Morgunblaðið - 10.05.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 10.05.1966, Síða 28
MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 10. maí 1966 28 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU Hesturinn gljáði allur I sól- skininu og var sýnilega bæði vel alinn og hirtur. Maðurinn var líka hraustlegur — hraustlegur og harður á svip. Andlitið var magurt, en laglegt og handlegg- irnir og hendurnar voru mjög sólbrunnar. Hvolpurinn, sem var álíka gljáandi á skrokkinn og hesturinn, lét í ljós ánægju sína með lífið með því að hoppa og skoppa um allt. Ég held ég gleymi aldrei þess- \ Eingöngu rifflar frá eru með hinni þekktu ,A,C-KRO-GRUV“ 8 groove borun, sem er þekkt fyrir nákvæmni. ari sjón — að sjá þessa þrjá fé- laga. Þeir voru svo vel á sig komnir líkamlega, að unun var á að horfa. Manninn hafði ég áreiðanlega aldrei séð áður. Hann var ekki eitt þessara nafnlausu andlita, sem voru að brjótast um í huga mínum. Nú sneri hann hestinum og þeir hurfu mér sjónum, aliir þrír. Ég iá á hnjánum á glugga- bekknum og teygði mig til þess að geta séð meira af húsinu. Ég gat séð, að það var hvítt og þak- ið vafningsjurtum. Einnig sá ég þakið á forskála, en ekkert af þessu fannst mér ég kannast við. Ég fann gamla óttann grípa mig, svo að ég fór frá gluggan- um og skreið upp í rúmið aftur. Nokkra stund lá ég þar og beið þess, að eitthvað færi að draga úx þessum ofsalega hjartslætti, sem ég hafði fengið. Hjúkrunarkonan kom nú inn og spurði, hvort ég vildi láta þvo mér. — Ég fór fram úr, sagði ég. — Jú, þér eruð að skána, en ég held ekki að þér hafið gott af að fara mikið fram úr, eða □ -------------------------q 4 □ -------------------------□ hvað? Ég ætla að koma með þvottaskál og handklæði og svo getið þér lagað yður ofurlítið til. Hr. Gerard langar til að koma og hitta yður. — Gæti ég fengið treyju eða eitthvað yfir herðarnar? sagði ég. Þær líta svo hræðilega út. Stúlkan rótaði f skúffunni í snyrtiborðinu. — Hér er treyja, sem á við náttkjólinn. Getur hún dugað? Þegar það litla, sem sýnilegt var af hárinu á mér, hafði ver- ið burstað og greitt, andlitið á mér þvegið og treyjan komin á herðarnar á mér, leið mér strax talsvert betur aftur, og fann, að nú var ég betur maður til að hitta hr. Gerard. Það var eins og ég hafði búizt við, að hann reyndist vera mað- urinn, sem ég hafði séð á hest- baki. Hann var stærri en mér hafði sýnzt og réð ég að því að hesturinn hlyti að vera óvenju stór. Séður svona í nærsýn var hann næstum enn laglegri en mér hafði sýnzt hann áður, en drem'bileikasvipurinn, sem ég hafði þó séð á honum tilsýndar, var nú enn meir áberandi. Aug- un voru dökk-gráblá, og ef tii vill bar enn meira á lit þeirra við sólforennt andlitið. Allir and- litsdrættimar voru skarpir, og lausir við of mikil hold. Hárið var þykkt og jarpt, en þó ofur- lítið ijósara orðið, fyrir áhrif sólarinnar. Mér fannst þetta ein hver fallegasti maður, sem ég hefði nokkurntíma séð, en af því leiddi sú hugsun, að þetta væri mágur minn og af þeirri hugsun aftur: Ég hlaut að vera hræðileg ásýndum, svona meidd og alþakin sáraumfoúðum. Sem snöggvast störðum við hvort á annað, þegjandi. Hann leit á mig með alvörusvip, sem var laus við alla hlýju, og hon- um stökk ekki bros. Mér gat ekki dottið í hug neitt viðeig- andi til að segja, en samt fannst mér ég verða að þakka honum — fyrir alla þessa umhyggju um mig, og fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir mig. — Mér þyk- ir leitt að vera svona til óþæg- inda, gat ég loksins sagt. Hann yppti ofurlítið öxlum, rétt eins og hann vildi segja, að það væri nú ekkert. — Læknir- inn segir mér, að þér munið alls ekkert ,eftir slysinu, sagði hann. — Ég man alls ekki neitt, sagði ég. — Ég hef algjörlega misst minnið. Ég kannast ekkert við yður. — Það er ekkert undarlegt, svaraði hann. — Ég man yður heldur ekki. Við höfum aldrei sézt áður. Röddin var kuldaleg og mér fannst eins og hann kynni ekk- ert vel við mig. Eftir alla um- hyggjuna hjá lækninum og hjúkrunarkonunni fannst mér hann vera sérlega stirður og óvingj arnlegur. Ég starði á hann og vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera. — Munið þér alls ekki neitt? spurði hann. — Alls ekkert. — Við bróðir minn höfum ver- ið óvinir árum saman — næstum tíu ár ef ég man rétt, og þess- vegna þekki ég yður ekki. Ég vissi, að bróðir minn kvæntist fyrir nokkrum árum í Frakk- landi, en .... þér skiljið, að við höfum engin bréfaskipti átt saman, svo að ég hef ósköp lítið vitað, hvað honum hefur iiðið, síðustu árin. — Ég fór svolítið að átta mig. Hann hafði óbeit á bróður sín- um, og kona bróðurins var þá undir sömu sök seld. — Hvenær kemur maðurinn minn hingað? spurði ég. Mágur minn horfði lengi á mig áður en hann svaraði, rétt eins og hann kinokaði sér við að segja mér eitthvað, sem mér kæmi illa að heyra. — Ég hef sent Tom bæði bréf og skeyti, en ekkert svar fengið. Ég lá kyrr og melti þessar upplýsingar í huganum. — En hvað er ég hér að gera, ef hann er í Frakklandi? Vissuð þér, að að von væri á mér? Hann hristi höfuðið. — En hversvegna var farið með mig hingað? — Þér fundust í fárra mílna fjarlægð héðan og heimilisfang- ið mitt fannst í farangrinum yð- ar, og vitanlega er nafnið Gerard vel þekkt hér um slóðir, svo þér voruð fluttar hingað, en voruð þá of veik til að flytjast í sjúkra hús, svo að ég lét hjúkra yður hérna. MOSSBERG Model 800 — cal. 243 — 5 skota, er væntanlegur á næstunni. Riffill þessi, sem er alveg nýr, hefur fengið mjög góða dóma í byssu- og veiði- tímaritum í Bandaríkjunum í vetur. MOSSBERG haglabyssur og rifflar, ásamt auka magasinum og sigtum fóst í Vesturröst h.f., Garða stræti 2, Rvík og Kaupfélagi Borgfirðinga, Borgar- nesi. getur fengið atvinnu við fatapressun hjá Efnalaug Hafnfirðinga. — Til greina kemur að ráða konu hálfan daginn. Efnalaug Hafnfirðinga Gunnarssundi 2. Bílstjdrar — Kranamenn Óskum að ráða bílstjóra á stóran dráttar- og kranabíl. Upplýsingar í símum 34333 og 34033. Þungavinnuvélar hf Við Sæviðarsund Til sölu eru rúmgóðar og skemmtilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir á hæðum. Seljast fokheldar. — Aðeins 4 íbúðir í húsinu. — Sér hitaveita. — uppsteyptur bílskúr fylgir stærri íbúðinni. ARNI STEFANSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Simi: 14314. Tilboð — Ábyrgðarstarf Eitt af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins óskar eftir að ráða karl eða konu til gjaldkerastarfa nú þegar. — Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 14. þ.m., merkt: „Gjaldkerastörf — 9282“. mmm leee Athygli er hér með vakin á að skv. bréfi nr. 2 ber að póstleggja þátttökutilkynningar í dag. ossben^ Rifflar og haglabyssur Ódýr og framúrskarandi skotvopn, enda þekkt í Bandaríkjunum. Nákvæmni og alhliða gæði. Haglabyssan Model 500-12 gauge með 30” hlaupi fyrir 2 %” og 3” Magnum haglaskot er talin vera með traustustu „Pump Repeater“ haglabyssum á markaðnum í Bandaríkjunum. 6 skota. Hlaupin eru úr völdu byssustáli og prufureynd. Falleg djúp byssublá áferð. Skeftið er úr ekta amerískri hnotu með „Recoil Cushion“. Öryggið er ofan á — mjög þægilegt fyrir þumalfingurinn. MOSSBERG rifflar í stærðum cal. 22 sh,l,lR og hinni nýju stærð .22 Magnum. „Bolt Action", „Automatic“ og „Lever Action“ (model 402).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.