Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 20
MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. maí 1966 Hiff nýja vistheimili viff Dalforaut, sem opnaff var í gæ>r. — Visfheimili f ' Framhald aí bls. í. nýja dagheimili til reksturs og lýsti því jafnframt yfir, að vistheimilið við Dalbraut yrði nú opnað til starfrækslu. Borgarstjóri ræddi um hin miklu verkefni, sem framund an eru á þessu sviði og kvaðst vona að haldið yrði áfram uppbyggingu barnaheimila borgarinnar með viðunandi hætti. Hann óskaði starfs- fólki hinna nýju heimila til hamingju og kvaðst vona, að heill fylgdi störfum þeirra til hagsældar fyrir þau börn sem hér ættu eftir að njóta góðs af. Ásgeir Guðmundsson, for- maður Sumargjafar, veitti dagheimilinu viðtöku og jafn framt undirrituðu borgar- stjóri og hann samning milli Reykjavíkurborgar og Sumar gjafar um rekstur dagheim- ilisins. Ennfremur flutti ÓI- afur Jónsson, formaður barna vemdarnefndar, stutta ræðu og fagnaði þessum mikil- væga áfanga. Ræffa borgarstjóra Árið 1962 fól ég þeim Jón- asi B. Jónssyni, fræðslustjóra og Jónasi Pálssyni, forstöðu- manni Sálfræðideildar skóla að gera tillögur um ráðstafanir vegna barna, sem geta ekki dval- izt á heimilum sínum af ýmsum orsökum. I marzmánuði 1963 voru þessar tillögur lagðar fram og var þar m. a. gert ráð fyrir byggingu upptöku- og vistheim- ilis, sem jafnframt yrði rann- sóknarstöð og miðstöð, þar sem fjallað yrði um vandamál barn- anna og reynt að skapa þeim sem bezta og öruggasta framtíð. í umsögn barnaverndarnefnd- ar um tillögurnar var talið að brýnasta þörfin væri bygging slíks heimilis. Ákvað borgarráð því að hefjast handa þegar um byggingu heimilisins og er nú verið að vígja það hér í dag. Heimili þessu er ætlað að vera eins konar miðstöð til upptöku • og fyrirgreiðslu heimilislausra eða illa staddra bama og unglinga í borginni. Þetta heimili má helzt aldrei vera íullskipað þannig að hér sé alltaf rými fyr- ir börn, sem þurfa snögglega að- hlynningar við. Þetta heimili hlýtur vegna etærðar sinnar að hafa á sér nokkum stofnunarsvip. Hins veg ar er gert ráð fyrir því með stað- eetningunni, að heimílisbörn geti •ótt skóla í grenndinni, bæði al- mennan bama- og unglingaskóla og leikskóla eftir því sem aldur •egir til um. Þau heimilisböm hér, sem munu dvelja um lengri túna geta því átt kost á að eign- ast vini meðal jafnaldra í grennd inni og ef til vill komið á heim- Ui þeirra eða boðið þessum vin- um heim til sín. Þetta heimili mun einnig verða miðstöð fyrir öll önnur vistheimili barna í borginni og ef til vill æskilegt að tengja það með einhverjum hætti skóla, sem muni helzt annast menntun fólks til starfa á þessum vettvangi. Með byggingu þessa heimilis er stigið stórt skref til bættrar aðstöðu í bamaverndarmálum borgarinnar. Hér er gert ráð fyr- ir fullkominni læknis- og sál- fræðiþjónustu, sem á að koma börnunum að miklu gagni við ráðstöfun á framtíðarheimili. Víð bindum miklar vonir við þetta beimili. Til þessa hefur verið vandað eftir föngum og allt gert til þess, að starfsemin geti borið góðan árangur. í greinargerð fræðslustjóra Og formanns Sumargjafar frá 1963, varðandi þörf fyrir dagheimili hér í borginni, er gert ráð fyrir, að um 10 böm af hverjum 1000 íbúum þurfi vist á dagheimili. í samræmi við það hefur verið gert ráð fyrir því, að eitt dag- heimiii, sem tekur 80 böm, komi í hvert hverfi þar sem eru 8—10 þúsund íbúar. Við íslendingar höfum mjög tekið Norðurlönd til fyrirmyndar um skipan félagsmála. Er það eðlilegt, þau eru okkur skyldust og standa mjög framarlega í þessum málum. Það er því fróð- legt að gera nokkum saman- burð á dagheimilaplássum í höf- uðborg Svíþjóðar og íslands, Stokkhólmi og Reykjavík. Sam- kvæmt nýlegum skýrslum eru til eitt pláss á dagheimili í Stokk- hólrni fyrir hverja 179 ibúa. Sam- svarandi tölur fyrir Reykjavík nú er eitt pláss fyrir hverja 173 íbúa. I nýju úthverfi Stokkhólms er gert ráð fyrir því, að 16 dag- heimiiispiáss komi á hverja 2000 íbúa eða 7—8 pláss á hverja 1000 íbúa eða nálægt því, sem stefnt er að hér. Þó að mikið hafi áunnizt í barnaheimilamálum er þó enn ekki hægt að fullmægja eftir- spum um pláss á dagheimilum. Meðan svo er verður að hraða byggingu nýrra heimila, eins og gert er ráð fyrir í framkvæmda- áætlun borgarinnar. Um leið og ég afhendi Barna- vinafélaginu Sumargjöf dag- heimiiið til rekstrar, vil ég þakka félaginu fyrir mikið og heilla- ríkt starf þess í þágu yngstu borgara Reykjavíkur og óska því til hamingju með þetta nýja og glæsilega dagheimilL Dagheimiliff viff Dalbraut. Jónas B. Jónsson skýrði frá byggingaframkvæmdum við vist- heimilið og dagheimilið. Hann sagði: Samkvæmt tillögu frá barna- heimila- og leikvallanefnd, sem samþykkt var á fundi nefndar- innar 25. nóv. 1963, ákvað borgar- ráð að byggja skyldi dagheimili við Rauðalæk og framkvæmdir hefjast á árinu 1964. Vegna skipulagsvinnu drógst það fram yfir áramótin 1965. Síðan hefur verkið gengið mjög vel. Heimilið er byggt 9kv. teikn- ingu Bárðar Daníelssonar, arki- tekts. Áður hefur verið byggt eftir sömu teikningu dagheimilið Hamraborg við Grænuhlíð sem var vígt haustið 1964. Húsið er 583 m* og 3824 m*. Kostnaður við húsið 3. maí var alls kr. 10.330.416.03, þar af við lóðarlögun og búnað kr. 780.355.96. Barnavinafélagið Sumargjöf mun annast- rekstur heimilisins eins og annarra dagheimila og leikskóla í Reykjavík og hefur sem forstöðukonu ráðið Guðrúnu Guðjónsdóttur. Á heimili þessu munu geta ver ið um 70 börn daglega. Það starf ar í fjórum deildum, tekur yngst 3ja mánaða gömul börn og elzt 6 ára. Eru þá dagheimili x Reykjavík orðin sjö og geta samtals tekið á móti um 450 börnum. Dagheimilin eru þessi: Laufás- borg, Vesturborg, Steinahlíð, Hlíðarendi, Hagaborg, Hamra- borg og svo þetta nýja heimilL Næsta dagheimili verður reist í Vogahverfi. Það verður byggt eftir teikningu arkitektanna Skarphéðins Jóhannssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar, en sú teikning hlaut 1. verðlaun í verðlaunasamkeppni, sem fram fór sl. ár. Það mun verða heldur stærra en þetta, taka um 80 börn. Verið er að undirbúa fram- kvæmdir, sem hefjast munu næsta ár. Einnig hefur verið ákveðið að hefja á næsta ári byggingu nýs dagheimilis í Árbæjarhverfi. Ég vil flytja öllum, sem að þessu verki hafa unnið beztu þakkir. Upptöku- og vistheimiliff við Dalbraut að hefja skyldi byggingu upp- töku- og vistheimiiis, lögðu borg arritari og fræðslustjóri til £ bréfi til borgarstjóra í marz 1963, að heimilinu skyldi valinn stað- ur neðan Dalbrautar. Þar sem aðrir aðilar, sem málið var skylt,- svo sem barnaverndarnefnd, taldi staðinn ákjósanlegan, var sú tillaga samþykkt í borgarráðL Skarphéðni Jóhannssyni, arki- tekt, var síðan falið að teikna húsið og þann 14. nóvember 1963 voru teikningarnar lagðar fyrir barnaheimiia- og leikvallanefnd, sem þá var nýstofnuð. Nefndin samþykkti tillögurnar fyrir sitt leyti og 16. október samþykkti borgarráð teikningarnar. Þorkell Kristjánsson. fulltrúi barna- verndarnefndar, og Jónas Páls- son, forstöðumaður sálfræði- deildar skóla, voru ráðunautar arkitektsins um teikningu húss- ins. Verklegar framkvæmdir hóf- ust 18. nóvember 1964, og er nú fyrsta áfanga lokið, nema ióðar- lögun, sem nú stendur yfir og ekki var hægt að hefja fyrr ea nýlega vegna jarðklaka. Húsið er, þ.e. þessi fyrri á- fangi, 948 m2 og 4014 ms. Kostn- aður var 3. maí sL kr. 17.047.779.- 99, þar af búnaður og lóð kr, 1.657.888.49. Við þetta heimili er nú eftir að byggja tvær íbúðarálmur fyrir börn á aldrinum 8—16 ára. Mun því verki verða lokið seint á næsta ári og verður þá hægt að hafa hér samtímis a.m.k. 45 börn, Næstu daga munu fyrstu börnin koma hingað til dvalar og verð- ur þeim smám saman fjölgað, eftir því sem barnaverndamefnd ákveður. Börn þau, sem hér á að vista, munu aðeins dvelja hér um óá- kveðinn tíma, meðan verið er að útvega þeim frambúðarheimilL Á þeim tíma munu þau verða rannsökuð af sálfræðingi og læknL sem hafa hér bækistöð. Sú rannsókn leiðbeinir um val heimila fyrir börnin. Forstöðukona heimilisins verð ur Kristín Pálsdóttir. Vistheimili þau, sem borgin rekur eru hú fimm að tölu og þar geta dvalið 110—120 börn. Heimilin eru, auk þessa nýja heimilis: Silungapollur, Reykja- hlíð, Vöggustofa Thorvaldsensfé- lagsins og Fjölskylduheimilið SkáiL Ég vil flytja arkitektunum, Framhald á bls. 25 Þegar borgarráð hafði ákveðið Frá v. Ásgeir Guffmundsson, form. Sumargjafar, Ólafur Jónsson, formaffur barnavemdarnefndar, Geir HaHgrimsson, borgarstjóri, Kristín Pálsdóttir, forstöðukona hios nýja vistheimilis og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.