Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1966, Blaðsíða 15
Fimmttííagur 12. maí 1966 MORCU N B LAÐIÐ 15 BORGINIMI IIR BORGIIMIMI II GIWI Tímamdt í byggingarsögu Reykjavíkur — byggðin færizt út fyrir Seltjarnarnes Framhald af bls. 1 lögð á útivistarsvæði og umferð gangandi fólks gerð sem óháðust akandi umferð. Við gerð Aðalskipulagsins kom í ljós, að rými fyrir iðnað í gamla bænum er mjög takmark- að, og er þess vegna gert ráð fyrir miklum iðnaðarsvæðum austan Elliðaáa. Að sjálfsögðu verða þessi iðnaðarsvæði mjög nálægt framtíðarhöfn Reykja- víkur, og mun mörgum þykja sárt að taka svo fallegt land inn við Sundin fyrir iðnað, en ekki íbúðarsvæði. Á það má þó benda, að iðnaður, þar sem mikill fjöldi fólks dvelst meiri hluta dagsins má gjarnan vera á góð- um stað“. Endurbætur þróazt jafnt og þétt — Við spyrjum borgarverk- fræðinga, hvort Aðalskipulagið muni hafa í för með sér mikla röskun, niðurrif og breytingar í gamla miðbænum. — „Eins og komið hefur fram í bókinni um Aðalskipulag, er borgin svo lánsöm að eiga möguleika til þess að láta end- urbætur þróazt jafnt og þétt á skipulagstímabilinu. Fyrsta stór- átak, sem gera þarf, og það mjög fljótt, er áframhald Lækjargötu til norðurs og tenging Hverfis- götu og Tryggvagötu. Aðrar framkvæmdir þurfa svo að fylgja eftir, eftir því sem borgarbúar eignazt fleiri bíla. Á skipulags- kortinu eru umferðarlínur dregn ar yfir hús á vissum stöðum í borginni. I bókinni er skýrt tek- ið fram, að þetta sé aðeins sýnt sem möguleiki á lausn hverju sinni, en að sjálfsögðu séu aðrir möguleikar fyrir hendi, þegar tekið er til við að vinna að verk- efnunum á hverjum einstökum stað. Þegar ég las dagblaðið Tímann í gærmorgun, segir borgarverk- fræðingur, datt mér í hug það sem mér var sagt í sveitinni í gamla daga, að skrattinn les biblíuna á vissan hátt. Því greini lega er tekið fram í bókinni um aðalskipulag, að myndir sem sýna niðurrif vissra húsa séu táknmyndir, en ekki vinnuteikn- ingar. — Við biðjum borgarverk- fræðing að skýra þetta nokkru nánar, og hann segir: „Með því að brjóta niður þau hús, sem Tíminn segir að ætlun- in sé að rifin verði, er að sjálf- sögðu fengin ákveðin lausn. En við nánari rannsókn mun koma í ljós, að aðrar ódýrari og jafn góðar lausnir eru fyrir hendi. Má í því sambandi nefna þann möguleika, að flytja Hringbraut og Miklatorg nokkuð til suðurs, og fá þannig meira rými án þess að nokkur lýti verði á gatna- kerfinu. Sama er að segja um Domus Medica, það mál leysist sennilega með því að steypa múr við horn hússins, en það þarf tæknilegan undirbúning, áður en það kemur til framkvæmda. Fjárhagsgrundvöllurinn 1 Þá víkjum við tali að fjárhags- grundvelli Aðalskipulagsins og borgarverkfræðingur segir, að eftir reynslu sína undanfarin fimm ár sé hann mjög bjartsýnn á, að framkvæmdir Aðalskipu- lagsins verði með meiri hraða en menn dreymi um. „Mín reynsla er sú“, segir hann, „að íbúar borgarinnar greiða með ánægju þau gjöld, sem þarf til endurbóta á götum og til fegr- unar borgarinnar. Mjög áberandi er, að um leið og lokið hefur verið við gatnagerð af borgar- innar hálfu, ganga íbúarnir strax frá lóðum í kringum hús sín, og þá kemur einnig í ljós, að þegar búið er að malbika götur, liggur íbúunum mikið á að fá gang- stéttir lagðar, og er það oft við- kvæðið, að þá langi svo mikið til þess að koma lóðum sínum í lag. Ég verð að segja, að sam- vinna við borgarbúa í þessum efnum er alveg sérstaklega skemmtileg. Á fáum árum hefur sú hug- arfarsbreyting orðið gagnvart íbúðarhverfum, að menn vilja helzt ekki búa lengur við miklar verkfræðing um Aðalskipulagið, sem myndar ramma um fram- kvæmdir borgarinnar næstu ár og áratugi, spyrjum við hann um ýms önnur atriði í sambandi við starfsemi skrifstofu borgarverk- fræðings. Alkunnugt er, að borgarbúum þykir borgin oft haga fram- kvæmdum sínum dálítið ein- kennilega, þannig að ekki sé nægilegt samræmi í framkvæmd- um hinna einstöku stofnana á vegum borgarinnar, og oft er t. d. um það talað, að grafnir séu skurðir oftan en einu sinni á sama stað af hálfu hinna mis- munandi borgarstofnana og fyrir tækja. Við spyrjum borgarverk- fræðing hverju þetta sæti, og kostnaðarhliðinni, segir borgar- verkfræðingur. En samstarf hinna ýmsu borg- arfyrirtækja leiðir það af sér, að framkvæmdir eru líka sam- ræmdar eftir efnum og ástæðum stofnananna. Sérstaklega á þetta við um gangstéttarlagningar í gamla bænum, þar sem kostnað- ur rafveitu, og jafnvel vatns- veitu getur numið hærri upp- hæðum en sjálf gangstéttarlagn- ingin“. Lóðir og frágangur þeirra Þá víkjum við að lóðamálum og frágangi lóða, og borgarverk- fræðingur segir: „Samvinna um byggingu nýrra hverfa er mjög áríðandi fyrir húsalóðir, en á síðastliðnu ári var eftirspurn eftir fjölbýlishúsum fullnægt. En framkvæmdir til þess að gera lóðir byggingar- hæfar töfðust nokkuð, sökum ágreinings milli skipulagsmanna og byggjenda um ágæti þess hverfis,-sem nú er að rísa í Ár- bæjarbletti. „Um þessar mundir“, segir borgarverkfræðingur, „eru tíma- mót í byggingarsögu Reykjavík- ur. Þannig að byggðin er að færast út fyrir nesið, þ. e. Sel- tjarnarnesið. Það þýðir að við erum að vinna að þremur nýjum byggingarsvæðum auk iðnaðar- svæða við Sundahöfn og Ártúns- höfða. Slík dreifing, sem er óhjákvæmileg, truflar nokkuð getu okkar til framkvæmda, þar sem öll svæðin þurfa að vera í gangi og tilbúin samtímis. Með Gústaf E. Pálsson borgarverk fræðingur og Geir Hallgrímsison, borgarstjóri nýtt íbúðahverfi mun rísa. virða fyrir sér útsýni frá Breiðholti, þar sem umferðaræðar, og hefur Aðal- skipulagið gert ráð fyrir því, að íbúarnir hafi sem mestan frið fyrir bílaumferð. Eins og kemur fram í grein- argerð um kostnað við gatna- kerfið í bókinni um Aðalskipu- lagið er hlutur Reykjavíkur í tekjum af bifreiðum og benzíni mjög lítill. Fyrir nokkru var sagt í forustugrein í Alþýðublaðinu að framlag ríkisins til gatnagerð- ar í Reykjavík væri 16 milljónir króna. Miðað við að um helm- ingur allra bíla landsmanna er í Reykjavík og að meiri hluti allra landsmanna eiga mikil er- indi til Reykjavíkur tel ég þenn- an hluta af benzínfénu ekki fram lag heldur lítinn hluta þeirrar fjárupphæðar, sem Reykjavík ætti rétt tilkall til handa íbúum sínum. Til þess að framkvæma Aðal- skipulagið þarf ekki nema hlut- fallslega aukningu fjárveitinga frá ári til árs til gatnagerðar, eins og verið hefur undanfarin ár, og veit ég ekki til þess að neinn hafi talið það eftir. Af þessu leiðir, eins og ég sagði áðan, að ég er mjög bjartsýnn á, að Aðalskipulagið standist allar áætlanir um framkvæmd þess“. Framkvæmdir borgarinnar hann segir: „Þessi tvígröftur stafar af því, að með stórvirkum vélum, sem eru nú orðið eina leiðin til þess að koma framkvæmdum áifram, er ódýrara að grafa aftur með fljótvirkum vélum, heldur en að láta skurði standa lengi opna eða leggja viðkvæma strengi og hafa þá nægilega gæzlu í kringum slíkar framkvæmdir. Það getur t. d. verið ódýrara að grafa fyrir hitaveitustokk í gangstéttir eftir að fylling er komin í hæð, heldur en að þurfa að gæta lagna í skurðinum fyria: stórvirkum vélum. En að sjálfsögðu eru spreng- ingar alltaf framkvæmdar fyrir alla aðila samtímis. Vel getur komið til mála, segir borgarverk fræðingur, að leggja hitaveitu- stokka í skurði með öðrum leiðslum í miðri götu. Það mundi hinsvegar þýða í mörgum tilfell- um, að framkvæmdir við hita- veitu lokuðu alveg götum í þeim hverfum, og þar sem vandað er til gatnagerðar, getur verið ókost ur að þurfa að brjóta upp akbrautir ef til viðgerðar kemur. Hinsvegar er talið áhættulaust, að hafa hitaveitustokka undir bílastæðum, þar sem sérstök bílastæði eru við götur. En loka- ákvarðanir um lagningu alls konar leiðsla, strengja, víra og Eftir að hafa rætt við borgar- fleira, eru byggðar á öryggis- og allar stofnanir borgarinnar, eins tilkomu aðalskipulagsins og rann og ljóst verður af framkvæmda- áætlun Reykjavíkurborgar. Þar hefur verið lögð sérstök stund á samræmingu í þeim stofnunum sem eiga að sjá íbúðum hverf- anna fyrir nauðsynjum, þ.e. hol'- ræsagerð, vatnslögn, gatnagerð, rafmagni, hitaveitu og einnig við símann. Það fer eftir hagkvæmni hverju sinni hvort sami verktak- inn vinnur öll þessi verk eða ekki“. — Oft er kvartað yfir því, að seint gangi að gera lóðir bygg- ingarhæfar? „Mín skoðun er sú, að langt verði þangað til hægt er að full- nægja eftirspurn eftir einbýlis- húsalóðum, og ástæðan er sú, að hver íbúð í einbýlishúsi kostar allt að 6 sinnum meira í vinnu og fjármagni en í sambýlishúsi, og jafnvel raðhús kosta fjórum sinnum meira. Einstaklingseðli íslendingsins er hinsvegar svo mikið, að við viljum allir búa í einbýlishús- um. Þótt Reykjavík sé orðin svo stór að menn geta búið í fjöl- býlishúsum án þess að þekkja hvern annan, er sterk tilhneig- ing að búa í eigin húsi, þótt dýrt sé fyrir einstaklinga og borg arfélagið. Af þessum sökum má gera ráð fyrir, að enn verði bið á því, að menn geti valið sér einbýlis- sókna í sambandi við það, má fullyrða að færri komast fyrir á Seltjarnarnesinu en búist hafði verið við, og kostar það stórátak til þess að fullnægja byggingar- svæðum. Samskipti við borgarana Til skrifstofu borgarverkfræð- ings berast að sjálfsögðu marg- víslegar beiðnir frá íbúum borg- arinnar um ýmsar aðgerðir til lagfæringar og annarra fram- kvæmda, og af því tilefni biðjum við borgarverkfræðing að skýra okkur nokkuð frá samskiptum skrifstofu hans við borgarbúa. — í flestum tilfellum er hún mjög ánægjuleg, segir hann. Yfirleitt er skilningur fólksins góður og þegar fram eru bornar skýringar á því hvers vegna það getur ekki fengið þetta eða hitt, og er leitt í allan sannleikann, eru málin í flestum tilfellum leyst. Áberandi er þó óþolinmæði eftir að fá götur fullgerðar og öllum finnst að sjálfsögðu, að þeir séu næstir á dagskrá, og er þá ýmist miðað við aldur húsa eða legu í borginni. Við, sem eigum að framkvæma þessa vinnu reynum að hafa hana sem samfelldasta, og fullgera ein- Framhald á bls. 30 1) R GIIMIMI BORGIIMIMI n BORGIIMIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.