Morgunblaðið - 10.05.1966, Síða 2
MORGUNBLADID
>riðjudagur 10. maí 1968
Lágmarksverð fersk-
síldar til frystingar
ákveðið
TFIRNEFND VerSlagsráðs sjáv-
arútvegsins ákvað á fundi í dag
eftirfarandi lágmarksverð á
fersksíld til frystingar, sem
veidd er á Norður- og Austur-
landssvæði, þ. e. frá Riti norður
um að Hornafirði, tímabilið 1.
maí til 9. júní 1966. Kostar
pr. kg. kr. 1.90 og miðast verðið
við það magn, sem fer til vinnslu.
Vinnslumagn telst innvegin
síld, að frádregnu því magni, er
vinnslustöðvarnar skila í síldar-
verksmiðjur. Vinnslustöðvarnar
skulu skila úrgangssíld í síldar-
verksmiðjur seljendum að kostn-
aðarlausu, enda fái seljendur hið
auglýsta bræðslusíldarverð.
Þar sem ekki verður við kom-
ið að halda afla bátanna aðskild-
um í síldarmóttöku, skal sýnis-
horn gilda sem grundvöllur fyrir
hlutfalli milli síldar til framan-
greindrar vinnslu og síldar til
bræðslu milli báta innbyrðis.
Verðið er miðað við, að selj-
andi skili síldinni á flutnings-
tæki við hlið veiðiskips.
Verð þetta var samþykkt með
atkvæði oddamanns og fulltrúa
fiskseljenda gegn atkvæðum
fulltrúa fiskkaupenda.
í nefndinni áttu sæti: Jónas H.
Haralz, forstjóri Efnahagsstofn-
unarinnar, sem er oddamaður
nefndarinnar.
Tilnefndir af fulltrúum fisk-
seljenda í Verðlagsráði: Ingimar
Einarsson, fulltrúi, Reykjavík og
Tryggvi Helgason, formaður sjó-
mannafélags Akureyrar.
Tilnefndir af fulltrúum fisk-
kaupenda í Verðlagsráði: Bjarni
V. Magnússon, framkvæmda-
stjóri, Reykjavík og Eyjólfur ís-
feld Eyjólfsson, framkvæmda-
stjóri, Reykjavík.
Frá Verðlagsráði
s j ávarútvegsins.
Umræðufundur um
stækkun sveitarfélaga
STÚDENTAFÉLAG Suðurlands
efnir til almenns umræðufundar
næstkomandi miðvikudagskvöld,
11. maí, í félagsheimilinu Borg í
Grímsnesi. Frummælendur eru
beðnir að lýsa afstöðu sinni til
hugmynda, sem fram hafa kom-
ið um stækkun sveitarfélaga,
varðandi fræðsluhéruð og skóla-
héruð, um endurskoðun á skipan
prestakalla og um breytingar á
sýslumörkum og yfirstjórn hér-
aða. Vafalaust ber og á góma
stærð annarra félagsheilda í
dreifbýli svo sem félagsheimila-
umdæmi, sjúkrasamlög og fleira.
Frummælendur á fundinum
verða fjórir: séra Sigurður S.
Haukdal, oddviti Vestur-Land-
eyjahrepps; Steinþór Gestsson,
oddviti Gnúpverjahrepps; Unnar
Stefánsson, viðskiptafræðingur,
og Ölver Karlsson, oddviti Ása-
hrepps. í hópi framsögumanna
eru þrír oddvitar í Árnes- og
Rangárvallassýlu.
Gestur fundarins er Árni G.
Eylands, en eftir hann hafa ný-
verið birzt blaðagreinar um
stækkun sveitarfélaga í Noregi.
Fundurinn er öllum opinn og
hefst kl. 9,30 i félagsheimilinu
Borg í Grímsnesi, eins og áður
segir.
Vitað er, að framsögumenn
hafa skiptar skoðanir á því efni,
sem er til umræðu.
Kynningoikvöld-
vokn hjó Hvöt
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ HVÖT hefur kynningar-
kvöldvöku í kvöld í Sjálfstæðis-
húsinu. Þar talar borgarstjórinn,
Geir Hallgrímsson. Ennfremur
flytja þessar konur ávörp: Sig-
urlaug Bjarnadóttir, Geirþrúður
Bernhöft, Gróa Pétursdóttir, Sig-
urbjörg Sigurjónsdóttir og Auð-
ur Auðuns.
Á eftir verða ágæt skemmti-
atriði. M.a. syngur Magnús Jóns-
son, óperusöngvari með undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar, Þóra
Borg, leikkona, les upp. Þá verð-
ur kaffidrykkja og síðasta
skemmtiatriðið er þjóðdansasýn-
ing og sýning á gömlum bún-
ingum, sem Þjóðdansafélagið sér
um.
Nitze, flotamálaráðherra
Bandaríkjanna á íslandi
PAIJL H. Nitze, flotamálaráð-
herra Bandaríkjanna hafði
stutta viðdvöl hér á landi sl.
sunnudag. Kom hann um
morguninn og hélt aftur utan
um kvöldið áleiðis til Sví-
þjóðar, en hann er á ferða-
lagi um Evrópu.
Flotamálaráðherrann átti
Akraneskirkja aftur
tekin í notkun
Helgiathöfn fór fram í kirkju-
uni hér á Alkranesi sl. laugar-
dagskvöld kl. 8:30, um leið og
kirkjan var tekin í notkun. Við-
staddur athöfnina var biskupinn
yfir íslandi, herra Sigurbjörn
Einarsson, og svo auðvitað hér-
aðsprófasturinn séra Sigurjón
Guðjónsson Saurbæ, og sóknar-
presturinn séra Jón M. Guð-
jónsson. Athöfnin var öll hin há-
tíðlegasta og var kirkjan fuli-
setin. Kirkjukórinn söng undir
stjórn Magnúsar Jónssonar org-
anleikara.
LÆGÐIN norðvestur af land- moldrok og sandmistur í lofti.
inu olli vaxandi austanátt um Norðanlands var hinsvegar
sunnanvert landið í gær. Var suðlæg átt og sólskin, en
komið ofsaveður eða 11 vind- mikill loftkuldi, jafnvel á
stig á Stórhöfða um nónbilið Akureyri var eins stigs frost
og víða var 6—7 vindstig. klukkan 15.
Úrkomulaust var, en víða
Sunnudaginn eftir 8. maí,
fermdi séra Jón 53 börn, og á
uppstigningardag 19, fermir
hann 44 börn. Með þeim hefur
hann fermt 1456 börn alls hér
í bæ.
Á endurreisnartíma Akranes-
kirkju hafa henni borizt góðar
og verðmætar gjafir. Frú Ingunn
Sveinsdóttir og Haraldur Böðv-
arsson, framkvæmdastjóri, gáfu
þrjár veglegar kirkjuklukkur
með tilheyrandi rafmagnsútbún-
aði og áletrun. Klukkurnar eru
gefnar í tilefni af gullbrúðkaupi
þeirra hjóna 6. nóvember s.l.
Þessar kirkjuklukkur eru frá
þekktri þýzkri verksmiðju, sem
framleiðir mikið af þeim, og
eru áður komnar í nokkrar is-
lenzkar kirkjur.
Dráttarbraut Akranes h.f., en
framkvæmdastjórar hennar eru
þeir, Þorgeir Jósefsson og Jósef
Þorgeirsson, létu smíða og gáfu
mjög vandaðar kirkjuhurðir.
Frú Ása Finsen og börn henn-
ar gáfu fagran ljósakross á
kirkjuna, til minningar um
eiginmann og föður, Ólaf sál-
uga B. Björnsson, ritstjóra. Frú
Sigríður Sigurðardóttir gaf
fallega blómavasa úr silfri með
áletrun til minningar um eigin-
mann sinn, Jóhann B. Guðnason,
sem var sóknarnefndarformaður
hér í áratugi.
Einnig gaf einn velunnari
kirkjunnar tvo vandaða kerta-
stjaka úr silfri, til minningar
um móður sína, en hann óskar
að nafn síns só ekki getið.
viðræður við yfirmenn varn-
arliðsins á Keflavíkurflug-
velli, og einnig brá hann sér
í stutta heimsókn til Reykja-
víkur. Hitti hann ýmsa ís-
lenzka aðila að móli á heimili
Penfields, sendiherra, og
skýrði fyrir þeim varnarmál.
auk þess sem hann ræddi um
Magnús Guðlaugsson gaf útskor-
inn stól til minningar um konu
sína, Friðmeyju Guðmundsdótt-
ur. Eigendur Bókaverzlunar
Andrésar Nielssonar, gáfu kr.
3000 andviðri 30 eintaka af sálma
bókum, ennfremur hafa kirkj-
unni borizt nokkrar peninga-
gjafir.
Nokkrar konur hafa með
höndum stjórn sérstaks sjóðs,
sem nefndur er Blómasjóður
Akranesskirkju. Veitti sjóður
þessi peninga til greiðslu á tepp
um bæði á kór- og kirkjugólf.
horfurnar í heimsstjórnmálun
um.
Á myndinni hér að ofan
sést hvar Nitze, flotamálaráð-
herra, ræðir við Weymouth
aðmírál, við komu hins fyrr-
nefnda til Keflavíkurstöðvar-
innar.
Af framgangreindu má sjá að
mörgum er annt um kirkjuna
sína, og sýna það á margan hátt.
Að sjálfsögðu eru margir aðrir,
en hér eru nefndir sem bera um
hyggju og vinarhug til hennar og
telja sig eiga henni margt að
þakka. Fyrir allar þessar gjafir
biður sóknarnefndarformaður,
Karl Helgason, fyrir hönd sókn-
arnefndar Akraneskirkju MbU
að færa innilegar þakkir og bið-
ur gefendum guðs blessunar. -«
Oddur.
Alli Ólafsvíkiarbóta
meiri en í iyrra
Ólafsvík, 9. maí.
AFLI Ólafsvíkur báta frá 16.
apríl eru nú orðin 3293 tonn í
191 róðri. Hæsti bátur á þessu
tímabili var Guðbjörg með 210
tonn í 13 róðrum. Afli frá ver-
tíðarbyrjun tii 30. apríl er orð-
inn 8913 tonn í 870 róðri, en var
á sama tima í fyrra 8334 tonn í
848 róðrum, og er því orðinn
580 tonnum meiri nú en í fyrra.
Mestan afla í róðri í apríl hafði
Valafell þann 26. apríl 31.5
tonn.
Afli einstakra báta frá ver-
tiðarbyrjuninni er þessi: Halldór
Jónsson 916 tonn í 67 róðrum,
Valafell 828 tonn í 68 róðrum,
Stapafell 782 tonn í 57 róðrum,
Sveinbjörn Jakobsson 777 tonn
í 58 róðrum, Steinunn 746 tenn
í 65 róðrum, Jón Jónsson 732
tonn í 60 róðrum, Jón á Stapa
614 tonn í 55 róðrum, Guðbjórg
533 tonn í 50 róðrum, Hrónn
500 tonn í 57 róðrum, Frosti 473
tonn í 44 róðrum, Bárður Snæ-
fellsár 404 tonn í 46 róðrum,
Olafur Bekkur 400 tonn í 29
róðrum, Geysir 337 tonn i 51
róðri, Gylfi 163 tonn í 77 róðr-
um, Ólafur 203 tonn í 54 róðr-
um, og Auðbjörg með 347 tonn
í 62 róðrum.
— Hinrik.
Sjfálfboðaliðar
SJÁLFSTÆOISFLOKKINN vantar fjölda sjálfboðaliða við
skriftir i dag og næstu daga. Þeir sem vilja leggja til lið sitt
hringi í sima 21409 — 17100 eða komi á kosningaskriístofu
Sjálfstæðisi'lokksins Hafnarstræti 19 3. hæð. (Hús HEMCO).