Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐID
Fimmtudagur 19. maí 1966
Norskir sumarbústaðir
Vegna hinnar miklu tollalækkunar á tilbúnum húsum getum
við boðið margar gerðir af mjög ódýrum og vönduðum sumar-
bústöðum frá Noregi.
Sumarbústaðimir eru uppbyggðir af 1,2 m breiðum einingum
sem gera uppsetningu bæði fljóta og auðvelda.
Milliveggir eru færanlegir eftir óskum hvers og eins.
Allir útfletir eru mjög vel einangraðir.
Aukahlutir, svo sem arin, kojur, eldhúsborð o. fl. eru fáanlegir.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Friðrik Jörgensen hf.
Ægisgötu 7 — Reykjavík
Sími 22000 — Pósthólf 1222.
-------------------------------------------------------------
Skipstjóri óskast
á góðan 65 tonna bát sem stundar veiðar með íiski-
troll. Mannskapur fyrir hendi að mestu leyti. Tilboð
leggist inn á afgr. Morgunblaðsins merkt: „Vanur
— 9382“.
Vanur matsvein«i
með matsveinsréttindi óskar eftir vinnu á hóteli
eða á matsölustað út á landi. Upplýsingar á Hótel
Vík, herbergi 24 næstu 4 daga.
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar vegna
vanskila á söluskattL
Samkvæmt kröfu tollstjórans og heimild i lögum nr.
10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra
fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda sölu-
skatt I. ársfjórðungs 1966, svo og söluskatt eldri
ára, stöðvaðar, þar til þau hafa gert full skil á hin-
um vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttar-
vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá
stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til toll-
stjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 17. mai 1966.
Sigurjón Sigurðsson.
Hinar vinsœlu raflagnodósir óvollt fyrírliggjandi hjrí
eftirtöldum umboðsmönnum:
NEISTI, ÍSAFIRÐI.
RAFORKA, AKUREYRI.
LEIFUR HARALDSSON, SEYÐISFIRÐI.
IIARALDUR EIRÍKSSON, VESTMANNAEYJUM.