Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1966 Kjartan B. Kjartansson læknir — IMinning I dag verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík útför Kjartans B. Kjartanssonar Íæknis. Kjartan lézt á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 3. þ.m. eftir tveggja mánaða erfiðan sjúk- dóm. Kjartan var fæddur 5. janúar 1932, sonur hjónanna Kjartans Jóhannssonar, héraðslæknis, og Jónu Ingvarsdóttur. Að loknu stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík hóf Kjartan néim við læknadeild Háskóla fslands og lauk þaðan kandidatsprófi veturinn 1960. Kjartan var síð- an námskandidat í Landspítal- anum, héraðslæknir í Súðavík- urihéraði og aðstoðarlæknir föð- ur síns á ísafirði ixm tíma, þar til hann fór til framhaldsnáms til Bandaríkjanna haustið 1962. Þar lagði Kjartan stund á til- raunaskurðlækningar í eitt ár, en sneri síðan heim aftur og gerðist aðstoðarlæknir við Kleppsspítalann í september 1963 og var það til dauðadags. Er Kjartan veiktist var hann tiltölulega nýkominn heim úr 6 mánaða orlofi, sem hann hafði notað til að kynna sér hóplækn- ingar í Bretlandi. Stóð til, að hann tæki upp slíkar lækninga- aðferðir hér við Kleppsspítal- ann og hafði hann þegar hafið undirbúning að því starfi. Við Kjartan kynntumst fyrst, er hann var stúdent í námi hér á Kleppsspítalanum. Stóð hugur hans þá þegar til geðlæknisfræð innar. Hann vildi þó afla sér sem beztrar almennar mennt- unar og reynslu í almennum læknisstörfum og störfum I rann sóknarstofum áður en hann hæfi sérnám í geðlæknisfræðinni. Þegar á stúdentsárunum kom í Ijós ákafi Kjartans og dugnað- ur. Hann byrjaði snemma að aðstoða lækna á sjúkrahúsum hér í Reykjavík og á ísafirði arg er hann hafði lokið fyrsta hluta læknanámsins sat hann aldrei af sér færi til að vinna við sjúkrahús eða önnur læknis- störf, jafnvel þótt stundum tæki tíma hjá honum frá bóknáminu. Þetta kom þó ekki að sök fyrir nání Kjartans, því að hann var hamhleypa til hvaða vinnu, sem vera skyldi. Með þessu móti tókst honum að temja sér að nota hverja stund til lestrar eða til að afla sér viðbótarþekking- ar í fræðigrein sinni á annan hátt. Var mér vel kunnnugt um að Kjartan hafði alltaf tima af- lögu til að lesa tímaritsgreinar og bækur um ýmis vandamál geðlæknisfræðinnar, * jafnvel þótt hann inni iðulega 12-16 tíma á sólarhring þau ár, sem hann vann við Kleppsspítal- ann. Það var mikill fengur fyrir spítalann að fá lækni, sem Kjart an til starfa, einmitt er verið var að auka starfsemi spítalans og breyta á ýmsan hátt, bæði vegna þess hversu röskur hann var til vinnu og ekki síður vegna þess að hann var hug- myndaríkur og bjartsýnn og síðast en ekiki sízt góður lækn- ir. Á hann verulegan þátt í þeirri nýskipan, sem komizt hefur á rekstur spítalans á síð- ustu árum. Kjartan var stór og stæðileg- ur, ljós yfirlitum, glaðlegur, en oft glettnislegur og jafnvel þó alvörugefinn. Svipurinn var stríðinn, en samt var Kjartan fullur samúðar og viðkvæmur í lund. í starfi hans kom glögg- lega fram góð greind samvizku- semi, þekking og velvilji í garð sjúklinganna. Vegna glettnis- hjúpsins, sem Kjartan hafði yfir sér, voru það fyrst og fremst sjúklingamir og nánustu sam- starfsmenn, sem kynntust hon- um vel og vissu, hvern mann hafði að geyma . í hópi var Kjartani lagið að koma af stað umræðum með hnittnum athuga semdum og því þótti okkur sér- legur fengur að því að hann færi til náms í hóplækningum, þeg- ar honum bauðst styrkur á veg- um Evrópuráðsins til framhalds- náms. Því miður gátu sjúkling- ar okkar ekki orðið aðnjótandi þeirrar þekkingar, sem Kjart- an aflaði sér í síðustu utanför sinni nema í mjög stuttan tíma. Það er öllum ljóst, sem til að hvergi eru jafn mörg óleyst verkefni og í geðlæknisfræðinni og að það vantar ekki aðeins sjúkrahús heldur vantar einnig alla starfskrafta, ekki hvað sízt góða geðlækna. Það er því mik- ið skarð fyrir skildi, er svo ung- ur og efnilegur geðlæknir eins og Kjartan B. Kjartansson var fellur frá rétt í upphafi starfs. Er enn óvíst, hvenær það skarð verður fyllt. Er Kjartan mikill harmdauði okkur starfsfélög- um hans og öllum öðrum, sem til hans þefcktu. Sárastur harmur er kveðinn að konu Kjartans, Sigríði Þór- arinsdóttur og þrem mannvæn- legum börnum þeirra hjóna, og svo foreldrum hans og öðrum ættingjum. Votta ég þeim dýpstu samúð. Tómas Helgason, VIÐ, Kjartan Kjartansson kynnt umst fyrst að ráði haustið 1963, þegar hann hóf starf sitt á Kleppsspítalanum, og urðum upp frá því daglegir samstarfs- menn á stofnuninni og miklir mátar. Þótt Kjartan hefði litla reynslu í geðlæknisfræði, þegar hann byrjaði á Kleppi, hafði hann áður en varði kastað sér öllum og óskiptum út í starfið og notaði hverja stund til þess að afla sér öruggrar menntunar í faginu. Hann var gæddur frjórri greind og skarpri eftir- tektargáfu, sem gerði honum auðvelt að ná Skjótum tökum á viðfangsefnunum og var þar að auki óvenju opinn og vakandi fyrir öllum nýjungum, sem verða máttu til bóta. í daglegu starfi og umgengni var hann karlmannlegur og hressilegur í framkomu, kátur og fyndinn í viðræðum og brá þá oft fyrir sig góðlátlegri hæðni, sem var þó aldrei illskeytt eða illa meint, þótt sumir kannski misskildu hana í fyrstu. Beitti hann oft þessari einarðlegu kímni sinni í gagnrýni á okkur yfirmönnum sínum, og kunni ég ávallt vel við þá aðferð hans, enda bar aldrei skugga á samvinnu okk- ar, þótt oft væru erfið vandamál við að glíma. Hann var alltaf skemmtilegur og glaður í erli dagsins, og fórum við ávallt hressari og kátari en áður af hvors annars fundL En undir niðri mun Kjartan hafa verið viðkvæmur og til- finninganæmur og kom það bezt í ljós i samskiptum hans við sjúklinga sína. Hann var gæddur [ þeim hæfileika, sem öllum geð- I læknum ætti að vera meðfædd- | ur, að geta lifað sig inn í vanda- mál sjúklinga sinna. Þegar hann hafði tekið að sér sjúkling og sett sig inn í aðstæður hans, lagði hann sig allan fram honum ' til aðstoðar og var jafnvel ákaf- ari um árangur en almennt ger- ist. Þegar hann kom frá Englandi um áramótin síðustu, eftir fram- haldsnám við fullkomnustu geð- læknisfræðistofnun þar í landi, fullur eldmóðs og áhuga á starf- inu hér heima, hlökkuðum við kollegar hans á Kleppsspítalan- um til samvinnu við hann á ný. En varla hafði hann hafið starf- ið, þegar hann veiktist af þeim sjúkdómi, sem dró hann á skömmum tíma til dauða. Það eru miskunnarlaus örlög að vera hrifinn burt á bezta aldri í upp- hafi lífsstarfsins, eftir langt og erfitt og torsótt undirbúnings- nám, og ótoætanlegur er skaði þjóðfélagsins af missi slíkra manna. En þótt Kjartan yrði ekki gamall að árum, hafði hann samt skipað sér sess meðal is- lenzkra geðlækna, sem alltaf mun halda mánningu hans á lofti í sögu íslenzkrar geðlækn- isfræði. Ég votta konu hans og börn- um, foreldrum hans og öðrum vandamönnum, mína hjartanleg- ustu samúð. Jakob Jónasson. f DAG fer fram frá Frikirkjunni í Rvík útför Kjartans Birgis Kjartanssonar, læknis, Hvassa- leiti 37. Hann andaðist á sjúkrahúsi i Kaupmannahöfn 3. þ.m., eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Kjartan var fæddur á ísafirði 5. jan. 1932^ sonur hjónanna Jónu Ingvarsdóttur og Kjartans J. Jóhannssonar héraðslæknis og fyrrv. alþingismanns. Kjartan ólst upp í foreldra- húsum ásamt fjórum yngri syst kinum og naut þar ástríkis góðra foreldra. Hann útskrifaðist stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavik vorið 1952. Á menntaskólaárunum kynntist Kjartan eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Þórarinsdóttur og mun hann hafa stigið sitt mesta gæfuspor, er þau gengu í hjóna band. Kjartan innritaðist í lækna- deild H.í. Hugur hans hafði lengi staðið til læknisfræðináms og nutu hæfileikar hans sín vel þar. Hann útskrifaðist með góðri I. einkunn snemma árs 1960. Að loknu námi starfaði hann um tíma, sem héraðslæknir í Súðavík. Kjartan hlaut styrk til fram- haldsnáms frá Edwards Memo- rial Hospital í Buffalo New York til ransóknarstarfa og gaf stofnunin út 5 ritgerðir um árangur starfs hans þar. Rann- sóknarstarfið hæfði honum mjög vel. Hann kom heim til íslands haustið 1963 eftir ánægjuríka ársdvöl með fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma starfaði hann lengst af á Kleppsspítalanum og var það starf hans liður í frek- ara framhaldsnámi. Síðastliðið sumar fór 'hann til Skotlands sem styrkþegi Evrópuráðs og dvaldist þar við nám þar til snemma í febrúar sl. Kjartan og Sigríður eignuðust 3 mannvænleg börn, Þórarin 13 ára, Þorbjörgu 10 ára og Kjartan Jónas 8 ára, sem sjá nú að baki góðum föður. Hjónabandið var farsælt og bjuggu þau börnum sínum gott heimili þrátt fyrir erfiðar að- stæður, sem orsakast á löngum námsferli. Þau höfðu nýlega eignast hiúsnæði að Hvassaleiti 37 og virtist vegurinn framund- an bjartur og greiðfær. En þá byrgði ský sólu. Það er mikil þrekraun 34 ára manni, sem er að hefja vel undir búið lífsstarf að fá þann dóm að dauðinn sé á næsta leiti. Hann vissi síðustu vikurnar að hverju fór en bar veikindi sín „SVO skal böl bæta að bíði ei annað meira“. Þannig vil ég að hljóði orðtak það eða spakmæli, sem ég geri hér að einskonar einkunnarorð- um þessarar minningargreinar. Viggó Ólafsson fæddist í Spóns gerði í Arnarneshreppi. Voru foreldrar hans hjónin Ólafur Sig urðsson og Steinunn Jónsdóttir, bæði eyfirzkrar ættar. Var Viggó yngstur fjögurra systkina. Hin voru Sigríður Margrét, gift Hall- dóri Ólafssyni, sem nú dvelur hjá dóttur sinni á Akureyri. Sig- ríður lézt 1960. Annað barn þeirra hjóna var Sigtryggur. Fluttist hann vestur um haf og lézt þar af slysförum fyrir nokkr um árum. Þriðja barn þeirra var Jón, áður bóndi á Ytri-Bakka, nú á Hjalteyri. Viggó ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingaraldur þar úti í sveitinni. Þá var það að hinn ægilegi vágestur og örlaga- valdur, lömunarveikin, greip í taumana. Stakk hún sér í það sinn þarna niður og með þeim afleiðingum, að í heilt ár lá hann rúmfastur og ósjálfbjarga að mestu þar heima. Var honum þá komið á Landakot, þar sem hann fékk svo þá bót, sem dugði hon- um til framdráttar lífinu úr því til dauðadags. Munu þó fáir geta gert sér þess fulla grein, hvað sú barátta hefur oft og einatt verið hörfð og hversu mikið andlegt þrek og þrautseigju hefur við þurft til að ná þeim árangri, sem hann náði, hversu gífurlegt áfall andlegt og líkamlegt það hefur verið unglingi á fermingaraldri að lamast svo mjög og svo skyndilega sem raun varð á. Leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en nokkrum árum síðar. Mun hann þá hafa verið í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri. Hélt hann til þann vetur hjá Steingrími lækni Matthíassyni. Vorum við eitt sinn á leið í skól- ann að morgni dags, fyrri hluta vetrar að mig minnir. Hafði snjó að nokkuð og skafiar á vegin- um. Þegar ég svo kem ofarlega á Spítalaveginn sé ég að hann situr þar fastur í Skafli. Fylgd- umst við svo að sjálfsögðu að úr því upp í skólann. Undraðist ég þá strax það sálarþrek hans er bauð svo gífurlegum örðugleik- um birginn, en þó sá ég enn betur síðar, hvernig honum tókst fyrir góðar gáfur og mikla eðlis- kosti, ekki aðeins, að bæta böl sitt á jákvæðan hátt með því að byggja upp sterka skaphöfn, heldur og, að sjá sér svo vel far- borða í lífinu, að hann var jafn- an meiri veitandi en þiggjandi. Kostaði það þó oft og einatt meiri vinnu en hollt gat talizt, en veitti þá um leið ánægju hið innra yfir vel unnu verki. Mun hann oft, og það árum saman, hafa unnið fram á nætur til þess að hafa allt í fyllsta lagi. Það munu hafa verið þeir Steingrímur læknir Matthíasson og Böðvar Bjarkan lögmaður, sem einna mest og bezt stöppuðu í hann stálinu, en báðum þessum mönnum og fjölda annarra mun hann hafa launað ríkulega þá með fádæma karlmennsku enda naut hann frábærrar umhyggju ástríkrar eiginkonu og foreldra fram á hinztu stu*id. Kjartan var ekki allra en þeim mun tryggari vinur vina sinna. Við bekkjarbræðurnir er- um þakklátir þeim góðu og ógleymanlegu stundum, er við áttum með Kjartani og að heim- ili þeirra hjóna. Við vonum að minningin um góðan dreng gefi eiginkonu, börnum, foreldrum og öðrum ættingjum styrk í þeirra mikla missi. viðleitni þeirra að verða honum að liði. Meðan hann stundaði sjálfur nám í MA kenndi hann sonum Steingrims, og eftir að Böðvar Bjarkan lézt, var hann ekkjunni stoð og stytta um mörg ár. Umboðsmaður Brunabótafélags fslands á Akureyri var Viggó um fjölda ára og leysti það starf af hendi með afbrigðum vel að því, er þeir segja, sem gerst vita. Er það starf þó ekki ætíð vanda- laust og þarf eða þurfti oft bæði á lipurð og festu að halda. Það, hvernig Viggó brást við sínu böli, gerði hann í mínum augum að þeim manni, sem mér hefur fundizt einna mestur á- vinningur að hafa kynnzt á lífs- leiðinni. Hann æðraðist aldrei, þótt á bjátaði og var hann þó oft, einkum síðustu árin, sárþjáður. Þeir eru því miður allt of marg- ir sem bregðast þannig við böli, að þeir bíða annað enn meira. Sumir verða vistmenn Bakkusar, aðrir kaldlyndir og hafa allt á hornum sér og kenna öðrum um flest, sem miður fer. Þeir fyllast gremju til alls og allra og jafn- vel hroka. Viggó var mildur að eðlisfari og hlýr hið innra. Hann var og örlátari en flesfcir, sem ég hef kynnzt. Nutu þess fjölmarg- ir, bæði einstaklingar og félög, sem að velferðarmálum unnu. Er mér kunnugt um höfðinglegar gjafir hans bæði til einstaklinga og félaga. Það er sagt að augun séu speg- ill sálarinnar. Það var til þess tekið, hve fagureygur hann var, og mér er minnisstætt margt augnatillit hans þegar hlýja og góðvild lýstu úr þeim. Þekking- arþorsti hans var mjög mikill. Las hann allskonar vísindarit, sem hann aflaði sér erlendis frá, einkum varðandi ýmsar greinar náttúrufræðinnar. Þá var hann og ágætur stærðfræðingur og vel heima í lögum, en þau þurfti hann að kynna sér, er hann var í þjónustu Böðvars Bjarkans. En það er ekki þekkingin og góðar gáfur, sem gera mér hann minnis stæðastan, heldur hitt, eins og áður er sagt, hvernig hann brást við bölinu. Það lætur ekki vel í eyrum að bölið geti verið bless- un. 08 þó getur manni stundum Framhald á bls. 14 Hörður Jónsson, KonráS Sigurðsson. Viggó Olafsson Minningarorð F. 13. 10. 1901. D. 6. 5. 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.