Morgunblaðið - 19.04.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 19.04.1966, Síða 28
MORGU N8LAÐIÐ Þriðjudagur 19. apríl 1966 28 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR |©PIB* 39/6- COSPER Hefurðu enn einu sinni fengið þér nýjan kjól? — Caxton, sagði Frith, snögg- lega. — Nú man ég það. — Reynið þér að tala ekki, sagði ég eins og ósjálfrátt. Svona sögðu hjúkrunarkonurn- ar. Það var eitthvað róandi. — Sumir þeirra reyna að ná í Caxton, sagði hann máttleysis- lega. — Við skiljum ekki.......... — Ég heyrði Rochel.........eða hét hann það ekki?........segja, að þeir ætluðu að ná í bát, en einhver yrði að fara til Glas- gow, af því að Caxton væri þar. Við höfðum nú gengið frá bíln um og þurrkuðum út öll verks- ummerki eftir veru okar þama. Rod fór að kelduni og náði í töskurnar okkar, sem voru allar forugar, svo og skrásetningar- bókina úr bílnum og yfirleitt allt, sem gat gefið bendingu um okkur. Svo leit hann yfir heið- ina og leifarnar af bardaganum, og gekk þangað, sem líkið af dólgnum lá. Svo kom hann aft- ur og sagði: — Þetta virðist allt í lagi, við skulum koma okkur af stað. Við ókum svo yfir heiðina, þegjandi. — Jæja, hr. Firth. Segið okk- ur nú allt, sem þér getið munað, sagði hann loksins. Einhvernveginn tökst okkur að aka Firth til Glasgow, og sú ferð var eins og martröð, enda var maðurinn sárveikur. Við ætluðum að stanza á sjúkrahúsi í Hálöndunum, en hann bað okk ur eins og guð sér til hjálpar að gera það ekki. Þrátt fyrir vesöld hans, gat ég snö'ggvast séð hann verða mann, eins og hann var áður. Þá var hann þétt ur fyrir og yfirstéttarmenntun hans kom upp á yfirborðið. Rod samþykkti það, sem hann sagði. Firth — sem þegar var saknað — var alltof vel þekktur maður til þess að honum mætti skjóta upp svona langt frá öll- um mannabyggðum. Firth átti frænda í Glasgow, sem var skurðiæknir, sem hann sagði, að væri „þögull eins og gröfin". Þangað vildi hann láta okkur flytja sig. Veðrið hafði verið tiltölulega hreint, kalt og hressandi, en jiú tók að þykkna í lofti er við ók- um í áttina til Glasgow. Rod var í slæmu skapi. Og svo þegar við komum í út- hverfi borgarinnar, þar sem stóru hnisin stóðu svo þétt, að það var eins og þau væru að styðja hvert annað, sagði hann: — Náðu í blað, Virginia. Við verðum að sjá, hvort Caxton er í Glasgow. — Við getum nú ekki haldið áfram að bjarga fólki. — Hversvegna _ ekki? hvæsti hann. Ég þagði. Ég skreið út úr bílnum og keypti eintak af kvöldlblaði. Þetta minnti mig á það, sem gerðist fyrir einni viku — óra- tíma að mér fannst — þegar við keyptum blaðið í Baker Street, andspænis skrifstofunni, og Belie hafði sagt okkur, að Czhep væri dáinn. Rod ók eftir hellulögðum göt unum með ræfilslegu búðunum til beggja handa, meðan ég leit gegn um blaðið. Að baki okkar lá Firth sofandi, með höfuðið keyrt aftur á bak og fötin, sem sýndust of stór á hann. — Ekkert hér, sagði ég þegar ég hafði litið gegn um blaðið. — Gott. Þá höfum við frjáls- ari hendur. — Já, en......... — Vertu róleg, sagði hann og brosti ofurlítið. Við skulum koma honum Firth til skyldfólks síns, og svo getum við talað betur um það. Hefurðu ákveðið, hvað við gerum næst? — Lögregluna enn? sagði ég. — Vitanlega. En kanski ekki alveg strax. Við fundum húsið, sem var stórt og með súlum og sýnilega nokkur hundruð ára gamalt. Eg hringdi og stúlka kom til dyra. Virkileg þjónustustúlka með svuntu og kappa á höfði. Ég var alveg búinn að gleyma, að sú manntegund væri lengur til. Við vorum búin að hringja á undan okkur, svo að fjölskyldan átti von á Firth. Hún kom ekki með neinar spurningar og fyrir það var ég henni þakklátur. Læknirinn var stór maður með nefklemmugleraugu — líkastur stækkaðri útgáfu af Firth. Kon- an hans var ein þessara skozku kvenna, sem eru eins og skapað ar til að gera mann rólegan. Þau flýttu sér að koma Firth í rúmið, buðu okkur sérrý, sem við þáðum ekki, og þökkuðu okkur svo fyrir, án þess að hafa nokkra hugmynd um, hvað var á seiði. Það gætu ekki aðrir en Skotar tekið hlutunum svona rólega. — En fóturinn á þér, Rod, sagði ég allt í einu. Læknirinn neri á sér hökuna og sagði: — Já, ég ætlaði nú einmitt að fara að......þetta er býsna óhraint, hr. Armstrong. — Gætuð bér kannski eeneið frá því? flýtti ég mér að grípa framí. Ég gat vel séð, að Rod var mér gramur fyrir að fara að skipta mér af þessu. D-----------------------q 28 □----------------------D Við fórum með lækninum í herbergi framantil í húsinu. Þetta var lítið og eyðilegt her- bergi, með einum þessara hálu legubekkja, sem fóðtraðir eru með einhverju svörtu og þaktir rauðri ábreiðu. Hann bað Rod að leggjast á legulbekkinn, og hann hlýddi, en sendi mér illt auga um leið. Læknirinn athugaði fótinn á Rod með_ athygli og nokkurri forvitni. Ég herti mig upp í að skoða hann líka. Kringum gatið eftir kúluna voru tveir sam- miðja hringir, eins og eftir mar. Samkvæmt skipan læknisins beygði Rod fótinn og rétti úr honum á víxl. — Þér hafið verið heppin, að hún skyldi hitta þarna, sagði læknirinn þurrlega. Hann dró fingurinn upp eftir leggnum. — Vöðvinn greinist í tvennt að ofan. Kúlan hitti á milli og kom út hér, og hefur ekki snert vöðva nema lítið. Þér voruð maywa die Wegwerf-Windel aus feiner Zellstoffwatte'mit Netzumhuliung windelrfe MÆÐUR — Með hinum silkimjúku MAYWA BRÉFBLEYJUM er bleyjuþvottur yðar úr sög- unni, þar sem þœr notast aðeins einu sinni. í MAYWA BRÉFBLEYJUM líður barni yðarveru- Iega vel — því að MAYWA barnableyjur eru framleiddar úr sérstaklega fíngerðu og vönd- uðu bréfbleyjuefni, sem drekkur mikið í sig og Veitir fyllsta hreinlœti. MAYWA verndar hina afar viðkvœmu barns- húð gegn sœrindum. MAYWA molna ekki — slitna lítið og erta þvi barnshúðina með minn- sta móti. MAYWA eru barninu beztar — og móðurinni hagkvœmar. APÚTEK LAUGAVEGI 16-SlMI 24045 Plastlagðar spónaplðtur í allar innréttingar, allar tegundir til. Vöruafgreiðsla í Ármúla 20. Afgreitt milli kl. 4 og 5 daglega. MAGNÚS JENSSON H.F. Austurstræti 12 — Sími 14174. íbúð óskast 5—6 herbergja íbúð óskast frá 14. maí. Uppiýsingar í símum 38172 og 30621. Til sölu Höfum fengið til sölu örfáar íbúðir í smíðum við Hraunbæ. Húsið verður fokhelt í næsta mánuði. fbúðirnar eru 2ja, 3ja 4ra og 5 herbergja. Stærstu íbúðirnar eru með þvottahúsi og geymslu á hæðinni. HÚSA OG ÍBÚÐASALAN Laugavegi 27 — Símar 18429, 14690. Matvöruverzlun óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „Verzlun — 9116“. Keðjuhús — Fokhelt Til sölu fokhelt keðjuhús 170 ferm. v/Sæviðarsund. Endahús. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.