Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 3
Fímmtuðagur 19. mal 19B6 mVKUUÍICLHWIV sens, sem út hefur verið gefið, en fyrsta bók hans, „Snæljós", kom út árið 1914. Meðal verka hans eru sex söfn smásagna, rit- safnið „Svalt og bjart“ I og II og margar ljóðabækur. Ný Ijóöabók eftir Jakob Thorarensen „NÁTTKÆLA“, ný ljóðabók | Helgafells. eftir Jakob Thorarensen, kom út Bókin er 106 blaðsíður, og birt í gær, á áttræðisafmæli skálds- ast þar 37 ljóð. „Náttkæla" er ins, á vegum Bókaútgáfunnar I nítjánda verk Jakobs Thoraren- Sr. Jón Auðuns, dómpróf.: Mæðradagur TVÆR ungar konur bjuggu saman og áttu sitt barnið hvor. Annað barnið dó sviplega, og þá þóttust báðar konurnar eiga barnið, sem lifði. Þær gengu fram fyrir konung og báðu haftn að dæma 'í máli þeirra. Dómur Salómons var sá, að barnið skyldi höggvið í tvennt og sinn helmingur gefinn hvorri. En þá fór, sem konungur vissi: Móðurhjartað sagði til sin, hin rétta móðir hrópaði og bað um að barninu yrði þyrmt, „því að ástin til barnsins brann í brjósti hennar“, segir í hinni ævafornu sögu. Fyrir þúsundum ára eru hall- ir Salómons hrundar og must- erið mikla og fagra, sem hann reisti. Stæði hinn vísi konung- ur nú á meðal okkar, myxxii hann naumast trúa því, að þetta væri jörðin, sem hann átti heima á. En margt mundi hann finna óbreytt í sálum mannanna. Og ef hann skyggndist inn í hjarta móðurinnar, mundi hann fljót- lega komast að raun um, að ástin til barnsins brennur enn í brjósti hennar, sama ástin sem brann í brjósti ungu Gyðinga- konunnar fyrir þrem þúsundum ára. Þessa minnumst við, þegar dagur móðurinnar er haidinn hátíðlegur og móðurinnar, lifs og liðinnar, er minnzt. í skráðum sögum er hlutur hennar ekki stór. Blaðsíðurnar, sem henni eru helgaðar í mann- kynssögunni, eru næsta fáar 1 öllum þeim þykku doðröntum, sem frá afrekum karlmanna segja. En hún á sinn stórkost- lega skerf óskráðan. • Það sem móðurhöndin vann, oft veik og smá, markaði marg- sinnis stærri spor í lífi kynslóð- anna en það, sem stæltustu karl- mannshendur unnu með brugðn- um vopnum og blóðgum brandi. Saga mannkynsins er að mestu óskráð enn. Flestir hafa gutlað við yfirborðið og naumast kom- izt lengra. Enginn hefir bent á það eins og sá merki maður, Arnold Toynbee, hve mikið fd raunverulegri sögu mannkyns er óskráð og að mestu órannsakað enn. En þegar sú saga verður skráð, verður hlutur móðurinn- ar stærri en menn grunar enn. Og er þó ekki eitthvað af þeirri sögu skráð í hjarta þínu og mínu? Er ekki I einhverju hólfi hjarta þíns geymd minningabók, sem þú mátt ekki týna, sem geymir minningar um móður þína? Þegar þú hefir lokað dyr- um þínum og hljótt er örðið í húsi þínu og hjarta, lýkur þú upp þessu leynda hólfi og tekur fram þessa bók. Þú gripur e.t.v. þeim mun oftar til hennar, sem lengra líður á ævi þína. í dag, á degi móðurinnar, skaltu lesa kafla úr þessari bók og láta hann minna þig á heim, sem er hjarta þínu kær og má þér aldrei gleymast. Vera má, að móðirin sé fyrir löngu horfin úr jarðneskum bústöðum, og kannski er lágreisti bærinn henn ar fyrir löngu jafnaður við jörð. Það skiptir minnstu, ef þú geymir myndina hans þar, sem hún glatast ekki né fölnar. Þar sem vaggan stóð, þar sem bernsku- og æskuárum var lifað, stendur í hugarsjón þinni hölL Á degi móðurinnar flytur kirkjan henni þökk. Hvar væri nú kirkja Krists, ef óteljandi mæður hefðu ekki unnið sitt blessaða starf? Hvar væri krist- inn dómur, ef mæðurnar hefðu ekki ræktað sáðmannsstarfið? Hvar hefðu börnin lært heilög fræði ef þau hefðu ekki verið kennd við móðurkné? Vafalaust var Þóra í Skógum ein hinna miklu kristnu mæðra. En margir aðrir hefðu getað sungið sinni móður sama lof og séra Matthías, þótt af minna and- ríki væri kveðið. Þetta má ekki gleymast á degi móðurinnar. í þætti, sem kirkj- unni er ætlaður, má ekki þegja um þetta. Betri bandamenn hef- ir kristin kirkja aldrei átt en beztu mæðurnar hafa verið. Kærleikurinn til barnsins brann í hjarta hinnar ungu Gyðingakonu á dögum Salómons, hins vísa konungs. Kærleikurinn til barnsins brennur ungrl móð- ur í hjarta enn. Gefi Guð að hann brenni enn um aldir og ár- þúsundir. Friður og blessun fylgi móð- urinni, hvort sem hún er lífs eða liðin. Bílar á kjördegi ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja flokknum bifreiðar sínar á kjördegi 22. maí eru beðnir að hafa samband við skrifstofu bílanefndar í Valhöll. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—22 alla virka daga. Símar 15411 og 17103. Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins. heldur aðallega að komast á Vínlandsleið Leifs Eiríksson- ar, og til Vínlands, „hvar sem það nú kann að vera“, eins og Anderson orðaði það. — Við álítum að það sé í Nantucket Sound, bætti hann við. Enginn hefur leitað að Vínlandi frá sjó, allir hafa leitað á landi. Nú reynum við þessa leið, bætti hann við. Og aðspurður um tilgang farar- innar, yppti hann öxlum og sagði, að hann væri eiginlega að skrifa, kanna lönd en fyrst og fremst bara að sigla þessa sömu leið sem Leifur Eiríks- son hafði farið án vélarafls. En aðeins lítil vél er í bátn- um, mest til notkunar fyrir senditæki og önnur tæki um borð. Daglega senda þeir félagar frásögn af ferðinni í The Guardian. Og fer fram rit- gerðasamkeppni skólafólks í Bretlandi um þessa Vínlands- ferð. — Og hverjir eru hinir? — Vinir mínir, sem sögðust skyldu koma með mér. Þeir eru góðir vinir. Griffin er 45 feta iangur kappsiglari, 30 ára gamall, en rennilegt skip. Nú eign Norð- mannsins E. B. Iverson. Og þröngt er í vistarverum neðan þilja. Og hvað ætla þeir nú að gera í Reykjavík eftir þessa löngu sjóferð? Komast í bað; Og því tefjum við þá ekki lengur. Griffin siglir inn í Reykja víkurhöfn. British Museum, var einn af þeim sem unnu við rannsókn- ir á kortinu. Kvaðst Anderson sannfærður um að það væri ósvikið. Og það væri mjög mikilvæg sönnun varðandi Vínlandsferðir. Hann kvaðst að sjálfsögðu m.a. hafa lesið Grænlendingasögu, Eiríks sögu rauða og Flateyjarbók og væri ieiðangurinn byggður á frásögnum þar. Héðan ætla þeir félagar að halda til Grænlands eða upp undir Grænland. Það er ekki svo mikilvægt að komast inn í Eiríksfjörð, þar sem þeir hafa heyrt að mikill ís sé þar, Leifs Eiríkssonar Á ÞRIÐJUDAG kom siglandi inn í Reykjavikur- höfn 16 tonna seglbátur með 6 mönnum um borð. Þar var kominn siglarinn Griffin, sem John Anderson aðstoðarrit- stjóri stórblaðsins The Guard- ian og 5 félagar hans á í kjölfar Leifs Eiríkssonar til Vínlands. Fyrsti hluti leiðar- innar, frá Bretlandi til ís- lands er lagður að baki á 15 dögum. Og hafa þeir félagar farið 1000 mílur. Bretarnir hafa fengið storm alla leiðina, frá því þeir lögðu upp frá Scarbury 2. maí. Skammt frá Færeyjum skemmdist stýrið og urðu þeir að fara inn til Vaag á Suður- ey og fá það viðgert. Á öðr- um degi áður'en þeir náðu til ísíands rifnaði stóseglið í 9 vindstiga stormi. Þeim tókst að gera við það til bráða- birgða á 5 klukkustundum, en kváðust þurfa að fá það al- mennilega viðgert hjá segla- saumara hér, áður en þeir halda ferðinni áfram. — Leifur Eiríksson hlýtur að hafa verið mjög hugrakk- ur maður, sagði einn þeirra félaga. Að vera kannski á opn um báti. Við fundum hvernig það var í storminum, þegar við vorum að gera við á dekkinu. John Anderson, ritstjóri og fyrirliði hópsins, kvaðst allt- af hafa haft áhuga á norður- slóðum. En Vínlandskortið hefði kveikt hjá honum löng im til að fara þessa ferð. Vin ur hans, vísindamaður hjá I kjölfar Leiðangursmenn á Griffin, frá vinstri: John Anderson, Peter Haward, Allister Mclntosh, Tim Lee, Peter Comber og Reg Garrod.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.