Morgunblaðið - 22.06.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.06.1966, Qupperneq 17
MiSvflajdagur 42. Jfiní 19M MORGUNBLAOIÐ 17 \ Alberf Kristjánsson, tré- eistari — Kveijur Þegar ég heyrði í útvarpinu ' tilkynningu um lát vinar míns j Alberts Kristjánssonar trésmiða- meistara frá ísafirði, þá setti ! mig hljóðan, þar sem ég hafði ekki frétt að hann væri veikur frekar venju með 82 ára gam- als manns og ég fastákveðið að heimsæicja hann á Hrafnistu við fyrta tækifæri. Nú er það of seint en það gladdi mig að frétta að hann hefði aðeins leg- ið eina viku í striði við dauð- an. Ég kynntist fyrst Alberti Kristjánssyni 1909 þá nýkom- inn úr námi úr Reykjavík, og hefur vináttan haldist milli okkar síðan. 1913 fór Albert og Ottó Kristjánsson, bróðir minn til Kanada og dvöldust fyrst í Winnipeg en svo skall á al- heimsstríðið 1914 var þá mikil herferð gerð til að fá unga menn í stríðið sérstaklega ógifta. Al- bert mun því hafa farið ásamt fleirum ungum mönnum til Englands 1916 og stundað að emhverju leyti herþjónustu en aldrei komizt á vígvölinn enda hætti stríðið 1918 eins og kunn- gt er. Albert fór svo aftur til Kanada en kom svo heim til Islands 1919 og settist að á ísa- firði, tók hann strax til starfa við trésmíðar bæði á verkstæði og húsasmíðar en veiktist af illkynjaðri liðagigt og bar menj ar hennar alla æfi síðan. Albert var mikill rausnar maður trygglyndur og hjálp- samur þeim er hann tók tryggð við, starfsmaður mikill og mátti heita að hann væri aldrei óvinn andi þótt hann gengi ekki heill til skógar . Að lokum vil ég svo ásamt bróður mínum Ottó og frú Kristjánsson sem dvelja nú i Geraldton í Kanada þakka þér alla þína vinsemd í okkar garð, þökkum samverustundir á liðn- um árum, og gestrisni þína og móttöku alla í sambandi við komu Ottós og frú Sigríðar 1964. Ég veit að verk þín öll og hiálpsemi við aðra hafa skap- að þér það sæti hinum megin grafar að við megum öll vel við una. Mína innilegustu samúðar- kveðjur til bræðra hans og vina. Páll Kristjánsson. A morgun klukkan tvö verð- tir jarðsunginn frá ísafjarðar- kirkju Albert Kristjánsson trésmiður. Hann hafði sjálfur valið sér hvílurúm milli eigin- konu sinnar og þess bróður síns er hann mat mest, Arnórs. Albert fæddist í Miðvík í Að- alvík 23. júlí 1884. Foreldrar hans voru Kristín Sigurðardótt- ir og Kristján Jónsson er fyrst bjó í Rekavík en síðan í Mið- vík. Systkinin urðu tólf en þar af komust sex til fullorðinsára, fjórir drengir og tvær stúlkur. Ungur sundaði hann þau störf er algengust voru í sveitum landsins allt fram á þessa öld; sjóróðra haust og vor en hjálp- aði til á heimili foreldra sinna þess á milli. Skömmu eftir aldamót heldur Albert til Reykjavíkur og legg- ur tund á snikkaraiðn, en svo var húsgagnasmíði nefnd á þeim árum. Lærði hann hjá Jó- hanni Teiti Egilssyni í Völundi. Sveinsstykkið, skirfborð úr e'k smíðar hann 1906. Næstu ár stundar hann smíðar bæði í Reykjavík og á ísafirði, en held ur þó alltaf nánu sambandi við foreldra sína í Aðalvík og hjálp ar þeim eftir mætti. Árið 1912 dvelur hann í Æðey og smíðar þar íbúðarhús. Tekst með hon- um og Æðeyjarbræðrum, Ás- geiri og Halldóri vinátta er end ist æfilangt. Árið 1913 fer A!- bert ásamt Sigurði bróður s:n- um til Kanada. Stundar hann ýmist fiskveiðar við Winnipeg- vatn eða smíðar. Hafði hann lagt í mikinn kostnað við kaup á netum og öðrum útbúnaði til fiskveiða er hann var skyndi- lega kallaður í herinn árið 1916. Eftir herþjálfun í Kanada var hann sendur til Englands en sleppur við að fara á vigstöðv- arnar í Evrópu þar eð fr'ður var saminn skömmu siðar. Hann snýr á ný til Vesturheims og störf sín gerði Iðnaðarmanna- félag ísafjarðar hann að heiðurs félaga sínum árið 1959. Á ísa- firði stundar Albert smíðar allt til þess að hann flytur til Reykja víkur árið 1957. Kaupir hann þá íbúð að Ránargötu 33A og býr þar ásamt konu sinni þar til hún andast 27. apríl 1959. Eítir það leigði hann hluta íbúðar sinnar en bjó sjálfur í einu her- bergi. Hafði 'hann komið' sér upp litlu smíðaverkstæði í kjall ara hússins og starfaði þar við smíðar. Undi hann sér alltaf vel enda var fólk það er hann leigði honum hjálplegt og þó sérstak- lega Sigurbjörn Friðbjarnarson, vaktmaður, en hann- leigði hjá honum eftir lát Hermaníu. Síðustu árin tók Albert inik- inn þátt í Átthagafélagi Sléttu- hrepps og átti á samkomum þess félag margar ánægjustundir. Mátti og segja að flestir í því félagi voru annaðhvort frænd- ur hans eða vihir. Að dvalarheimili aldraðra sjó manna, Hrafnistu flutti Albert í desembermánuði síðastliðnum Voru það mikil viðbrigði fyrir hann að setjast nú um kyrrt. Kunni hann illa iðjuleysinu eins og eðlilegt var manni með slíkt ofurkapp. Var hann þó farin að venjast vistinni og undi allvel sínum hag er líða tók á vet- urinn. Miðvikudaginn 6. apríl veiktist hann af inflúensu fær upp úr henni lungnabólgu. Hann andaðist að kvöldi 16. april. Albert fékk í vegnanesti sterk an vilja dugnað og gott hjara- lag. Lífið reyndist harður skóli og vonbrigðin urðu mörg. Suma fær ekkert bugað. Sveinsstykki A'lberts var skrifborð. í her- bsrgi hans að Hrafnistu stendur ! lítið skrifborð. í*að var hans síð asta verk. Slíkur maður gleymist seint. þeim er honum kynntust. Guðmundur Halldórsson. Nú enn er komið kallið og knerri ytt úr vör. > Eitt mannslífs ljós er fallið I — og lagt í hinztu för Með hagleiks hnýttum höndx um > í hæfni snilli skópst Með traustum tryggðar böndri um þú trú í lífi jókst Með ljúfu og prúðu lífi þú lézt oss skilja og sjá Að böl og basl í kifi oss bæta alla má Að aðeins eitt á gildi á eilífs braut Guðs kærleiks gæzka og mildi sem græðir hverja þraut Nú aftur ástvin mætir og allt er hlýtt og bjart Kærleikur hugann kætir þó kvalið hafi margt því oft var erfið gangan og örðugt sérhvert spor Eftir lífsins veginn langan á Ijóssins himnum vor. Guðrún Jónmundsdóttir. 7700 börn og un glingar í unglingareglunn i vinnur við ýmis störf næstu ár- in. Atvinna var ótrygg fyrst eftir stríðið og snýr hann því heim árið 1921 og sezt að á ísa- firði hjá Arnóri bróður sínum er þar rak verzlun. Þetta sama ár andast faðir hans Jg flytzt þá Jón bróðir hans ig móðir hans, Kristín til ísafjarðar. Sum afið 1922 dvelst Albert á Hvíta- nesi við smíðar á íbú^Sarhúsi Þegar hann kemur á ný til Ísa- fjarðar veikist hann af liðagigt og liggur ýmist á . ísafjarðar- spitala eða Landakoti í Reykja- vík næstu átta árin. Öll þessi ár rekur hann þó trémíðaverk- stæði að Suðurgötu 11 í sam- vinnu við Jón bróður sinn. Arið 1932 kvænisþ, Albert Hermaníu Brynjólfsdóttur ættaðri frá Slétu í Sléttuhrepp. Gekk hann jafnframt dóttur Hermaníu, Ingibjörgu í föður- stað og reyndist henni ástríkur og hjálpsamur allt til hinztu stundar. Á sama hátt reyndist hann börnum Ingibjargar. Sama árið og Albert kvænist tekur hann móður sína til sín og dvel- ur hún hjá honum allt til dauða dags árið 1940. Albert varð nú þekktur og eftirsóttur smiður á ísafirði og þótti alla tíð mjög vandvirkur. Kenndi hann trésmíði m.a. Marteini Sivertsen,, Sigurði Jónssyni og Kristni Jónssyni. Hann átti sæti í byggingarnefnd ísafjarðarkaupstaðar og var prófdómari við iðnskólann. Fyrir FERTUGASTA þing Unglinga reglu IOGT var háð í Góð- templarahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 8. júní sl. Þingið sóttu samtals 48 manns, gæzlu- menn, þingfúlltrúar og gestir. Meðal gesta sem heimsóttu þingið, var stórtemplar Ólafur Þ. Kristjánsson, er flutti kveðj- ur og þakkir. Unglingareglan hefur nú starf að samfellt i átta áratugi hér á landi og leyst af hendi mjög mikilvæg störf í uppeldislegu tilliti. Hefur þess verið minnzt myndarlega í blöðum og út- varpi. Á síðasta ári voru 65 barna- og unglingastúkur starfandi um land allt með 7700 félögum. Sigurður Gunnarsson, kennari var endur kjörinn stórgæzlu- maður. Á þinginu voru rædd mörg mál, sem horfa til heilla fyrir Unglingaregluna. Meðal álykt- ana, sem þingið gerði, voru þessar: Unglingaregluþing 1966 vekur athygli á þeirri uggvænlegu þró un, að reykingar barna og ungl- I ina virðast fremur fara í vöxt i en minnka. Telur þingið, að hvergi nærri hafi verið hamlað gegn þessari öfugþróun svo sem unnt væri, og sé ekki hvað sízt þörf á stórauknu og mark- vissu framlagi af opinberri hálfu til þessara mála. Þingið lýsir yfir andstyggð á auglýsingastarfsemi tóbaksfram- leiðenda og umboðsmanna þeirra hérlendis og telur það ganga glæpi næst að gylla í augum fólksins — og þá einnig fyrir börnum og unglingum — þessa nautnavöru, sem þó er óyggjandi sannað, að er hinn mesti heilsu spillir. Um leið er minnt á þá ábyrgð, sem þeir aðilar baka sér, rneð birtingu tóbaksaug’ /S- inga og á annan hátt koma á framfæri áróðri fyrir auki mi tóbaksneyzlu. Heitir þingið ir 'ig eindregið á hæstvirta ríkisstj rn að láta þegar í stað koma til framkvæmda bann við tóbaks- auglýsingum í samræmi við I: ga frumvarp þess efnis, er Alþiagi vísaði til ríkisstjómarinnar frrir Jafnframt skorar þingið á rúmu ári. ríkisstjórnina að fyrirskipa að setja alvarlega viðvörun um skaðsemi tóbaksneyzlu á hvem sígarettupakka, sem seldur er í landinu, svo sem þegar hefur verið gert í Bandaríkjunum. 2. Unglingaregluþing 1986 ítrekar enn nauðsyn þess, að forráðamenn þjóðarinnar gefi persónulega gott fordæmi um bindindissemi og forðist að ýta undir drykkjutízku og óreglu með áfengisveitingar í opinber- um veizlum og móttöku. Einnig ítrekar þingið áskoranir sínar til blaða og tímarita að þau birti ekki myndir og frásagn- ir, sem líklegar eru til að eila drykkjutízku í landinu. Hiísasmíðameistarar Hiísbyogjendur Byggingaflokkur getur bætt við sig verkum við mótaupp- slátt eða niðurrif, í Reykja- ( vik eða nágrenni. Tilboð send- ; ist Mbl. fyrir 1. júlí, merkt: „Sanngirri — 9836“. -<» Miss Delores Di Paole. Fjölþætt síarísemí A.S.F. HÉR á landi hefur dvalizt um hríð fröken Delores Di Paole, en hún hefur yfirumsjón með náms og starfsþjálfunarstyrkjum fyrir American Scandinavian Founda- tion. Blaðamaður Mbl. ræddi stutt- lega við Fröken Paole á skrif- stofu íslenzk-ameríska félagsins, sem hefur milligöngu um styrk- veitingar til íslendinga á vegum stofnunarinnar. Hún sagði m.a. að American Scandinavian Foundation, sem stofnað var árið 1911, væri elzt allra stofnana í Bandaríkjunum, sem fengjust við menningarleg samskipti landa í milLi. Stofnunin rekur stórbrotna bókaútgáfu, sem eink um gefur út bækur um Norður- lönd og menningarstarfsemi þeirra. Fyrir tveimur árum gaf stofnunin út Heimskringlu Snorra Sturlusonar í þýðingu þekkts prófessors, Lee Hollands, við Texas háskóla. Einnig hefur stofnunin gefið út bókmennta- sögu Stefáns Einarssonar auk fjölda þýðinga á íslendingasög- unum. American Scandinavian Founda tion er í nánum tengslum við félög á Norðurlöndum, sem starfa að menningarlegum sam- skiftum milli landanna og Banda ríkjanna. Þar að auki sér stofn- unin um námsmannaskifti milli Bandaríkjanna og Norðurlanda. Um fimm íslendingar fá styrki á vegum stofnunarinnar í ár en um 300 stúdentar og verknemár eru nú á vegum hennar í Bandaríkj- unum. Þá ber þess að geta að American Scandinavian Founda- tion hefur umsjón með minning- arsjóði um Thor Thors sendi- herra. Stofnunin gefur út fallegt ársfjórðungsrit American Scandi navian Review, en í því hafa margar greinar um ísland og íslenzk málefni birzt, t.d. grein um Jóhannes S. Kjarval, list- málara. Áætlað er að blaðið birti bráðlega grein um Surtsey eftir dr. Sigurð Þórarinsson, jarð fræðing. - — Gagnfræðask. Framhald af bls. 11 grímsdóttir hlutu auk þess ve:'ð- launabækur frá Sendiráði Vest- ur-Þýzkalands fyrir góðan náms árangur í þýzku, í lok ræðu sinnar ávarpaði skólastjóri hina ungu gagnfræð- inga. Kvað hann það reynslu sína, að mörgum' unglingi heíði orðið furðu drjúgt úr úr þeirri þjálfun og undirstöðu, sem gagn fræðapróf ætti að tryggja. Alit ylti á því að einstaklingurinn að loknu prófi legði ekki árar i bát, heldur héldi áfram að afla sér meiri kunnáttu og þekking- ar, jafnframt því sem hana temdi sér dugnað, trúmennsku og skyldurækni í hverju starii. Síðan þakkaði skólastjóri kennurum, nemendum, húsverði og öðru starfsliði skólajis góöa samvinnu á skólaárinu. Lauk svo 38. starfsári skólans. Til sölu ýmsir húsmunir, svo sem 3 stofuskápar, einn stór (danskur). Borðstofuborð og 5 stólar; 1 armstóll. Svefn- sófi; standlampi; útvarpstæki; matressa (spring). Allt næst- um nýtt og sumt alveg nýtt. — Verður selt með tækifæris- verði, að Freyjugötu 26, niðri í kvöld kl. 8 til kl. 10,30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.