Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU mér eitfhvað af heimilinu hérna og kannski man ég þá, hvers- vegna ég kom til Englands. Og gsetuð þér ekki fundið vegabréf- ið mitt í handtöskunni Ég ætla að reyna að hrista svolítið upp minnið mitt .... Ég er svo ringl- uð .... það er eins og allt sé í þoku fyrir mér. 3. kafli. Ungfrú Daly sagði: — Þér megið ekki vera að gera yður áhyggjur. Læknirinn sagði, að þér yrðuð að vera róleg í nokkra daga og ekki vera óþolinmóð. — Æ, gerið þér það fyrir mig, sagði ég. — Ég verð bara ennþá áhyggjufyllri, ef ég ligg svona og reyni að hugsa. Þér vitið, hvað það er kveljandi, þegar maður getur ekki munað eitt- hvað, þegax eitthvert nafn er rétt komið fram á varirnar, en samt kemur maður því ekki út úr sér. Þannig líður mér núna, en samt finn ég, að ég mundi ekki þurfa nema lítið til að fá minnið aftur. Stúlkan svaraði þessu engu, en gekk að skápnum og tók út úr honum stóra, svarta hand- tösku. — Hérna er taskan yðar, sagði hún. — Fötin yðar hafa verið sett í skápinn, öll nema ljósrauða dragtin, sem þér voruð í — hún var send í hreinsun. Hún var öll útötuð, og þeir voru ekki vissir um, að þeir gætu komið henni í lag aftur. Hún lagði töskuna á rúmið hjá mér. — Ég ætla nú að fara að borða en svo kem ég aftur undir eins á eftir. Taskan var úr mjúku, svörtu kálfsskinni með stóru, köntuðu fangamarki J. G. á lokinu. Ég opnaði hana og bylgja af ilmefni gaus á móti mér, sterkt, en kom kunnuglega fyrir og olli mér næstum velgju. Það hlaut að vera langlegið, hugsaði ég. Að innan var taskan fóðruð þunnu skinni og þar var einnig merki, sem gaf til kynna, að hún væri keypt í einu þekktasta tískuhúsi Parísarborgar. Ég ýtti diskinum mínum til hliðar og hellti því, sem í tösk- unni var á bakkann. Þetta var budda, veski, varalitur, púður- dós, vasaklútur, vegabréf — þetta venjulega innihald 1 hand- töskum kvenna. Ég greip fyrst vegabréfið og athugaði það. Nafn handhafa: 'Frú Júlía Gerard, og fyrir neðan: Fæð- ingarnafn: Descartes. Þjóðemi: Brezkur þegn. Ég sneri við blaði og þar var „Mynd handhafa*1 og starði framan í mig. Þetta var venjuleg og heldur klaufaleg vegabréfsmynd. Svarta hárið á mér virtist rísa, ég var með poka undir augunum og harðneskju- legan munnsvip, en þetta var nú samt ég sjálf, án alls vafa. Það var þá skakkt hjá mér að halda, að ég væri ekki sú, sem ég var talin vera. Þessi tilfinning, að vera farin úr líkamanum, vera að leika eitthvert annarslegt hlutverk, stafaði bara af slysinu, sem ég hafði orðið fyrir. Ég var frú Júlía Gerard og átti eigin- mann, sem ég mundi alls ekkert eftir og mundi heldur ekkert eftir fortíð minni. Ég leit aftur á vegabréfið og las lýsinguna, sem þar var. „Staða: Húsfreyja. Fæð- ingardagur og staður: London, 14. febrúar 1938 .... Svo að ég var þá tuttugu og sex ára .... Aosetur: Frakkland. Hæð: 5 fet 6 þumlungar. Augnalitur: Brúnn. Háralitur: Svartur. Og svo kom undirskriftin mín neðst: Júlía Gerard. Ég átti þá heima í Frakklandi og bar franskt fæðingarnafn, en ég var þó áreiðanlega ekki frönsk. Ég hugsaði á ensku. Og ég fann mig vera enska. Ég lagðist út af og tók að rifja upp fyrir mér frönsku nöfnin á hús- gögnunum í herberginu. Þau komu smámsaman og þegar ég reyndi að setja saman setningar á frönsku, urðu þær ekki betri en hjá skólastelpu. Ég lagði frá mér töskuna og horfði á það, sem í henni hafði verið. Púðurdósin var þunn og úr gulli með fangamarkinu J.G. úr rúbínum, þarna var nafnið á veitingastað í París, miði frá fatahreinsun, helmingur af leik- □ ------------------------Q 6 □ ------------------------□ húsmiða, hvorttveggja frá París, kort með nafni Stephen Gerards rituðu á, ásamt heimiilisfangi. Nú, svo húsið hérna hét þá Sorr- ell Place. í vasa í töskunni var svo ferðamannaávísun að upp- hæð tuttugu pund. Ég tróð öllu þessu dóti aftur niður í töskuna. Það var ekkert á því að græða. Engar endur- minningar vöknuðu hjá mér við að horfa á það. Það var eins vel til, að ég hefði aldrei séð það áður. Aðeins ilmurinn af því vakti hjá mér einhverja óljósa endurminningu og svo fíngerði vasaklúturinn. Og jafnvel um það varð ég engu nær. Ég hafði auk heldur gleymt hvaða ilm- efni ég notaði. Stúlkan kom inn aftur og tók frá mér bakkann. — Þetta er að engu gagni, sagði ég. — Minnið mitt er jafn tómt og áður. — Hafið engar áhyggjur af því, svaraði stúlkan einu sinni enn. Stundum er ekki nema vörn í því að hafa misst minnið. Ef einhver hefur orðið fyrir miklu áfalli, kærir hann sig ekki alltaf um að muna það. — En ef heilinn í mér hefur orðið fyrir áfalli? sagði ég. — Þér megið ekki vera að gera yður rellu út af slíku. Auðvitað er heilinn í yður alveg jafngóð- ur eftir. Mér fannst hún nú vera eitt- hvað óviss og fara undan í flæm ingi, en ég vissi, að mér þýddi ekkert að vera að spyrja hana. Hún mundi aldrei segja mér af meiðslum mínum, jafnvel þótt hún vissi um þau út í æsar. Ég hélt áfram: — Þér eigið við, að bara af því að ég vilji ekki muna þegar ég rakst á tréð, þá sé allt minnið mitt far- ið veg allrar veraldar? — Þér hljótið að hafa verið dauðskelfd, sagði stúlkan. — Og þér voruð heppin að sleppa lif- andi. En þér hentust út úr bíln- um og líklega hefur það bjargað yður. Þér rákuð höfuðið í og meiddust á því og voruð svo meðvitundarlaus klukkutímun- um saman, áður en þér fundust. — Hver fann mig? — Einn verkamaðurinn hans hr. Gerards, sem var á heim- leið síðla kvölds. Þetta var ekki fyrr en undir miðnætti og þér hljótið að hafa legið þarna all- an daginn og yður hefur næst- um verið blætt út. — En bíllinn? — Hann var mikið skemmdur, en hann er farinn til þeirra, sem leigðu hann út í Dover. — En farangurinn minn? Var þar ekkert tii að sýna, hvaða er- indi ég hefði átt hingað? — Þér höfðuð ekki mikinn farangur, bara þessa tösku og svo peysu aukalega ....... — Var hún ljóáblá .... og úr kasmírull? sagði ég snögglega. Stúlkan kinkaði kolli til sam- þykkis. — Alveg rétt. Og það er greinilegt, að þér hafið ékkl ætlað að hafa hér nema stutta viðstöðu. — Nema ég hafi skilið ein- hvern meiri farangur eftir ann- arsstaðar? sagði ég dræmt, — en þá ætti ég að hafa miða fyrir honum. Nú, en þetta kemur nú allt betur í ljós þegar ég heyri eitthvað frá Frakklandi. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin liverfi: Laugarásvegur I melka SKYRTAN ER HERRADEILD LONDON DÖMUDEILi) Austurstræti 14. Sími 14260. KELUICA siðbuxur H E L A H C A skiðabuxur i ú r v a 1 I . --★-- — PÓSTSENDUM - LOIVDOIM, Prestskosning í hinu nýja Garðaprestakalli fer fram sunnudaginn 15. þ. m. Kosið verður í Barnaskóla Garðahrepps, Barnaskólanum Brunna- stöðum og Barnaskólanum Bjarnarstöðum. Kosniiig hefst í öllum sóknum kl. 10. PRÓFASTUR. GARÐAR GÍSLASON H F. 5 00 BYGGINGAVORUR Hiúrfftúðunarnet Rappnet H V E R FISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.