Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 6
6 MORGU NBLAÐIÐ i Miðvikudagur 22. júní 1966 I Keflavík — Suðurnes Get bætt við mig vimui við raflagnir og viðgerðir á raf | lögnum. Hörður Jóhanns- son, ravm., Mávabraut 12B | Keflavík, sími 1978. Keflvíkingar athugið Síminn er 2566 í fiskbúð- ] inni Ásabraut 3. Ungur maður áskar eftir atvinnu nú þeg- I ar. Margt kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 24. þ.m., merkt: „At- vinna — 9962“. Hnakkur til sölu Upplýsingcu: í síma 32169, | eftir kl. 6. Til sölu Þvottavél og þvottapottur. ] Uppl. í sima 36820. Trommuleikarar Óskum eftir trommuleik- ara. Upplýsingar í síma | 51147, eftir kL 6 á kvöldin. Til sölu er raðrúm, Sólheimum 20. | Simi 35247 Stretch-buxur í telpna- og dömustærðum. Fyrata fiokks Helanka ] streoh-efni, margir litir. Mjög gott verð. Símd 14616 j Takið eftir Saumum skerma og svunt- ur á barnavagna. Höfum | áklæði. — Sendum í póst- kröfu. — ölduigötu 11, | Hafnarfirði. Sími 50481. Sveit Get bætt við nokikrum börnum (tveim strax). Upp lýsingar í síma 23551, kl. 7 —9 í kvöld. Hafnarfjörður Skoda ’57 til sölu á Álfa- skeiði 34. Uppl. (. -ir kl. 7 | á kvöldin. Bólstrun Tökum húsgögn til klæðn- ingar. Mikið úrval af á- klæði. Húsgagnaverzlunin Búslúð, við Nóatún. — Sími 18520. Húsmæður athugið Höfum til sölu vestfirzkan úrvals harðfisk. Verðið ótrúlega hagkvæmt. Upp- lýsingar í síma 37240 og 52187. Kona óskast til hreingerninga á stiga- húsi við Birkimel. Upplýs- ingar i síma 11781. Volkswagen 1962—’64 óskast. Aðeins góður bíll kemur til greina. Upplýs- ingar í síma 33009 eftir kl. 3 í dag. ei O Teiknimynd af Ólafi úr Aktu- elt Á þessari mynd sjást allir leikaramir í leiknum, talið frá vinstri: Beate Christensen, Bir- gitte Reinholdt, Birgit Zinn og Camilla Thygesen, og karlmennirnir: Niels Skovsen, Jens Oliver Hendriksen, Olaf Nielsen og Hans Chr. Ægidius. Teiknimynd »* Ólafi úr Extra bladet. UM þessar mundir er verið að leika bráðskemmtilega revyu um mannlífið í Dan- mörku, eins og það gengur og gerist í velferðarríki nú til dags. Einn leikaranna er af íslenzkum ættum. Leikritið er leikið i Forhá- bningsholms Allé af Tribune Galleriet og kalast „En fane- bærers historie". Hans Chr. Ægidius er leik- stjóri, aðalhöfundur, selur jafnvel aðgöngumiðana, er semsagt potturinn og pannan í þessu mjög fyndna leikriti, sem skrifað var um 8. júní s.I. í nær öll dönsk blöð mjög lofsamlega. Leikurinn þykir semsagt bráðfyndin, kryddaður með danskri kímni, eins og hún gerist bezt, og tilfæra mörg blaðanna ýms tilsvör í leikn- um, og skulu hér tilfærð nokk ur, þótt vafalaust komist þau ekki öll til skila, þegar þau hafa verið þýdd. „Að halda því fram, að eitt- hvað sé í veginum með danskt menningarlíf, er sama sem að segja um dauðan mann, að hann sé veikur“. „f því landi, þar sem sólin er lágt á himni mestan hluta ársins, geta jafnvel litlir menn gert langan skugga". „Getiu- þú verið án Nýja testamentisins? Já, það get ég sjálfsagt, ég hef þó það gamla“. „í upphafi skapaði guð himinn og jrð, síðan er aUt farið til helvítis". „Indælt að vera heima i Danmörku á ný, þar sem stærsta vandamál landsins er gin — og klaufaveikin". Og þessi klausa verður ekki þýdd, og kemur því á dönsku „Det er ligemeget, hvad Danmark bestár“. Flestir leikendur eru ungir, en nærri allir oft áður komið fram á sviði og í sjónvarpi. Meðal þeirra er einn, sem á íslenzka móður. Hann heitir Olaf Nielsen, og honum er t.d. í Beringske Tidende hælt mjög, og sagt, að hann hafi máski mestu gamanleikara- hæfileika í hópnum, þegar sjállfum Ægidius er sleppt. Olaf Nielsen er rúmlega 30 ára, tannlæknir að menntun, en hefur gefið sig að leiklist og málaralist með skólanum. Ólafur hefur oft komið til íslands. Hann er sonur Kríst- inar (Ninnu) Sigurbjörns- dóttur Þorkelssonar og Hol- gers Nielsen tannlæknis. Með linum þessum birast nokkrar myndir úr leiknum. MENN 06 = MALEFN!= >f Gengið >f Keykjavík 16. Júnl 1966. Kaup Sala 1 Sterllngspund 119,87 129,17 1 Bandar. dollar 42,95 43,06 1 KanadadoUar 39,92 40,03 100 Danskar krónur 621,50 623,10 100 Norskar krónur 600,00 601,54 100 Sænskar krónur 832,65 834,80 100 Fínsk mörk 1.335,30 1.338,72 100 Fr. frankar 876,18 878,42 100 Belg. írankar 86,26 86,48 100 Svissn. frankar 994,50 997,05 OG er hann var orðin fullkominn, gjörðist hann öllum þeim, er hon- um hlýða, höfundur eUifs hjálpræð- is (Hebr. 5#>. I dag er miðvikudagur 22. júnl og er það 173. dagur árins 1966. Eftir lifa 193 dagar. Tungl næst Jörðn. Árdegisháflæði kl. 8:52. Síðdegishá- flæði kl. 21:16. Upplýsingar um læknaþjón- ustu í borginnj gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Síminn er 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Næturvörður er í Vesturbæjar apóteki vikuna 18. júní — 25. júní. Næturlæknir i Hafnarfirði að- faranótt 23. júní er Kristján Jó- hannesson simi 50056. Næturlæknir í Keflavík 16/6. — 17/6. Arinbjörn Ólafsson sími 1840, 18/6. — 19/6. Guðjón 100 Gyllinl 100 Tékkn. kr. 100 V.-þýzk mörk 100 Lírur 100 Austurr. sch. 100 Pesetar 1.187,06 1.190,12 596,40 598,00 1.071,14 1.073,90 6,88 6,90 166,18 166,60 71.60 71,80 VISUKORIM Sumir faðma flöskuna, finnst það bæta haginn. Oft fer það í öskuna, eins og fyrri daginn. Ingþór Sigurbjörnsson. Klemenzson sími 1567, 20/6. Jón K. Jóhannsson sími 1800, 21/6. Kjartan Ólafsson sími 1700 22/6. Arnbjörn Ólafsson simi 1840. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:lo—16, helgidaga frá kl. 13—16. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka dagakl. 9—7, nema laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Framvegis verður tekið á móti þelm, •r gefa vilja blóð 1 Blóðhankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, flmmtudaga og föstudaga frá kl 9—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Uaugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakiii á mlð vikudögum, vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur- og hetgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtakanna Hverfisgötu 116, siml 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6—7. Stork- urinn sagði og ekki var maður fyrr búinn að dásama sólina, hitann og einstöku veðurblíðuna um helg- ina, þegar hann var aftur skoll- inn á með norðaustan garra, svo að bólstrarnir hrönnuðust upp á Esju og Skarðsheiði. Það var kalt, en allt er betra en þessi endalausa væta, sem jafnvel veldur því, að fólk getur ekki einu sinni komið kartöflum sín- um í jörðina. Sem ég var að flögra að gamni mínu upp í Mosfellssveit, þar hjá Blikastöðum, sem er eitt dáindisfínt stórbýli, og hefur jafnvel fengið heimsókn af for- setafrú Bandaríkjanna, flaug ég fram á reiðan ökumann. Storkurinn: Er hlaupinn í þig norðaustan garri lika, maður minn? Maðurinn hjá Blikastöðumt O, ekki svo meint, en stappar þó nærri. Mig langar til að ræða við þig um sauðféð, sem gengur eftirlitslaust fram með öllum þjóðvegum, bæði fullorðið og bráðungt. Ég vii kalla þetta „kantakindur“. Kindur þessar eru stórhættu* legar allri umferð, og varla skil ég í því, að ullin verði prúð á haustin með öllu þessu ryki L Veit ég, að úti i löndum, þar sem búast má við umferð dýra við vegi, þá er það vendilega auglýst til varnaðar bílstjórum. En hér er ekkert gert, enda eru ekki svo fá slysin sem af þessu bljótast. Hvemig er það, er ekki hægt að reka þetta fé upp á afrétti? Eða er því máski beitt á kantana af ásettu ráði? Ég er engu fróðari um þetta en þú, manni min-n, en ég er þér alveg sammála. Burt með kindur áf þjóðvegum! skulum við láta vera kjörorð okkar, og með það flaug storkur á burt og settist upp á turninn á Lága- fellskirkju og horfði út yfir sundin blá og lét sig dreyma um betri tíð og blóm í haga, sæta, langa sumardaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.