Morgunblaðið - 12.07.1966, Qupperneq 20
20
MORGU N BLAÐID
Þriðjuctagur 12. júlí 1966
FÁLKAFLUG
•••••••••••••
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
403i
C0PINHB6EN
— Bú, bannað að ganga á grasinu.
Hann lötraði áfram og við
hinn endann á þröngri götunni
sneri hann aftur til vinstri. Þeg-
ar ég náði í hann og hefði getað
snert hann, var hann kominn
upp á tröppurnar á litla bæna-
húsinu, sem kennt er við Alla
Heilaga. Tröppurnar voru snar-
brattar niður að götunni og hann
veik til hliðar, svo að ég gæti
komizt leiðar minnar.
— Afsakið, herra, sagði hann.
— Afsakið þér, svaraði ég. —
Ég er hér bara á flækingi og er
aðkomumaður í borginni.
Ég hafði alltaf kunnað illa við
tillit þessara skökku augna. Ég
vissi aldrei, hvort hann horfði á
mig eða ekki
— Þetta er Allraheilagra bæna
húsið, sagði hann og benti.
— Já, ég sé það, sagði ég.
— Þér viljið kannski sjá bæna
húsið, sagði hann. — Nágranna-
kona mín hefur lyklana.
— Seinna, sagði ég. — Genð
yður ekkert ómak mín vegna.
— Það er ekkert ómak. Konan
er sjálfsagt heima. Seinna, þegar
ferðamennirnir fara að koma,
opnar hún bænahúsið á vissum
tímum. En eins og er, er það
ekki ómaksins vert fyrir hana.
Áður en ég gat hindrað það,
hafði hann kallað upp í glugg-
ann á litla húsinu, sem var fast
við kapelluna. Glugginn opnað-
ist og roskin kona stakk út höfð-
inu.
— Hvað var það, herra Gighi?
sagði hún.
Gighi! Þarna kom það. Það
var nafnið, sem stóð á skóara-
verkstæðinu. Eldabuskan okkar
hafði heitið María Gighi.
— Það er gestur til að skoða
kapelluna, kallaði hann og beið
svo þess, að hún kæmi út. Glugg
□----------------□
13
□----------------□
inn skall aftur. Ég fann mig vera
lítt velkominn þarna.
— Mér þykir fyrir því að vera
að gera yður ómak, sagði ég.
— Þér eruð velkominn, herra,
sagði hún.
Skökku augun voru áreiðan-
lega að horfa á mig. Ég leit við.
Eftir andartak opnuðust dyrnar
og konan kom út og þreifaði eft-
ir lyklunum sínum. Svo opnaði
hún dyrnar á bænahúsinu og
benti mér að ganga inn. Ég leit
kring um mig og gerði mér upp
áhuga. Það merkasta í þessari
kapellu er hópmynd af píslarvott
um, mótuðum í vax. Ég minntist
þess, að farið var með mig þarna
inn, þegar ég var krakki og vörð-
urinn skammaði mig fyrir að
reyna að snerta á myndunum.
— Fallegt! sagði ég, en hjónin
horfðu á mig.
— Já, það er einstakt í sinni
röð, sagði skóarinn, og svo var
eins og hann hugsaði sig betur
um. — Sagði herrann, að hann
væri ókunnugur hér í Ruffano?
— Já, sagði ég, — ég er frá
Torino. Ósjálfrátt nefndi ég borg
stjúpa míns, þar sem mamma
hafði dáið.
— Nú .... Torino? sagði hann,
eins og vonsvikinn, og bætti svo
við: — Þið hafði ekkert þessu
líkt þar.
— Við höfum líkklæðið, sagði
ég, — líkklæðið, sem sveipað
var um lausnarann. Merkin eftir
helgan líkama hans sjást enn á
því.
— Það vissi ég ekki, sagði hann,
rétt eins og hann blygðaðist sín.
Við þögðum öll. ^Konan hringl-
aði lyklunum. Ég fann, að
skökku augun skóarans hvíldu á
mér, og mér varð órótt.
— Þakka ykkur fyrir, sagði ég
við þau bæði í senn. — Ég hef
séð það, sem ég ætlaði.
Ég gaf konunni tvö hundruð
lírur, sem hún stakk í víða pils-
ið sitt, kvaddi skóarann með
handabandi og þakkaði honum
þægilegheitin. Síðan gekk ég
niður tröppurnar að Allraheil-
agra-kapellunni, og gat mér þess
til, að þau væru að stara á eftir
mér.
Það var hugsanlegt, að ég
hefði minnt hann á eitthvað eða
einhvern, en samt ætti nú ekki
neitt að geta sett mann frá Tor-
ino í samiband við tíu ára
hnokka.
Ég gekk sömu leið til baka til
Lífstorgsins og fann lítið veit-
ingahús í Cyprianusargötu, nokk
ur skref frá kirkjunni. Ég fékk
mér hádegisverð og reykti mér
einn vindling, enn hafði ég ekki
ráðið neitt við mig. Veitinga-
húsið hlaut að hafa verið vin-
sælt — það hafði ekki verið
þarna, þegar ég mundi eftir —.
því að það fylltist brátt af gest-
um, svo að sitja varð í öllum
IMægir í 30
drykki alls
6 lítra. —
m.
• Unnt að kaupa
sérstaklega
hina nytsömu
'F&* Sunsip-pumpu.
Snnsip
Elmaro sími 23444.
B/acksi Decken
fyrir alla iðnaðarmenn
Mikið virval
af heimsins
beztu og
þekktustu borvélum.
E. MRSHINSSDN S JOHNSON H.F.
Ármúla 1 - Grjótagötu 7
Simi 2-42-50
*
***
*
ÞJÚRSARDALUR
?JAVÍK
. .
upplýsingar i síma 22300
IMATIONAL RAFHLÖÐLR
Biðjið um National rafhlöður og sannfærist
um gæðin.
Sparið peninga — Notið National rafhlöður.
Heildsölubirgðir:
G. Helgason & Melsteð hf.
Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.