Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 27

Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 27
MiSvíkuðagur 22. júní 1966 MORGUNBLAÐÍÐ 27 — Ávisanafals 1 Framhald af bls. 28. greiddar, án þess að rannsóknar- lögreglan þurfi um að fjalla. Hins vegar eru flestar þær inni- stæðulausu ávísanir, sem til kasta lögreglunnar koma, frá Seðlabankanum komnar. Ávísanafalsanir eru nú óvenju miklar og mun, það sem af er þessu ári, álíka og verið hefur undanfarin tvö ár. Þegar hefir tekizt að upplýsa sem svarar 3/4 hlutum þeirra fölsku ávís- ana sem lögreglan hefir fengið í hendur. í>eir, sem ávísanir falsa, ná I þær með ýmsu móti. Margar hafa fengizt við innbrot og hef- ir þjófurinn stolið ávísanaheft- um. í>á er einnig til, að hefti liafa komizt í hendur óhlut- vandra manna, við það að ekki hefir verið um heftin hirt, þar sem hlutaðeigandi hefir hætt við ávísanareikning, en þá ekki ver- ið búinn að fullnota hefti sitt. Þá kemur fyrir að menn glata ávísanaheftum og hirða ekki um. Hinsvegar vill lögreglan ein- dregið hvetja menn til að ann- ast vel um ávísanahefti sín þar sem svo mikil brögð eru orðin að því að þau eru notuð til föls- unar. í>á vill lögreglan hvetja menn til að athuga vel þær ávísanir, sem þeir taka við sem greiðsu. í mjög mörgum tilvikum eru hinar fölsuðu ávísanir illa gerð- ar, vitlaust skrifaðar og ósam- ræmi i þeim. Þá ætti það að vera föst regla allra þeirra, sem við ávísunum taka, að krefjast framsals seljanda ávísunarinnar á staðnum og jafnframt að hann sýni nafnskýrteini sitt, ef kaup- andi þekkir manninn ekki. í þessu sambandi er vert að geta þess að mjög óheppilegt er að nafnskýrteini manna skuli ekki vera með mynd alla jafna, því nokkur brögð eru að því að menn hafi notað skýr- teini annarra til að villa á sjálfum sér heimildir. Hitt skal bent á, að allir geta látið setja mynd af sér á nafnskýrteini sitt, tii þess að ekki fari milli mála, hver skýrteinið á. Mun það vera rétt, ef menn vilja fryggja sér framgang mála þar sem skýrteina er krafist, að þeir hafi mynd af sér á skýr- teininu. Ávísanafals þetta er nú með umfangsmeiri málum sem lög- reglan hefir til rannsóknar. — Eldur i skipi Framhald af bls. 28. borg með allskonar vörur frá Japan s.s. hjólbarða, síldarnæt- ur, leikföng o.fl. Mun hafa orðið mikið tjón á varningi skipsins, að því er Sigurður Njálsson, frámikvæmdastjóri Hafskip h. f. tjáði blaðinu í gær. Skipið er eign Hans Wilhelm Schröder í Tuborghavn. 480 lestir að stærð. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem rannsóknarlögreglan gaf Mbl. í gær var leitað í skipinu í gærmorgun og fundust þá í klefa tveggja skipverja 40 nær- skyrtur, leikfangaflugvél og leik fangabíll. Höfðu þeir tveir farið í lestina skömmu eftir að henni var lokað um kl. 7 í fyrrakvöld og hnuplað þessum varningi. Höfðu þeir haft með sér raf- magnsljós. í gær var öll skips- höfnin í yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni og er málið enn í rannsókn. Sýning Sverris framlengd MIKIL aðsókn hefur verið að sýningu Sverris Haraldssonar í nýbyggingu Menntaskólans og hafa margar myndir selzt. Hefur því verið ákveðið að framlengja sýningunni um tvo daga, en hún verður opin frá kl. 3—11, — Viðurkenna Framhald af bls. 28. kommúnistinn á íslandi, Magnús Kjartansson, er sá hinn sami, sem lét blað sitt lýsa því yfir í miðjum samn- ingaumleitunum, að upp úr samningum væri slitnað, vegna þess að vinnuveitendur fengjust ekki til að sam- þykkja umyrðalaust 5% kaup hækkun til hausts, nýjar hækkanir þá og fulla visítölu uppbót, sem gert hefði verð- bólguna óviðráðanlega. En vissulega er það mikil- vægt að málgagn kommúnista skyldi gloprast til að lýsa því yfir, að kauphækkanir nú séu algjörlega óraunhæfar, þar sem meira verði ekki af at- vinnuvegunum tekið og hækk anirnar mundu þess vegna leiða til þess eins að hleypa af stað verðbóigu og annað hvort stöðva atvinnurekstur eða tþá þýða stórfelldar nýjar skattaálögur til að taka upp að nýju uppbótakerfið, sem verst reyndist. Það er raunar það sem stjórnarandstæðingar vilja, þótt almenningur sé áreiðanlega andvígur því að aftur verði horfið inn á þá óheillabraut. Og þegar rit- stjóri kommúnistamálgagnsins hlakkar yfir ,skipbroti við- reisnarinnar“ og hvetur til stórfelldra hækkana, á hann við það að hið frjálsa efna- •' ' Á myndinni sést, þegar verið er að landa úr Siglfirðing á Siglufirði. Þetta var fyrsta síldin, sem barst til Siglufjarðar í sumar, og auk þess i fyrsta skipti, sem landað var við nýju löndunar- bryggjuna þar, og í nýju löndunartækin, sem sjást á bryggjunni. hagskerfi myndi hrynja í rúst og aftur verða tekin upp vinstri stefna, sem til mestra óheilla var. lítsvarsskrá Akur Síldaraflinn s.l. viku 23660 lestir eyrar lögð iram (Jlsvör lækka um 5% frá útsv.sfiga AKTJREYRI, 21. juní. — Út- svarsskrá Akureyrar var lögð fram í gær. Álögð útsvör nema alls kr. 54.479.000. Skiptast þannig á gjaldendur. að 2843 einstaklingar greiða kr. 49.807. 400, en 96 félög greiða kr. 4.671.600 eða 8.5% af Jþeildar- fjárhæð útsvara. Vanhaldaálag var 9%. Margskonar frádráttur var veittur frá tekjum, svo sem flestar bætur almannatrygginga, Rsfmagnslaust á Seltjarnarnesi og Skjéfum i gær f GÆRKVÖLDI fór rafmagn af Skjólunum, Kaplaskjólsvegi, Eini mel og hluta af Seltjarnarnesi. Er blaðfð fór í prentun í gær- kvöldi var enn verið að vinna að því að laga bilunina, sem or- sakaði straumrofið, en hún mun hafa verið vestast á Seltjarnar- nesi við Unnarbraut, eftir því sem blaðið komst næst. Mun stórvirk vinnuvél hafa slitið þar jarðstreng. náms- og sjúkrakostnaður o. fl. Eftir að útsvörum hafði verið jafnað niður, samkvæmt útvars- stiga, voru þau öll lækkuð um 5%. Til samanburðar má geta þess, að útsvör 1965 voru hækk- uð um 15% frá útsvarsstiga. Hæstu útsvör bera: Einstaklingar: Leó F. Sigurðs- son, 443.700 kr., Alfreð Finn- bogason kr. 266.800, Baldvin Þorsteinsson kr. 253.700, Trausti Gestsson kr. 197.700, Jóhann Hauksson kr. 163.400. Félög: Slippstöðin h.f. kr. 692.000, Útgerðarfélag KEA h.f. kr. 477.100, Kaupfélag Eyfirð- inga kr. 399.400, Brjótur s.f. kr. 205.800 og Súlur h.f. kf. 194.600. Þá var aðstöðugjaldaskrá Akureyrar einnig lögð fram í gær. Aðstöðugjöld nema alls kr. 13.532.900 og greiða 404 einstakl ingar kr. 1.967.100, en 149 félög kr. 11.565.800. Hæstu aðstöðugjöld bera: Kaupfélag Eyfirðinga kr. 3.633.900, SÍS kr. 1.448.200, Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. kr. .607.400, Amaró h.f. kf 281.800, Valtýr Þorsteinsson kr. 214.800. — Sv. P. S.l. laugardag var heildaraflinn 79.952 lestir eða 1924 lestum minni en á sama tima i fyrra SÍLDARAFLINN sem barst á land í vikunni nam 23.660 lest- um og var heildaraflinn á mið- nætti s.l. laugardags orðinn 79.952 lestir. Allur fór aflinn í bræðslu nema 5 lestir, er fóru í frystingu. Á sama tíma í fyrra höfðu borizt á land 577.188 mál í bræðslu og 998 uppmældar tunn ur í frystingu (78.028 lestir). Aflinn í ár er því 1942 lestum minni en á sama tma í fyrra. FYRRIHLUTA vikunnar 12. til 18. þm. voru síldveiðiskipin 200 til 260 sjómílur ANA af Langa- nesi, en síðari hluta vikunnar kom síldin nær landi og í viku- lokin voru skipin aðallega á tveimur veiðisvæðum ANA af Drengur fyrir bifreið í GÆRDAG varð drengur á reið- hjóli fyrir vörubifreið, sem var að aka úr porti við hús Garð- ars Gíslasonar & Co. við neðan- verða Hverfisgötu. Skall hann á framstuðara bifreiðarinnar, var fluttur á Slysavarðstofuna, en þar kom í ljós að hann hafði ekki hlotið veruleg meiðsli og var honum leyft að fara heim til sín að lokinni rannsókn. Dalatanga. Annað var 160 til 170 sjómílur undan landi og hitt um 100 sjómílur. Veður var sæmilegt til veiða en þó var þokusamt. Síldarsöiltun hófst á laugardag- inn, en ekki er kunnugt um söl-tun. í skýrslu Fiskifélags ís- lands segir, að í skýrslunum verði ekki teknar með landanir erlendra skipa. Til Seyðisfjarðar hefur bor- izt mest af síld á þessari ver- tíð eða 16.711 lestir í Neskaup- stað hefur verið lagt upp 13.235 lestum og á Raufarhöfn 12.275 115 skip hafa fengið afla, þar af hafa 100 skip fengið 100 lestir eða meira. Hér á eftir fara aflatölur (taldar í tonnum) 10 efstu skip- anna samkvæmt skýrslu Fiski- félags íslands: Jón Kjartansson 1987 Gísli Árni 1982 Seley 1794 Snæfell 1748 Þórður Jónasson 1730 Barði 1694 Ólafur Magnússon 1689 Ásbjörn RE 1532 Sigurður Bjarnason 1514 Reykjaborg 1487 Hér fara á eftir síldarfréttir LÍÚ fyrir þriðjudaginn 21. júní: Framhald á bls. 21. Fjárhagsáætlun Úlaís fjarðarkaapstaðar Systir og móðursystir okkar GUÐNÝ KRISTÍN JÓNSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum 21. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar. Ólafsfirði 21. júní. FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarð arkaupstaðar var samþykkt fyrir nokkru, samhljóða. Niðurstöður áætlunarinnar eru 7.702.000 kr., 5.197.000 kr. til rekstrargjalda og 2.505.000 til eignarbreytingar. Helztu rekstrargjaldaliðir eru: til líftrygginga 1.320.000 kr.; til vegamála 740.000 kr., og til menntamála 600.000 kr. Helztu liðir til eignabreytinga eru: til hafnargerðar 1.300.000 kr., til byggingar sjúkrahúss 300.000 kr. til gagnfræðaskólabyggingar 200.000 kr. Tekjuliðir áætlunarinnar eru sem hér segir: Útsvör 5.071.000 kr., aðstöðugjöld 900.000 kr., fast eignagjöld 300.000 kr. og jöfnun- arsjóður sveitarfélaga 1.200.000 kr. Aðrar tekjur 231.000 kr. — Hækkun áætlunar útsvara er 22,3% miðað við áætlunina 1965. Til verklegra framkvæmda er áætlað 2.640.000 kr., auk fyrir- tækja en hjá þeim eru fyrinhug aðar umfangsmiklar vatnsveitu- framkvæmdir. — Jakob. Elísabeth Jónsdóttir, Helga Sveinsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ERLENDUR GUÐJÓNSSON Ásgarði 39, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 1,30. — Blóm vinsamlega afbeðin. Sigurfljóð Olgeirsdóttir, liörn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.