Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 8
9
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikadagur 20. júlí 1966
100 óin í dog:
Steinunn R. Thordarson
frá ísafiröi
ÞESSA dagana fara fram há-
tíðahöld á ísafirði vegna aldar-
afmælis kaupstaðarins.
Og í dag er aldargömul frú
Steinunn Thordarson, elzti ís-
firðingurinn segi ég, því að Is-
firðing telur frú Thordarson sig
enn, þótt nærfellt 40 ár sinnar
löngu ævi hafi hún átt heima í
Beykjavík og unað því vel.
Steinunn Ragnheiður fæddist
20. júlí 1S66 á Gemlufalli við
Dýrafjörð, andspænis Þingeyri
hinum megin fjarðar. Hjá for-
eldrum sínum, Guðmundi Nat-
hanaelssyni og Guðrúnu Egils-
dóttur, ólst hún upp. Á þeim ár-
um var lítill kostur skólanáms
handa börnum. En innán við
fermingu var Steinunn send
- norður til ísafjarðar í bama-
skóla, sem Sigurður Gunnarsson,
síðar prestur í Stykkishólmi,
stýrði þar. Minnist hún eins og
aðrir nemendur sra Sigurðar
hins prúða valmennis og kenn-
ara,
Á fsafirði fermdist Steinunn
fyrir 86 árum hjá sra Áma
Böðvarssyni. Nú eru liðin nær-
fellt 160 ár síðan fermingarfaðir
hennar fæddist. En elzta fólk,
sem Steinunn þekkti í bernsku
sinni við Dýrajörð og á ísafirði,
var fætt á 18. öld og alit fyrir
löngu gengið fyrir ætternisstapa.
Steinunn hélt frá ísafirði aftur
til átthaganna og þar kynntist
hún glæsilegum, ungum manni,
Finni Thordarson, sem kominn
var frá verzlunarnámi í Dan-
mörku og vann við Gramsverezl-
un á Þingeyri. Þau giftust fyrir
78 árum á Þingeyri og reistu
fyrsta heimili þar, en fluttust
síðan til Bíldudals. Þar réðst
Finnur til verzlunarstarfa hjá
" Pétri Thorsteinsson, sem þá var
einn mesti athafnamaður á Vest-
fjörðum og safnaði að sér mörg-
' um úrvalsmönnum.
Árið sem Steinunn og Finnur
Thordarson giftust drukknaði á
útleið einn helzti borgari ísa-
fjarðar, föðurbróðir Finns, Þor-
steinn Thorsteinsson, bakari og
kaupmaður á ísafirði. Hafði
hann verið kosinn 1. þingmaður
Isfirðinga að Jón Sigurðssyni
forseta látnum. Til skips þess,
sem Thorsteinsson fór utan með
í nóv. 1888, hefir aldrei spurzt.
Ekkja hans, dönsk myndarkona,
frú Amalie, rak fyrirtækið um
nokkurra ára skeið en seldi það
árið 1895 Finni Thordarson.
Það ár fluttust þau hjón til
ísafjarðar og þar hófst athafna-
'ríkasti og skemmtilegasti kafi-
inn í ævi þeirra, Finnur Thord-
arson var hagsýnn dugnaðar-
maður og valmenni. Hann gegndi
mörgum trúnaðarstörfum á ísa-
firði, sat t.d. lengi í bæjarstjórn.
Hann jók fyrirtæki sitt, brauð-
gerðarhús og verzlun og byggði
N(jT er háannatíminn í ferða-
mannastraumnum. Um síðustu
helgi var veður fagurt víðast
hvar á landinu og streymdu
Reykvíkingar í stríðum straum
um út á land. Þúsundir lögðu
letð sína til ísafjarðar og að
Hólum en margt var einnig um
manninn á Norður- og Austur-
landi. Mbl. talaði í gær við
fréttaritara blaðsins á Akureyri
og 9purðist fyrir um ferðamanna
strauminn þar síðustu helgi.
Kvað hann veður hafa veríð
með bezta móti, um og yfir 20
stiga hiti sunnangola en sólskina
árið 1905 eitt stærsta og glæsi-
legasta hús, sem þá var til á
Vestfjörðum, til íbúðar og verzl-
unarreksturs.
Stóru og umsvifamiklu heim-
ili stýrði frú Thordarson á þess-
um árum af mikilli röggsemi og
skörungsskap. Heimilið varð
fjölmennt. Börnin urðu fjögur:
Ása gift Jóni Grimssyni málfl.
manni á ísafirði, Soffía f. sím-
ritari, Gyða gift Eiríki Stephen-
sen forstjóra og Gunnar banka-
fulltrúi. Auk þess var í heimil-
inu fósturdóttir, margt starfs-
fólk fyrirtækisihs, og auk þess
árum saman ýmsir svokallaðir
„betri borgarar“, ísafjarðar, sem
ókvæntir voru.
Þessu stóra heimili stýrði frú
Thordarson af miklum skör-
ungsskap. í heimili þeirra var
oft margt dvalargesta, einkum
frændfólks, en bæði voru hjón-
in svo félagslynd og mannblend-
in, að tíðar voru gestakomur
vina í heimili þeirra. Þar var
veitt af rausn. Og þar var gleði
í húsi. Þeim hætti hélt frú
Thordarson eftir að hún var flutt
úr stórhýsi í litla íbúð með einni
dóttur.
Árið 1927 fluttust þau hjónin
til Rvíkur og hér andaðist Finn-
ur Thordarson fáum vikum síð-
ar. En þá hafði kona hans tekið
kvalafuJlan sjúkdóm, kölkun í
mjöðm, sem hún er fyrst nú fyr-
ir fáum árum hætt að hafa þján-
ingar af.
f þeim vanda kom sér það vel,
að Steinunn bar nafn með réttu
lítið. Rúmlega 100 tjöld höfðu
verið á tjaldstæðinu og að með-
altali 4 í tjaldi..
Engar óspektir urðu þar á
svæðinu, þar var ákaflega frið-
samlegt ailt fram eftir nóttu
og ekki nema í tveimur tjöld-
um ónæði af hávaðasömum sam
tölum.
Hótel eru öll full á Akureyri
um þessar mundir og hafa ver-
ið undanfarið. Ekki bar mikið
á útlendingum þar um sl. helgi,
fólk var þar alls staðar að af
landinu en einna mest
Reykjavík.
og var að upplagi óvenjulega
hörð af sér og þrekmikil. Enda
mun fágætt, ef viniaa, sem heim-
sóttu þær mæðgur, Soffíu og
hana, hefir rennt í það grun, að
sárt mein bar frú Thordarson,
þar sem hún sat í sæti, glöð og
reif, ræðin og einörð í tali um
málefni og menn.
Ég býst við að vinum hennar
verði minnisstæðast fágætt þrek
hennar og skapharka — i góðri
merkingu. Um hana mundi ég
segja hið sama og um ýmsar
vestfirzkar konur, sem ég man,
hið sama sem Njála segir um
Berglþóru: Hún var drengur góð-
ur en skaphörð nokkuð.
Við vini hefir frú Thordarson
verið mild og hlý, nákvæm
þeim, sem nákvæmni og alúð
þurftu, en ekki brúkað vork-
unnsemi í orðum fram yfir það,
sem henni þóttu efni standa til.
En það tel ég víst, að á vin-
áttu hennar hafi enginn verið
svikinn. Svo munu þær mæla,
sem vináttu hennar nutu lengst
en þeirra á meðal var móðir mín.
Var ósvikinn ylur milli Stein-
unnar Thordarson og hennar,
meðan þær urðu samferða í nær-
fellt 60 ár.
Að sjálfsögðu hefir henni
æði mikið hnignað á síðustu ár-
um, einkum um heyrn. Og rúm-
föst hefir hún verið allra síðustu
árin. En fram að þeim bar hún
enn þá reisn og þann svip, sem
sjá má af myndinni, sem þessum
afmælisorðum fylgir. En mynd-
in er af henni hálfníræðri.
Frú Steinunn Thordarson er
ágætlega greind kona, orðheppin
og skýr í meiningu og máii.
Minni hennar hefir verið svo
trútt, að naumast hefir um það
þurft í fleiri grafgötur að
fara, sem hún sagði frá. Um ísa-
fjörð eldri tíma, ekki sízt meðan
hún dvaldist þar fyrir 80-90 ár-
um, var hún fram að síðustu
árum ágætlega minnug, og ljós
í frásögn um málefni og menn.
Enda hygg ég að kærara um-
ræðuefni hafi hún naumast átt
en gamla ísafjörð.
fsfirðingar bæði heima og í
„dreifingunni“ hafa minnzt á
þessum tímamótum margra gam-
alla ísfirðinga, margra sem lifðu
starfsdaginn í bænum við hinn
lygna sæ „í faðmi fjalla blárra“,
en eru nú sumir fyrir löngu
gengnir fyrir ætternisstapa. Frú
Thordarson minnist gamalla ís-
firðinga, sem enginn annar man
en hún. Hún hefir hvorki lagt
sig eftir því um dagana að vera
öllum að skapi né allra vinur,
en á aldarafmæli ísafjarðar
mega ísfirðingar ýmsir minnast
hénnar, sem mú er aldargömul
Jnn AnAimn
Reykvíkingar fjölmennir
meðal ferðam. á Akureyri
frá sjálf.
Gériö
góðan mat
betri
meö
BÍLDUDALS
nlduísoóriu grsenmeti
HeíWsítT. .t.?—Tsir- BirgSosIöS 5ÍS, Eggert Krisljánsson og Co.
Nælonsloppar
Allar núverandi birgðir seldar á
kr. 198,00