Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 12

Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 12
MORGUUBLAÐID Miðvikudagur 22. jöni 1966 12 í Louvre-safninu hefur nú verið tekin upp sú nýbreytni að láta gestum í té einskonar „Ieiðsögu- síma“, eða heyrnartæki, sem veita allar umbeðnar upplýsingar um listaverk þau sem skoðuð eru. Þarna sést hvar tvær stúlkur eru að skoða hið fræga málverk Davids af krýningu Napóleons og hlusta á fræðara sinn í símtækinu á meðan. mm Chou-En-lai, forsætisráðherra Kína, er nú í opinberri heim- sókn í Rúmeníu og flokkur manna með honum. Þarna er hann (fyrir miðju) að láta leggja blómsveig mikinn að minnismerki um Rúmena þá er létu Iífið í heimsstyrjöldinui síðari. Einmana fjárhirðir gengur þarna eftir þjóðveginum frá Zakopane í Póllandi með hjörð sína utan vegar. Myndin er vetrarleg þótt tekin sé síðasta dag maímánaðar, en þá snjóaði svo í Tatrafjöll- um að þjóðvegur þessi, sem er fjölfarinn alla jafna, lokaðist með öllu, enda viða allt að meters- háir snjóskaflar. Óeirðir urðu í Amsterdam að kvöldi 13. júní er verkamenn úr byggingariðnaðinum fóru þar mótmælagöngu og beið einn verkamannanna bana í átökunym. Urðu af meiri óeirðir dag- inn eftir og m.a. kveiktu verkamenn í nokkrum bifreiðum fyrir framan skrifstofur dagblaðsins Telegraaf í miðborginni til að mótmæla dauða félaga síns og aðförum lögreglunnar, sem sagð- ar voru þjösnalegri en ástæða hefði verið til og hafa sætt mjög harðri gagnrýni i blöðum. FRETTA- MYINIDIR Frá járnbrautarslysinu í Noregi á sunnudag. Þar rákust á skammt fyrir utan Ósló tvær farþegalestir fullhlaðnar. Far- þegum vildi það til happs, að flutningavagn var á milli eim- rciðar annarrar lestarinnar og farþega vagnanna og dró mjög úr högginu við áreksturinn. Á myndinni sést hvar flutninga- vagninn trónar ofan á eimreiðum lestanna beggja, mölbrotn- um. í slysi þessu beið bana annar lestarstjórinn og hinn særð- ist illa, en alls varð að flytja í sjúkrahús 32 menn, þar af tíu til lengri dvalar. Tvö oliuskip rákust á i höfninni í New York 16. júní sl., brezka skipið „Alva Cape“ og „Texaco Massachusetts“ frá Bandarikjunum. Kom eldur upp í þeim og varð af mikið reykhaf, eins og myndin ber með sér, en ekki hlutust þó af nein stórsiys á mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.