Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 26
26
MORGU N B LAÐIÐ
Mlðvikudagur 22. júní 1968
......••••••■ ■-
Frá 17. júni-mótinu. Á verðlaunapallinum eru þrír fyrstu menn í langstökkinu. Taliff frá vinstri:
Ólafur Unnsteinsson sem náði þriðja saeti; Ragnar Guðmundsson. sem hlaut fyrsta sæti ,og náði
ágætum árangri ,og Ólafur Guðmundsson, nýbakaður stúdent, sem varð annar.
Sigurjón Hallbjörnsson
vann marmarastyttuna
SUNNUDAGINN 12. júní sl. var
háð á velli félagsins við Grafar-
holt, keppni um vegiega marm-
arastyttu, Jason C. Clark. Þessi
fallegi gripur var gefinn til
minningar um ungan varnarliðs-
mann, sem var virkur meðlimur
í klúbbnum um skeið. Og er
stytta þessi verðugur minnis-
varði um góðan dreng. Keppni
þessi er 36 holu höggleikur með
forgjöf, og fer öll fram á einum
degi. Að þessu sinni mættu að-
eins 21 til leiks, enda var veður
mjög óhagstaett til leiks. Má þvi
telja þetta ágæta þátttöku miðað
viff allar aðstæður. Keppni var
eigi að fullu lokið fyrr en kl. 8
|id. Sigurvegari varð Sigurjón
Ballbjörnsson og hlaut því hina
veglegu marmarastyttu til varð-
veizlu í eitt ár, auk eignabikars.
Enattspyrnnmót
HalnarijcrSar
VORMÓT Knattspyrnumóts
Hafnarfjarðar hófst á knatt-
spyrnuvellinum í Hafnarfirði sl.
miðvikudag og var keppt í 5. og
3. flokki. — Keppendur í mót-
inu eru Hafnarfjarðarfélögin
FH og Haukar — og keppt í 5
aldursflokkum. Á miðvikudag-
inn sigraði FH í 3. flokki 3:2,
en jafntefli varð í 5. flokki, 0:0.
Mótið heldur áfram í kvöld
(föstudag) og keppa þá 4. flokk-
ur kl. 8 e.h. og 2. flokkur kl. 9
e.h. — Meistaraflokkar félag-
anna keppa svo miðvikudaginn
1. júní og hefst sá leikur kl. 8:30
e.h. — En kl. 7 e.h. sama dag
keppa 5. flokkar félaganna um
það hvort félagið hreppir vor-
mótsbikarinn í ár, þar sem jafn
tefli varð hjá flokkunum í leik
þeirra á miðvikudaginn og stig-
in og markatalan úr þeim leik
aðeins tekin til greina í heildar
úrslitum mótsins, sem er stigá-
keppni fyrir vor og haustmót.
Eftir fyrstu tvo leikina hefir
FH hlotið 3 stig og Haukar 1 st.
(F. í. R. R.)
Hér eftir koma nöfn þeirra, sem
beztum árangri náðu:
Með forgjöf:
1. Sigurjón Hailbjörnsson
183-58 = 125 högg.
2. Hilmar Pietsch
200-72 = 128 högg.
3. Haukur Guðmundsson
185-52 = 133 högg.
4. Pétur Björnsson
166-24 = 142 högg.
5. Viðar Þorsteinsson
181-38 = 143 högg.
Án for íjafar:
1. Pétur Björnsson, 166 högg
2. Jóhann Eyjólfsson 168 —
3. Einar Guðnason 171 —
4. Ólafur Ág. Óiafsson 176 —
5. Viðar Þorsteinsson 181 —
Tviliðaleikur GR (opin keppni)
Þriðjudaginn 7. júní fór fram
keppni, sem er háð í því formi
að kylfingum er heimilt að velja
sig saman tveir og tveir án til-
lits til forgjafar. Gefin eru stig
fyrir betri árangur annars tvílið-
ans á hverri holu fyrir sig, síðan
eru stigin yfir heildina (12 hol-
ur) iögð saman. Eftirfarandi tafla
sýnir hvernig stigin eru veitt:
Bogey 1 st.
Par 2 -—
Birdie 3 —
Eagle 4 —
Hola í höggi 5 —
Slæmt veður var og þátttak-
endur aðeins 14. Sigurvegarar
urðu tveir bókbandsmeistarar,
Gunnar Þorleifsson og Arnkell
G. Guðmundsson, með 18 stig,
2,-—3. Ólafur Hafberg og Haf-
steinn Þorgeirsson, 16 stig, Pétur
Björnsson og Ólafur Bjarki Ragn
arsson, 16 stig.
SkeansnliSecgt vsðavangs-
hlaup li.MÆ. SeSfoss
VÍÐAVANGSHLAUP UMF Sel-
foss 1966 fór fram miðvikudag-
inn 1. júni, en þann varð Umf.
Selfoss 30 ára. Hlaupið hófst kl.
8 sd. og var hlaupið í þremur
flokkum, eins og venja er. Lagt
var af stað frá íþróttavellinum á
Selfossi, og þar lauk einnig
hlaupinu.
Úrslit ur'ðu þessi:
í efsta flokki voru 5 keppend-
ur og hlupu þeir um 2000 m.
Min.
Marteinn Sigurgeirsson 5.26.5
Gylfi Gíslason 5.35,1
Tryggvi Gunnarsson 5.44,0
í miðflokki (13—14) ára —*
hlaupaleið um 1500 m.
Jón Stefánsson 4.45,4
Sigmundur Stefánsson 4.54.9
Þorvarður Hjaltason 5.06,5
Keppendur voru sex að tölu.
í yngsta flokki voru 14 kepp-
endur og var hlaupaleið um 1009
metrar.
Magnús Jakobsson 3.15,0
Einar Gunnarsson 3.23 5
Sigurður Sigfússon 3.25,0
Hlaupið var í heild mjög
skemmtilegt og skemmtu áhorf-
endur sér hið bezta.
50 keppendur 1 Víða-
vangshlaupi IBK
VIÐAVANGSIILAUP Kefla-
víkur, hið fyrsta í röðinni, fór
fram á vegum íþróttabandalags
Keflavíkur um s.l. helgi. Keppt
var í fjórum flokkum og voru
keppendur alls 50 talsins.
í 1. aldursflokki, 17 ára og
eldri urðu úrslit þessi:
Einar Sigurðsson 4:30.9
Sölvi Stefánsson 4:31.4
Reynir Óskarsson 4:50.0
Keppendur voru 6 að tölu.
í 2. aldurslokki, 15 og 16 ára,
voru keppendur 9 og úrslit urðu
þessi:
Ólafur Kjartanssor. 4:08.3
Vilhj. Ketilsson 4:13.0
Helgi Jóhannsson 4:13.5
í 3. aldursflokki, 13 og 14 ára
voru keppendur 14 og úrslit
þessi:
Steinar Jóhannsson 3:32.0
Þorvaldur Sigurbjörnss. 3:38.0
Axel Birgisson 3:38.5
í 4. aldursflokki, 12 ára og
yngri, voru keppendur 21 og úr-
siit þessi:
Gísli Torfason 3:15.0
Svanur Þorkelsson 3:20.2
Haukur Hafsteinsson 3:22.8
Mikill áhugi var fyrir hlaup-
inu og víst að framhald verður
á slíkri keppni næ-sta ár.
Meisiaramóf
Reykjavíkur
29. og 30. júna
MEISTARAMÓT Reykjavíkur í
frjálsum íþróttum (aðalhluti)
fer fram í Laugardal miðviku-
dag og fimmtudag 29. og 30. júní
nk. Keppt verður í- þessum
greinum. Karlar (fyrri dagur):
200 m, 800 m, 5000 m hlaup, 400
m grindahlaup, hástökk, lang-
stökk, kúluvarp, spjótkast, og
4x100 m boðhlaup. Konur: 100
m hlaup, hástöak, kúluvarp og
Skotíþróttin ú voxandi
Iflgi í Hafnarfirði
ÞANN 9. júní s.l. var efnt til
keppni innan Skotfélags Hafnar
fjarðar, og var keppt í ferþraut.
Verðlaunagripurinn. sem var
skjöldur með tveim rifflum í
kross, gaf Leo Smith, formaður
Skotfélags Reykjavíkur, félag-
inu. Leo Smith er gamall Hafn-
firðingur. sem Hafnfirðingum er
að góðu kunnur.
Gefandi segir í gjafabréfi því
er fyigdi verðlaunaskildinum:
„að keppa skal árlega um grip
þennan, og til eignar vinnist
hann þrisvar í röð eða fimm sinn
um alls“.
Keppni um þennan verðlauna-
grip fór fram í fyrsta sinn
fimmtudaginn 9. þ.m. Sigurveg-
ari varð Sigfús Jónsson, bifvéla
virki, og hlaut hann 350 stig.
Annar Guðm. Guðmundsson,
kaupmaður, hlaut 348 stig; 3.
Karl Gíslason, prentari, hlaut
331 stig, og 4. frú Elísabet Val-
geirsdóttir, hiaut 326 stig. —
Keppnisstjóri var Aðalsteinn Sig-
urðsson. Dómarar í keppninni
voru þeir Axel Sölvason og Jó-
hannes Christensen.
Skotfélagið í Hafnarfirði var
stofnað 11. október 1965. Strax
að lokinni stofnun var hafizt
handa um útvegun húsnæðis fyr-
ir innanhússæfingar. Fókkst ekk-
ert húsnæði fyrr en í janúarbyrj
un 1966. Þann 16. janúar 1966
hófust skotæfingar í húsnæði því
sem félagið hefur haft til afnota
síðan. Mestu byrjunarerfiðleikar
var útvegun á heppilegum skot-
vopnum („markrifflum") framan
af æfingatíma, en með hjálp
góðra manna tókst að fá þá. En
þetta tafði þjáifun félagsmanna
afar mikið. Félagið telur nú 45
meðlimi og er þar af ein kona,
sem félagið er mjög stolt af. —
Æfingar hafa verið alls 32 og
hefur verið mjög vel ~»tt á
þeim.
Aðgongumiðar
að lieimsmeist-
araleikjum
VEGNA þátttöku íslands i
Norðurlandameistaramóti ungl-
inga í knattspyrnu hefur KSÍ
ákveðið aff efna til happdrættist,
og gefur út 700 miða, en verð
þeirra er 100 kr. Verður dregið
í happadrættinu 4. júlí, en vinn-
ingurinn er farseðill til London
og aðgöngumiðar á níu leiki i
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu.
kringlukast.
Karlar (síðari dagur): 100 m,
400 m, 1500 m hlaup, 110 m
grindahlaup, stangarstökk, þri-
stökk, kringlukast, sleggjukast,
4x400 m boðhlaup. Konur: 200
m hlaup, iangstökk, spjótkast og
4x100 m boðhlaup.
Mótið er stigakeppni milli
Reykjavíkurfélaganna og fá 6
fyrstu menn í hverrí grein stig,
þannig 1. maður fær 7 stig, ann-
ar maður 5 stig, þriðji 4 stig
a. s. frv. Hverjum keppanda er
aeins heimil þátttaka í þremur
keppnisgreinum hvorn dag auk
boðhlaups. Utanbæjarmö.nnum
er boðin þátttaka í mótinu í
þeim greinum, ;em hægt er að
koma við gestaþátttöku án trufl
unar fyrir stigakeppnina. Þátt-
tökutilkynningar sendist Einari
Frímannssyni, c/o Samvinnu-
tryggingar, Reykjavík fyrir 25.
júní 1966.
F.Í.R.R.
Jésn varð 4.
J Ó N Ólafsson varð f jórði á
frjálsíþróttamóti, sem haidið
var í Varsjá sl. sunnudag, og
stökk 2 m. Mót þetta er hald-
ið til minningar um einn fræg
asta íþróttamann Pólverja frá
siðustu heimsstyrjöld, Janusz
Kusocinski. — Fyrstur varð
Saint Rose, franski methaf-
inn, með 2.10, annar Pólverj-
inn Gzernik með 2.06 og þriðji
Ungverjinn Noszaly með 2.06.
i