Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1966, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ I Fimmtudagur 19. maí 1966 BORGIIMIMI E RGIIVM X- Mbl. kom að máli við frú Val- borgu Sigurðardóttur, skóla- stjóra Fóstruskólans nú fyrir skömmu og spurði: — Er nóg af fóstrum? — Nei, sagði frú Valborg, ekki ef áætlanir borgaryfirvalda um byggingu nýrra dagheimila og leikskóla standast eins og ráð er fyrir gert. Þá verðum við á eftir með að manna heimilin hæfu starfsliði. — En skólinn hefur eflzt mik- ið undanfarin ár, er það ekki? — Jú, það er satt, en það hafa lika risið upp mörg ný barnaheimili, fleiri en svo að fóstrur séu til að manna þau sem skyldi. Auk þess er svo það, að fóstrustarfið er um það líkt flugfreyjustarfinu og öðrum slíkum, að til þess veljast helzt ungar stúlkur — og það eru mikil afföll í starfsliði á því ald- ursskeiði, segir Valborg og bros- ir — þær giftast svo margar og fara frá okkur og þó þær komi oft aftur síðar, þegar börnin stálpast eða jafnvel fyrr, í af- leysingum og ígripum, eru þær að miklu leyti týndar okkur í mörg ár og sumar alveg. En skólinn hefur stækkað, jú, mikil ósköp, við útskrifuðum 10—12 stúlkur annaðhvort ár fram til 1960, en síðan 1961 höf- um við getað útskrifað stúlkur á hverju ári, svona 12—13 fram- au af, síðan æ fleiri. Nú í ár eru 22 stúlkur í lokaprófum en I. bekkjar stúlkurnar 26 eru famar í verklegt nám á barna- heimilum fyrir nokkru, fóru 1. maí. Þetta er fjórföldun á út- skrifuðum nemendum á 5 árum. — Og alltaf vilja fleiri og fleiri stúlkur verða fóstrur? — Já, aðsókn að skólanum er Nemendur Fóstruskólans með skólastjóra sínum á tröppunum að Fríkirkjuvegi 11. Fjölhæf menntun og heppi leg hverri konu Rætt við Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra fostruskolans ar — hún brosir — það minnir mig á strákinn sem sagði: „Bráð- um, jú, það er það sem kemur á eftir straxinu“ Það veldur líka miklu um það hvort barn er „óþekkt" eða ekki hvort það hefur næg viðfangsefni að glíma við, barn sem ekki hefur nóg fyrir stafni er yfirleitt „óþekkt“ barn. — Fóstrunámið hlýtur þá að vera fyrirtaks undirbúningur undir uppeldi eigin barna líka? — Já, menntun fóstranna er ákaflega fjölhæf og mjög heppi- leg fyrir hvaða konu sem vera skal. í Fóstruskólanum læra stúlkurnar ótal margt, sem síð- ar kemur þeim að haldi og hjálp ar þeim til að skilja börn sin betur þegar þær eignast þau og til að annast þau af kunnáttu- semi og umhyggju fyrir velferð þeirra. Þetta er ákaflega hagnýtt nám, en "Hka mjög vekjandi og skemmtileg'%. — Hvaðj# námsgreinar eru Helzt "kenndar í Fóstruskólan- um? — Veigamestar eru að sjálf- sögðu uppeldis- og sálarfræði og svo starfshættir á barnaheimil- um, sem er ákaflega mikilvæg námsgrein. Það er lítils um vert að hafa falleg og fín barnaheim- ili ef fólkið sem þar á að 9tarfa hefur ekki lært til þess og kaoa mikil og vaxandi og ég er löngu farin að skrifa inn stúlkur fyrir 1967. Það er kannski ekki fjarri lagi að benda þeim stúlkum sem verða gagnfræðingar í vor og á- huga hafa á starfinu að tala við mig í tíma. Þær þurfa nefnilega að vinna á barnaheimili sem að- stoðarstúlkur um þriggja mán- stúlkurnar I - . •**,' - ' *V'é$ Eitt af því sem við láttum Valborg, er að skrifa sögu fyrir Þær reka sumar upp ógnar vein •ögu og þaðan af síður teiknað eru ekki tekin gild og oft eru gera i skólanum, sagði börnin og myndskreyta bana. og segjast alls ekki geta skrifað eða neitt siíkt — en mótmæli það þær sem hæst veina sem akila svo skemmtilegustu sögunum. Hérna birtum við mynd úr einni slíkri sögu. Hún er skrifuð af Ástu S. Alfonsdóttur og segir frá iítilli stúiku sem heitir Oddný og á heima í sveit. Með Oddnýju á myndinni er kindin hennar, sem heitir Gjöf. Hún fékk hana nefnilega í afmælisgjöf frá afa sínuin þegar hún var tveggja ára, segir Ásta í sögunni. aða skeið áður en þær fá inn- göngu í skólann, það er eins konar „reynslutími“, sem á að skera úr um það, hvort áhugi þeirra á starfinu er varanlegur og hversu hæfar þær séu til þess. Og það er ærin vinna að koma stúlkunum fyrir þennan reynslutíma, segir Valborg, þótt forstöðukonurnar séu mjög hjálplegar og láti þær stúlkur ganga fyrir um aðstoðarstúlku- störf, sem síðan ætla sér í Fóstru skólann. — Aðstoðarstúlkurnar koma þá kannski stundum í stað nemanna, sem hverfa brott á haustin og setjast á skólabekk?. .— Já, oft er það svo, nem- arnir fara á barnaheimili 1. maí og vinna þar eða eru í verklegu námi yfir sumarið en koma svo aftur í skólann 1. október. Eins og ég sagði áðan, voru 26 stúlk- ur í I. bekk í vetur og hafa aldrei verið jafnmargar, en við komum tæpast fleiri stúlkum fyrir heldur á barnaheimilunum, því auðvitað verða þær að vera hjá lærðum fóstrum, þetta er verklegt ’ nám en ekki bara venjuleg vinna. Fóstruskólinn starfar ekki aðeins hér á Fri- kirkjuveg 11, segir Valborg og hlær við, hann teygir arma sína út um allan bæ og jafnvel út á land núna, því í sumar sendum við tvo nema suður 1 Hafnar- fjörð og eina stúlku norður á Akureyri. — Er gagnfræðapróf skilyrði „Það var einu sinnl köttur sem hét Koia. Hún átti fjóra kettlinga, sem allir voru svartir eins ®g hún, nema einn hafði hvítar tær og hann var látinn heita Loppa" Svona byrjar skemmtileg saga fyrir 2—3 ára börn, sem María Bjarnadóttir gerði og við hefðum helzt viljað birta alla, rétt eins og söguna um Oddnýju og ótal margar aðrar, sem gaman var að glugga í — en þess var ekki kostur. Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri Fóstruskólans. til inntöku í Fóstruskólann? — Já, eiginlega, gagnfræða- próf, landspróf eða sambærileg menntun. Þó hef ég gert und- anþágu með sumar stúlkur, eink um stúlkur utan af landi, sem margar hafa ekki haft aðstöðu til. að taka gagnfræðapróf, og hafa þær fengið að taka sérstakt inntökupróf í skólann ef þær standa sig vel reynslutímann og hljóta meðmæli forstöðukvenna- anna. Yfirleitt veljast ekki til fóstrustarfa aðrar stúlkur en þær sem ánægju hafa af börnum, en reynslutíminn sker svo úr úm það, hvort sú .ánægja hrekkur aðeins til að láta vel að þeim þegar þau eru góð og þæg og allt leikur í lyndi eða hvort þær eru færar um að leggja alúð við þau eiiimitt þegar þau eru full af þrjózku og „óþekkt", sem við köllum. Annars er það svo, held- ur- Valiborg áfram, að mikið af því sem okkur finnst vera ó- þekkt stafar ekki af öðru e.i óþolinmæði sjálfra okkar og skapstyggð. Við gleymum því svo oft, að viðbrögð barnanna eru miklu seinni en okkar og tímaskilningur þeirra altur ann- ekki að notfæra sér alla kosti þeirra, eða ef það hefur ekki lag á börnum og kann ekki að umgangast þau farsællega. Við megum ekki slaka á kröfuntim um menntun fóstranna, þótt hitt skipti ekki síður máli að til starfsins veljist stúlkur sem hafa ánægju af börnunum og þykir vænt um þau. — Stúlkurnar læra líka með- ferð ungbarna, heldur Valborg áfram, og lesa sér til um þroska feril heilbrigðra barna og læra að meta til hvers sé hægt að ætlast af eðlilegum börnum á hverjum tíma ,en svo er líka fjallað um afbrigðileg börn og seinþroska, fengnir til fyriflestr- ar og heimsóttar stofnanir sem um slík börn annast. Auk þess heimsækjum við flest barna- heimilin sem rekin eru á vegum Sumargjafar til að kynna stúlk- unum starfshætti þar, í vetur komum við t.d. í Hamraborg, sem er eitt nýjasta og glæsileg- asta barnaheimilið okkar og um margt til fyrirmyndar í þessum efnum. Þar höfðum við m. a. kennslustund í leikjum barna og leikfangavali. Þar gátum við Framh. á bls. 25 IJK m KGIIMIMI IJR E BOKGIIMIMI lll ORGIWI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.