Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 1966 Sigurður Steinþórsson Kveðjuorð ÞAÐ tekur nokkurn tíma að gera sér þess fulla grein, að hinn náni samstarfsmaður í tólf ár er nú skyndilega horfinn á braut fyrir fullt og allt. Það er erfitt að átta sig á, að aldrei framar muni glaðleg kveðja hans hljóma í eyrum, er á vinnustað er komið að morgni dags, að ekki verður lengur unnt að ráðg- ast við hann um verkefni dags- ins eða fela honum örugga fram kvæmd þeirra. Og manni fallast hendur er margvísleg og rriikilvæg störf, sem unnin hafa verið umtals- laust af skyldurækni og vand- virkni stöðvast snögglega og til þess manns verður ekki lengur : leitað, sem sá um að ábyrgðar- mikil störf unnust eins og sjálf- > krafa svo að engar áhyggj ur þurfti að hafa. Sigurður Steinþóríson réðst til raforkumálastjórnarinnar árið 1954 og hefur í þessi tólf ór ■ lengst af unnið sem fulltrúi bess, ’ sem þessar línur ritar og mjcg . náinn samstarfsmaðuT. Aðalstarf hans hefur verið að sjá um bæði Ratforkusjóð og Jarðhita- sjóð, æði umfangsmikil störf og ábyrgðarmikil.. Raforkusjóður starfar samkvæmt raforkulögun um frá 1946 og er útíánsfé hans nú um 800 milljónir króna, sem öllu hefur verið varið til raf- væðingar hinna strjálbýlli hJuta landsins. Jarðhítasjóður er miklu minni enda yngri. Gæzla hans og umönnun gerði Sigurði þó miklu meira umstang og erf- iði fyrir ýmsra hluta sakir. Engu að síður hafði Sigurður sízt minni áhuga á málum jarð- hitasjóðs, tók, að segja má, ást- fóstri við hann, fylgdist af lif- andi áhuga með þeirri jarðhita leit, sem framkvæmd er fyrir fé sjóðsins og gladdist af heil- um hug yfir góðum árangri. Var honum það augljós ánægja hve- nær sem hann gat fært mér góð- ar fréttir af vel heppnaðri jarð- hitaleit hvar á landinu sem það nú var í það og það skiptið. Sigurður hefur um nokkurra ára skeið safnað drögum að sögu jarðborana ríkisins og hafði þegar skrifað hluta handrits að þeirri sögu. Erfitt getur orðið fyrir aðra að taka við því verki og hætt við að nokkuð muni nú dragast að því verði lokið. Auk þeirra aðalstarfa, sem nú voru nefnd, hafði Sigurður um- sjón með tryggingarmálum allr- ar raforkumálastofnunarinnar og var það ærið verk, sem Sigurður vann með umhyggju og áhuga í starfi eins og hvaðeina, sem hann tók að sér. Margvísleg önnur smærri fulltrúastörf hans á umliðnum árum verða ekki rakin nánar hér. Sigurður Steinþórsson fæddist að Litlu-Strönd í Mývatnssveit þ. 11. október árið 1899 sonur Steimþórs Bjömssonar bónda og byggingarmeistara og konu hans Sigrúnar Jónsdóttur, alþingis- manns Sigurðssonar á Gautlönd- um. Tæplega tvítugur fór Sig- urður í Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Árið 1928, þá rúmlega tuttugu og þriggja ára gamall réðist hann kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi. Því starfi gengdi hann til ársins 1951, en hann fluttist úr Stykkis hólmi til Reykjavíkur. Um tvéggja ára skeið gengdi Sigurður ýmsum störfum en réð- I * ist snemma árs 1954 fulltrúi hjá raforkumálastjóra svo sem að framan getur. Eftirlifandi kona Sigurðar er Anna Oddsdóttir, hafnsögu- manns í Stykkiáhólmi, Yalentínus sonar. Móðir hennar Guðrún Hallgrimsdóttir var ættuð úr Eyrarsveit. Þau Sigurður og Anna eignuðust fjögur börn: Steiniþór listmálara, Gunnar, deildarstjóra hjá Loftleiðum, Harald jarðfræðing og Sigrúnu bankaritara. Auk þess hafa þau hjónin alið upp tvær fósturdæt- ur, systurdætur Önnu, Ingibjörgu og önnu Þorvaldsdætur. Hið skyndilega fráfall Sigurð- ar Steinþórssonar kom okkur öllum, sem daglega umgengumst hann algerlega á óvart. Á sex- tugasta og sjötta aldursári var hann í fullu starfsfjöri, ekki vart þess að neitt lát væri á starfs- þreki hans. Sigurður var maður léttur í lund og jafnlyndur, hann var vinsæll af samstarfsfólki sinu og gengdi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir það. Hans er saknað af öllum sem þekktu hann. Harm- dauði er hann ástvinum og ætt- ingjum sem slegin eru sárum söknuði við hið skyndilega frá- fall hans. Ég votta þeim öllum innilega samúð mina og kveð Sigurð með þökk fyrir ljúfa sam vinnu og löng og góð kynni. Jakob Gislason. t ÁRIÐ 1923 flutti Sigurður heit. Steinþórsson frá Húsavík til Stykkishólms — og tók við for- stjórastarfi við Kaupfélag Stykk- ishólms, sem þá var nýstofnað. Árið 1926 giftist Sigurður eft- irlifandi konu sinni önnu Odds- dóttur Valentínussonar- skip- stjóra og hafnsögumanns — og áttu þau hjónin heimili í Stykk- ishólmi til ársins 1951, en á þvi ári fluttu þau til Reykjavíkur. Það var sameiginlegt með þeim hjónum, að gera heimili sitt að- laðandi fyrir gesti sína — og minnist ég margra ánægjustunda á þeirra ágæta heimili vestra, enda var þeirra mjög saknað af íbúum Stykkishólms, er þau tóku þá ákvörðun að flytja byggð sína til höfuðstaðarins. Eins og líkum lætur var mikið samstarf með okkur nöfnum I þau nær 30 ár, sem Sigurður dvaldi í Stykkis hólmi. Það var gott að starfa með honum. Sig- urður var góðum gáfum gæddur, drengskaparmaður mikill, sera ávalt lagði sig fram til að leiða öll mál til lykta á friðsamlegan hátt, með 'hag byggðarlagsins fyr ir augum. Hann naut því mikilla vinsælda viðskiptavina Kaup- félags Stykkishólms og allra sam borgara sinna í Stykkishólmi. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, Einnig ólu þau upp tvær systur- dætur frú Önnu. öll eru börn þeirra hjóna góðir og nýtir þjóð- félagsborgarar, sem njóta trausts þess fólks, sem kynni hafa af þeim. Með Sigurði vini mínum er góð ur drengur genginn. Kona mín og ég vottum ekkiu Sigurðar og öllum ástvinum inni lega samúð. j Sigurður Ágústsson. | Vinna Verkamenn óskast strax. Fæði á staðnum. — Mikil vinna. lUalbÍkun hf. Suðurlandsbraut 6 — Sími 36454 eftir kl. 7.00 23755. IsEenzk-skozka félagið Framhaldsstofnfundur Íslenzk-Skozka félagsins verður haldinn 6. maí kl. 8,30 e.h. í Tjarnarbúð. Að loknum félagsstörfum verður dans til kl. 1. Þeir sem áhuga hafa á stofnun félagsins, fjölmenni. Gestir velkomnir. Undirbúningsnefndin. 2 LESBÓKBARNANNA LESBÓK BARNANNA lega vera, sem er að væla?“ Þá varð úlfurinn for- vitinn. „Er einhver að væla?“ hugsaði hann. Hann varð að vita vissu sína. Hann tók sér sæti í hópnum og fór að hlusta eins og ref- urinn og valurinn og hæn an. Þar sem þau nú sátu þarna, kom björninn auga á þau og skálmaði til þeirra. Hárin risu á honum og hann ætlaði ein mitt að fara að greiða þeim rothögg með hramminum, þegar hann heyrði, að þau voru að tauta. „Hver skyldi vera að ▼«ela?“ „Ha, er einhver að væla?“, sagði björninn spyrjandi og snarstanz- aði. Það varð hann endi- lega að fá að vita um. Hann fór að hlusta af enniþá meiri athygli en nokkurt hinna. En nú bar svo við, að sjálfur drekinn kom fljúgandi. Eldur og eim- yrja stóð úr gini hans og minnstu munaði, að hann gleypti þau öll í einum bita. En þá heyrði hann þau segja: „Hver i ósköpunum getur þetta verið, sem er að væla?“ „Já, hver er að væla, sagði hann og hugsaði með sér, að það þyrfti hann nú eiginlega að fá að vita, áður en hann æti þau. Hann varð svo for- vitinn að hann slóst í hópinn og fór að hlusta og furða sig á þessu eins og hin. Nú víkur sogunni til Sánkti Georgs, hins mikla riddara, sem bar þarna að á stríðsfák sín- um rétt í þessu. Hanh var að leita drekans. Hann var svo hráustut og hugrakkur, að hann var ekki hræddari við drekann, heldur en við úlf eða bjarndýr, að ekki sé nú talað um ref, val eða vesæla hænu. Hann mundaði spjót sitt og var rétt í þann veginn að stinga drek- ann í hjartastað, þegar hann heyrði hann segja: „Hver er að væla, hver skyldi þetta eiginlega vera, sem er að væla?“ Þá stanzaði Sánkti Ge- org. „Já, hver er að SKRÝTLUR væla?“, hugsaði hann. „Það verð ég fyrst að vita.“ Hann steig af baki, lagðist niður við hlið drekans og hinna dýranna og hlustaði enn- þá meira undrandi en nokkurt þeirra. Þá vildi svo til að hæn an kom loksins auga á litlu, magaveiku maríu- hænuna djúpt niðri í grasinu. Vips, vaps og hænan tók hana upp í nefið og gleypti hana. „Nú heyrist enginn væla lengur,“ hvæsti drekinn og í sömu andrá gleypti hann öll hin dýr in. En þá steig Sánkti Georg fram, lyfti löngu og þúngu spjótinu og lagði drekann í hjarta- stað, svo að blóð og eitur straumar flæddu um allt, „Þarna vældir þú,“ sagði Sánkti Georg! Svo brá hann sverði sínu og risti drekann á kviðinn og frelsaði fyrst björn- inn, síðan úlfinn, svo ref- inn og valinn og loks litlu, hvítu hænuna. Hænan varð þá svo glöð að hún ældi maríuhæn- unni upp og lagði hana varlega niður í grasið. En nú var maríuhæn- an aftur orðin góð í ‘mag anum og hljóp í sprettin- u-m upp á næsta lauf- blað. Sitji maríuhænan uppi á blöðunum, spáir hún góðu veðri daginn eftir, eins og þú veizt. Og daginn eftir var einmitt gott veður. Mannstu það ekki? Pétur fer inn f rna-t- vörubúð og biður um eina pylsu. Atfgreiðslu- maðurinn vefur hana í venjulegar urwbúðir. En þegar Pétur hefur tekið við bögglinum, segir hann: „Ég sé, að þér hafið þarna ljómandi fallegan ost Ég held, að ég vilji hann heldur.“ „Þér getið fengið skipti,“ sagði afgreiðslu- maðurinn og fær honum siðan ostbitann. Pétur þakkar fyri-r og gengur áleiðis til dyra. „Heyrið þér,“ kallaði afgreiðslumaðurinn. „Ætl ið þér ekki að greiða?“ „Greiða? Fyrir hvað á ég að greiða?“ „Ætlið þér ekíki að greiða ostinn?" „Ostinn? Ég fékik hann í staðinn fyrir pylsuna.“ „En þér greidduð ekki pylsuna.“ „Pylsuna! Ég sem skilaði pyisunni til yðar aftur!“ Bóndinn: „Ég hefi slæm ar fréttír að færa, hr. málfærslumaður, nautið mitt hefur stangað einn af hestunum yðar til bana. Hvernig á ég að bæta yður þennan skaða?" Málfærslumaðurinn: „Þér eigið að láta mig fá einn af yðar hestum í staðinn.“ Bóndinn: Þakka yður fyrir, alltaf eruð þér jafn réttsýnn. En fyrirgefið að mér varð mismæli: Það var nautið yðar, sem stangaði minn hest til bana.“ Málfærslumaðurinn (I fáti): „Nú já, það gerir nú strik í reikninginn, ég er hræddur um að ég verði að rannsaka þetta betur.“ Bóndinn: „Þesg þarf ekki. Ég er viss um, að þér, — eruð jafn fljótur að gera öðrum rétt og þér eruð fljótur að krefjast réttlætis af þeim.“ — Hvers vegna skírðir þú skipið í höfuðið á kon- unni þinni? — Það er svo margt líkt með þeim. Skútan er skrambi lagleg að sjá, en hún lætur illa að stjórn. Konan: Hérna í blað- inu stendur að nýlega só búið að finna upp hnappa lausar skyrtur. Maðurinn: Þær kann- ast ég við, því að ég hefi notað þær síðan ég gift- ist. — Pabbi þinn er skó- smiður, og samt ert þú á botnlausum skóm. — Er það nokkuð mik- ið. Pabbi þinn er tann- læknir og samt fæddist litla systir þín tannlaus. — Fóruð þér á fíla- veiðar, þegar þér voruð í Afríku? — Nei, það var lítið, — veiðitaskan fy-liltist svo fljótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.