Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstj órar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalsfræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÁSAKANIR HINNA SEKU Tllalflutningur kommúnista og Framsóknarmanna í eldhúsdagsumræðunum var neikvæður og bragðdaufur. Það athygilsverðasta sem kom fram í ræðum þeirra var viðurkenning á því, að sú dýr tíð og verðbólga, sem þeir sjálfir hafa átt mestan þátt í að magna, væri andstæð hags munum almennings, og ógn- aði efnahagslegu jafnvægi þjóðfélagsins. Almenningur á íslandi þekkir sögu dýrtíðarvanda- málsins. Þegar vinstri stjórn- in hrökklaðist frá völdum og gafst upp fyrir þeirri óðaverð bólgu, sem hún hafði leitt yf- ir þjóðina, kom það í hlut Viðreisnarstjórnarinnar að af stýra hruninu og gera rót- tækar ráðstafanir til þess að koma á jafnvægi í íslenzkum efnahagsmálum. Þetta tókst. Viðreisnarstjórnin sýndi í senn manndóm og kjark í hinu mikla viðreisnarstarfi. Ráðstafanir hennar voru í fyrstu óvinsælar, en þjóðin gerði sér samt ljóst að þær voru nauðsynlegar. Þegar svo gengið var til kosninga sumarið 1963 hlaut ríkisstjórn in ótvíræða traustsyfirlýs- ingu og þjóðin framlengdi um boð hennar næstu fjögur ár. Því miður hefur ekki tekizt síðastliðin tvö til þrjú ár að koma í veg fyrir það, að dýr- tíð og verðbólga ykist í land- inu. Ríkisstjórnin hefur þó gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Hins vegar hafa kommúnistar og Framsóknarmenn lagt á það höfuðkapp að torvelda allar ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar, sem miðað hafa að því "að hindra vöxt v.erðbólgunn- ar. Þeir hafa kynnt elda hins stöðuga • kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags og beitt sér fyrir kröfugerð, sem ekki hefur tekið tillit til raun verulegrar greiðslugetu bjarg ræðisveganna. Þetta er fyrst og fremst orsök vaxandi dýr- tíðar. Það eru þannig kommún- istar og Framsóknarmenn sem fyrst og fremst bera á- byrgð á þeirri vaxandi dýr- tíð, sem ræðumenn þeirra út- ,máluðu sem mest í útvarps- umræðunum og kenndu rík- isstjórninni um. Þegar á þessar staðreyndir er litið, verður það öllum landslýð ljóst, að kommún- istar og Framsóknarmenn eru hinir seku, þegar um er að ræða þá erfiðleika, sem af aukinni dýrtíð spretta. Þetta liggur líka í augum uppi. Vitanlega er það ríkis- stjórninni og stefnu hennar og allri aðstöðu í óhag, að dýrtíð og verðbólga magnist í landinu. Þess vegna hefur hún reynt að hamla gegn þeirri þróun eftir fremsta megni. Kommúnistar og Framsóknarmenn, sem verið hafa í nánu bandalagi undan- farin ár, hafa hins vegar litið á verðbólguna sem tæki í pólitískri valdabaráttu sinni. Þess vegna hafa þeir talið sér vöxt dýrtíðarinnar í hag. Þetta þekkir og skilur allur almenningur á íslandi. En ríkisstjórnin mun halda áfram baráttunni gegn því að upplausnaröflunum takist að eyðileggja efnahagslegt jafn- vægi í hinu íslenzka þjóðfé- lagi. Viðreisnarstjórnin og flokkar hennar lögðu með ráðstqfunum sínum í upphafi valdatímabils síns grundvöll að stórfelldum uppbygging- um og framförum í landinu. Á því þingi, sem nú er að Ijúka, hafa enn verið stigin mörg og stór spor til þess að tryggja atvinnuöryggi, félags legt réttlæti og álhliða upp- byggingu á íslandi. Það hlýt- ur að vera von allra þjóð- hollra manna, að upplausnar- öflunum takist ekki að eyði- leggja árangur þessa mikla uppbyggingarstarfs með því að grafa grundvöll efnahags- lífsins og magna stöðugt hinn magnandi eld verðbólgunn- ar. STRÍÐSHERRARN- IR í PEKING SEGJA NEI TTátíðahöldin 1. maí urðu kommúnistaleiðtogunum í Kína tilefni til harðvítugra árása á leiðtoga Sovtéríkj- anna, og sagði Chou En Lai í ræðu þann dag, að aðstoð sú, sem Sovétríkin veittu Viet- nam væri ekki annað en stór- kostleg svik og prettir, og til- gangur hennar að leiða styrj- öldina í Vietnam inn á þá braut, að Sovétríkin og Banda ríkin geti í sameiningu ráðið öllu um gang hennar. Þá vís- aði kínverski forsætisráðherr ann á bug öllum tillögum um friðarsamninga í Vietnam, einnig tillögum Mansfield öldungadeildarþingmanns, um að bæði Kína og Norður- Vietnam skyldu eiga aðild að slíkri samningsgerð. Síðastliðið sunnudagskvöld skýrði Lester Pearson, for- sætisráðherra Kanada, frá því að Kanadastjórn væri að reyna að koma á vopnahléi í Vietnam og fá því framgengt Tilhögun stjórnar her- og birgðasföðva NATO HVERRA afleiðinga má vænta af þeirri ákvörðun De Gaulle, Frakklandsforseta, að slíta samstarfi við ríki At- lantshafsbandalagsins? Hvað á forsetinn við, er hann segir, að aílar her- og birgðastöðvar verði að vera undir franskri stjórn? Segja má, að um þessar mundir ríki fjórar meginskoð- anir á því, hvernig yfirstjórn herstöðva skuli hagað: • Spánn: Spænski fáninn blaktir yfir öllum her- stöðvum Bandaríkjanna á Spáni, og hver stöð á sér spænskan yfirmann, hins veg- ar ráða Bandaríkjamenn sjálf- ir allri stjórn hermála, og geta farið sínu fram, eins og nauðsyn krefur, hverju sinni. Þeir þurfa ekki að leita sam- þykkis spænskra yfirvalda til einstakra aðgerða. Frávik frá þessari reglu verður þó að telja leitina að kjarnorku- sprengju þeirri, sem féll í sjó við Spánarstrendur fyrir skemmstu. • Bretland: Herstöðvar Bandaríkjanna í Bretlandi að báðir aðilar drægju sig til baka eftir því, hversu samn- ingum miðaði. Þessum tillög- um hins kanadíska forsætis- ráðherra var þegar í stað svar að af hálfu kínverska utan- ríkisráðuneytisins, og þær kallaðar „gamlar amerískar lummur, sem ekki er orðum að eyðandi.“ Jafnframt var varnarmálaráðherra Sovét- ríkjanna lýstur lygari vegna þess, að hann sagði að Kín- verjar reyndu að hefta send- ingu sovézkra birgða til Norð- ur-Vietnam, og segja Kínverj- ar að aðstoð Sovétríkjanna við Norður-Víetnam sé sorg- lega lítil og eflist aðallega í eru brezkar stöðvar, sem lánaðar hafa verið Bandaríkj- unum. Yfir hverri stöð er brezkur yfirmaður, sem er jafnhátt settur í brezka hern- um, og bandaríski yfirmaður- inn í þeim bandaríska. Þeir bera sameiginlega ábyrgð, ef til þess kæmi, að grípa þyrfti til kjarnorkuvopna, og taka sameiginlega ákvarðanir um allar aðgerðir. • Frakkland: Herstöðvar Bandaríkjanna í Frakk- landi eru nú bandarískar, en þar eru kjarnorkuvopn ekki geymd. Vði hverja stöð starf- ar franskur liðsforingi, en hann hefur ekkert vald, og skiptir sér ekki af stjórn stöðvanna. Hlutverk hans er fyrst og fremst að flytja boð og halda uppi tengslum milli franskra yfirvalda og banda- rískra yfirmanna stöðvanna. Samningar kveða hins vegar svo á, að stöðugt séu veittar upplýsingar um vopn og mannafla bandarísku stöðv- anna. • V-Þýzkaland: V-þýzkar birgðastöðvar í Frakk- gömlum og slitnum vopnum, sem sum séu ónothæf. Það hefur því ítrekað kom- ið fram, að öllum tilmælum um samningaviðræður eða vopnahlé í Víetnam, hefur al- gjörlega verið hafnað af kommúnistum, og greinilegt að þeir ljá ekki máls á slíku í einu eða öðru formi. Þessar staðreyndir eru öllum ljósar og þær liggja fyrir. Sökin á því að friðarsamningar eru ekki hafnir í Víetnam liggur algjörlega og afdráttarlaust hjá kommúnistum, og þeir bera ábyrgð á þeim hörmung- um, sem áframhaldandi styrj- aldarátök í Suður-Víetnam landi eru undir franskri stjórn, en birgðirnar eru allar af v-þýzkum uppruna. V- þýzkur liðsforingi kemur áleiðis boðum yfirvalda í V-Þýzkalandi um það, á hvern hátt birgðirnar skuli nýttar, og er farið að þeim óskum. Enginn veit nú, hver fram- tíð Atlantshafsbandalagsins verður, en endurskoðun samn ings ríkjanna miðað við 1969. Það var Stalin, sem sagði á sínum tíma, að enginn skyldi taka Atlantshafsbandalagið alvarlega, það myndi missa mátt sinn, vegna deilna inn- byrðis. Orð hans kunna að rætaát, er áhrifanna af stefnu DeGaulle fer að gæta. (Einkaréttur: Nordisk Pressebureau). hljóta að hafa fyrir fólkið í þessu ógæfusama landi. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, verður mönnum ljóst hve hræsnis- full eru fundahöld og skrif kommúnista hér á landi um Víetnammálið, þar sem ráð- ist er að Bandaríkjamönnum fyrir árásarstríð á Víetnam, Bandamönnum stríðsherr- anna í Peking hér á landi væri nær að þegja um þetta mál, því að með afstöðu sinni til þess hafa þeir gerzt sam- sekir stríðsæsingamönnunum í Kína. Sökin liggur einnig hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.