Morgunblaðið - 10.05.1966, Page 4
4
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 10. maí 1966
Bí LALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
W——BÍLALEIGAN
rALUR P
i
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
mniFiÐ/fi
Volkswagen 1965 og ’66.
BIFREIIALEIGAItt
VECFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
Hópferðab'ilar
allar stærðir
Sími 37400 og 34307.
BOSCH
Þurrkumótorar
6 volt
12 volt
24 volt
Bílastraumur
Fremur er hann kaldur
þessa dagana, en þó er snjólétt
hér syðra. Fyrir norðan er enn
mikill snjór í fjöllum og vegir
ekki orðnir akfærir yfir heið-
arnar. í>eir munu enn vera að
moka snjó af veginum yfir
Vaðlaheiði — og þar er hann
geysimikill. En vonandi fer
að hlýna svo að hægt verði að
bregða sér úr bænum um helg-
ar.
Um síðustu helgi var veðrið
hér mjög fagurt, þótt ekki
væri hlýtt. Mikill fjöldi foiks
notaði góða veðrið og ók út úr
bænum, þótt ýmsir vegir í ná-
grenninu séu varla ökufærir.
Mjög margir völdu því þann
kostinn að aka til Keflavíkur,
því að þetta er í rauninni eini
vegur landsins, sem hægt er
að telja veg. Bílastraumurinn
til og frá Keflavík var nær
óslitinn á sunnudaginn og var
ljóst, að ökumenn kunnu vel
að meta þessa fyrirmyndar-
akbraut.
Vegagjaldið er orðið algert
smáræði í samanburði við þá
miklu yfirburði, sem þessi
vegur hefur yfir aðra vegi
landsins — og þess mun lengi
minnst, að jafnvel var búizt
við átökum og barsmíð, þegar
þessi eini almennilegi vegur
landsins var opnaður. Og það
voru einmitt þeir, sem fyrst og
fremst áttu að njóta vegarins,
sem ógnuðu friðinum.
Loksins
I>egar nútíma bítlahljóm-
sveitir, sem æpa við hvað
mestar vinsældir á mannamót-
um hér á landi, hafa m.a. beitt
þeirri auglýsingaaðferð í blöð-
unum að láta birta af sér mynd
ir, sem teknar eru í óvenju-
legu umhverfi, þ.e.a.s. um-
hverfi, sem stungið hefur i
stúf við hárlubbann og at-
vinnu spilaranna og söngvar-
anna.
Um helgina birtist mynd af
einni bítlahljómsveitinni í
kirkjugarði — og bítlarnir
virtust ýmist liggjandi eða sitj-
andi á leiðunum. Þetta er
ákaflega smekkleg auglýsinga-
aðferð og sú spurning vaknar,
hvort þarna hafi bítlarnir ekki
loksins fundið sitt rétta um-
hverfi.
^ Kurteis ökumaður
Tvær gamlar konur senda
eftirfarandi:
„Kæri Velvakandi!
Við, tvær gamlar konur,
stóðum vestur á Hringbraut
og ætluðum yfir götuna. Við
vorum á réttum stað, við
braut, sem merkt er fótgang-
andi. Fleiri bættust í hópinn.
Fullorðin hjón, drengur með
mjólkurhyrnu í neti og gömul
kona með staf. Bílarnir þutu
framhjá, en enginn mátti vera
að því að nema staðar til þess
að hleypa okkur yfir götuna.
Við stóðum þarna eins og út-
skúfaðar sálir og mændum
vonlausum augum til fyrir-
heitna landsins. Loksins, loks-
ins kom ungur maður á jeppa.
Hann stanzaði samstundis og
hleypti okkur brosandi yfir
götuna. Við urðum svo barns-
legar af þakklæti, að við sner-
um okkur við og veifuðum til
hans og lögðum á okkur núm-
erið: R 9674.
Við þökkum honum og öll-
um ökumönnum borgarinnar,
sem sýna kurteisi og hjálpsemi
í umferðinni — einkum, þegar
gamla fólkið á í hlut. I>að er
oft hrætt á götunni. Megi Guð
blessa þá alla.
Tvær gamlar konur, 72 ára.“
Hættulegar túttur
Og húsmóðir skrifar okk-
ur eftirfarandi:
Túttur eða snuð eru mikil
þarfaþing á öllum barnaheim-
ilum. Á undanförnum árum
hafa fengizt hér margar teg-
undir af snuðum — og sjálf-
sagt reynzt misjafnlega vel.
Kona nokkur, sem á tíu börn,
sagði mér hins vegar fyrir
nokkru, að á markaðnum væri
ein tegund snuða, sem væri
stórhættuleg. Mjóu munaði að
yngsta barn hennar kafnaði
með þetta snuð — og það var
aðeins tilviljun, að móðirin
kom að, er snuðið hafði rifnað
við hringinn. Sagði konan, að
þessi eina tegund bilaði oft
mjög skyndilega, gúmmítotan
rifnaði við hringinn án þess að
séð væri, að gúmmíið væri
byrjað að gefa sig. Ættu for-
eldrar að vara sig á þessu.
Húsmóðir."
Umferðarreglur
Hér koma nokkrar fyrir-
spurnir varðandi umferðar-
reglur og það er „Ökumaður",
sem skrifar:
„Sunnudaginn 1. maí var
sagt frá árekstri er varð á
Hringbraut, gegnt Elliheimil-
inu Grund, milli bifreiðanna
A og R.
Ég óska eftir að vita, hvort
báðir ökumenn verði ekki
dæmdir sekir samkvæmt um-
ferðalögunum. Annar fyrir að
beygja fyrirvaralaust af vinstri
akrein í hægri hliðargötu, hinn
fyrir að ætla að aka fram úr
á gatnamótum?
Umferðarlög þau, sem í gildi
eru, bera ártölin: 1956, 1960 og
1965.
Eitt sinn birtist í dálkum
þínum fyrirspurn um það
hvernig ökumenn ættu að haga
sér ef annar kæmi niður Nóa-
tún ofan Laugavegar og ætlaði
inn Laugaveg, en hinn kæmi
upp Nóatún neðan Laugavegar,
og ætlaði niður Laugaveg.
Svarið heyrði ég í Umferðar-
þætti útvarpsins.
Ég hef leitað að þessu svari
í umferðarlögunum, en ekki
fundið. í umferðarlögunum er
lítillega minnst á akreinar.
T.d. skilst mér að akrein þýði
það, sem skipta megi akforaut
í. Spurningin er hvort sama
heiti gildir eftir að það hefir
verið gert. Ekkert finn ég í
umferðarlögunum um hring-
torg eða reglur þær, sem þar
gilda. Ég hefi hinsvegar fundið
ákvæði um að dómsmálaráð-
herra og lögreglustjórar geti
sett fyllri ákvæði en er að
finna í umferðarlögunum.
Kannski eru framangreind
atriði þannig til komin?
1 kaflanum um umferðar-
fræðslu o.fl. segir meðal ann-
ars:
„Bæjar- og sveitarstjórnum
ber ennfremur að fræða“,
o. s. frv. Ég veit að fluttir eru
fastir þættir í útvarpið um
umferðarmál, sem fjöldinn
hefir lítil sem engin not af.
Einnig eru haldnar umferðar-
vikur, sem allir hafa mikið
gott af. En vilji maður lesa sér
til um þau sérákvæði, sem
sett hafa verið, ja, þá vandast
málið.
Eitt sinn var dreift kortum
með leiðbeiningum varðandi
umferðarmerki. I>egar beðið
er um umferðarlögin, fær mað-
ur aðeins hin almennu um-
ferðarlög, en ekki staf um nein
sérákvæði.
í Umferðarlögunum er bann
að að aka fram úr öðru farar-
tæki á vegamótum. Þó er sú
undanþága veitt að aka má
fram úr ökutæki á vegamótum,
og það meira að segja vinstra
megin við það, ef ökutækið,
sem á undan fer, gefur greini-
legt merki um að það ætli
að beygja til hægri. Ekki er
eitt orð að finna um framúr
akstur við vegamót, þar sem
vegur liggur til vinstri nema
þetta almenna ákvæði um
bann við framúrakstri á vega-
mótum. Spurningin er því sú,
hvort vegur, sem liggur vinstra
megin út úr þeim vegi, sem
ekinn er hverju sinni, telst
hluti af gatnamótum.
Fyrir skömmu varð hroða-
legt slys er bifreið var ekið
undir pall á kyrrstæðri vöru-
bifreið er lagt hafði verið á
vinstri vegarbrún. Ég reikna
ekki með, (enda ekki séð um
það getið) að vörubifreiðin
hafi haft stöðuljós. Ef stöðu-
ljós vörubifreiðarinnar hafa
ekki verið tendruð, var hún þá
ekki í algjörum órétti?
Ég óska eindregið eftir að fá
svör við þessum spurningum I
dálkum þínum. Ef það er ein-
hverra hluta vegna ómögulegt,
óska ég eftir að það verði tek-
ið til umræðu í laugardagsum-
ferðarþáttum útvarpsins, og
það sem fyrst.
Ökumaður".
Ég ætla ekki að reyna að
svara þessu en vona, að þeir,
sem telja sér málið skylt, taki
sér penna 1 hönd og sendi mér
svörin.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Simi 38820.
Veitingastofa
óskast
Hjón, von veitingahúsarekstri, óska eftir að taka á
leigu, litla veitingastofu á góðum stað á Austfjörð-
um í sumar. Upplýsingar og leigutilboð, leggist inn
á afgr. Mbl. fyrir 16. maí, merkt: „Austurland“.
Hafnarfjörður
Tveggja hæða einbýlishús til sölu. Á efri hæð eru
4 svefnherbergi og bað. Á hæð eru stofur, eldhús og
þvottahús. Bílskúrsréttur. — Laust til íbúðar í
þessum mánuði.
GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL.
Linnetstíg 3, Hafnarfirði — Sími 50960
kvöldsími sölumanns 51066.
Tilraunastöðin
Skriðuklaustri
óskar eftir að ráða mann. Verksvið hans er að veru
legu leyti að annast sauðfjárbú stöðvarinnar, þar
með að sjá um sauðfpártilraunir, sem þar eru reknar.
Húsnæði fyrir fjölskyldumann er fyrir hendi.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Umsóknir sendist Matthíasi Eggertssyni, Skriðu-
klaustri, sem veitir nánari upplýsingar.
1-2 herb. íbúð
óskast á leigu nú þegar.
GUÐJÓN STEINGRIMSSON, HRL.
Linnetstíg 3, Hafnarfirði — Sími 50960
kvöldsími sölumanns 51066.