Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 17
Fimmtuctagur 3. ■mst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Tveggja áratuga starf í þágu iaunþega - Rætt við Gunrtar Heigason, sem skipar 5. sæti á framboðslista Sjáifstæðis- Hagsmunamál launþega Fjulskylda Guunars Helgasonax; Frá y. Sigrún Aadrésdúttir, unnusta Más, sonar Gunnars, Gunnhildur, Unnur, Gunnar, Sigríður ®g Már, sonur þeirra. Við víkjum þá að öðrum hags- munamálum lauiiþega, og segir Gunnar Helgason það vissulega ánægjulega þróun, að forustu- menn verkalýðssamtakanna hafa á undanförnum árum gert sér grein fyrir því að taka hefur þurft upp nýja stefnu í kjara- málum. Stefnt hefur verið að raunhæfum kjarabótum. Fyrir aðeins nokkrum árum var of oft einblínt á krónuhækk- un í kaupi og þær kauphækkan- ir stundum knúðar fram með löngum verkföllum, sem oft á tíð Framhald á bls. 19 flokksins í Reykjavík ÞEIR eru ófáir launþegar, verkamenn og sjómenn, sem einhvern tíma hafa leitað ráða og aðstoðar Gunnars Helgasonar, sem nú skipar 5. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Um meira en tveggja ára- tuga skeið hefur hann starfað á vegurn Sjálfstæðisflokksins, aðallega að málefnum laun- þega og óhætt er að fullyrða, að fáir menn, sem að þeim máium starfa, hafa jafn yfir- gripsmikla þekkingu á högum og hagsmunum launþega og Gunnar Helgason. Gunnar Helgason er fæddur á Hlíðarenda í Fljótshlíð 10. apríl 1925, og voru foreldrar hans Kristín Eyjólfsdóttir og Helgi Erlendsson, sem býr þar enn. Gunnar fluttist til Reykjavíkur 16 ára að aldri árið 1942, og stundaði fyrst nám hér í gagn fræðaskóla, og síðar í Samvinnu- skólanum. Hann er kvæntur Sig- ríði Pálmadóttur (Loftssonar fyrrum forstjóra Skipaútgerðar- innar) og Guðríðar Vilhjálms- dóttur. Þau eiga þrjú börn, Má, 21 árs, Unni, 19 ára og Gunnhildi, 15 ára. Gunnar Helgason hóf störf sín j á Sjálfstæðisflokknum tvítugur að aldri árið 1946, sem erindreki. í fyrstu sinnti hann aðallega samtökum ungra Sjálfstæðis- manna, og um líkt leyti, eða 1947, varð hann formaður Heim- dallar, og gegndi því starfi til 1950. Hann sat í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna um 10 ára skeið frá 1948 til 1958 og var varaformaður samtakanna í 4 ár. Hann hefur átt sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1950 og í skipulagsnefnd flokksins frá 1952. Hann fór fljótlega að sinna málefnum launþega í störfum sínum hjá Sjálfstæðisflokknum, og 1948 var Verkalýðsráð flokks- ins stofnað, en í því eru fulltrúar þeir á þingi Alþýðusambands Is- lands hverju sinni, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, svo og aðrir forustumenn Sjálf- stæðismanna innan launþegasam- takanna. Staríað að málefnum launþega Blaðamaður Mbl. ræddi fyrir nokkru við Gunnar Helgason um starfsemi Verkalýðsráðs og hags- munamál launþega. Hann skýrir okkur svo frá, að Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins sé sá vett- vangur, þar sem Sjálfstæðis- menn í launþegasamtökum ráði ráðum sínum varðandi þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni í sanjtökum. Gunnar Helga- son hefur verið formaður og framkvæmdastjóri Verkalýðs- ráðs frá upphafi, og eftir stofnun þess beindust störf hans fyrst og fremst að hagsmunum launþega, en jafnframt dró úr störfum hans ’á öðrum sviðum flokksstarf seminnar. „Verkefni Verkalýðsráðs", seg ir Gunnar Helgason, „ er í því fólgið að halda uppi fræðslu- og kynningarstarfsemi um ýmis mál, sem varða sérstaklega hags- muni launþega, skipulagsmál launþegasamtaka og almenna fé- sem fyrirlesara hina fróðustu menn, sem rætt hafa um hin margvíslegustu málefni á fagleg- um og fræðilegum grundvelli, og hafa þessi námskeið tvímæla- laust átt þátt í því að nýtt og stéttarlegra viðhorf hefur skap- azt innan verkalýðshreyfingar- innar, enda hefur á slíkum nám- skeiðum oft verið brotið upp á nýjum hugmyndum og stefnu- málum, sem að okkar áliti hafa verið vanrækt og gleymzt í hinu pólitíska þrasi innan verkalýðs- samtakanna. Jafnframt hefur Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og skrifstofa þess leitazt við að veita félags- mönnum í verkalýðshreyfingunni upplýsingar um þau mál, sem sérstaklega varðar þá, og annast jafnframt ýmsa þá fyrirgreiðslu, sem þeir hafa óskað eftir. Þessi starfsemi hefur aukizt ár frá ári vegna þeirrar miklu fylgisaukn- ingar, sem Sjálfstæðismenn hafa átt að fagna innan launþegasam- takanna á undanförnum árum“. Sem dæmi um það nefnir Gunn- ar Helgason það, að Sjálfstæðis- menn eru nú orðnir annar stærsti hópurinn á þingi Alþýðusam- bands íslands, og þróunin hefur orðið sú á síðustu árum að for- ustan í hagsmunabaráttu laun- þega hefur færzt stöðugt meira í hendur Sjálfstæðismanna innan launþegasamtakanna. „Það er vissulega ánægjulegt", segir Gunnar Helgason, „að sú leiðinlega og oft skaðlega póli- FRAMBJÓÐENDUR lagsmálastarfsemi. f því sam- bandi hefur verið efnt til fræðslu námskeiða.ibæði hér í Reykjavík og einnig víða úti um lands- byggðina. Á þessi námskeið hefur verið lögð áherzla á að fá tíska barátta, sem átt hefur sér stað innan verkalýðsamtakanna hefur minnkað á undanförnum árum, og samstarf aukizt milli hinna áður stríðandi aðila í sam- tökunum. Er vonandi að fram- Gunnar Helgason á skrifstofu sinni. hald verði á iþessari þróun og að leiðtogum verkalýðssamtakanna skiljist nauðsyn þess, að vinna samaft í hagsmunabaráttunni á stéttarlegum grundvelli, og láti ekki annarleg pólitísk sjónarmið sundra röðum launþega". Skipulagsmál verkalýðs- samtakanna Við spyrjum Gunnar Helgason nú um viðhorf hans til skipulags og starfsemi verkalýðssamtak- anna, og segir hann, að það hafi háð verkalýðsfélögunum mikið, að þau hafa ekki haft yfir nægi- legum starfskröftum að ráða vegna fjármagnsskorts. „Nú er þetta nokkuð að breytast, þannig að mörg stærri verkalýðsfélögin hafa starfsmenn á sæmilegum launum til þess að vinna að hin- um margvíslegu verkefnum, sem jafnan koma upp í slíkum sam- tökum. Þótt þannig hafi nokkuð áunnizt í þessum efnum á undan- förnum árum, skortir verkalýðs- félögin enn nauðsynlega aðstöðu til þess að afla sér nægilegrar sérfræðilegrar aðstoðar og upp- lýsinga í þeim málum, sem snerta kaup- og kjarasamninga félag- anna, þótt mikið hafi verið úr því bætt á síðastliðnum árum með tilkomu vissra opinberra stofnana, sem sérstaklega hafa unnið að upplýsingasöfnun á þessu sviði. Þá hefur einnig verið mikið um það rætt, að breyta þyrfti og efla skipulag verkalýðssamtak- anna. Um þetta mál hafa verið uppi margar sundurleitar skoð- anir í samtökunum, a.m.k. hvaða leiðir beri að fara í þessum efn- um, en sá skoðanamunur hefur ekki verið bundinn við stjórn- málaskoðanir, heldur félagslega aðstöðu í hinum ýmsu félögum og samtökum. Ég held þó, að svo sé komið, að meginþorri verka- lýðssamtakanna viðurkenni nauð syn einhverra breytinga, og þá sérstaklega í þá átt að gera heild- arsamtök verkalýðsins skipulags lega sterkari en þau eru í dag. Hin fjölmörgu og fámennu fé- lög úti um landsbyggðina hafa enga aðstöðu til að sinna málefn- um félagsmanna sinna, eins og þarf, ef miðað er við nútímaað- stæður. Það er því orðið ljóst, að skapa verður stærri heildir með sérgreinasamböndum og er þró- un í þá átt nú hafin. Þing Al- þýðusambands íslands er einnig orðið alltof þungt í vöfum. Það sitja nú hátt á fjórða hundrað manns,, og öll málefnaleg af- greiðsla erfið á slíkri fjöldasam- komu, sem samán er sett af hin- um ólíklegustu hagsmunahóp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.