Morgunblaðið - 10.06.1966, Page 12

Morgunblaðið - 10.06.1966, Page 12
MOR.GU NBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1966 - 12 Bjargsig tefst vegna sn jóa ogklaka Nemendur 6. bekkjar Barnaskóla Dalvíkur gerðu þessa mynd af landnámi íslands. Barna- og miðskóla Dalvíkur slitiö UM ÞESSAR mundir eru alla jafna hafnar ferðir í björg, þar sem sigið er, en sig er enn stund að nokkuð hér á landi. Blaðið sneri sér til nokkurra þeirra, sem geta gefið upplýs- ingar um ferðir sigmanna. Við spurðumst fyrir um sig í Látrabjargi og höfðum tal af Þórði Jónssyni á Látrum. Hann sagði, sem aðrir, að þetta væri með köldustu vorum, en að gróð ur væri nú að koma á úthaga þessa dagana. Sauðburður hefði gengið vel þótt fé hefði orðið að bera á húsi, og verið á gjöf allt fram til þessa, — Enn sem komið er, sagði Þórður, — hefir ekki verið farið í bjargið, enda mun fugl hafa verpt seinna en venjulega sök- um kuldans. Hafa menn haft hug á að ganga undir bjargið og leita þar eggja, nokkrir farið og leitað upp í bjargið svo sem fært var, en þar verpir álka. Annars hafa snjóalög og svell hamlað mikið. Norðan úr Bolungarvík höfum við þær fréttir að lítið sé enn farið í björg á Vestfjörðum, þar sem enn er snjór og klaki bæði Hvergerðingar í vinarbæ j arheimsókn til Danmerkur NORRÆNA félagið í Hveragerði kom á sínum tíma á svonefndtun viinabæjartengslum milli Hvera- gerðis-kauptúns og bæjarins Brande á Jótlandi í Danmörku. Á árinu 1953 komu fulltrúar frá (þessum danska vinabæ í heim- sókn til Hveragerðis, og tókst hún vel. Aftur á móti hafa Hver- gerðingar aldrei farið hópferð til Brande, en nú er ákveðið að fara slíka för og fara félagar í Nor- ræna félaginu í Hveragerði til Danmerkur 24. júní. Eftir nokkra daga dvöl í Brande, og ferðalög um Danmörku, heldur hópurinn suður til Þýzkalands og fer til Hamborgar og síðan tii Kaup- mannahafnar, en þaðan verður flogið heim 2. júli. A.m.k. 13 Hvergerðingar munu taka þátt í förinni, sem Ferðaskrifstofan Sunna hefur skipulagt fyrir þátrt takendur. Fargjaldi er mjög í hóf stillt og hafa Hvergerðingar hug á að gefa nokkrum fleiri kost á ódýrri ferð til Danmerkur, og þeim á það bent sem hug hefðu á því að haía samband við Ferðaskrifstofuna Sunnu, er gefur nánari upplýsingar. (Frá Norræna félaginu í Hveragerði). Hólaskóla var nýlega slitið. Að þessu sinni voru brautskráð- ir 20 búfræðingar víðsvegar að af landinu. Skólinn var fullset- inn þetta skólaár. Hæstu ein- kunn búfræðinga hlaut Sigur- jón Tobíasson frá Geldingaholti í Skagafirði, ágætiseinkunn 9,25. Hlaut hann verðlaun Búnaðarfé- lags íslands fyrir fóðurfræði, einnig hlaut hann verðlaun frá S.Í.S. og Dráttarélum fyrir vél- fræði. Silfurverðiaun Morgun- blaðsins, hesthaus með greyptu nafni Morgunblaðsins undir, hlaut Jónas Hallgrímsson ætt- aður úr Fljótum, en búsettur 'í Reykjavík. Koma þessi verð- laun í stað Silfurskeifunnar sem áður voru veitt. Verðlaun úr minningarsjóði Tómasar Jó- hannssonar hlaut Jón St. Hjalta- lín, Reykjavík. Einnig veitti Kaupfélag Skagfirðinga verð- laun fyrir góða umgengni. Hlutu 4 piltar þau verðlaun. Næst hæsta einkunn (ágætiseinkunn) hlaut Vésteinn Vésteinsson af Akranesi, nú bóndi að Hofstaða- seli í Skagafirði. 1 yngri deild voru 14 nem- í Hælavíkurbjargi og Horn- bjargi. Hefir verið reynt lítil- lega að fara neðan í björgin, en um ekkert sig er að ræða. Reynt verður að fara í þessi björg fram um 20. júní. Norðan úr Skagafirði berast HéraðsskólHitum á Laugarvatni slitið HÉRAÐSSKÓLANUM á Laug- arvatni var sagt upp föstudaginn 27. maí sl. Benedikt Sigvalda- son skólastjóri hélt skólaslita- ræðu og rakti helztu þætti skóla- starfsins á liðnu skólaári. Nem- endur skólans voru lengst af vetrar 116 og skiptust í 5 bekkj- deildir. Þar af voru um 30 nem- endur úr Árnessýslu. Gat skóla- stjóri þess að heilsufar hefði verið óvenjulega gott í skólan- um síðasta vetur. Ýmsir góðir gestir heimsóttu skólann á skólaárinu, svo sem námsstjórarnir Óskar Halldórs- son,_ Guðmundur Arnlaugsson og Ágúst Sigurðsson, einnig Sig- urður Gunnarsson kennara- skólakennari, er flutti í skólan- um erindi um bindindismál, og dr. Róbert Abraham Ottósson, er valdist í skólanum á Laugar- vatni í eina viku við söng- kennslu og sönglistarkynningu, Á miðju skólaárinu var sund- laug héraðsskólans tekin í not- kun eftir mjög umfangsmikla viðgerð og endurbætur, sem fram höfðu farið á henni og búningsklefum við hana undir stjórn Óskars Jónssonar. Árshátíð skólans var haldin 26. marz og var allfjólsótt. Heim sóttu þá skólann 5 ára gagnfræð- ingar og færðu honum að gjöf fallegan og vandaðan ræðustól. er Garðar Einarsson afhenti fyr- ir hönd félaga sinna. Skólastjóri þakkaði gefendum höfðingsskap þeirra og vináttu. Próf í I. og II. bekk hófust 23. STRÆTIS V AGNAR Reykja- víkur hafa fyrir skömmu tekið upp nýja leið, og nefnist hún Flugturn-UmferðarmiðstöJð, en einkennisnúmer hennar er 26. endur. þar var efstur Þórður Jónsson, Arbæ Reykhólasveit, hlaut 9,45. Að skólauppsögn lokinni var farin námsför til Akureyrar, skoðaðar þar verksmiðjur S.Í.S. og K.E.A. að Lundi og Grísa- bóli. Séð er þegar að skólinn getur orðið meir en fullsetinn næsta vetur og vantar tilfinnanlega starfsmannabústað svo að hægt sé að taka fleiri námsmenn. Þegar eru famir 2 af náms- mönnum sem voru síðastliðinn vetur til framhaldsnáms og lík- ur til að fleiri fari. Á síðastliðnu hausti stofnaði frú Irma Weile Jónsson, ekkja Asmundar Jónssonar frá Skúf- stöðum minningarsjóð um mann sinn. Sjóðurinn á að styrkja efnilega nemendur frá Hólum til framihaldsnáms. Nú hefir ver ið úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti. Hlýtur styrkinn Ragnar Eiríkssson frá Akureyri sem út- skrifaðist síðastliðið ár en hef- ir verið á undirbúningsskóla landbúnaðarháskólans í vetur. Björn. þær fregnir að farið hafi verið í Drangey og hafa bændur úr Fagranesi á Reykjaströnd brugð ið sér út í eyju. Hafa þeir náð um 2000 eggjum, sem telst ó- venjulega lítið, en sig enn ó- framkvæmanlegt. einkunn Benedikt Jónsson frá Reykjavík: 7.95. — Unglinga- prófi luku 42 nem„ og hlaat þar hæsta einkunn Guðmundur Helgi Gunnarsson frá Búðar- nesi í Hörgárdal: 8,43. — Gagn- fræðapróf stóðust að þessu sinni 24 nemendur, og hæstu einkunn í gagnfræðadeild hlaut Kristín Stefánsdóttir, frá Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi: 8,51. Undir landspróf miðskóla gengu 17 nemendur. Stóðust þeir allir miðskólapróf, en 16 náðu framhaldseinkunn (6,00 eða þar yfir). Hæsta próf í landsprófs- deild tók Hannes Stefánsson frá Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi: 8,84. Að loknum prófum lögðu nem endur gagnfræðadeildar og lands prófsdeilar af stað í skemmtiferð um Vestur- og Norðurland undir fararstjórn Helga Geirssonar og Þórarins Stefánssonar kennara. Færeyingnr í stoð Rússa? Torshavn, 7. jún. — Einka- skeyti til Mbl. GHANA hefur snúið sér til Sjómannasambands Færeyja og óskað eftir- að ráða 60 yfir- menn og vélamenn á tíu 630 tonna togara, sem smíðaðir voru í Sovétríkjunum. Þannig hagar til ,að hinir rússnesku yfirmenn, sem ráðnir höfðu verið til að starfa á togurun- um, voru sendir heim eftir stjórnarskiptin í landinu ný- verið. Ghanamenn bjóða frá 740 til 1200 sterlingspunda árs laun, auk uppbótar, sem nema eiga frá 15—20 shillingum á hvert tonn af veiddum fiski. Þetta eru hálftíma ferðir, og fer vagninn frá Loftleiðahóteli, fram hjá umferðarmiðstöðinni, inn Hverfisgötu, upp Nóatún, um Lönguhlíð og Miklubraut, og aftur að Loftleiðahóteli. Loft- leiðir greiða að hluta kostnaðinn við ferðir þessar. Nonæn flug- félogu sumsteypa . Osló, 8. júní. — (NTB) — DANSKA flugfélagið „Scanair". sem síðustu fimm árin hefur stundað leiguflug, hefur gert samninga við norrænu flugfélög- in ABA, DNL og DDL — öll leigu flugs-félög — um stofnun sam- steypu, sem verður systurfélag SAS. Forstjóri verður eftir sem áður S. T. Thomasen, forstjóri „Seanair" og litlar sem engar breytingar gerðar á starfsliði og tilhögun. Hins vegar er þessi samningur talinn styrkja mjög stöðu „Scanair“ sem norræns flugfélags. „Scanair" hefur yfirleitt leigt flugvélar frá SAS og nú orðið notar félagið mest þotur af gerð- inni DC-8. Mun ætlunin að nota eingöngu þotur frá og með vetr- aráætluninni 1967—68 og >á DC-9 þotur og Caravelle-þotur á styttri flugleiðum. DALVÍK — Laugardaginn 21. maí sl. var Barna- og miðskól- anum á Dalvík sagt upp við hátíð lega athöfn í Dalvíkurkirkju. Síra Stefán Snævarr, sóknar- prestur, flutti stutta ræðu og að því loknu tók til máls skólastjóri Helgi Þorsteinsson, rakti hann í stórum dráttum skólastarfið á skólaárinu og kom þá í ljós að í barnaskólann voru innritaðir 127 nemendur í sex bekkjardeildir. í miðskólann voru innritaðir 71 nemandi í fjórar bekkjardeildir. Nú í vetur var í fyrsta sinn starf rækt verknámsdeild í 3 ja bekk miðskólans. Þess skal getið að í miðskólanum voru 21 nemandi, sem eiga heimili utan skólahverf isins. Fastir kennarar voru sjö auk skólastjóra og þriggja stunda kennara. Sýning á vetrarvinnu nemenda var haldin 1. maí og var að KVENNASKÓLANUM á Blöndu ósi var slitið 26. maí. Daginn áður var handavinnusýning og sótti hana fjöldi manns. Við skólaslitin var óvenjumikið fjöl menni, því að námsmeyjar, sem verið höfðu í skólanum fyrir 5, 10, 20, 25 og 30 árum komu og minntust skólaafmælis síns. Færðu þær skólanum margar og góðar gjafir og minntust hans með hlýjum huga. Frú Anna Skarphéðinsdóttir frá Vogum í Mývatnssveit flutti kveðjur frá 10 ára námsmeyjum og minntist jafnframt tveggja látinna manna, sem lengi störfuðu við skólann, þeirra Þorsteins Jóns- sonar, söngstjóra og Jósafats Jónssonar, en hann hafði í ára- tugi búið í skólanum og verið hjálparhella hans á margan hátt, unz hann andaðist í hárri elli. Frú Guðfinna Hinriksdóttir frá Flateyri og frú Guðný Pálsdótt- ir á Blönduósi fluttu kveðjur frá 25 og 20 ára námsmeyjum. Sr. Pétur Ingjaldsson flutti ræðu og síðan talaði forstöðu- konan, frú Hulda Á. Stefáns- dóttir. Ræddi hún um skóla- starfið og fagnaði því að sjá aftur fjölda eldri námsmeyja, sem flestar kæmu um langan veg til þess að rifja upp gamlar og góðar minningar frá skólan- um og sýna honum ræktarsemi og tryggð. 38 námsmeyjar voru í skólan- um í vetur og luku allar prófi. Tvær stúlkur hlutu ágætiseink- unn, Anna G. Illugadóttir 9,26 og Gunndís Skarphéðinsdóttir 9,11, báðar frá Akureyri. Fengu þær verðlaun úr sjóði Hjalta- bakkahjóna. Verðlaun úr sjóði Margrétar Jónsdóttur frá Spóns gerði voru veitt þeim Guðnýju Jónsdóttur frá Keflavík og Sig- ríki Ólafsdóttur frá Sandnesi í Strandasýslu. Þau eru veitt fyrir sérstaklega fallegt handbragð. henni gerður góður rómur. Próf hófust 3. maí og lauk þeim 18. maí nema í landsprófs- deild, en þeim prófum lýkur ekki fyrr en 27. maí. Seinni hluta vetrar hófst kennsla í hornaleik og sá Ingi- mar Eydal, söngkennari, um þann hluta námsins. Að lokinni ræðu skólastjóra hófst afhending prófskírteina og verðlaunaafhending. Hæstu eink unn í barnaskólanum hlaut Jó- hana Skaftadóttir, 9,10 ,og hæstu einkunn í miðskólanum hlaut Þuríður Jóhannsdóttir, 9,52. Aðra hæstu einkunn hlaut Anna Dóra Antonsdóttir, eða 9,27 .Af- hent voru sjö verðlaun fyrir bæði námsafrek og snyrti- mennsku. Mikið fjölmenni var við þessi skólaslit. — Fréttaritari. Fæðiskostnaður varð um 50 kr. á dag, en allur kostnaður við skólaveruna var að meðaltali rúmar 15 þús. kr. á nemanda. Að lokum töluðu Guðmundur Jónsson, garðyrkjumaður og Sigurður Þorbjörnsson, bóndi á Geitaskarði, sem er formaður skólaráðs. Skólinn var blómum skreyttur, veitingar rausnarleg- ar og athöfnin öll hin hátíðleg- asta. Mikið er unnið að endurbót- um á skólanum. Tveir kennara- bústaðir verða fullgerðir fyrir haustið og vonir standa til að haldið verði áfram að bæta húsakynni skólans og fegra um- hverfið. Skólinn er fullskipaður fyrir næsta ár. — B. B. Minnkondi bíln snlo í Sviðþjóð Stokkhólmi, 8. júní. — (NTB) —4 BIFREIÐASALA í Svíþjóð hef- ur verið með minnsta móti að undanförnu og valdið kaupsýslu- mönnum í þeirri grein þungum áhyggjum. Lítur nú svo út, sem salan verði töluvert minni í ár en undanfarin ár. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur salan verið 30% minni en á sama tíma sl. ár. Til þessa hafa menn reynt að skýra þessa minnkandi bílasölu með hinum harða vetri og kalda apríl-mánuði og vona að salan klæddist í maí, sem venjulega er söluhæsti mánúðurinn. En þær vonir brugðust með öllu — salan í maí reyndist um 37% minni en í fyrra. Þessi minnkun bifreiða- sölu nær til flestra tegunda — mest þó til Ford-bifreiða, en sala þeirra hefur lækkað um næstum helming. Ein af örfáum tegund- um, sem hafa aukizt að sölu, er franska Renault-bifreiðin. Uppsögn Hólaskóla apríl. — II. bekk hlaut hæsta Arge. Loftleiðir greiða hluta af strætisvagnakostnaði : Fjölmenni við uppsögn Kvennuskólons n Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.