Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 19
MJfJvWrtnfagwr Sfc. Jftnf Í999 MORGU NBLAÐIÐ 19 — Hjá Novi Mir Framhald af bls. 10 um þó Sinyavsky sem var þeirra kunnari sem bók- menntafræðingur. Zax sagði, að má'l þeirra væri fyrst og fremst siðfræðilegs eðlis. Sinyavsky hefði skrifað grein ar undir eigin nafni í NOVI MIR samtímis því að hann skrifaði greinar undir dul- nefni til birtingar á Vestur- löndum — greinar, þar sem fram hefðu komið gersam- lega gagnstæðar skoðanir þeim, er hann hólt fram heima. Ekki væri eðlilegt, að Rússar gætu liðið slíkt hiátta- lag. Gagnrýni þá, sem fram hefði komið erlendis á dóm- ana yfir rithöfundunum, kvað Zax NOVI MIR láta sig engu skipta — tímaritið svaraði aðeins gagnrýni, er væri beint til þess sjálfs í lesendabréf- um. Hvort ekki einhverjir lesendur blaðsins hefðu gagn- rýnt dómana? -— Nei, enginn sagði Zax. Eftir fróðlegar röikræður bókmenntafræðinganna um helztu rússnesfca rithöfunda, og skáld, yngri sem eldri bjuggumst við til brottferð- ar. En sem við gengum út af skrifstofunni kom fram á ganginn margiumræddur Al- exander Tvardovsky. Hann heilsaði okkur alúðlega, kvaðst nýkominn utan úr sveit..“ ég vildi efcki ónáða ykkur, en ef þið viljið líta inn ti'l mín andartak, þá ger- ið svo vel“. Tvardovsky er sérkennileg- ur maður að mörgu leyti, meðalmaður á vöxt, ljós á brún og brá og nánast grá- hærður. Vingjarnleiki og hlýja fannst mér einkenna framkomu hans og í augun- um, undarlega ljósbláum, skiptist á tregablær og kímni. Sökum óbrigðulax riddara- mennsku félaga minna (konur fyrst o.s.frv.) neyddist ég til að hefja viðræðurnar við Tvardovsky. Þegar ég kvaðst verða að viðurkenna að ég þekkti ekkert til hans nema af fréttunum af nýafstöðnu flokksþingi, þar sem hann hefði orðið fyrir gagnrýni hló Tvardovsky glettnislega og sagði „já þér eruð ekki ein um það . . það eru örlög mín að vera kunnari af af- stöðu minni í stjórnmálum og þeirra til mín, en af skáld- skap mínum. En svona fer stundum fyrir skáldum! Tvardovsky sagði, að nokkur ljóð hans hefðu verið þýdd á ensku. . . . „en mörg skáld verða að bíða lengi eftir að fá ljóð sín þýdd . . . hvernig var ekki um Robert Burns?“ Síðan fór Tvardovsky nokkrum orðum um uppruna sinn og æskuslóðir. Hann er Ukrainumaður, fæddur í litlu þorpi nærri Smolensk fyrir háifum sjötta áratug — og alinn upp í hjarta rúss- neskrar andspyrnuihreyfingar, á þeim slóðum, er herir Napó leons og Hitlers fóru um í árásarferðum sínum til Rúss- lands. Því sagði Tvardovsky, væri sér hiugleikinn hugsum arháttur og lífskjör hinná úkrainsku bænda og móðir náttúra ætti í sér miki’l ítök. Þegar við kvöddum þenn- an hlýlega ritstjóra, var óg ögn bjartsýnni en áður á framtíð andlegs lífs í Sovét- ríkjunum. Því hvað sem segja má um Tvardovsky sem skáld, virðist mér full ástæða ti'l að meta að verðleikum viðleitni hans ti'l að víkka hinn andlega ramrna þjóðfél- ags síns. Næsta dag heimsóttum við LITERATURNAYA GAZ- ETA, sem ekki er tímarit, heldur 4 síðna blað um bók- menntir og stjórnmál, gefið út þrisivar í viku í 500.000 eintökum. Hefur blað þetta fengið orð fyrir að halda fast við flokkslínuna hverju sinni. Þegar leiðsögumenn okkar kynntu okkur fyrir ritstjór- unum Beötu Betskayu, Nikita Rasgovorov og Oleg Brudkov, sögðust þeir hafa talið rétt^. að við heyrðum einnig sjón- armið úr þeirra herbúðum úr því að við hefðum heimsótt NOVI MIR. Lá beint við að hefja umræðumar með sam- anburði á þessum tveimur rit um. Mismunur blaðanna felst fyrst og fremst í þremur at- riðum, var okkur sagt: 1.) Annað er dagblað hitt tímarit, 2.) tímaritið fjallar nær eingöngu um bókmennt- ir og efni þar að lútandi, en blaðið fjallar einnig um stjórn mál og tekur þar ákveðna afstöðu, — og 3.) mismiun- andi mat er lagt á bókmennt- ir. „Við höfum hér tvö tímarit NOVI MIR og OKT- OBERSKAYA, sem að okkar áliti eru afskaplega öfgafeng in í afstöðu sinni til bók- mennta, hvort á sinn hátt og bæði voru gagnrýnd á flokks þinginu“, sögðu ritstjórarnir — „við erum hvorugu þess- ara rita sammála og teljum okkur að sjálfsögðu fylgja hinni einu réttu afstöðu og sönnu stefnu“. Þeir sögðu, að NOVI MIR fylgdi ákveðinn hópur rithöfunda, er væru sammála Tvardovsky, rit- stjóra, — og annar hópur rit- höfunda fylgdi OKTOBER- SKAYA, en langflestir rithöf undar Sovétríkjanna stæðu að baki LITERATURNAYA GAZETA, enda væri blaðið málgagn stjórnar sovézka rit höfundasambandsins. Við áttum þarna skemmti- lega stund og fróðlega, þar sem bókmenntasérfræðing- arnir rökræddu ýmis atriði. Einkum fannst mér skemmti legt að ræða við Betskayu aðlaðandi konu á miðj um aldri, sem hafði mest vald á enskri tungu, var vel að sér um vestrænar bókmenntir jafnt sem rússneskar, kvaðst elska ljóð Pasternaks, hafði verið í Bretlandi og kunni vel að meta London — og var yfirleitt frjálslyndust i um- ræðunum. Sem vænta má, þar sem tvær konur kcma saman, var ekki aðeins tal- að um bækur og blöð — heldur líka um börn. Hún kvaðst eiga tvö uppkomin börn, sem bæði væru í vís- induim, dóttirin að læra eðlis- eða efnafræði. „Ég skil ekki þetta unga fólk, sagði hún, — að nenna að standa öllum stundum inni í rannsóknar-^ stofu og rýna í smásjá í síað þess að lesa leikrit eða ljóð“. Mbj. Frá Reiðskólanum á Bala í Garðahverfi 1. Námskeið fyrir byrjendur eru að hefjast. Halldór Gunnarsson kennir. 10 tímar fyrir 1000 kr. Trygging og keyrsla innifalin. Uppl. í síma 51639. 2. Orðsending til eldri nemenda reiðskólans: Á hverjum miðvikudegi í sumar verður farið í langa útreiðatúra um nágrennið undir leiðsögn reiðkennarans. Lagt verður af stað kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist 1 síma 51639. 3. Hestaleiga. Hægt er að fá hesta leigða fyrir 100 kr. á klst. Farið er í hóp með fylgdarmanni. S15P GD Œ3 ŒD ŒD ŒD BLAUPUNKT í bilinn Öll þjónusta og viðgerðir hjá okkur. I Jf Skipholti 1 — Rvík — Sími 23220. — Skólaslit Framíhald af bls. 5 hafa meiri ánægju af köfuninni með því móti, og er auk þess meira öryggi í því, ef hættu ber að höndum. Þeir geta látið pen- inga renna í sameiginlega sjóð, komið sér upp klúbbhúsi, fuil- komnum tækjum, og keypf eða smíðað sér í sameiningu hrað- báta o.fl. Þetta gæti með öðrum orðum orðið ákaflega þroskandi og skemmtileg tómstundaiðja. — Já, ég hef hugsað mér að halda áfram með þessi námskeið eða að setja á stofn skóla fyrxr áhugamenn um froskköfun, en ennþá er óráðið hvenær næsta námskeið verður. En undirbún- ingur við það er þegar hafinn, og hef ég t.d. kvikmynd um froskköfun frá Bandaríkjunum, sem ég hyggst sýna á þessum námskeiðum. Já, það er alveg rétt ég var fyrstur manna hér á landi til þess að læra frosk- k'öfun. Það var úti í Danmörku árið 1953, o_g hef fengist við þetta síðan. Ég gerðist aðstoðar- kennari á kafaraskóla úti í Dan- mörku strax að námi loknu, kenndi einnig um hríð í Svíþjóð, en hérna heima hef ég kennt köfun hjá Landhelgisgæzlunni og hjá Vita -og hafnarmálaskrif- stofunni. f sam'bandi við nám- skeiðin, þá má geta þess að þau hafa aðeins verið kvöldnám- skeið, en margir hafa leitað til mín og beðið um dagnámskeið. Hef ég verið að athuga þann möguleika, en ekki ákveðið hvað úr því verður. — Albee og Miller Framh. af bls. 15 Jegt að sækja áhrif til Evrópu sem ætti sér langa leikritahefð. En svo væru aðrir sem vildu halda því fram að verk hans og sumra annarra bandarískra leikritahöfunda væru of amer- ísk. Þessi skoðun væri ekki á rökum reist, því Evrópubúar til dæmis kynnu vel að meta þau. Hér væri ekki um neitt sér-amerískt fyrirbrigði að ræða, heldur fjölluðu þessi amerísku leikrit yfirleitt um algild mannleg vandamál. Al- bee sagði að leikritun og leik- list stæðu með miklum blóma í Bandaríkjunum um þessar mundir — og hefðu raunar aldrei sta'ðið með meiri blóma — og benti á að lonesco væri þriðji mest leikni leikritahöf- undurinn í Bandaríkjunum. Það þótti honum jákvæð og æskileg þróun. Þá sagði Albee okkur lítil- lega frá því, hvernig hann ynni. Hann leitaði aldrei að hug- myndum, þær kæmu sjálfkrafa. „Ég veit ekki fyrr til en ég er byrjaður að skrifa", sagði hann. „Sem sagt: Ég uppgötva allt í einu, að ég luma á hugmynd. Ég veit að mestu hvernig verk- ið á að enda, þegar ég byrja, én vandinn er að komast nokk- urn veginn klakklaust að síð- asta punkti“. Hann sagði, að sér gengi illa áð skrifa í New York, en bezt þætti sér að vinna við nið af hafi. Þess vegna vildi hann helzt skrifa um borð í skipi. Og hann skrifaði á ritvél, þá heyrði hann hrynjandina í samtölum fólksins í leikritinu, eins og hann komst að orði. Eins og ég gat um áðan eyddi Albee, að gefnu tilefni, alllöng- um tíma í að ræða starf gagn- rýnandans. Hann kvaðst ekki hafa mikil not af að lesa gagn- rýni vegna þess, hve gagnrýn- endur hefðu yfirleitt lítinn á- huga á að fræða lesendur sína. Þeir legðu sig aftur á móti alla fram um að koma sínum per- Sónulegu skoðunum á fram- færi, eins og það væri einhver allsherjarsáluhjálp. „ Gagnrýn- endur segja okkur í mesta lagi hve lengi leikrit muni ganga“, sagði hann með háðsglotti. „Það er alltaf verið að tönnlast á á- byrgð höfunda", bætti hann við, „en aldrei minnzt á ábyrgð þeirra sem hafa tekið að sér að móta afstöðu almennings“. Hann sagðist alls ekki vera bit- ur út í gagnrýnendur, því hann hefði fengið sinn skerf af góð- um dómum, ekki síður en vond- um. En hann vissi ekki til að til væru nema í hæsta lagi tveir góðir gagnrýnendur í New York, annar skrifaði um tónlist og gerði það af viti „enda er hann sjálfur tónskáld. Það ger- ir gæfumuninn", sagði Albee. Hann var að lokum spurður, hvort hann hefði sjálfur nokk- urn tíma skrifað leikgagnrýni og hann svaraði: „Aðeins í ein- rúmi — fyrir sjálfan mig“. „Það eina, sem við verðum visari af gagnrýni, er: Við fá- um að kynnast gáfnafari gagn- rýnandans og smekk — ef hann hefur þá nokkurn", sagði Albee og bætti við: „En hver hefur áhuga á því?“ Albee vinnur nú að óperu, sem á að heita: „Ice age“ eða „ísöld“. Hún fjalJar eins og önn ur verk hans um innra stríð mannfólksins og hvernig það er sett í nútímaþjóðfélagi. En hann sagði okkur að í þessu nýja verki, sem hann hefði lengi langað til að skrifa, væri höfuðtemað: skilgreining á and- legri heilbrigði. Það er ekki lítið sem þessi ungi höfundur færist í fang. En hann hefur ekki kallað allt ömmu sína hingað til. Sýknaö af bótakröfu vegna vinnuslyss FYRIR NOKKRU var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem Elías Guðmundsson, Akra- nesi, höfðaði gegn íslenzkum að alverktökum s.f., en í máli þessu krafðist Elías þess, að ísl. Aðalverktakar yrðu dæmdir til að greiða honum skaðabætur að upphæð kr. 185.011,00 ásamt vöxt um og málskostnaði. Bóta þess- ara krafðist Elías vegna slyss, er hann varð fvrir, þegar hann var að störfum í þágu ísl. aðal- verktaka. Málavextir eru sem hér grein ir: Á tímabilinu 11. maí til 27. júixí 1959 haíði stefndi á leigu skipið Ferjuna II, eign Akranes kaupstaðar. Skip þetta er stál skip og er eiginlega flatbotnaður prammi, nánast ein opin lest fyr ir framan yfirbyggingu og þilj- ur engar, nema mjóir gangvegir til beggja hliða við lestina. Fram an til í skipinu eru þiljur þessar nokkru hærri og skilur þar lág brún á milli þeirra og lestarinn- ar. Eru þiljurnar mjóstar fremst við stefni skipsins. Framhhð .Ferjunnar II er útbúin sem hleri og leikur neðri brún henn- ar á hjörum. Er því unnt að opna inn í lest skipsins með því að slaka framhliðinni niður og út. Er sá útbúnaður þannig, að bakborðs- og stjórnborðsmeg in eru festir vírar efst á fram- hJiðina og liggja þeir síðan i gegnum hjól á stefni skipsins og itiður í spil undir þiljum. Spil þetta og vírarnir eru notaðir til að slaka niður framhliðinni og hífa hana upp. Stefnandi, Elías Guðmundsson, var skipstjóri í þessu skipi. Var skipið notað á áðurgreindu tíma bili til flutnings frá Aðalvík og Snæfellsnesi suður til Njarðvík- og voru einkum fluttar ýms- ar þungavinnuvélar. Hinn 16. maí 1959 var Ferjan II stödd á Aðalvík og tók þar farm. Notaður var krani við út- skipunina og var honum komið fyrir framarlega í lest skipsins. Verið var að skipa út stórri járn plötu og rakst járnplatan í vír þann bakborðsmegin, sem notað ur er til að slaka niður fram- hlið skipsins. Kom hreyfing á vírinn, en við það steyptist Elías sem staddur Var fremst á þilj- unum við stefni skipsins, niður í lestina. Kom Elías standandi niður, en hlaut þau meiðsl á hægra fæti, að hælbeinið brotn- aði og liðbönd slitnuðu við ökl- ann. Hlaut hann af þessu nokkra örorku. Elías byggði skaðabótakröfu sína á því, að hættulegri að- ferð hefði verið beitt við út- skipunina. Taldi hann, að bæði verkstjóri ísl. aðalverktaka og sá, er hafði stjórn kranans með höndum, ættu sok á slysinu. Þá taldi hann, að útskipunin hlyti að falla undir hættulegan at- vinnurekstur og bæri stefndi því skaðabótaábyrgð vegna slyssins eftir reglum þeim, er giltu um ábyrgð atvinnurekenda á hættu- legum atvinnurekstri. ísl. aðalverktakar kröfðust sýknu af kröfum stefnanda. Taldi fyrirtækið, að í fyrsta lagi yrði slysið hvorki rakið til mis- taka starfsmanna þess né ófor- svaranlegs frágangs á vinnustað. Yrði að telja slysið óhappatil- viljun, sem það bæri ekki ábyrgð á. Þá væri ekki unnt að flokka vinnu þá, sem hér um ræðir undir hættulegan atvinnurekst- ur. Þá töldu fsl. aðalverktakar, að ef slysið teldist ekki óhappa- tilviljun, þá hlyti sök eða meg- inhluti sakar að vera hjá stefn- anda sjálfum, þar sem hann hefði að ófyrirsynju staðsett sig á mjög varhugaverðan stað og þar sem honum sem skipstjóra hefði átt að vera manna ljósast, að umræddur vír gæti hreyfst, þegar verið væri að vinna með stór stykki fast við og allt í kringum vírinn. Héraðsdómur féllst ekki á þá skoðun stefnanda, að útskipun almennt eða útskipun við þær aðstæður, sem hér um ræðir, yrði talinn hættulegur atvinnu- rekstur. Yrði fébótaábyrgð vegna umrædds slyss því ekki lögð á ísl. aðalverktaka vegna slíkrar áhættu. Þá var dómur- inn þeirrar skoðunar, að eigi hefði verið óvarlegt að koma krananum fyrir inni í lest skips- ins og ferma það með þeim hætti sem gert var. Þá taldi dómurinn heldur ekki, að van- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.