Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 5
nmmluðagtir 12. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 v Séð yfir borðsalinn og boröið í Matsveina- og veitingaþjónaskól anum um hádegi á þriðjudag. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). Fræðslu- og kynningar- vika hótelmanna ÚR ÖLLUM ÁTTUM UM þessar mundir stendur yfir fræðslu- og kynningarvika Sam- bands veitinga og gistihúsaeig- enda, sem haldin er dagana 9.—15. maí í salarkynnum Mai- sveina- og veitingaþjónaskólans. Er námskeið þetta ekki sízt setlað hótelstjórum utan af lands byggðinni ,enda er um helming- ur þátttakenda utan af landi. Þátttakendur, jafnt utan vé- banda S.V.G., sem innan taka þátt í þessu námskeiði, og eru þau ein skilyrði sett fyrir þátt- töku, að viðkomandi sé frá við- urkenndu hóteli og /eða veitinga húsi. Kostnað af námskeiðinu ber Samiband veitinga- og gistihúsa- eigenda. Forstöðumaður námskeiðsins og aðalkennari er Tryggvi I>or- finnsson, skólastjóri Matsveina- og veitingaþj ónaskólans, en nám skeiðið fer einkum fram í þeirn skóla. Þó fer fram nokkur prak- tísk kennsla í hótelum og veit- ingastöðum í borginni. Föstudaginn 13. maí mun ýms- um heildsölu- og framleiðslu- fyrirtsekjum, sem mikið skipta við veitingamenn gefinn kostur á því að kynna vörur sínar í Mat sveina- og veitingaþjónaskólan- um, og hefst sú kynning kl. 10 f.h. þann dag, og er öllum áhuga mönmim heimill þar ókeypis að- gangur. Námskeið þetta, svo og vörukynningin er hvort tveggja alger nýjung í starfsemi Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda, og mun hvort tveggja verða endurtekið ef vel tekst til, jafnvel annað hvert ár. Formaður Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda er Lúðvig Hjálmtýsson, en hann er jafn- framt nú formaður Nordisk Hot- el og Restaurantforbund, sem halda mun ársfund sinn í Reykjí* vík síðari hluta júnímánaðar n.k. Um hádegi á þriðjudag gafst blaðamönnum kostur á því, að snseða hádegisverð með þátttak- endum á þessu námskeiði. Voru þarna mættir um 50 menn og konur, víðs vegar að af lendinu. Lúðvíg Hjáimtýsson bauð gesti velkomma með ræðu. Á borðum voru síldar- og fiskréttir. Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri kynnti réttina fyrir mörmum. Námskeiði þessu lýkur föstudaginn 13. maí. Æskulýös- og fjölskylduferðir með séra Ölafi Skúlasyni FYRIR nokkrum árum stofn- aði æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar til þeirrar nýbreytni að efna til ódýrra æskulýðsferða til útlanda, eins og lengi hefir tíðkazt með nágrannaþjóðunum. í fyrra fór séra Ólafur Skúla- son fyrstu æskulýðsferðina á vegum SUNNU, í samvinnu við æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar, til Skotlands og var þá notið gistivináttu skozku kirkjunnar, en kirkjudeildir flestra grann- landanna hafa aðstöðu til að taka þannig á móti ungu fólki til skemmri dvalar. Að þessu sinni er áformað að efna til tveggja æskulýðsferða undir leiðsögn séra Ólafs Skúlasonar, og einnig fjölskylduferðar, sem er algjör nýung hér á landi, en mikið tíðkað erlendis. Dvalið er á gisti- og starfsheimilum brezku og skozku kirknanna og kristilegra samtaka í Noregi. Fyrsta ferðin er æskulýðsferð til Danmerkur og Noregs 7—21. júlí og kostar hún 9800 kr. Ek- ið er um Fjón og Jótland og haldið til Noregs með stórri farþegaferju. 1 Noregi er dvalið í 6 daga á æskulýðsheimili við Óslófjörð og ferðast víða um ná- grennið. Síðan er ekið til Dan- menkur og dvalið í Kaupmanna- höfn í nokkra daga. Dagana 24. júlí til 6. ágúst er æskulýðsferð til Skotlands og dvalist í bænum Coventry, sem Englands. Þar verður fyrst er um 2 klst. akstur frá Lond- on, í 5 daga og farið þaðan í stuttar kynnisferðir í nágrennið. Því næst er haldið til Skot- lands og dvalið þar I gömlum kastala, sem er í eigu skozku þjóðkirkjunnar „Carberry Tow- er“. Heim verður haldið 6. ág- úst. Verðið er 8.200 kr. Síðasta ferðin, er fjölskyldu- ferð til Skotlands dagana 6— 16. ágúst. Þessi ferð er nýjung í ferðamálum á íslandi og til þess ætluð að gefa fjölskyldum 3 herbergja íbúð í Laugarneshverfi 3. hæð í nýlegu steinhúsi til sölu. Verð um 900 þús. Útb. um 500 þús. sem mætti skiptast með útb. 250 nú og 250 í júlí. Laus eftir samkomulagi. Einar Sigurðsson, hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767 kvöldsími 35993. Skrifstofustólarnir ERU NÚ AFTUR FYRIR- LIGGJANDI. Verð frá kr. 1995 Gerið pantanir hið fyrsta. Birgðir takmarkaðar. G. Helgason & IVfelsteð hf Rauðarárstíg 1 — sími 11644. tækifæri til að skreppa í hvíld- arferð til útlanda og hafa börn- in með. Verðið fyrir fullorðna er 7900 kr, en fyrir börn 4000 kr. I Skotlandi er einnig dvalið 1 „Carberry Tower“ og fólki gef- in kostur á að fara í stuttar skemmtiferðir. Skrifstofustjóri Ein af þekktari innflutningsverzlunum hér í bænum, óskar að ráða, sem fyrst, ungan mann til að taka að sér yfirumsjón með bókhaldi og skrifstofustjóm. Hér er um að ræða vel launaða framtíðarstöðu fyrir mann með góða hæfileika. Vel skipulagt vélabók- hald og góð starfsskilyrði eru fyrir hendi. Tilboð merkt: „Skrifstofustjóri — 9310“ sendist Mbl. fyrir 15. þ. m. Berklavörn Reykjavík AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn í dag fimmtudag 12. maí kl. 8,30 að Bræðraborgarstíg 9. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á þing S.Í.B.S. STJÓRNIN. Verkamenn oskast Löng vinna. Upplýsingar í síma 21830 og eftir kl. 20.00 í síma 34263 og 17749. F. h. Hvesta h.f. Jónas Márusson. Ráðskona Vantar ráðskonu á fámennt heimili í sveitaþorpi sunnanlands, nýtt hús og þægindi. Má hafa með sér eitt barn. Þær sem vildu sinna þessu hringi í síma 35497 eftir kl. 8 í kvöld. Við Reynimel Til sölu eru skemmtilegar 2ja, 3ja og 5 herbergja íbúðir á hæðum í sambýlishúsi við Reynimel. íbúð- irnar seljast tilbúnar undir tréverk og sameign í húsinu inni og úti fuilgerð. Hitaveita. Malbikuð gata. Örstutt í Miðbæinn. Teikning til sýnis á skrifstof- unni. Arni stefansson, hrl. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.