um hægri akstur, en felild niður á- kvæði frumvarpsins um sér- staka fjáröflun til að standa straum af þeim mikla kostnaði, er nema mun um 50 millj. kr. Hér eru aðeins nefnd tvö nýj- ustu dæmin um fra-mfarabar- áttu Framsóknarflokksins, því að mörg önnur mál eiga þeir fyrir þessu þingi, er valda myndu ríkissjóði stórfelldum nýjum útgjöldum, án nokkurs tekjuauka. Og tiil þess að láta ekki alveg sitt eftir liggja í ábyrgri f jármálastjórn, þá sagði formaður Alþýðu- bandalagsins á þingi fyrir fáum kvöjdum, að auðvitað væri sjálfsagt að veita út- gerðinni 80 millj. kr. ríkisað- stoð, en ástæðulaust væri að af-la fjár í því skyni, heldur ætti bara einfaidlega að ákveða að ríkissjóður skyldi greiða þetta án neinna nýrra tekna. Stjórnarandstæðingar átelja ríkisstjórnina mjög fyrir það, hversu marga sérskatta hún hafi á lagt síðustu árin, en þeim láist að Skýra frá því, að þeir hafa verið fylgjandi öllum þeim ráðstöfunum, sem skatt- ar þessir áttu að standa straum af. Stofnlánadeild landbún- aðarins varð að efla en það mátti ekki leggja á bú- vörugjail-d. Iðnlánasjóð varð að auka stórlega, en það mátti ekki leggja á iðnlánasjóðsgjald, jafnvægissjóð á að mynda með því einíalda ráði að taka til hans 2% ríkistekna, þótt þar sé enginn afgangur. Þannig mætti telja lengi kvölds dæmi um fjármálastefnu hinnar á- byrgu stjórnarandstöðu. Um flest umbótamál ríkisstjórnar- innar hefir verið sagt, að þau gengju og skammt. Það er dæmalaust einfalt að vera stórtækur í umbótamálum í stjórnarandstöðu, og svona málflutningur getur' máski gengju of skammt. Það er því að að fá aldrei stjórnar- forustu. En þeir, sem taka hinn margbreytilega áróður stjórnarandstæðinga alvarlega mega sannarlega ætla að ekki verði amalegt að lifa í landinu ef þessir tveir flokkar fá völd- in: Stóraukin útgjöld til alls konar merkilegra umbótamála, minni skattar, hærri laun lægri vextir, nóg lánsfé, meiri bygg- ingar, minni þensla, minni verð bólga. Allt þetta og raunar enn glæsilegri tilvera bíður þjóðar innar og lunfram alilt æskunn- ar, segir aðalhugsjónasmiður Tímans, ef þjóðin vill bara' gjöra svo vel og feta í fótspor formanns Framsóknarflokksins og ritara einu leiðina — hina leiðina. Eina skýringin sem fengizt hefir á þeirri dular- fullu leið, er sú, að hún merki röðun framkvæmda, Magnús Jónsson þó án fjárfestingareftirlits. Þá er vissulega ekki um neitt óþekkt ráð að ræða, því að framkvæm-da og fjár- mögnunaráætilanir ríkisstjórn- arinnar síðustu fjögur árin hafa einmitt miðað að því að beina fram-kvæmdafé lands- manna að mikilvægustu verk- efnunum. Hentistefna og hráskinnaleikur. Mig hefir oft furðað á bví, að jafn gáfaður maður og for- maður FrámsóknarflOkksins skuli hafa haft forustu u-m jafn einstæða hentistefnu og hrá- skinnaleik og flokkur hans hef- ir leikið síðustu árin. Hann sýn ist vera kominn á þá si ðun, að sjónhverfingar og töfra- brögð sé lykillinn að valda- stólnum, enda verður naumast önnur skýring fundin á fjár- málastefnu hans, en að hann sé farinn að stunda hina görolu gullgerðarkúnst að treysta á að finna töfrakassa, sé í hann látið. En hætt er við að, þar verði sá mæti maður fyrir vonibrigðum og áran^ur af brögðum síðustu ára er varla sem aldrei tæmist, þótt ekkert uppörvandi. Fyrst hræðslu- bandalagshugmyndin, þá kenn ingarnar um landauðn og jafn- vel glötun íslenzks þjóðernis, ef kjördæmin yrðu stækkuð, í síð- ustu kosningu-m þriðja leiðin, sem aldrei fókkst skilgreind og hinn dæmalausi áróður um það að framlengja ætti veiðiheimild Breta innan landhelgi og ofur- selja íslandinga í Efnahags- bandalagi Evrópu, ef stjórnar- flokkarnir fengju meiri hluta. Þótt nokkuð áynnist sums staðar í bili var meiri hluti kjósenda í öMum þessum til- fellum það glöggsky-ggn að sjá gegnum blekkingavefinn. En það virðist ihér sem oftar, að menn læri lítið af reynsl- unni. Og nú gerist það sorg- lega, að margir úr forustuliði Framsóknar tala sannanilega gegn betri vitund. Það á að reyna að gera álmálið að þjóð- ernismáli og ala á eðlis- bundnum ótta við erlend áhrif við tilkomu einnar verk- smiðju í erlendri eigu. Nú á öll landsbyggðin aftur að verða í voða, af því að rís við Hafnarfjörð iðjuver, er veit- ir 4-500 manns atvinnu. Nú hamast margir góðir og gegnir Framsóknarmenn við að grafa sem lengst í djúp gleymskunn- ar ræður og greinar um blessun stóriðju og erlends fjármagns. Margendurteknar yfirlýsingar um Dettisfossvirkjun og stór- iðju í því sambandi henta nú ekki í áróðrinum, en þeim mönnum, sem af einlægni vildu vinna að því máli og halda því fram, að álbræðsluna eigi að reisa við Eyjafjörð, vil ég segja það, að eindreginn vilji stjórnar valda var fyrir að beita s-ér fyr- ir þeirri lausn málsins, ef fært þætti kostnaðar vegna, og gerð- ar hafa verið fullkomlega hlut- lausar áætlanir og samanburð- ur á kostnaði við staðsetningu nyrðra eða syðra. Kostnaðar- aukinn við staðsetningu nyrðra hvort hel-dur með virkjun Detti foss eða við Búrfeil-1 var alltof mi'kil-1 til að sú leið væri fær, ekki vegna Svisslendinganna, heldur okkar sjálfra. Það er svo vert að 'hafa í huga, að þótt Búrfell sé virkjað fyrst og ál- bræðsla reist við Hafnarfjörð, þá mun það án efa flýta virkj- un Dettifoss og leggja grund- völl að stóriðju nyrðra, ef menn óska. Framkvæmdir út um land. Ríkisstjórnin hefir fullan Skilning á nauðsyn þess að koma í veg fyrir óeðlilega rösk- un byggðarinnar, en sannleik- urinn er sá, að tilflutningur fólks úr strjálbýli til þéttbýlis stafar ekki eingöngu og jafnvel ek-ki fyrst og fremst af atvinnu legum, heldur félagslegum og menningarlegum ástæðum. Aldei áður hefir jafnmiklu fé verið varið til framkvæmda víðsvegar úti um land en nú síðustu árin og fyrst nú hafa kerfisbundin átök verið gerð á því sviði. Rikisstjórnin mun næstu daga leggja fyrir Alþin-gi frumvarp u-m myndun sjóðs, sem á næstum árum getur haft til ráðstöfunar hundrqð mil-lj. króna sérstaklega til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þegar þess er gætt, að á næsta áratug má ætla, að vinnfæru fólki fjölgi um 16-17 þús. manns, sjá menn í senn, hversu fjarstæðar eru kenning- arnar um að bygging og starf- ræksla álbræðslu umturni þjóð félaginu og hversu ábyrgðar- laust það er gagnvart hinni upp vaxandi kynslóð að gera ekki ný átök til eflingar atvinnuilífi þjóðarinnar til að tryggja af- komuöryggi hinna mörgu nýju vinnufæru borgara. Vissulega dettur engum í hug að efla ekki með öllum skynsamlegum hætt: núverandi atvinnuvegi, en mið- að við reynslu og horfur væri fullkomið ábyrgðarleysi af stjórnvöldum að treysta því að núverandi atvinnugreinar, sem einmitt þarf að tæknivæða enn meir, geti tekið við allri fjölgun vinnandi fóilks. Það er dálítið kaldhæðnislegt, að stjórn landssamtaka verkalýðs- ins skuli mótmæla tilkomu nýs stóriðjuvers, þá var þó skiljanlegri á sínum tíma and- staðan gegn kola'krananum, þótt ós-kynsamleg væri. A sama hátt mega afskipti Bún- aðarþings teljast furðuleg þeg- ar þess er gætt, að sízt eru horfur á því, að landbúnaður- inn geti á næstu árum veitt fleira fólki atvinnu. Þótt ful-1 atvinna sé í land- inu, lífskjör allmennins hafi aldrei verð betri, framleiðslu- aukning meiri en í flestum öðr- um löndum og hlutur ríkissjóðs í þjóðartekjum minni en víðast annars staðar, þá er engum ljós ara en ríkisstjórninni sjálfri, að við ýmsar hættur er að fást í efnahagsmálum. Þótt tekizt hafi að ihalda áfram að bæta að stöðuna út á við, hefir verð- bólga aukizt hættulega mikið. Verðbólga er nú mjög vax- andi vandamál í flestum ná- lægum löndum og mun það tíðindum sæta, að á sl. ári urðu verðlagshækkanir meiri í Dan-mörku en hér. Þótt hækkandi verðlag í viðskipta- löndum okkar geri að vissu leyti viðskiptaaðstöðu ökkar betri, dregur það ekki úr nauð syn þess að snorna gegn verð- bólgunni. Dýrtíðin er mein- semd, sem allir í orði virðast einhuga um að þurfi að stöðva, en því miður verður minna oft úr andstöðunni þegar á 'hólm- inn er komið. Stjórnarandstæð- ingar halda því óspart á lofti, að verðbólgan sé ríkisstjórninni að kenna. Þetta er vitanlega fullkomin fjarstæða. Verðbólg- an hefir verið eitt erfiðasta vandamál ríkisstjórna allra flokka í meira en tvo áratugi. Orsakir hennar eru ýmsar en meginþættirnir eru kaup- gjaildið og búvöruverðið. f þessari baráttu hafa ýmis ráð verið reynd, bæði frjálst sam- komulag og lögþvinganir í ýmsum myndu-m. Það er skoð- un ríkisstjórnarinn-ar, að eina farsæla leiðin út úr þessum vanda sé samkomulag við á- hrifaríkustu aðilana um raun- hæfar og sanngjarnar aðgerðir í launa- og verðlagsmálum, grundvallaðar á viðurkenningu staðreynda og fullum heilind- um. Þróun kjarasa-mninga síð- ustu tveggja ára gefur vissar vonir um að sá skilningur sé að auka-st og með auknum rann- sóknum á eðli efnahagsþróunar innar, sem mjög hefir þokað í jákvæða átt síðustu árin á að vera auðið fyrir alla þá, sem í alvöru vilj a aporna gegn verð- bólgunni, að finna lausn vand- ans með alþjóðarhagsmuni fy-r- ir augum. Menn verða að venja sig af að skoða verðlags- og kaup- gjaldsmál gegnum pólitísk gler augu, heldur frá raunhæfu hagsmunasjónarmiði þjóðfélags stéttanna og þjóðarheildarinn- ar. Að vísu rekum við'okkur þar á þann mikla vanda að finna skiptigrundvöll þjóðar- teknanna, en allra aðila vegna verður að finna hann. Leiff farsældar. Alger uppgjöf fyrir efnahags- vandamálunum hrakti núver- andi stjórnarandstöðuflokka úr stjórnarsessi haustið 1958. Síð- an hefir öll orka þeirra beinzt að því að finna einhver úrræði til að koma ríkisstjórninni, sem tók við þrotabúi þeirra, frá völdum. Hins vegar hefir þeim á sex ára hvíldartíma gersam- lega láðst sú sjálfsagða skylda stjórnarandstöðu að marka á- kveðna stefnu, svo að þjóðin vissi hvað við tæki, ef þeim væri fengin forustan. Það eru auðvitað aMtaf til ævintýra- menn, sem vilja kanna ókunna stigu, en meginhluti fólks vill vita, 'hvert það leggur leið sína, þegar afkoma þess og framtíð er í húfi. Þess er því naumast að vænta, að almennt sé fólk fúist til að fylgja leiðsögumanni sem síðast skildi við það á barmi hengiflugs, þótt leiðsögu maðurinn síðar reyni að lokka það inn á þriðju leiðina eða hina leiðina meðan honum vefst jafn gersamlega tunga um tönn, að gera grein fyrir hvert leiðin liggur. Ætli fóilk kjósi þá ekki fremur að sinni að fyilgja þeim. sem forðaði því frá hengiflug- inu og hafa síðan leitt það um vegu, sem enn sem komið er að minnsta kosti hafa legið til aukinnar farsældar og frjáls- ræðis, jafnvel þótt mönnum kynni að þykja sú leið ekki ætíð nægilega auðfarin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.