Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
r Miðvikudagur 22. júní 1966
BILALEICAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍAfl 34406
SENDUM
Volkswagen 1965 og ’66.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
3
<
RAU0ARÁRSTÍ6 31
SÍMI 220 22 .
BIFKtiptLeiCAH
JuJtsi/SM 33924
BIFREIDALEIGAK
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
IVf AGNUSAR
SKIPHOLT»21 símar 21190
eftir lokun simi 40381
Fjölvirkar skurdgröfur
J
R ;•
K
I AVALT TIL REIÐU.
N SÍmi: 40450
Þorsteinn Júlíusson
héraðsdómslögmaSur
Laugavegi 22.
Opið 2—5. Sími 14045.
GtTSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. Simi 11171.
BO SC H
ÞOKULUKTIR
Bragur Jóns
Ólafssonar
Bréf vegna greinar hjá
Velvakanda!
„Er ég nú um helgina kom
heim úr ferðalagi til útianda
sá ég í Morgunblaðinu frá 12.
þ.m. grein í „Velvakanda'*-
dálknum um brag eftir Jón
Ólafsson, þar sem um er að
ræða fyrirspurn frá „Götu-
skeggja" og óskar þessi „Gotu-
skeggi" að fá að vita, hvort
bragurinn hafi verið prentað-
ur*.
Út',af þessari fyrirspurn get
ég upplýst, að í endurminmng-
um föðursystur minnar Guð-
rúnar Borgfjörð, sem ég gaf út
1047, er þessa brags getið á bls.
4)7—48. Læt ég hér með fyigja
það sem í endurminningunum
segir um þennan brag:
„>að gekk ekki minna á, þeg
ar Benedikt Sveinsson, sem þá
bjó á Elliðavatni, fékk sér iitla
prentvél og byrjaði á því að
láta prenta lítið blað, sem
kallað var Smávegis. Þetta
var, þegar stóra * laxa- eða
Elliðaármálið á miili Benedikts
og Thomsens stóð yfir. Smáveg
is endaði með þessari visu:
Komið, og Smávegis kaupið
þið hér.
Kaupið, því verðið er ágætt,
Smávegis. Drýgra ei
auðfengið er,
og innihaldið er fágætt!
Blaðið var allt tómar skamm
ir um yfirvöldin. — Þar var
kvæði, sem þeir kölluðu Katia-
gloríu. Þar láta þeir tvo ketti
tala saman, en háyfirdómarinn
á að standa á hleri og hlusta
á samtal þeirra. Því miður
kann ég ekki nema tvö erind-
in, sem mig minnir að væru
fimm, og set ég þau hér:
1. köttur: Fréttir Ijótar ég
færi þér, mjá-á.
2. köttur: Æ, satt frá því öllu
segðu mér, mjá-á.
1. köttur: Það er um leppalúða
grettinn,
tþann ljóta djöful við
yfirréttinn,
þann fláráða refinn,
þann falskasta skratt
ann, mjá, mjá.
Dómarinn á hleri:
Við mig þeir eiga, já, það
gjöra þeir, mjá, mjá.
Ég held ég verði að heyra
meira, mjá, mjá.
Það kann enginn annnar
að vera.
Ég held ég verði að reyna
að hlera.
Já, það gjöri ég og gjöri það,
mjá, mjá
1. köttur:
Einn spánýr dómur þar
dæmdur er, mjá, mjá,
sem frægðarorð yfir allt
land ber, mjá, mjá,
því mjallahvítt þeir segja
hið svarta,
en svart og koldimmt Ijósið
hið bjarta,
lygina sanna og satt allt
hið logna, mjá, mjá.
Ég man ekki tvö erindi, sem
eftir eru. Þau voru fimm í allt.
Jón ólafsson orti þennan brag,
og má nærri geta, hvað yfir-
völdunum varð illa við ritið,
enda var það strax gjört upp-
tækt. Samt náði pabbi í nokk-
ur eintök. Allt komst í upp-
nám. Heldra fólkið þóttist vera
ákaflega reitt fyrir dómarans
hönd, en sumu af því þótti víst
hálfgaman að undir niðri. Það
heyrði ég hjá Jóni Guðmunds-
syni. Þar var mikið talað um.
þetta, svo að ég hafði tæki-
færi til að heyra margra álit,
bæði um þetta og annað, og
hafði oft gaman af. Heldra
fólkið meinti ekki alltaf það,
sem það sagði“.
1 skýringagreinum, sbr. b'ls.
190-191, hef ég látið þess get-
ið, að þessi bragur, sem nefnd-
ur var Kattarglorían, sé ekki
prentaður í blaðinu Smávegis
og að hann hafi ekki fundizt
á prenti annarsstaðar heldur.
Þessu getið þér skýrt um-
ræddum „Götuskeggja'* frá ef
þér kærið yður um.
Virðingarfyllst,
Agnar Kl. Jónsson.*4
Jt Rösklega varizt
í gær birtist bréf frá
D.K. og skrifaði hún um kven-
fólkið í úmferðinni. Þetta var
ekki í fyrsta sinn að hún skrif-
ar um fyrrgreint efni og höfðu
nokkrir orðið til að gagnrýna
það, sem fram kom í fyrra
bréfinu. Hér fer á eftir svar
D.K. við gagnrýninni, eins
konar framhald bréfsins i gær:
„Kæri Velvakandi.
Því miður verð ég að bæta
hér örfáum orðum við. Ég var
að lesa Morgunblaðið í dag og
sá þá að fleiri kurteisir menn
fundu hvöt hjá sér til að opna
sinn munn og var það að von-
um að það færi í taugamar á
aumingja manninum að mér
skyldi verða það á að nefna
Gunnarsbrautina i þes3u sam-
bandi. En frá þeim stað sem
bíllinn beygði af vinstri á syðri
akbraut Miklubrautar og yfir
á nyrðri akbraut Miklubrautar
eru aðeins örfáir metra- til
baka að Gunnarsbraut. Við
skulum bara vona ykkar karl-
mannanna vegna, að mér hafi
missýnst og aumingja maður-
inn hafi haldið í þess stað inn
Miklubraut. Annars var það
ekki aðalatriðið hvert hann ók
eftir að hann ók þvert fyrir
mig — heldur það, að hann
þverbeygði fyrir minn bíl án
þess að gefa stefnuljós.
En það er þó gleðilegt að
einhver skíma er í kollinum á
þessum sem sér þó grasreinina
á milli. Þetta breytir samt
engu um meginmálið. Annars
er það undarlegt hve mjög
þetta skrif mitt hefur komið
við hjartað í karlmönnunum
— þeir virðast ekki minna eld-
fimir en kvenfólkið.
Annars mega þeir halda
áfram að skrifa. Það er gaman
að því hve æsingurinn er mik-
ill og ákfainn að halda heiðri
sínum. En ég vil ráðleggja
ykkur að hætta að tala um Ár-
túnsbrekkuna, því ég er búin
að svara því svo að ekki getur
verið um að villast að þið vað-
ið reyk og þið auglýsið líka
þynnkuna í heilabúinu.
Eða er ykkur ekki mögulegt
að skilja það að bíllinn sem ég
geri að umræðuefni var ekki
á hægri akrein áður en ég
beygði. Hann var aftan við
minn bíl á vinstri akrein þegar
ég gaf stefnumerkið og byrjaði
að sveigja til hægri.
Ég vil að „Keyrikall“ hafi
rétt eftir það sem hann tekur
upp úr grein minni. Ég sagði
nefnilega ekki að hinn bíihnn
hafi verið hálfa bíllengd á eft-
ir, heldur samsíða en þó hálfri
bíllengd aftar, það er nefni-
lega reginmunur á þessu. Því
það sýnir að hann ætlaði ser
að skjótast fram fyrir á þeim
forsendum að hans bíll var
hraðskreiðari. Samt sem áður
hafði hann engan rétt til að
gera þetta. Ég vil gefa „Keyri
kalli“ það ráð að sitja rólegur
eitt andartak áður en hann fer
að þvæla, og hann má gjarnan
reyna að skilja sjálfur það sem
hann er að fara með. Það er
enginn leikur að vita hvað
hann sér athugavert við það,
að ég skuli ekki aka yfir
Snorrabrautina á móti rauðu
ljósi. Skýringin hlýtur að vera
sú, að það hefði hann sjálfur
gert í þessu tilfelli.
Einnig er „Keyrikalli“ óhætt
að spyrja lögregluna um það,
ef hann trúir mér ekki, að það
er bannað að keyra af vinstii
akrein Laugavegar austan
Snorrabrautar og yfir á Lauga-
veg vestan Snorrabrautar.
Þeir sem eru á vinstri akrein
eiga að beygja suður Snorra-
braut og reyndu svo að melta
þetta og fara eftir því næst.
Og vegna annarrar athuga-
semdar „Keyrikalls“ vil ég
halda því fram að ennþá hafi
kvenfólkið það frelsi í þjóð-
félaginu að því væri heimilt
að keyra hvort heldur á vinstri
eða hægri akrein, eftir þörfum
og aðstæðum, alveg -eins og
karlmönnum. Eða eru það ný
lög sem mæla svo fyrir að að-
eins karlmenn megi aka ýmist
á hægri eða vinstri akrein?
Ef svo er, þá verð ég að
kynna mér það betur. Annars
líkar mér þetta ljómandi vel,
nú eru fimm „herramenn**
með viðeigandi kurteisu orða-
lagi, búnir að æsa sig upp út
af tilsvari mínu og öllum tekst
hrapallega upp og geta ekki
með nokkru móti sagt neitt af
viti. Það sem þeir grípa til er
aðeins það að snúa útúr vís-
vitandi eða af heimsku og ef
það tekzt ekki, þá nota þeir
sinn „fágaða“ munnsöfnuð til
að vekja athygli. Það mun nú
vera álitamál hverjir það eru
sem eru taugaveiklaðir — þess
ir sex karlmenn sem hafa látið
ljós sitt skína eða við þrjár
sem höfðum þar að auki hend-
ur okkar að verja í upphafi.
Svo þakka ég ykkur öllum
fyrir skemmtunina kæru herr-
ar og vona að þið njótið þess
vel og lengi að hafa fengið
svo kærkomið tækifæri til að
sýna riddaramennsku ykkar á
þann hátt sem ykkur er tam-
ast og kærast. Næst ætla ég að
bíða með að svara þangað til
komin er vænni kippa á öng-
ulinn eða svona tru tólf stykki,
það tekur því ekki að svara
einum og einum. Þetta er alltaf
sama staglið. Verið nú dugleg-
ir og varizt taugaæsing.
Hina, sem ekki notuðu tæfci
færið til að úthúða okkur að
ósekju, virði ég og bið vel að
lifa. D.K.“
Kveðjur
Og hér er önnur kveðja
til tveggja bréfritara:
„Miklir menn erum við
„Keyrikall” og Guðmundur
Björgúlfsson, sem þó kvarta
sáran í Morgunblaðinu 16. þ.m.
undan „kjaftakerlingum“ þó
þeir séu sjálfir af sama sauða-
húsi.
Það ber okkur konum að
þakka hinum mörgu ágætu
karlmönnum, fyrr og síðar, að
við konur fengum mál og rit-
frelsi, svo sjálfsagðan hlut, þar
sem að konur eru helmingur
alls mannkyns, eft við höfurn
ekki líkamlegt afl á við karl-
menn, þar sem hnefarétturinn
einn ræður.
En á einu furðar mig stór-
lega í þessu sambandi, að
„herrarnir” skuli gera meiri
kröfur til kvenbifreiðastjóra en
til sjálfra sín. Það hefur mér
aldrei dottið í hug, að konur
gætu ekki gert nákvæmlega
sömu „asnastrikin'1 og karlar
gera bæði í umferðinni og á
öðrum sviðum. Ég geri engm
mun á því, hvort það er xarl
eða kona, sem slasar barn f
umferðinni, eða hvort barnið
er drengur eða stúlka sem fyr-
ir slysinu verður. En ökufant-
ar og heimskingjar eiga ekki
að hafa ökuréttindi, hvera
kyns sem þeir eru.
Jensína Þorláksdóttir.**
Jf Framúrakstur
Umferðarmálin hafa ver-
ið mjög á dagskrá hjá okkur
að undanförnu, ekki sízt síðan
blessað kvenfólkið tók þau mál
í sinar hendur — a.m.k. að
hálfu leyti. 1 tilefni þess, eða til
aukinnar áherzlu, birtum við
hér umferðarmynd, sem kemur
frá fulltrúa SVFÍ:
Forsjálni og tillitssemi
skipta miklu máli 1 akstri. Við
framúrakstur getur hindrað út
sýni, smámistök eða rangt mat
á aðstæðum haft alvarlegar af-
leiðingar.
Með því að aka djarft og
treysta á gæfuna er ökumaður
ekki aðeins að stofna sjálíum
sér í hættu, heldur einnig öðr-
um vegfarendum. Ökumenn
með ábyrgðartilfinningu gera
sér ljóst, að aldrei á að aka
fram úr annarri bifreið á beygj
um, hæðum eða annars staðar
þar sem náttúran sjálf eða
mannvirki hindra útsýnið fram
á veginn.
Aðalfundur
Langholtssafnaðar verður haldinn í safnaðar-
heimilinu við Sólheima fimmtudaginn 23. júní 1966
kl. 20,30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fer fram
kosning safnaðarfulltrúa og 3 manna í safnaðar-
nefnd.
Safnaðarnefnd I.angholtsprestakalls.
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Sími 38820.