Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 3
Fimmttlðagur 5. maí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 Mjólkurfélag Reykjavíkur setur kögglað varpfóður á markaðinn legum þrýstingi í gegnum full- blandað fóðurmjölið um leið og það gengur í gegn um köggla- vélina, sem pressar það í gegnum hringlaga gataplötur. Úr press- unni koma kögglarnir heitir og fara í kögglalyftu inn í kæli og þaðan til afsekkjunarvélar. Kögglarnir eru 4,5 mm í þvermál, sem er hæfilegt fyrir varphænur, en hægt er að minnka þá með því að láta þá á leiðinni fara í gegnum sérstakan tætara. — Smærri köggla má því fá fyrir unga. Að svo komnu er það aðallega varpfóðrið, sem Mjólkurfélagið hefur byrjað að köggla, en síðar kemur væntanlega einnig til greina kögglun á fleiri kjarnfóð urtegundum. Félagið 50 ára á lyæsta ári Mjólkurfélag Reykjavíkur er stofnað árið 1917 og er því 50 ára á næsta ári. Eins og kunnugt er, var það brautryðjandi hér á landi um mjólkurmeðferð og sölu á grundvelli nýrrar hreinsunar- og gerilsneyðingartækni en mjölk urstöð þess var reist 1920, og önn ur fullkomnari 1930. Árið 1930 kom það einnig upp fóðurblönd unarstöð með fullkomnum vélum Starfsmaður saumar saman pokaop. Að baki honum er Leifur G uðmundsson, framkvæmdastjóri JVIR og Ólafur Bjarnason, Brautarholti, stjórnarformaður (er með hatt á myndinni). MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur er nú að setja á markað hér köggl að kjarnfóður fyrir varphænur, sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefnl. Þarf ekki að gefa hænunum aimað en vatn til við- bótar. Framkvæmdastjórinn, Leif ur Guðmundsson, hefur tjáð Mbl að þetta sé fyrsta kögglaða kjarn fóðrið, sem hér er sett á markað, og sé það aðeins um 5% dýrara en ókögglað. Leifur sagði, að kögglun kjarn fóðurs sé nú alls staðar að ryðja sér til rúms, enda hafi það gefið góða raun. Talið sé að fóður rýrni um 10% að jafnaði, en sé það kögglað er rýrnunin svo til engin. Um 600 félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur eru nú um 600 félagsmenn, flest- ir bændur á svæðinu sunnan Skarðsheiðar og vestan Hellis- heiðar, en allmargir félagsmenn eru búsettir í Reykjavík. Félagið hefur jafnan átt mikil viðskipti um allt land. Mjólkurfélag Reykjavíkur lauk við að reisa á sl. ári nýtt verksmiðju- og vörugeymsluhús að Laugavegi 164, Brautarholts megin, og er það þrjár hæðir, alls 6300 rúmmetrar að stærð. Er það nokkru stærra en verzl- Sjálfboðaliðar Sjálfstæðisflokkinn vantar fjölda sjálfboðaliða við skriftir í dag og næstu daga. Þeir sem vilja leggja til liðs sitt hringi í síma 22719 — 17100 eða komi á kosningaskrifstofu Sjálfstæð- isflokksins Hafnarstræti 19 3. hæð. (Hús HEMCO). Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu fyrir Seltjarnarnes að Melabraut 56. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 18 — 22. Sími skrifstofunnar er 2-43-78. Stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. unar- og skrifstofuhúsið, sem fé- lagið hefur áður reist á sömu lóð. Bæði húsin eru samtals um 12 þúsund rúmmetrar. Fóðurblöndunarvélar af nýjustu gerð. í nýja húsinu hefur MR aðal- vörugeymslu sína og fóðurblönd un. Hefur félagið starfrækt þar frá því í fyrra fóðurblöndunrvél ar af nýjustu gerð. Eru þær smíð- aðar af heimsþekktri verksmiðju í Sviss, Biihler Gebruder í Uz- wil, sem m.a. hefur byggt marg ar fóðurverksmiðjur á Norður- löndum. Borgarsmiðjan h.f. í Kópavogi sá um smíði á því, sem gera þurfti hér á landi, m.a. gufu ketils, og annaðist uppsetningu tækja. Byrjað á framleiðslu kögglaðs varpfóðurs Á þessu ári hefur Mjólkurfélag ið bætt við kögglapressu frá sömu verksmiðju með tilheyr- andi útbúnaði, og hefur nú byrj að framleiðslu á kögglafóðri fyr- ir varphænur. Er það heilfóð- ur, sem inniheldur öll nausyn- leg næringarefni, sölt, steinefni og vítamín, og þarf ekkert annað að gefa hænsnunum, nema hreint vatn. Þótt aðeins séu fá ár síðan far ið var að köggla varpfóður al- mennt, er nú orðið langmest not að af því fóðri köggluðu í ná- grannalöndunum, enda eru kostir þess miklir. Öll hænsnin fá sama Guðbrandur Guðbrandsson, sem starfað hefur hjá MR í meira en þrjá áratugi og er elzti starfsma ðurinn, lætur fóðurkögglana renna í poka. fóður, með svo fullkominni sam- setningu sem unnt er samkvæmt núverandi þekkingu. Þau geta ekki valið úr og ekki afétið hvert annað. Nýting fóðursins er betri og minni fyrirhöfn að gefa það. Allt þetta stuðlar að hagkvæm- ari rekstri og auknu varpi Kögglarnir 4,5 mm í þvermál Kögglunin gerist þannig, að gufa frá katli er leidd með hæfi- 1 eftir því sem þá var, þótt nú sé önnur fullkomnari tækni tekin við. Stjórnarformaður Mjólkurfé- lags Reykjavíkur er Ólafur Bjarnason, Brautarholti, en aðr- ir stjórnarmenn eru Jónas Magn ússon, Stardal; Erlendur Magnús son, Kálfatjörn; Ólafur Andrés- son, Sogni og Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum. — Framkvæmda- 1 stjóri er Leifur Guðmundsson. SMSTHNíUi Neyðarúrræði Kommúniistablaðið birti i gær viðtal við sálfræðing, sem skipar annað sæti á lista kommúnista- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingarntar í vor. í viðtali þessu skýrir hann, hvers vegna hann sé kominn í „slagtog“ með komm únistum, eins og hann orðar það, og segir: „Við getum byrjað á því að útiloka Sjálfstæðisflokkinn, fyrst hann hefur talið mig ónothæfan sem ópólitiskan starfsmann til ráðgefandi starfa i uppeldismál- um, er sjáanlegt, að einskis sam- starfs er þar að vænta. Getum við ekki reiknað Alþýðuflokk- inn til Sjálfstæðisflokksins? Mér hefur lengi skilizt, að þeir væru samvaxnir. Um Framsókn Vieit ég ekkert, hefur alltaf leiðzt hún, og þá er Alþýðubandalagið eitt eftir“. Greinilegt er að sálfræðingur- inn hefur hér notað gömlu góðu útilokunaraðferðina, og að vera hans á framboðslista kommúnista er algjört neyðarúrræði í hans augum! Sterkt minni! Þegar Einar Olgeirsson flutti ræðu sína í útvarpsumræðunum í fyrra kvöld, varð einum út- varpshlustanda að orði: „Mikið hefur hann Einar sterkt minni, hann kanin ennþá utan að ræð- una, sem hann flutti fyrir 30 árum!“ 111 útivist Vistin utan stjórnarráðsins fell ur Framsóknarmönnum greini- lega sífellt ver. í eldhúsdagsum- ræðunum og einnig í vantrausts umræðunum fyrir nokkru luku nær allir ræðumenn Framsókn- arflokksins ræðum sínum með því að leggja áherzlu á, að rikis- stjórnin færi frá völdum. Greini- legt er, að prófessor Ólafur Jó- hannesson er farinn að örvænta lun, að svo verði og hallast nú að næstbeztu leiðinni. Hann lagði sem sagt til í útvarpsumræðun- um í fyrrakvöld, að mynduð yrði þjóðstjóm, og sagði að þjóð- in vildi það. Nú er það að vísu svo, að þjóðin hefur tvívegis kveðið upp þann úrskurð, að hún vilji Framsóknarflokkinn ekki í stjóm, en þessi ummæli prófess- ors Ólafs sýna þó glögglega þá örvæntingu og skelfingu, sem breiðist út með vaxandi hraða í herbúðum Framsóknarmanna um það, að hin langa útivist þeirra frá ráðherrastólunum eigi eftir að verða enn lengri, og er sá ótti ekki ástæðulaus. Alfreð og for~ r - dæmi Olafs Furðulegt er að Alfreð Gísw son læknir ^kyldi ekki láta séi fordæmi ólafs Jóhannessonar að kenningu verða. Óiafur fómaði embættisheiðri sínum fyrir póli- tíska tækifærismennsku. Greini legt er að Alfreð Gíslason hyggsl gera það sama. Fullyrðingar hana um eiturverkanir álbræðslunnai em úr lausu lofti gripnar og ákvæði álsamninganna um þessi atriði tvímælalaus. Kdpavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur basar sunnud. 8. maí n. k., kl. 3 s.d. í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi. Þeir, sem vilja styrkja basarinn, hafi samband við Guðrúnu Gísladóttur, Alf- hólsv. 43, Kópav., sími: 40167 og Sigríði Gísladóttur, Kópavogs- braut 45, Kópav., sími: 41286.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.