Morgunblaðið - 12.07.1966, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. júlí 1966
Árangurslaus sátta-
fundur í þjónadeilunni
FUNDTJR um deilu framreiðslu-
rtnanna annars vegar og gisti- og
-veitingahúseigenda hins vegar
Jiófst kl. 3 í gærdag fyrir til-
lilutan sáttasemjara ríkisins.
Xauk honum á sjounda tímanum
í gærkvöldi án þess að samkomu-
lag næðist.
Jón Maríusson, formaður Fé-
Skattstofan
var lokuð
ALLMARGIR sneru sér til
Mbl. í gær með umkvartanir yf-
ir lokun skattstofunnar, nú með
an kærufrestur yfir skattfram-
tölum stendur yfir, en hann
xennur út um miðja vikuna.
Þeir sem umkvartanirnar báru
fram, sögðust ýmist hafa komið
að luktum dyrum á föstudag,
laugardag og sumir báða daga.
En þverskurðurinn af þessum
kvörtunum var sá að skattstof-
unni hafði verið lokað kl. 4 á
föstudag og alveg lokuð á laugar
dag. Þessir menn höfðu flestir
unnið af sér laugardaginn sem
algengt er og ætluðu að nota
laugardagsmorguninn til að fara
í skattstofuna. Aðrir höfðu losn-
að fyrir kl. 5 á föstudag, en kom
ið að luktum dyrum, sem fyrr
segir.
Mbl. var beðið að koma þeirri
málaleitan á framfæri, hvort
ekki væri hægt að hafa opið fram
eftir þá daga sem eftir eru af
kærufrestinum.
lags íslenzkra framreiðslumanna,
tjáði Mbl. í gær að þjónar hefðu
lagt fram á þessum fundi hin
sömu þrjú atriði til sátta í stimip-
ilkassadeilunni, og greint var frá
í blaðinu á sunnudag, og þau
verið tekin til umræðu.
Jón Magnússon, formaður Sam
bands gisti- og veitingahússeig-
enda, sagði í viðtali í Mtol. að
þau þrjú atriði, sem þjónar hefðu
lagt fram í samlbandi við stimp-
ilkassana, fælu öll í sér verð-
hækkanir, m. a. gerði eitt atrijði
ráð fyrir hækkun þjónustugjalds
upp fyrir 15%, og því hafi veit-
ingamenn ekki getað fallizt á
neitt þessara atriða.
Mibl. sneri sér að loikum. til
Lúðvíks Hjálmtýssonar fram-
kvæmdastjóra Ferðamálaráðs og
spurðist- fyrir um, hvaða afleið-
ingar þjónaverkfallið gæti haft
fyrir ferðamannastrauminn til
landsins. Hann kvað verkfallið
koma mjög illa viS al'la veitinga-
starfsemi í samb. við ferðamenn
til landsins, og vera svo alvar-
legt, að það gæti eyðilagt margra
ára undiibúningsvinnu, sem far-
ið hefur í það að auglýsa landið,
til þess að gera það í ríkara mœli
að ferðamannalandi, þar sem
fregnir um þetta væru fljótar að
berast til annarra landa,
Lúðvík sagði, að enda þótt
talað væri um að þjónar hefðu
veitt undanþágu í sambandi við
erlenda ferðamenn, þá væri það
staðreynd að hótelin væru að-
eins rekin af hálfum krafti, og
veittu aðeins nauðsynlegustu
þjónustu. Auk þessa væru hótelin
ekki það fjárhagslega sterk fyr-
irtæki hérlendis, að þu mættu
við áfalli sem þessu.
Olíumöl á 2 km. kafla
* . .
á Alftanesvegi
BYRJAÐ var í gær að bera olíu-
möl á hluta af Álftanesvegi, eða
frá Engidal við Hafnarfjarðar-
veg og tvo kílómetra út á nesið.
Mbl. sneri sér í gær til Snæ-
björns Jónassonar, verkfræðings
hjá Vegamálaskrifstofunni og
spurðizt nánar fyrir um þetta.
Snæbjörn sagði, að Vegamála-
skrifstofan hefði tekið fé, sem
ætlað væri til tilrauna, og þvi
varið til framkvæmda með olíu-
mjöl í tilraunaskyni, bæði núna
í ár og eins í fyrrasumar. í
fyrra var borin olíumöl á veginn
að Vífilsstöðum, og þá átti enn-
fremur að bera olíumöl á Álfta-
nesveginn, en því tókst ekki að
ljúka. Sagði Snæbjörn að þetta
væri því síðari hluti áætlunar-
innar.
Varðandi það hvernig olíu-
mölin hefði reynzt á Vífilsstaða-
vegi, sagði Snæbjörn, að engir
gallar hefðu komið fram á olíu-
inni sjálfri, en hins vegar hefði
undirbyggingin bilað á kafla á
vegnum á fjórum stöðum. Yrði
væntanlega gert við það í sum-
ar, og borin olíumöl á það. Hann
sagði ennfremur að ef þessar
tilraunir gengju að óskum væri
ekkert sem mælti á móti því, að
farið yrði út í það í vaxandi
mæli að bera olíumöl á vegi á
fleiri stöðum.
Það væri að vísu til eldri til-
raunir með olíumöl, sem mis-
tekizt hefðu að meira eða minna
leyti, svo sem á Ártúnsbrekkan,
og eins þar sem Hafnfirðingar
báru olíumöl á Strandgötuna, en
margar ástæður gætu legið til
þess, svo sem að mölin var borin
á að hausti, þegar veður var
óhagstætt, og því myndu þessar
tilraunir sennilega ráða úrslit-
um.
LÆGÐIN sem er á kortinu
suðvestur af landinu, var ekki
til í fyrradag, heldur mynd-
aðist hún í fyrrinótt í nám-
unda við veðurskipið Alfa.
Hélt hún síðan austur á bóg-
inn í gær, dýpkaði og olli all-
hvassri A-átt með rigningu
við miðvesturströndina. Á
Stórhöfða og í Vestmanaeyj-
um var veðurhæðin 9 vind-
stig síðdegis. Norðanlands og
austan var vindur hægur og
úrkomulaus.
Samþykkt ríkisábyrgð
á lánhm til F.f.
Fulltrúar Boeing-verksmiðjunnar
væntanlegir i gærkvöldi
Teitur Eyjólfsson
Teitur Eyjólfs-
son létinn
ÞANN 11. júlí sl lézt á sjúkra-
húsinu á Selfossi Teitur Eyjólfs-
son frá Eyvindartungu.
Teitur var um fjölda ára bóndi
að Eyvindartungu í Laugardal
og um nokkur ár oddviti Laug-
dælinga. Hann mun þá hafa
verið yngsti oddviti landsins. —
Teitur Eyjólfsson var landskunn
ur maður fyrir ýmis störf í þágu
landbúnaðar, m.a hafði hann á
hendi forystu um sauðfjárvarnir
vegna mæðiveikinnar. — Hann
hafði og foryslu um ýmsar fram
kvæmdir víða á Suðurlandi.
Vann hann m.a. að fyrstu fram
kvæmdum að hafnargerð á Þor
lékshöfn. f Hveragerði rak hann
steypustöðina „Steinagerði" um
mörg ár. Nú íyrir nokkru, eftir
að hann varð ráðsmaður við
sjúkrahúsið á Selfossi gekkst
hann fyrir stofnun Sambands ís-
lenzkra sjúkrahúsa, þar sem öll
sjúkrahús landsins sameinuðust
um ýmis framfaramál sjúkra-
húsa.
Chamoni, 11. jnlí NTB.
EINN maður, þýzkur, beið
LÁNANEFND ríkisstjórnarinnar
hefur samþykkt ríkisábyrgð fyr
ir láni frá Export-Import bank-
anum í Washington fyrir kaup-
um Flugfélags tslands á farþega-
þotu af gerðinni Boeing 727 C.
Nemur ábyrgðin um 80% af
kaupverði flugvélarinnar ásamt
varahlutum og þjálfun.
Boeing 727 er núna mest selda
farþegaþotan í heiminum, og nú
þegar eru nokkur hundruð þeirra
í áætlunarflugi. Fulltrúar frá
Boeingverksmiðjunuin voru
væntanlegir til Reykjavíkur í
gærkveldi til væntanlegrar samn
ingagerðar við Flugfélag íslands.
Það héfur vakið athygli, að
tírezka flugfélagið BEA, sem er
ríkiseign, og hefur hingað til
notað brezkbyggðar flugvélar á
fleStum sínum flugleiðum, hefur
sótt um leyfi til brezku ríkis-
stjórnarinnar að fá að kaupa
milli 30 og 40 Boeing-þotur af
gerðunum 727, sem yrði notuð
til ^-'"ilandaflíigs, og Boeing 737
5i notuð til innanlands-
í Bretlandi.
í blöðum sem um þetta mál
hafa skrifað hefur komið fram
sú skoðun, að brezka ríkisstjórn-
in muni treg til að leyfa slíkt,
þar sem hún geti bent á að brezk
byggðar flugvélar ,svo sem Trí-
dent, BAC.lll og Comet séu á
markaðnum, og sú skoðun hefur
komið fram, að verði ríkisstjórn-
ih við umsókn félagsins um leyfi
til kaupa á bandarískum Boeing
þotum muni BEA-flugfélaginu
gert að greiða 14% innflutnings-
tolL
Þess má að lokum geta að
vegna kaupa flugfélagsins á
hinni afkastamiklu farþegaþotu
mun flugfélagið hafa í hyggja að
selja tvær af millilandaflugvél-
um sínum.
Benares. Indlandi, 11. júlí,
NTB-AP: —
• Lögreglan í Benares hand-
tók sl. sunnudag 43 menn, sem
haft hafa forgöngu fyrir því að
boða til allsherjarverkfalls nk,
þriðjudag í Uttar Bradesh, fjöl-
mennasta riki % Jlands.
Það er hin „rússneska" deild
indverska kommúnistaflokksins
þ.e.a.s. armur, er fylgir Sovét-
stjórninni að málum í deilu
hennar við Pekingstjóxlnina —
sem stendur að baki þessari verk
fallshugmynd, sem að sögn að-
alritara flokksins á að ná til
alls Indlands, þótt ekki verði
alls staðar verkfall á sama tima
Mennirnir 43 tilheyrðu a-llir þess
um armi flokksins.
19 bílar í árekstrum
við Akureyr i um helgina
bana og nítján manns meidduzt
alvarlega, er fjallalyfta bilaði og
hrapaði sl. laugardag er hún
átti eftir fimmtán metra ófarna
að toppinum á Mont Blanc.
Ekki er vitað til fulls hvað
slysi þessu olli — en haft fyrir
satt, að stálbolti hafi brotnað.
Akureyri, 11. júlí: —
GÍFURLEG umferð var á vegum
í nágrenni Akureyrar um helg-
ina, ekki sízt á Vaðlaheiðarvegi.
Þar urðu Jíka nokkur umferðar-
óhöpp, tvær bílveltur, fimm á-
rekstrar og einum bíl var ekið
á miklum hraða út af veginum,
og upp í melbarð. Skemmdist
hann við það mjög mikið. Auk
þessa varð einn árekstur á Þela-
mörk og tveir 1 bænum sjálfum,
þannig að alls hafa 19 bílar orðið
fyrir skemmdnm, sumir mjög
miklum, á laugardag og sunnu-
dag. Svo giftusnmlega tókst þó
til að meiðsl urðu engin á fólki
í óhöppum þessum. — Sv. P.
Er Jan Mayen-síldin á
leið fyrir Noreg?
Rabbað við skipstjórann á Eldborgu
FYRSTI báturinn sem kom tii
Raufarhafnar í gær, eftir
þennan mesta síldarafladag til
þessa, var Eldborg frá Hafnar
firði, sem lagðist að bryggju
kl. rúmlega 3. Var báturinn
með 230 tonn. Mbl. hafði í gær
samband við skipstjórann,
Gunnar Hermannsson, og
rabbaði við hann stutta stund.
— Það er ómögulegt að
segja, sagði Gunnar, — að það
hafi verið mikil veiði hjá bát-
unum alveg þangað til í gær
og í gærkvöldi, að það fór að
lagast. Veiðin byrjaði eigin-
lega á 69’ 11” n.b. og 7’ 25” v.l.
en þegar á leið færðust torf-
urnar aust-nobðaustur, og
núna í morgun voru þær
komnar um 60 mílum AiíA.
Fjöldi báta hafði þá fengið
ágætan afla, en þó ber að
gæta þess, að sumt af þeim
afla, sem bátarnir hafa til-
kynnt um, hafa þeir verið að
skrapa saman undanfarna
þrjá daga.
— Síldartorfur þessar munu
sennilega halda stefnunni
ANA, og verða því eftir
nokkra daga komnar fyrir
Noreg, eins og Jakob Jakobs-
son spáði því, að hún hefði
gert í fyrra. Hann spáði því
þá jafnframt að hún kæmi
aftur með haustinu, sem hún
og gerði. Þetta er þó aðeins
getgátur einar hjá mér, en ég
tel það þó styðja mál mitt, að
ég veit til þess að mikil síld
hefur veri’ð á undanförnum
árum á 72 gr. n.b. og 10—11
gr. a.l., en það eru mjög á-
þekkar slóðir og þessi síld
virðist stefna á.
— En eins og ég sagði áðan,
þá hefur verið fremur lítil
veiði hjá flotanum almennt
fram að þessu, þó það hafi
komið góðir dagar hjá ein-
staka bát. Torfurnar hafa ver
ið nokkuð dreifðar á veiði-
svæðinu, og fremur litlar um
sig, svo það hefur ekki verið
nema lítil veiði í einu.
— Þess má geta áð tvö síld-
arflutningaskip voru komin á
miðin í gær, Dagstjarnan kom
í gærmorgun, og var þegar
orðin full á hádegi í dag, og
Síldin kom í morgun, og mun
hafa verið stanzlaus löndun
í hana fram að þessu. Síldin
sem við erum með er um 32
sm. löng og sleppur í milli-
flokkinn við söltun, ef hún er
ekki orðin of gömul, eins og
er í þessu tilfelli, því við vor-
um 26 tíma af miðunum hing-
að til Raufarhafnar. Þá er síld
in orðin þannig að það er ekk
ert hægt að gera við hana
nema að bræða hana. Vi'ð á
Eldborginni erum núna búnir
að fá um 1900 tonn samtals
að þessum 240 tonnum, sem
við komum nú með, meðtöld-
um, og held ég að það sé
nokkru meira en á sama tíma
í fyrra, en þá byrjuðum við
hins vegar nokkru seinna.