Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLADID
Fimmtudagur 19. maí 1969
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílnleigan
Ingólfsfitræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
slHI3 lt-6G
mfíim/fl
Volkswagen 1965 og ’66.
eiFREIOALEIGAItt
VECFERÐ
Grettisgötu 10.
Simi 14113.
FjOLVIRKAR SKURÐGRdFUR
J
I
R
K
I ÁVALT TIL REIÐU.
simi: 40450
Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
BO S C H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Mjólkurbúðir
Frá því er greint í frétt-
um, að búast megi við því að
mjólkurbúðum verði framveg-
is lokað um helgar. Gera má
ráð fyrir, að brauðbúðir fylgi
fljótlega í kjölfarið.
Enginn hefur á móti því, að
starfsfólk þessara búða fái frí
eins og aðrir — reglulega einu
sinni í viku — en óneitanlega
hefur væntanleg breyting í
för með sér skerðingu á þeirri
þjónustu, sem þessir aðilar
veita neytendum.
Þetta er afsakað með því, að
neytendur fái hvort eð er ekk-
ert nýrri mjólk á sunnudögum
en laugardögum — og skal
það ekki vefengt. í sumum til-
vikum væri því óhætt að loka
líka á laugardögum á þeim
forsendum, að fólk fengi ekki
nýrri vöru á laugardögum og
sunnudögum en það gæti feng-
ið á föstudögum — og þess-
vegna gæti fólk alveg eins
keypt allt saman á föstudög-
um. Þetta á a.m.k. stundum við
um rjómann, sem seldur er í
búðunum.
En hvort sem nýmjólkin er
„ný síðan í gær“ eða fyrradag
— munu neytendur almennt
verða mjög óánægðir með lok-
un mjólkurbúða á sunnudags-
morgnum. Þetta er skref aftur
á bak og það er stigið samtím-
is því sem lögð er áherzla á
það um allan heim að bæta
þjónustu við neytendur.
^ Hirðuleysi
Nú er mikil þröng á bíla-
verkstæðum, því fólk er farið
að búa sig undir að aka út á
land — og það er betra að hafa
allt í lagi. í vikunni fór ég
með bíl á verkstæði og þegar
ég fékk hann aftur bar hann
þess merki, að nóg er að gera
á verkstæðunum og ekki þurfa
þau að hugsa of mikið um að
þóknast viðskiptavinunum eða
hæna þá að- Bifvélavirki hafði
ekið bílnum til þess að prófa
hvort viðgerðin væri næg —
og hann hafði greinilega setzt
upp í bílinn í útötuðum vinnu-
fötum, skítugur yfir hausinn.
Bíllinn var allur út kámaður
að innan, ekki aðeins stýri og
mælaborð — nei. Og að honum
dytti í hug að fara með tvisti
yfir þá hluti, sem hann hafði
kámað út? Nei, ég held nú síð-
ur.
Ekki svo að skilja að ég
hafi tekið þetta nærri mér.
Það tók ekki mjög langan tíma
að þrífa þetta. En þetta sýndi
hins vegar hve hirðuleysið var
mikið af hálfu þeirra, sem
þarna selja sína þjónustu.
Þessvegna vaknar stundum sú
spurning, hvort viðgerðin sjálf
hafi ekki verið framkvæmd af
álíka kostgæfni. Ég held, að
bifvélavirkjar geri sér ekki
alltaf nægilega grein fyrir því,
að hirðuleysi eða vanræksla af
j>eirra hálfu gæti hæglega
valdið slysum og jafnvel
dauða;
Ánægð sjómanns-
fjölskylda
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til að biðja þig
að birta þakklæti mitt fyrir
skemmtilegan útvarpsþátt á
sjómannadagskvöldið. Sérstak-
lega hafði ég og mín fjöl-
skylda mikla ánægju af að
heyra tvö hin sérlega fallegu
lög og texta eftir Þórunni
Frans og séra Árelíus Níels-
son. Bæði lögin báru góðu
handbragði merki — og við
tókum þau bæði upp á segul-
band og höfum ekki spilað
annað síðan, enda kann öll
fjölskyldan þau og vonumst
við innilega til að þau heyrist
sem oftast í útvarpinu. Þökk-
um við hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar fyrir skemmtilegt
val og sýnir sú hljómsveit
sannarlega, að þar eru miklir
smekkmenn á ferð. Þetta var
sannarlega ekkert rusl.
Nóg er um skammir í þínum
pistlum oft á tíðum — og er
það ágætt út af fyrir sig. Ég
vona samt að þú birtir þetta,
því þeir sem vel gera mega
sannarlega fá sitt þakklæti og
viðurkenningu. Vona, að þú
bregðist ekki gömlum sjó-
manni. — Sigurður Jónsson“.
Til sölu
Prófarkapressa. Tilboð sendist afgr. Mbl.
merkt: „Prófarkapressa 717“.
Keflavík — Njarðvíkur
Stúlka, sem vön er að smyrja brauð, óskast. —
Upplýsingar frá kl. 6—8, ekki í síma.
BRAUÐVAL, Hafnargötu 34.
OPIÐIKVÖLD
SEXTETT ÓLAFS GAUKS.
SÖNGVARAR: SVANHILDUR
JAKOBSDÓTTIR OG
BJÖRN R. EINARSSON.
VERIÐ VELKOMIN í LÍDÓ.
REX OLÍUMÁLNING,
GRUNNMÁLNING,
ZINKKRÓMAT,
INNIMÁLN1NG,|ÚTIMÁLNING,
HÁGLANS, HÁLFMATT,
TITANHVlTA, BRONZ
ÚRETAN LAKK
Á STIGA, ÞVOTTAHÚS
OG VEGGI, SEM ÞARF AÐ
VERNDA SÉRSTAKLEGA GEGN _
ÓHREININDUM OG HNJASKI.
POLYTEX PLASTMÁLNING
Á VEGGI INNANHÚSS OG
UTAN — ÞORNAR FUÓTT,
ÞEKÚR VEL. ÞÉR FÁIÐ
RÉTTA LITINN, ÞVI AÐ
ÚR NÓGU ER AD VEÚA.
REX SKIPAMÁLNINGU
MÁ NOTA JAFNT Á TRÍ OG
JÁRN. ENDINGARBEZTA
ÞAKMÁLNINGIN.
UM MARGA LITI AD YELJA.