Morgunblaðið - 22.06.1966, Side 24
24
MORGU NBLAÐIO
MiSvikudagur 22. júní 1966
— Þetta er í fyrsta skipti sem ég er hér. Hvenær verður
vatnið og brauðið borið fram?
Mary Raymond:
STÚLKA
MED
GBÍMU
tíðina. Ég hafði þráð það að fá
fá minnið aftur, að verða eins og
ég átti að mér og með fullu viti,
og losna við þessa villukennd.
En nú óttaðist ég það, sem ég
kynni að komast að. En ég varð
að fá meira að vita um Tom og
sjálfa mig.
Ég gekk að vínborðinu og
fékk mér ávaxtadrykk. Ég fyllti
svo glasið með ís í settist síðan
andspænis Yves.
— Mér finnst tími til kominn
að við tölum almennilega sam-
an, sagði ég eins rólega og ég
gat.
Hann sneri glasinu i höndun-
um og horfði lengi á mig, þegj-
andi. Bláu augun skinu í sléttu,
brúnu andlitinu. Hann var eins
og höggormur, hugsaði ég, fa'il-
egur og viðbjóðslegur. hvort-
tveggja í senn.
— Hvað get ég sagt þér? sagði
hann loksins. — Ég hef sagt xög-
reglunni allt, sem ég veit.
— Þú hefur ekki sagt mér alit,
sem þú veizt um Tom .... um
mig .... um okkur.
— Ég hef sagt þér allt, sem þú
hefur gott af að heyra.
— Núna verðurðu að segja
mér eitthvað meira.
— Verð ég það? Ég verð ekki
að segja þér neitt — en kannski
gæti ég skemmt mér við að
segja þér allt. Það getur haft af
fyrir okkur í kvöld — sem ann-
ars getur orðið iangt og leiðin-
legt.
Hann tæmdi glasið en hellti
svo í það aftur.
— Jæja, á hverju á ég þá að
byrja? Sjálfsagt á byrjuninni.
Þegar Tom keypti Afrodite og
réð mig til að vera skipstjóri.
Það var fyrir allmörgum árum
.... fjórum ...... fimm ....
Jæja, það skiptir nú ekki svo
miklu máli.
— Tom átti þessa fallegu konu
— hana Júlíu sína — og við urð-
um skotin hvort í öðru. Lengi
reyndist þetta fyrirkomulag hjá
okkur ágætlega. Tom var frekar
vitgrannur, skilurðu, og þó fyrst
og fremst latur. Smámsaman tók
ég að stjórna fleiru en skútunni
og konunni. Flest viðskipti hans
fóru um mínar hendur. Hann
átti talsvert mikið til, og þurfti
bersýnilega ekki allra þessara
peninga við, en ég var hinsvegar
alveg eignalaus, en kunni bara
miklu betur en hann að eyða
peningum.
— En við vorum öll hamingju-
söm. Við Júlía undum okkur vel
saman, en Tom drap tímann við
n---------------------------□
35
□--------------------------□
að fiska, drekka og fara til
Tangier, og þykjast vera ein-
hver meiriháttar ríkisbubbi. Á
fyrri árum samvinnu okkar,
höfðum við fengizt dálítið við
smygl. Ég held, að Tom hafi
litið á sjálfan sig sem einhvern
meiriháttar sjóræningja. En svo
— fyrir eitthvað einu ári —
sneri hamingjan við blaðinu —
ég á þar auðvitað við hamingju
okkar Júlíu.
— Tom komast að sambandi
okkar — hugsaðu þér bara. Eftir
öll þessi ár var það áfall fyrir
okkur öll þrjú. En þá hugsaði
hann sér, að nú skyldi hann ná
sér niðri. Hann varð skotinn í
stelpu í Kntibes. Það er þessi
Avril, sem þú hittir í Bar
Racasse.
— Það var ekki nema allt I
lagi, að hann yrði skotinn. Það
gerði hann svo miklu skemmti-
legri og viðkunnanlegri í sam-
búð .... en svo fór hann að tala
um hjónaskilnað. Og það kærð-
um við Júlía okkur ekki um.
Við vildum lifa lífinu eins og
við höfðum gert. Auk þess hefði
ég orðið að gera grein fyrir sínu
af hverju, þegar við Tom fær-
um að gera upp. Þá ákváðum
við, köld og róleg, að við yrðum
að ryðja honum úr vegi. Við
ákváðum að myrða hann og
kasta líkinu í sjóinn frá borði á
Afrodite. Hún Júlía mín var jafn
hugrökk og úrræðagóð eins og
hún var falleg.
Ég hnipraði mig saman í
stólnum, eins og eitthvert dáleitt
dýr í greni sínu. — Hversvegna
talarðu alltaf um mig í þriðju
persónu? hvíslaði ég. — Ég er
héma og alls ekki dauð, eins og
Tom.
— Ég er ekki að tala um þig,
svaraði hann hörkulega, — held-
ur um Júlíu Gerard. Snöggvast
starði hann á mig og ég starði á
móti. Ég vissi með óhrekjanlegri
vissu, að ég var að horfa á
brjálaðan mann. Hann laut fram
og stakk laglega svínsandlitinu
rétt að segja framan í mig. —
Þú ert ekki Júlía Gerard! hvæsti
hann framan í mig.
Sem snöggvast var mér varn-
að máls, en loksins kom ég þó
upp nokkrum orðum. — Ef ég
er ekki Júlía Gerard, hver er ég
þá?
Yves yppti öxlum óþolinmóð-
ur. — Það hvorki veit ég né
kæri mig um að vita, sagði hann.
— Einhver stelpa, sem Júlía tók
upp af götu sinni í Englandi,
þegar hún fór héðan.
Það var fyrst nú, sem mér datt
í hug, að hann væri að segja
mér sannleikann, og að ég væri
raunverulega alls ekki Júlía
Gerard. En rétt eins og stóð, var
ég ekki fær um að tileinka mér
þann sannleika eða skilja þessa
einstæðu frásögn hans.
— En hversvegna? Hvað er ég
hér að gera? Hversvegna tókstu
við mér sem Júlíu Gerard? Og
hversvegna gerðu Janine og
skipsmennirnir slíkt hið sama?
— Janine er kunnugt um
leyndarmálið, sagði Yves með
fyrirlitningu. — Og skipshöfnin
er ný — og hefur aldrei Júlíu
augum litið. Eftir að Tom var
myrtur, varð Júlía ofsahrædd.
Hún strauk burt. Það var að
nokkru leyti mér að kenna —
sannast að segja allt mér að
kenna. Ég hefði ekki átt að yfir-
gefa hana, en við komum okkur
saman um, að bezt væri, að ég
færi til móður minnar í Prov-
ence. Þannig yrði ég ekkert við
málið riðinn, og Júlía þóttist viss
um að geta framkvæmt verkið
hjálparlaust.
— Janine er móðir þín! sagði
ég allt í einu. — Ég heyrði, að
þú kallaðir hana mömmu.
— Mikið ertu eftirtektarsöm,
sagði Yves og hæðnin leyndi sér
ekki. — Já, víst er hún mamma
mín.
— Hversvegna strauk Júlía að
heiman, spurði ég. — Og hvar er
hún nú?
— Hún skaut Toin um borð í
Afrodite, með hans eigin byssu,
sagði Yves. — Við höfðum kom-
ið okkur saman um, að hún
skyldi fela líkið í einum björg-
unarbátnum. Eftir að ég var far-
inn út í Provence, stefndi hún
Afrodite til hafs og fleygði lík-
inu fyrir borð. Þá höfðum við
þrjá menn á skipinu og einn
þeirra var ungur maður að nafni
Duibóis. Vitanlega gat hún ekki
farið sjálf með skipið, svo að
þeir hjálpuðu henni til þess.
Dubois sá þegar hún kastaði lík-
inu fyrir borð. Hann þagði yfir
því í bili, en kom svo til hennar,
þegar skipið var komið í höfn
og hótaði henni að fara með það
í lögregluna, nema hún gæfi hon
um peninga.
— Júlía varð hrædd og gerði
það. Það var of hættulegt að
setja sig í samiband við mig.
Auk þess var hún mér dálítið
reið. Ég held, að henni hafi þá
fundizt, að ég hefði átt að standa
i við hlið hennar enda þótt við
hefðum þá þegar komið okkur
saman um brottför mína. Við
vildum ekki þá láta neinn grun
falla á þetta samsæri okkar. En
bún hagaði sér að minnsta kosti
ekki skynsamlega. Hún sagði
upp skipshöfninni og ákvað að
fara til Englands og heimsækja
bróðiu: Toms. Hún hafði aldrei
vitað, hve miklar eignir hans
væru í Englandi og ákvað nú að
komast að því.
— Ég kom aftur frá Provence
og fann, að hún var farin. Ég
hélt, að hún gæti hafa orðið fyr-
ir einhverju slysi og tilkynnti
hvarf hennar til lögreglunnar.
Kannski hefur það verið
heimskulegt af mér. Svo kom
Dúbois til mín aftur og vildi fá
meiri peninga, og mér varð ljóst,
hvað gerzt hafði, enda þótt ég
vissi enn ekki hvert hún hefði
farið.
— Ég komst að því, að Dub-
ois hafði engum sagt frá því,
sem hann hafði orðið sjónar-
vottur að. Enginn kunningi Toms
hafði neitt minnzt á fjarveru
hans, enda fór hann svo oft til
Tangier. En til allrar ógæfu
drakk veslings Dufoois sig full-
an eitt kvöldið, missti fótanna,
datt í höfnina og drukknaði. Það
var leiðinlegt.
Ég greip höndunum um eyrun.
— Segðu mér ekki meira, sagði
ég. — Mig langar ekkert til að
heyra það. Mér var innanbrjósts
eins og ég ætlaði að kasta upp.
— Það einasta, sem mig langar
til, er að komast burt frá þessu
skipi og til Englands.
Yves hló snöggt. — Þú kemst
nú ekki burt af þessu skipi,
sagði hann áherzlulaust, — og
heldur ekki til Englands.
— Þú getur ekki haldið mér
hér nauðugri.
— Þú heldur væntanlega
ekki, að ég ætli að fara að sleppa
þér héðan af? sagði Yves. — Lög
reglan hefur þig sýnilega grun-
aða um að hafa myrt Tom. Hún
tekur þig fasta og það fást nógu
margir til að vitna, að þú sért
alls ekki Júlía Gerard, og þeysa
öllu í háaloft!
— Ég skal játa, að þennan
morgun þegar líkið af Tom
fannst, varð ég hræddur. Þá
vissi ég, að það mátti ekki drag-
ast að losna við þig. Ég ætlaði
ekki að fara að tilkynna hvarf
Toms fyrr en í mánaðarlokin,
um það leyti, sem hann hefði
átt að koma heim.
Ég ætla nú ekki að láta neinn
fara að stöðva mig, við endann
á öllu þessu torleiði. Þú hefur
þegar gert eina tilraun til sjálfs-
morðs, eins og Carpenter læknir
mun geta vottað — í kvöld ger-
irðu sjálfsagt aðra tilraun og
þá með betra árangri.
hroftt
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiimi
móðurinni
er kært
að barnið
sé vært.
og því gefur hún
því aðeins það
bezta!
Og það er COW & GATE CEREAL FOOD- tilbúlnn,
visindalega samsettur kornmatur fyrir ungbörn, sem er
framleiddur úr 3 korntegundum og þurrkaðri undanrennu
að viðbœttum fjörefnum og steinefnum. COW & GATE
barnamatur er sérstaklega nœringarikur og auðmeltur.
Sérstök óherzla er lögð ó bragðgœði og finnur móðirin
það bezt á því, hve barninu er Ijúft að borða COW
& GATE barnamat.
miiiiiiiiimiiimmmmim
COW & GATE barnamat hafra, moís, hveiti, Þurrger o þurrkaðo undonrennu Fita 4,1 jr inniheldur: ( 100 grömmum 3 Vítamín Bt 0,7mq Vítamín B2 .....0,7mg 3 Níacin 10,5mq
Eggjahvítuefnl 22,2 Kolvetni .04,2 Steinefni 4,5 Votn 5.0 Kglorfur í 10C 3 Vítamfn D 350 a.e. 3 Kalk Ó90mg 3 Fosfor 658mq 3 Jórn Mmq grömmum: 385
iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm
Mœður! lótið barnið dœma
— og þad mun diskinn tœma
miiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiiimii
EfNAGERÐ REYKJAYiKUR H. F.
Corolyn Somody, 20 áro,
ftá Bandaríkjunum segír:
• Þegar fiifpensar þ]óðu mig.
reyndi ég margvísleg efni.
Einungis Clearosll hjólpoðl
rounverul.ga *_
Nr. 1 i USA því þoð er rounhœf hjólp — Cleorasil
„sveltir” fílípensana
Þetta vísindalega samsetta efni getur hjólpað yður ó sama
hótt og það hefur hjólpað miljónum unglinga t Banda-
rikjunum og víðar - Þvi það er raunverulega óhrifamiklð...
Hörundslitað: Clearasil hylur bólurnar ó meðan
það vinnur á þeim.
Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast fílípensarnlr —
samtímis þvf, sem Clearasil þurrkar þó upp með þvi að
fjarlœgja húðfltuna, sem nœrir þó -sem sagt .sveltir' þó.
1. For innl
húðina
2. Deyðir
gerlano
.3. „Sveltir"
filípensana
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w