Morgunblaðið - 22.06.1966, Side 8

Morgunblaðið - 22.06.1966, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvíkudagur 22 júnx 1963 UM BÆKUR Bugði Beygluson: Skipin sigla. 171 bls. Feliur að. 79 bls. Helgafell 1966. BUGÐI Beygluson? — Hvernig stendur á, að rithöfundur, sem er engan veginn óþekktur, tekur sér þetta hjákátlega höfundar- heiti? Hvað á það eiginlega að fyrirstilla? Ekki er hofundurinn að skýla eigin sjálfi, því skrá yfir fyrri bækur hans er að finna framan við skáldsöguna, Skipin sigla, og af henni er auðráðið, hver hann er. Ekki getur heitinu verið ætl- að að auglýsa kómískt innihald, því efni bókanna er yfirleitt ekki kómískt. Vera má, að höfundinn langi að erta samborgarann með dálítilli sérvizku. Það þætti mér kannski trúlegast. Því Bugði Beygluson er á margan hátt sér- vitur höfundur. Hann skrifar t. d. ans I stað eins og. Veit ég ekki, hvort sá framburður fyrirfinnst í mæltu máli; hef aldrei heyrt hann, svo ég muni. En að slepptri sérvizku og and- kannalegu höfundarnafni leynir sér ekki, að Bugði Beygluson er höfundur gæddur talsverðri kunn áttu og hæfileikum. Hann er höf- undur, sem hugsar. Og hann er höfundur, sem vinnur. Báðar þær bækur, sem hann hefur nú sent frá sér og hér eru gerðar að umræðuefni; skáld- sagan Skipin sigla og ljóðabókin Feilur að — báðar eru þær til- raunir að efni og formi, einkum þó skáldsagan, en hún er á allan hátt sjálfstæðara verk, einkum þó með hliðsjón af formi. Skipin sigla er ekki skáldsaga samin á breiðum grundvelli, eins og það er kalla'ð. Hið eiginlega sögusvið hennar er ekki skýrt af- markað með hliðsjón af stað og stund. Það hefur ekki skilgrein- anlega miðju. Því síður er það markað greinilegum útlínum. Sagan er þess konar verk, sem fyrir eina tíð hefði verið kallað heimspekileg skáldsaga. Höfund- urinn tekur sem yrkisefni nokkr- ar sæmilega raunhæfar myndir úr daglegu lífi og útfærir þær í afstæðum hlutföllum eftir sínu eigin höfði. Fersónur sögunnar eru því hvergi þrástældar eftir hvers- dagsfólki. Sama máli gegnir um atburðarásina. En svo laglega tekst höfundi að ráða saman þeim hlutum, sem hann notar í verk sitt, og svo vel hefur hann fcomið þeim fyrir eftir sínum ó- hlutlægu miðum, að sagan verð- ur í eðli sínu sönn. Höfundi tekst að halda því jafnvægi og innra samræmi, sem ávallt er nauð synlegt til að skáldverk verði skáldverk. Form hans er samfellt og samkvæmt. Atburðarásin líð ur hjá eins og raðkvæmar mynd- ir, þar sem stígandinn felst ekki í furðuvekjandi sviðsskiptum, heldur í endurtekning sams konar stefja í mismunandi blæ- brigðum — upphafinni samstill- ing. Sagan ber með köflum keim af órímuðu ljóði, og leyfi ég mér áð halda því fram, að Bugði Beyglu- son sé miklu meira ljóðskáld í skáldsögu sinni heldur en í ljóða- bókinni Fellur að. Nú vilja sumir menn tala um form og efni eins og tvær að- greindar einingar. Hvað skal þá segja um efni sögunnar án hlið- sjónar af formi hennar? Óhætt mun að segja, að hér er ekki á ferðinni félagsleg skáld- saga. Höfundur er hvorki ádeilu- maður né umbótamaður á þjóð- félagslega vísu. Hann lætur ein- staklinginn koma fram sem ein- stæðing, hvort sem hann er einn eða í návist annarra. Og sá ein- staklingur er ekki þegn í smá- smugulegu þjóðfélagi, heldur máður í víðáttu rúms og tíma. „Mannsins barn: þú ert einn, án vopna og vinalaus,“ segir á einum stað. Ætli þau orð gætu ekki staðið sem eins konar móttó fyrir sögunni? Af sjálfu leiðir, að höfundur lýsir ekki upp skýrt og afmarkað svið, þar eð sögusviðið er með fremur ógreinilegum útlínum eins og fyrr segir. Birtan fellur á söguhetjurnar. En það er ekki betrekktur rósaveggur í kring- um þær til að innramma líf þeirra, heldur myrkt tóm — myrkur á tímans mikla úthafi: „hvílíkir sjóir þetta líf, hvílíkt rek.“ Á þessu hafi velkist einstakl- ingurinn og skynjar fátt utan sitt eigið líf. En hann veit einnig af tortíming gleymdarinnar, sem er öllum höfum meiri: „Já, dauð eftir dag, grjóti eða moldu gefin um alla eilífð, gleymd, nema grjótið og moldin kunni þá að minnast okkar!“ „Æijá, þetta fer svona: við reskjumst, við steytum vorn legg meðan við getum, þessi hraklega peðasveit, og erum svo dauð og gleymd um alla eilífð, nema grjótið og moldin kunni að minn- ast okkar?“ Þannig skynjar einstaklingur- inn takmörk sín. Skynjun hans nær skammt. Og þar sem hana þrýtur, tekur við það altæka vit- undarleysi, sem hvergi sér út yf- ir. Á takmörkum vitundar og vitundarleysis rofnar líf manns úr tengslum við raunveruleikann og verður abstrakt. Hin persónulegu og almennu — eða eigum við ef til heldur að segja hin heimspekilegu viðhorf — í skáldsögunni Skipin sigla eru engan veginn af bjartsýnna in oVo [^ISA^A Starfsmann okkar vantar gott herbergi með sér inngangi. Upplýsingar í síma 20-600. Atvinna — Iðnnám Getum bætt við nema í bifvélavirkjun. — Óskum eftir manni á smurstöð okkar. Upplýsingar gefur Matthías Guðmundsson. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 22240. taginu. Það leggur af sögunni gust og nepju. Bugði Beygluson minnir að því leytinu á Kristján Jónsson, að hann hefnir sín á tilverunni með því að lýsa henni, eins og hún kemur honum dapurlegast fyrir sjónir. En það er líka í samræmi yið tíma Kristjáns Jónssonar annars vegar og tíma Bugða Beyglusonar hins vegar að böl- sýni Kristjáns var heit og róman- tísk, en bölsýni Bugða Beyglu- sonar er köld og myrk. „Lífið allt er blóðrás og logandi und,“ kvað Kristján. „En eftir eitt mannlíf eða tvö koma hranaleg- ir jöklar, og þeir munu skríða með héli og þráa, velta fram, myljandi öll hin dýrlegu verk okkar, Venusa og Öðna,“ segir Bugði Beygluson. — ★ — Ljóðabók Bugða Beyglusonar, Fellur að, stendur áð mínum dómi að baki skáldsögunni. Að visu er þar margt, sem ekki mun teljast illa til fundið. Skáldið þenkir og ályktar. En verulegar nýjungar er þar næsta fáar að finna. Með hliðsjón af heildinni er ytra form ljóðanna, sem hefði þótt harla nítízkulegt fyrir nokkr um árum, nú þegar útslitið og útþvælt; margnotað í ýmsum myndum af litlum skáldum, sem ort hafa ljóð af engri fyrir- höfn og engri kunnáttu og sent frá sér í trausti þess, að almenn- ingur og gagnrýnendur geti ekki greint meiningarlausan orðasam- setning frá djúpfundnum skáld- skap. Ljóðin í Fellur að skortir til- þrif, einbeiting og samkvæmni. Ef þau eiga að tákna eitthva'ð dýpra, þá er táknmál sumra þeirra að minnsta kosti allt of langt sótt og allt of máttlaust. Ljóð verður að vera samþjappað og „sláandi", ef það á að hitta í mark. Hinu væri náttúrlega ósann- gjarnt að halda fram, að kvæði Bugða Beyglusonar standi að baki helftinni af því, sem ort er og út gefið nú á dögum. Svo er ekki. Samanburður við mörg önnur skáld yrði Bugða Beyglu- syni ekki óhagstæður. En sam- anburðurinn við hann sjálfan — við það, sem hann gerir bezt á öðrum vettvangi — verður hon- um óhagstæður. Hann á að geta betur og hlýtur að geta betur. Eg tilfæri hér sem dæmi fá- einar línur, þar sem mér þykir skáldinu hafa tekizt hvorki bet- ur né verr en annars staðar. Það er upphaf kvæðisins Leit: Þúng er sú hugsun sem huga þinn nístir: að hér sé þér ekkert ætlað, svo að þú sendir huga þinn í leit að lífí niður í díkið þar sem straumar gnaga. Hér drynur í ófreskjum og þúngu grjóti, og þú fálmar í draugablindu. Maður fær ekki ofbirtu í aug- un af bjartsýninni í þessum lín- um. Og lái mér hver, sem vill, þó ég spyrji: Getur ekki hugsazt, að Bugði Beygluson haldi sig fulllangt frá mannlegu samfélagi? Gæti skáld fð ekki sótt sér aukinn kraft í hringiðu hins almenna, hvers- dagslega lífs, hversu smá og hé- gómleg sem sú hringiða virðist vera í samanburði við tímaút- hafið mikla? Því engum blöðum er um að fletta, að Bugði Beygluson stend- ur afsíðis. Samt er hann ekki eins andkannalegur og nafn hans gefur til kynna. Og honum er alóþarft að slá um sig með sér- vizku. Því hann býr — þegar öllu er á botninn hvolft — yfir tals- verðri almennri vizku. Erlendur Jónsson. l\n SINNI £nglebert £nglebert Söluumboð: HJÓLBARHAVIBGERÐ VESTURBÆJAR við Nesveg. Sími 14160 — 14150. Kvöldsími 40960. 3ja herb. mjög góð kjallara'ibúð í Hlíðunum. íbúðin er með tvöföldu gleri, sérhita. 3ja herb. íbúð I Vesturborg- innL Glæsilegur staður. 4ra herb. íbúð í 1. fl. ástandi við Kaplaskjólsveg. GÍSLI G ÍSLEIFSSON hæstar éttarlögmað ur. JÓN L. BJARNASON fasteignaviðskipti Hverfisgötu 18. 3ja herbergja góð íbúð á 3. hæð í fjöl- býlishúsi í VesturborginnL Getur verið laus strax. I smíðum 2ja herb. í'búðir við Hraunbæ, undir tréverk. 2ja herb. íbúð við Kleppsveg, iræstum fullgerð. 3ja herb. fbúð við H-raunbæ, undir tréverk. 4— 5 herb. íbúðir við Hraunbæ undir tréverk. 5 herb. íbúð í Vesturborginni, undir tréverk. 5 herb. íbúð við Fellsmúla, næstum fullgerð. 5 herb. íbúð á Seltjarnarnesi, uudir tréverk. Allt sér. 5 herb. íbúð við Kleppsveg, næstum fullgerð. 5— 6 herb. neðri hæð í tvfbýlis húsi á góðum stað í Garða- hreppi. Selst uppsteypt. 5—6 herb. neðri hæð í tvíbýlis húsi á góðum stað í Kópa- vogi. Selst uppsteypt. 6 herb. íbúð með stónim inn- byggðum bílskúr við Kárs- nesbraut. Fókheld. Einbýiishús við Aratún. Fok- helt. Einbýlishús við Hlégerði. Fak helt. Góð lán. Raðhús við Hrauntungu, næst um fullfrágengið og annað fokhelt. Raðhús í Vesturborginni. Fok helt. Raðhús á Seltjarnarnesi. Fok held. Einstaklingsíbúð í Vesturborg inni, tilbúin undir tréverk. Málflutnings og fasfeignastofa L Agnar Gústafsson, hrL j Björn Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. Símar 22870 — 21750.] lltan skrifsíofutíma:, 35455 — 33267. Forráðamenn skóla Nýtt á íslandi Útvegum frá Noregi EMALUM skólatöflur með alúmínramma og krítarhillu. Standard hæð er 120 cm. Lengd frá 100 cm til 650 cm. Afgreitt í þeim stærðum sem óskað er, tilbúið til uppsetningar í skólastofuna. Fáanlegar með sléttum fleti, rúðustrikaðar og einnig með strikaðar línur. Sýnishorn fyrirliggjandi. — Leitið upplýsinga. Einkaumboð á íslandi fyrir A/S TEKNOGLASS MOSS, Noregi. Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli, Reykjavík. Símar 14235 og 17336.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.