Morgunblaðið - 31.03.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 31.03.1966, Qupperneq 15
Fimmtudaguf 31. nvarz 1966 MORCUNBLAÐID 15 1 DAG eiga um 36 milljónir brezkra kjósenda þess kost að ákveða hverjir fara eiga með völdin í Bretlandi næstu fimm árin. Og allt bendir til þess að til þess verði valinn Harold Wilson, núverandi forsætis- ráðherra og leiðtogi Verka- mannaflokksins. Síðast var efnt til þing- kosninga í Bretlandi hinn 15. október 1964, og hafði þá íhaldsflokkurinn verið við völd í 13 ár. Úrslit þeirra kosn inga urðu þau, að Verka- mannaflokkurinn h 1 a u t 12.205.576 atkvæði og 317 menn kjörna, íhaldsflokkur- inn 12.002.407 atkvæði og 304 menn, og Frjálslyndi flokkur inn 3.093.316 atkvæði og 9 þingmenn. Með samstöðu í- haldsmanna og frjálslyndra hafði Verkamannaflokkurinn því aðeins fjögurra þingsæta meirihluta. Síðan (hafa svo þessi 'hlutföll breytzt vegna aukakosninga o. f 1., svo meiri- Harold WUson Eins og fyrr segir eru það ekki heimsmálin, sem mestu skipta hjá öllum þorra kjós- enda í Bretlandi, heldur vandamál hvers byggðarlags. Kjósendurnir vilja fá upp- lýsingar um verðbólguna, fast eignaskatta, eftirlaun, íbúðar- byggingar og svo framvegis. f>að spyr enginn um Vietnam eða Rhódesíu, varnarmál eða efnahagssamtök. í»etta hafa frambjóðendur Ihaldsflokks- ins sérstaklega notfært sér í kosningabaráttunni, jafnvel svo að þeir nefna ekki flokk- inn í ræðum sínum, né flokks stefnuna, aðeins einkavanda- mál kjördæmisins. Hafa sum- ir . frambjóðendur Verka- mannaflokksins kvartað yfir þessari bardagaaðferð and- stæðinganna. f síðustu kosningum var víða mjótt á mununum. f>ann- ig voru þá t.d. 40 þingmenn kosnir með minna en 1.000 atkvæða meirihluta, 24 höfðu minna en 500 atkvæða meiri- hluta, og fjórir voru kjörnir með 7, 10, 11 og 14 atkvæða meirihluta. Það var í einu borgarhverfi Brighton, sem Verkamannaflokkurinn vann sinn einasta kosningasigur í öllu Sussex héraði, og fékk frambjóðanda sinn kjörinn með aðeins sjö atkvæða meiri hluta. Þurfti að endurtelja öll atkvæðin sjö sinnum áður en allir sannfærðust um að rétt Það eru ekki heimsmálin sem ráða úrslitum í brezku kosningunum hluti Verkamannaflokksins í dag er aðeins þrjú atkvæði. Ekki má mikið út af bera ti'l að stjórnarandstaðan standi einn góðan veðurdag með meirihluta á þingi, og þetta er staðreynd, sem Wilson var ljós. Þegar svo skoðanakannanir sýndu hvað eftir annað að Verkamannaflokkurinn ætti yfirburða fylgi að fagna hjá kjósendum, ákvað Wilson að efna til kosninga nú, og fresta þess að bæta stöðuna á þingi. Og allt bendir til þess að þessi ákvörðun hafi verið hættulaus, því síðustu skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkurinn ætti að ná öruggum meirihluta. En allt getur breytzt, og meira að segja veðrið á kjör- dag getur haft mikil áhrif á kjörsóknina. Segja þeir, sem þykjast bezt vita, að verði slæmt veður, komi það íhalds mönnum' í hag. Einnig er á það bent að mikil sigurvissa geti dregið úr kjörsókn kjós- enda Verkamannaflokksins. í Bretlandi eru ekki lista- kosningar, eins og hér á landi, heldur kosið í 630 einmenn- ingskjördæmum. Svo ef t.d. Verkamannaflokkurinn fær 20.001 atkvæði i einu kjör- dæmi, en Ihaldsflokkurinn 20.000, eru íhaldsatkvæðin ónýt, því enginn landskjör- inn þingmaður eða uppbótar- þingmaður á sæti í Neðri mál- stofunni. Þetta- hefur leitt til þess að mörg helztu kosninga- málin eru ekki þau, sem efst eru á baugi í Lon- don, heldur staðbundin vanda mál, sem miðast við aðstæður byggðarlagsins. Engu að síður hafa leiðtogarnir í London haft nóg að gera að undan- förnu, og verið á þeytingi um sveitirnar í atkvæðaleit. Stóru flokkarnir þrír hafa allir aðalstöðvar sínar við Smith’s torgið í London, stein snar frá þinghúsinu. Þar hafa að undanförnu verið haldnir fundir með fréttamönnum á hverjum morgni, til að ræða kosningabaráttuna og svara fullyrðingum andstæðing- anna. Fram að síðustu helgi kom James Callaghan, fjár- málaráðherra fram á þessum fundum fyrir hönd Verka- mannaflokksins, en síðustu dagana hefur Wilson sjálfur mætt þar. Callaghan var van- ur að hefja fundi með 10-15 mínútna ræðu um staðhæfing ar andstæðinganna frá degin- um áður, en síðan svara fyrir spurnum. Og svo skorar hann á Edward Heath, leiðtoga íhaldsmanna, að gefa skýr svör um þetta mál eða hitt. Og fréttamennirnir skrifa málin niður, því næsti fund- ur er einmitt hjá Heatlh. Og þegar lokið er við að spyrja Heath og hlusta á svör hans, mæta allir fréttamenniriiir hjá Byers lávarði, forsvars- manni frjálslyndra. Þannig hefur þetta gengið undahfarnar vikur, allt fram á síðasta dag. En stjórnmála-. mennirnir hafa fleiri venk- efni. Bezt sést það hjá Ed- ward Heafch, sem sagt er að unnið hafi talsvert á frá þvi baráttan hófst fyrir alvöru. Hann vaknar snemma á hverj um morgni, og les morgun- blöðin, sem eru níu í London. Að þeim lestri loknum skund- ar hann á morgunfundinn með fréttamönnum, en síðan í bifreið út á þyrluflugvöll. Með þyrlunni sinni fer hann svo til Lutonfilugvallar, og þaðan með leiguflugvél í margar heimsóknir á dag til kjörstáða víða um land. Hann flytur allsstaðar stutt ávörp, hvar sem því verður við kom- ið. Og á kvöldin kemur hann fram á fjöldafundum. Heim til sín kemur hann varla fyrr en undir miðnættið, og verður þá að ræða við nánustu sam- starfsmenn sína um verkefni morgundagsins. Þessu er öðruvísi varið með Harold Wilson, því hann hef- ur sínu forsætisráðherraem- bætti að gegna. í fyrstu notaði hann þvj aðeins helgarnar til kosningaferða frá London. En eftir því sem nær leið kosn- ingum urðu ferðirnar fleiri, og fylgdu honum þá áhyggj- urnar og ráðuneytisskjölin eftir. væri. En þessi kjörstaður er í sérstöðu, því um 1500 kjósend ur þar eiga einnig heimili í London og ráða á hvorum staðnum þeir kjósa. í kosn- ingunum 1959 hélt fhaldsflokk urinn þessu kjördæmi með fimm þúsund atkvæða meiri- hluta, svo ástæðulaust var talið, að óttast úrslitin 1964. Sigurvissan var of mikil. Nú má hinsvegar búast við að öðruvísi fari. Þótt ný vandamál hvers kjördæmis ráði miklu um úr- slit kosningannal fer það ekki milli mála að þau eru ekki allt. Það er annað, sem miklu máli skiptir, en það eru leið- togarnir tveir, Wilson og Heath. Harold Wilson er verka- mannssonur frá Norður-Eng- landi. Hann stundaði nám við Oxford-háskóla, og varð kenn ari þar í hagfræði 21 árs að aldri. Hann var fenginn sem sérfræðingur til að vinna að Beveridge-áætluninni svo- nefndu, sem var upp'haf hinna nýju sjúkratrygginga og sjúkrasamlaga Bretlands. Á þing var hann kjörinn fyrst 1945, og hann varð ráðherra 1947 í rjkisstjórn Attlees. Hann var nýlega fimmtugur, er kvæntur og á tvo syni. Forsætisráðherra hefur hann verið undanfarna' 17 mánuði. Edward Heath verður fimmtugur í júli. Hann er kaupma.nnssonur, og hlaut menntun sína í Oxford, þar sem hann las viðskiptafræði og stjórnmálasögu. Hann var kjörinn á þing 1950, og hlaut sæti í ríkisstjórn sir. Anthony Edens 1955. Frá 1960 var hann talsmaður Breta í samningum um aðild Bretlands að Efna hag9bandalaginu, en þeir samningar tókst ekki, sem kunnugt er. Heath var kjör- inn formaður fhaldsflokksins í júlí í fyrra í stað sir Alecs Douglas-Homes. Edward Heath Fróðlegt erindi um mnvo FUNDUR var haldinn í Hinu ís- lenzka náttúrufræðifélagi s.l. mánudagskvöld. Þar flutti erindi Agnar Ingólfsson dýrafræðingur um islenzka máva og fæðuöflun þeirra. Sýndi hann skuggamynd ir fjölmargar máli sínu til skýr- ingar, og einnig hafði hann til sýnis útstoppaða máva og sýnis- horn af fæðu þeirra. Var erindið hið fróðlegasta. Fundurinn var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans og var svo mikið fjölmenni, að margt fótk varð að standa. Er sjáanlegt, að erindi þau, sem haldin eru á samkomum félagsins, sem eru síðasta mánudag hvers mánaðar, eru orðin svo vinsæl, að nauð- syn ber til þess, að finna stærra húsnæði fyrir saniikomurnar. — Formaður Hins íslenzka náttúru- fræðifélags er Eyþór Einarsson grasafræðingur, en í fjarveru hans stýrði varaformaður Einar B. Pálsson verkfræðingur sam- komu þessari. Nokkrar umræð- ur urðu að loknu erindi Agnars. París, 24. marz, (NTB) Rannsóknarnefnd lögfræð- inga lauk í dag 19 vikna rann sókn á Ben Barka málinu. Var ákæruvaldinu afhent 5.000 síðna skýrsla um málið. Sauðfé rúið á húsi Valdastöðum 24. marz. NOKKRIR bændur eru byrjaðir að rýja fé sitt — á húsi. — Á einum bæ mun vera búið að rýja allt fé. Hefur Haraldur á Kára- nesi aðallega unnið að þessu. Hefur hann kynnt sér þessa | aðferð, og hefur rafklippur til þess. Er mér sagt, að hann hafi nóg að gert. Enn er þessi vetrar- klipping saufjár ekki almenn hér. Heyrt hefi ég, að á einum bæ hér í sveitinni séu ær farnar að bera, jafnvel að ekki muni þess langt að bíða ,að svo muni vera víðar. Tilfinnanlegur vatnsskortur er ennþá hjá umum bændum hér í sveitinni. Þó hefur nokkuð rætzt úr hjá öðrum í síðustu háiku. St. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.