Morgunblaðið - 10.05.1966, Side 5
I; #•-:
L«‘. i
* <lr »Jí
Þriðjudagur 10. HHtí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
SL. laugardag var vígB
ný og glæsileg viðbygging
við Barnaheimilið Sólheima
í Grímsnesi, en þar hefur
verið rekið heimili fyrir van-
þroskuð börn mörg uiidan-
farin ár. Viðstaddir vígsluna
Gestir frú Sesselju við hádegisverðarborðið.
Vígð ný bygging við
Barnaheimilið Sólheima
\ Heilladrjúgt starí forstöðukonunnar,
■
\ frú Sesselju Sigmundsdóttur
voru á þriðja hundruð gest-
ir, þ.á.m. fulltrúar ráðherra,
borgarstjóra og biskups, svo
Frú Sesselja Sigmundsdóttir
og félagar Lionsklúbbsins
Ægis, sem á drjúgan þátt í
hinni nýju byggingu, og auk
þess Lionsfélagar af Norður-
löndum. Frú Sesselja Sig-
mundsdóttir forstöðukona
Sólheima á heilladrýgstan
þátt í þessum nýja áfanga i
sögu Sólheimabarnaheimilis-
ins, en hún hóf starf sitt þar
fyrir 30 árum við mjög frum-
stæðar og erfiðar aðstæður,
sem sjá má af því, að fyrsta
sumarið bjó hún ásamt 5
börnum í tjaldi á þessum
stað, meðan íbúðarhúsið var
í smíðum. Nú eru á Sólheim-
um um 40 börn, þar hafa ris-
ið íbúðarhús fyrir starfsfólk,
verkstæði, gripahús, og gróð-
urhús, en frú Sesselja valdi
staðinn m.a. með tilliti til
þess, að þar er heitt vatn í
jörðu.
Hin nýja viðbyigging er
reist fyrir eldhús og matsal
fyrir 80-100 manns, auk þess
læknisherbergi, snyrtiklefar,
geymslur, frystiklefa og
margt fleira. Má áætla að
það starf, sem Lionsklúbbur-
inn Ægir hefur séð um megi
verðleggja á 12 millj. kr., en
megnið af þessu fé hefur
komið frá svonefndum tappa
sjóði, þ.e. gjald sem lagt er
á gosdrykkjasölu og rennur
til Styrktarsjóðs vangefinna.
Við vígsluna fluttu ræður
Hjalti Þórarinsson yfirlæknir
formaður Lionsklúbbsins
Ægis, og Gunnar Ásgeirsson
framkvæmdastjóri líknar-
nefndar sama klúbbs. Einnig
flutti biskupsritari Ingólfur
Ástmarsson heimilinu bless-
unarorð.
Hjálti Þórarinsson yfir-
læknir sagði m.a. í ræðu
sinni:
„Tilefni þessa fagnaðar er
að vígja ný húsakynni og
gleðjast yfir nauðsynlegum
og langþráðum áfanga. Saga
Barnahejmilisins Sólheima,
sem jafnframt er saga frú
Sesselju, er fáum kunn, þar
sem forstöðukonan hefir alla
tíð unnið sín verk i kyrrþey,
enda hlédræg að eðlisfari.
Strax í barnæsku fann hún
hjá sér hvöt til að styðja og
styrkja þá, sem veikburða
voru og hjálparþurfi. Hún
var því ung að árum, þegar
hún ákvað að stofna heimili
fyrir vanþroskuð börn og
unglinga. Þetta var stórhuga
og djörf ákvörðun, því hér
voru aðstæður pá erfiðar. En
eldmóður æskunnar, óbilandi
bjartsýni, trúin á gott mál-
efni, vinnusemi og dugnaður
fá miklu áorkað. Frú Sess-
elja hélt utan til náms og afl-
aði sér þeirrar beztu mennt-
unar sem völ var á á þessu
sviði. Hún dvaldist í 6 ár í
Danmörku, Þýzkalandi og
Sviss.
Hún starfaði á sjúkrahús-
um, í heimavistarskólum og
munaðarleysingjahælum og
kynntist þannig öllum nýj-
ungum í rekstri slíkra heim-
ila. Á námsárunum kynntist
hún stefnu og kenmngum
heimspekingsins Rudolf Stein
ers, sem hafði stofnað barna-
heimili eða skóla, svonefnd-
an Waldorf Schule í Stutt-
gart. Aðalbækistöðvar Stein-
er-skólans eru í Dormach í
Sviss og þangað fór Sesselja
til að kynna sér starf hans
nánar. Þessi stefna tók hug
Sesselju allan og hefir hún
jafnan síðan starfað í anda
hennar og er ugglaust einn
bezti fulltrúi, sem þessi hreyf
ing hefir átt.“
1 ávarpi sínu sagði Gunnar
Ásgeirsson m.a.:
„A árinu 1957, það er að
segja skömmu eftir að Lions-
klúbburinn Ægir var stofnað-
ur var strax hafizt handa að
finna verkefni fyrir klúbb-
inn og voru ýmsir hlutir at-
hugaðir, meðal annars var
farið til Sólheima og gefnar
jólagjafir til barnanna.
Þar sem húsnæðisskortur
var mikill var talið sjálfsagt
að við tækjum að okkur
byggingarframkvæmdir og
hófst það fyrst með byggingu
Framhald á bls. 25.
Gunnar Asgeirsson flytur ræðu sína.
V
KYNNINGAR KVÖLDVAKA
Sjálfstæðiskvennafélagsins HVATAR
verður ■ Sjálfstæðishúsinu í kvold kl. 8.30
GEIR
r ^
Avörp flytja:
Sigurlaug Bjarnadóttir
Geirþrúður H. Bernhöft
Gróa Pétursdóttir
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir
Auður Auðuns
HALLGRÍMSSON, borgarstjóri talar
SKEMMTIATRIÐI:
Frú Þóra Borg Einarsson les upp. ★ Magnús Jónsson óperusöngvari syngur. Undirleik annast Ólafur
Vignir Albertsson. ★ Þjóðdansafélagið sýnir dansa og gamla búninga.
KAFFIDRYKKJA — Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti
Aðrar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir.
STJÓRNIN