Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 12

Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12, júlí 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. NÝTT TÍMABIL í VEGAFRAM KVÆMDUM A 111 frá því, að bifreiðainn- flutningurinn var gefinn frjáls árið 1961 og til þessa dags, hefur bifreiðaeign lands manna farið mjög vaxandi, og t.d. hafa frá sl. áramótum um 2500 nýir bílar verið teknir í notkun, en alls hafa nær 20.000 bílar verið fluttir inn frá 1961. Það gefur auga leið, að þessi mikli bifreiðainn- flutningur kallar á nýjar og stórhuga framkvæmdir í vega gerð. Það er í rauninni næsta ó- trúlegt hverju íslendingar hafa fengið áorkað í tíð einn- ar kynslóðar í vegagerð um land allt, en segja má, að landið sé nú allt komið í vega- samband, þótt það sé að vísu nokkuð árstíðabundið og ein- staka sveitir hafi ekki fengið vegi, en það er þó mjög fá- títt. Þessi mikla vegagerð hef- ur kostað mikið fé og mikið átak fyrir fámenna þjóð að framkvæma á svo stuttum tíma. En nú er að því komið, að nýr þáttur hlýtur að hefjast í vegaframkvæmdum á ís- landi, og má segja, að hinn nýi Keflavíkurvegur sé upp- hafið að því nýja tímabili í vegaframkvæmdum íslend- inga, sem framundan er. — Næstu stórframkvæmdir á sviði vegagerðar hljóta að miðast að því að byggja var- anlega vegi austur um fjall og hefja varanlega gerð Norð- urlandsvegar, eða til að byrja með upp í Borgarfjörð. Það er hinsvegar ljóst, að meðan hinar miklu fram- kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík standa yfir, verð- ur erfitt af efnahagslegum á- stæðum og emmg vmnuaiis vegna að hefja slíkar fram- kvæmdir, en sjálfsagt er að hefja nú þegar undirbúning að því,- að þær geti hafizt jafn skjótt og þessum stórfram- kvæmdum lýkur að þremur árum liðnum. Nú er það svo að varanlegri vegagerð hefur fleygt mjög fram erlendis, og þar eru nú notuð mjög stór- virk tæki, sem gera kleift að leggja vegi á ótrúlega stutt- um tíma. Sjálfsagt er, að ís- lendingar reyni að tileinka sér hina nýju tækni í enn rík- ari mæli en gert hefur verið, m.a. með því, að bjóða nýjar vegaframkvæmdir út á al- þjóðlegum vettvangi, þannig að tækni og þekking erlendra verktaka á sviði vegafram- kvæmda geti komið okkur að notum, og að við getum eitt- hvað af þeim lært. En enginn vafi leikur á því, að stórátak verður að gera í varanlegri vegagerð á íslandi á næstu árum, og sjálfsagt- að hefja undirbúning að þeim þegar í stað, þótt meiri háttar framkvæmdir geti varla haf- izt fyrr en þeim stórfram- kvæmdum, sem nú standa yf- ir í landinu, er lokið. IÐNAÐURINN OG TOLLALÆKKANIR ¥ umræðum þeim, sem fram hafa farið um málefni iðn- aðarins áð undanförnu hefur gætt nokkurs misskilnings í sambandi við tollastefnu ríkis stjórnarinnar. Þannig sagði t.d. málgagn Framsóknar- flokksins í forustugrein hinn 7. júlí sl. að „tollalækkanir hefðu verið látnir skella yfir fyrirvaralítið og án þess að gefa íslenzkum iðnfyrirtækj- um kost á aðlögunar- og um- þóttunartíma, ásamt sjálf- sagðri fyrirgreiðslu til vél- væðingar og vinnuhagræð- ingar“. Sannleikurinn er sá, að fá- ar þeirra tollalækkana, sem orðið hafa undanfarin ár hafa verið iðnaðinum til óhag- ræðis. En aðrar tollalækkanir hafa orðið honum til hag- ræðis. Vorið 1963 tók gildi ný tollskrá, sem fylgdi hinni al- þjóðlegu nafnaskrá og var miklu einfaldari en eldri toll- skrá. Hún fól í sér verulega samræmingu tolla og lækkun nokkurra hæstu tollanna. — Næst var tollum breytt 1964, en sú breyting var einkum fólgin í tæknilegum lagfær- ingum og samræmingu tolla á skýldum vörum, er stefndu yimem í lækkunprátt. 1965 voru lækkaðir tollar á vélum, bæði til útflutningsiðnaðar og almenns iðnaðar. Lækkuðu vélatollar þá almennt úr 35% í 25%, og vélatollar til útflutn ingsiðnaðar niður í 15% og 10%. Og nú í ár hafa tollar verið lækkaðir á tilbúnum húsum og húshlutum til þess að stuðla að lækkandi bygg- ingarkostnaði í landinu. Þessar breytingar á tollum hafa að vísu skert samkeppnis aðstöðu iðnaðarins að nokkru leyti, t.d. hafa tollar verið lækkaðir á nokkrum fullunn- um vörum, þar sem þeir voru mjög háir áður, eins og t.d. brauðvörum, kexi og kökum. En á hinn bóginn hafa tollar einnig verið lækkaðir á vél- um og handverkfærum, sem iðnaðurinn notar og á ýmsum efnivörum hans. Tollum hef- ur verið aflétt af innfluttum MLsA VRJ UTAN ÚR HEIMI Síiasti afríski kóngurinn rekinn í útlegð Hvað verður nú um Kabaka Buganda? í SÍÐUSTU viku júnímánaðar kom til Englands og baðst þar hælis Sir Edward William Frederick Mutesa II, Kabaka (kóngur eða fursti) í Buganda, landflótta drottinn þessa auð- ugasta, fjölmennasta og stærsta furstadæmis Afríku- ríkisins Uganda og fyrrum forseti sambandsríkisins alls. Forsætisráðherra Uganda er Dr. Milton Obote, maður fram gjarn og fylginn sér og lítill vinur Kabakans af Buganda, sem skipaður var forseti Ug- anda aðeins í virðingarskyni og var ekki ætlað að hafa nein áhrif á stjórnmál í land- inu. Fór svo að snemma í ár svipti Dr. Obote furstann í Buganda forsetanafnbótinni og tók við embættinu sjálf- ur. í maí s.l. mótmælti Mutesa fursti svo tilraunum Dr. Obote til að minnka vald fylk isstjórnarinnar í Buganda og sendi hinn sjálfskip^ði for- seti þá her manns að höll furstans og fór ekki með friði. En Kabaka Buganda er ekki fisjað saman og lífverðir hans voru hollir og traustir og er hlé varð á bardögunum um höllina tókst honum að flýja með fámennum hópi yfir hall armúrana og leyndist síðan í larrdinu og hélt áleiðis til ná- grannaríkisins Burundi og komst þangað eftir þriggja vikna erfiða ferð um frum- skóga og fenjalönd, sjúkur af mýraköldu. og illa haldinn. Frá Burundi hélt hann svo sem leið lá til London og hyggst dveljast þar um sinn. En hann er stáðráðinn í að koma aftur heim til Buganda eins fljótt að þess er kostur — „þegar heilbrigð skynsemi er aftur orðin ofan á“ eins og hann orðar það. Buganda hefur lengi búið að því að það er auðugt ríki og betur sett en flest önnur þar um slóðir, loftslag mjög gott víðast hvar og uppskera arðbær í bezta lagi. Þar reis snemma upp all fjölmenn stétt efnamanna, sem mestu réðu í landinu og þar voru menn almennt læsir og skrifandi löngu fyrr en títt var í öðr- um löndum þar um slóðir, og menntun í hávegum höfð. Svo mikfð orð fór af menntun Ganda-manna eða Buganda, eins og þeir voru kallaðir, að þeir voru til fengnir að starfa fyrir stjórnir fjölda annarra Mutsea fursti heimsækir son sinn, Ronald, ellefu ára, sem gengið hefur í skóla í Sussex í Englandi um nokkura ára skeið. Afríkuríkja »ng voru um eitt skeið svo margir að varla var neitt ríki í A-Afríku er ekki hafði einn eða fleiri Ganda- menn í þjónustu hins opin- bera. En í stjórnmálum landsins fór ýmislegt aflaga bæði fyrr og síðar og viðskipti lands- manna við erlend stórveldi voru ekki friðsamleg framan af. Buganda var sjálfstætt furstadæmi fyrir öld eða svo, er þangað komu brezku land- könnuðirnir Speke og Grant á leið sinni áð leita að upp- tökum Nílar. Þar kom líka landkönnuðurinn Stanley tólf árum síðar og tók fursta Buganda sem þá var, Mutesa I. tali og kom svo fortölum sínum við hann að kóngur sættist á að senda mætti suð- ur þangað brezka kristniboða að boða landsmönnum þennan nýja sið. Skömmu síðar komu einnig suður franskir kristni- boðar og er kom framundir aldamót og Bretar voru farnir að gera sér Ijóst, að þeir yrðu að hafa hraöan á, ættu þeir ekki að dragast aftur úr Þjóð- verjum í kapphlaupinu um nýlendur og áhrifasvæði í Austur-Afríku, var svo komið, að heita mátti að allt logaði í ófriði í Buganda. Þar átt- ust við Múhameðstrúarmenn og kristnir og voru sjálfum sér sundurþykkir, því engu minni deilur stóðu milli ka- þólskra og mótmælenda og Framhald á bls. 17. dráttarbrautum og vélum til niðursuðu til útflutnings. í ræðu, sem Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, hélt á ársþingi iðnrekenda í apríl sl. sagði hann, að ekki hefði far- ið fram sérstök athugun á því hvernig hrein tollvernd iðn- aðarins hefði breytzt á sl. þremur árum, en líklegt mætti telja, að áhrif lækkun- ar á vélum og efnivörum hafi að fullu vegið á móti lækkun tolla á fullunnum vörum, þannig að um minnkun hreinnar tollverndar yfirleitt hefði ekki verið að ræða. Það er því ljóst að stefna ríkisstjórnarinnar í tollamál- um hefur yfirleitt ekki orðið iðnaðinum til óhagræðis, held ur hefur hann þvert á móti haft mikið hagræði af þeim tollalækkunum, sem orðið hafa, m.a. með mikilli tolia- lækkun á vélum. EKKERT MUNCHENAR- SAMKOMULAG Oíendurteknar tilraunir ^ Bandaríkjastjórnar og ann arra ríkisstjórna í Evrópu og Asíu, sem stuðla vilja að friði í Vietnam, til þess að koana á samningaviðræðum við ko’mmúnista, hafa til þessa reynzt árangurslausar. Samt sem áður eru þeir til, bæði hérlendis og erlendis, sem krefjast þess, að samið sé við kommúnista í Víetnam, hvað sem það kostar, jafnvel þótt það þýði yfirráð komm- únista í Suður-Víetnam. Þessum mönnum væri hollt að hugsa þrjá áratugi aftur í tímann, þegar brezkur for- sætisráðherra kom úr för til Múnchen í Þýzkalandi og lýsti því yfir, að með Múnch- enar-samkomulaginu milli hans og Adolfs Hitlers hefði friður verið tryggður um alla framtíð. Sá samningur við of- beldisöfl og einræðisherra reyndist ekki mikils virði og innan tíðar var Evrópa log- andi í nýrri og eyðandi heims- styrjöld. Vestrænar þjóðir hafa lært sína lexíu síðan, og þær hafa vissulega ekki hugsað sér að gera nýtt Múnchenar-sam- komulag í Suður-Víetnam. Og ánægjulegt er, að stefnu festa Bandaríkjamanna, þrátt fyrir árásir úr ýmsum áttum, virðist nú vera að bera árang- ur og kínversku kommúnist- arnir eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir og sköð anabræður þeirra í Norður- Víetnam geta ekki unnið styrjöldina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.